Morgunblaðið - 22.11.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 22.11.2003, Blaðsíða 40
DAGLEGT LÍF 40 LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Mörkinni 6 • Sími 588 5518 Opið laugardaga, kl. 10-16 Ullarúlpur Heilsársúlpur Hattar og húfur Yfirhafnir í úrvali kringlunni & faxafeni www.tk. is Tvær búðir fullar af vandaðri vöru á góðu verði 3 litir verð kr: 2990.--fyrir öll heimili F A X A F E N I & K R I N G L U N N I rúmföt verð frá kr. 2990.- rúmteppi verð frá kr. 4990.- mjúk amerísk handklæði frá kr. 695.- baðmottur frá kr. 1.990.- dúkar frá kr. 600.- sængurverasett barna frá kr. 2.490.- O P I Ð S U N N U D A G Kringlunni 13 - 17 Faxafeni 13 - 16 Colostrum FRÁ RNA og DNA H á g æ ð a fra m le ið sla -fyrir útlitið Nr. 1 í Ameríku Þessi veira kemur alltaf áhverju einasta ári og geturverið skæð í hópi lítilla barna, yngri en sex mánaða,“ segir Sigurður Kristjánsson barnalæknir, sem nýlega hlaut viðurkenningu úr verðlaunasjóði Óskars Þórðarsonar við Háskóla Íslands. Viðurkenn- inguna hlaut hann fyrir rannsóknir sínar á áhrifum svokallaðrar RS- kvefveiru (respiratory syncitial) á ónæmiskerfi barna. „Þetta er eiginlega fyrsta veiru- sýkingin sem maður verður fyrir en lítil börn eru illa varin fyrir henni,“ heldur Sigurður áfram. „Flest ungbörn eru varin fyrir venjulegum veirum fyrsta hálfa árið því þá hafa þau svipað ónæmiskerfi og móðirin. En þar sem við myndum svo lélegt ónæmi gegn þessari veiru, getur hún valdið talsverðum usla.“ Engin ástæða til hræðslu Smitist fullorðinn einstaklingur af veirunni eru allar líkur á því að hann fái einungis nefkvef og örlít- inn hósta, að sögn Sigurðar. „Í raun fá flest börn þannig einkenni. Þau sem veikjast hvað mest fá astmaeinkenni eða jafnvel lungna- bólgu og oft fylgir eyrnabólga með.“ Í einstaka tilfellum getur sýk- ingin verið lífshættuleg. „Það er sem betur fer afar sjaldgæft og á einungis við um þau börn sem eru með einhvern meðfæddan eða áunninn lungnasjúkdóm eða al- varlegan hjartasjúkdóm. Ef þessir einstaklingar smitast af RS-veirunni á ungbarnaskeiðinu getur hún farið illa í þá.“ Sigurður undirstrikar þó að meg- inþorri barnanna sleppi nokkuð létt í gegn um sýk- inguna. „95 prósent barna eru búin að fá þessa veiru við tveggja ára aldur og langflestum verður ekki mikið meint af henni.“ Hann segir því alls enga ástæðu til hræðslu meðal foreldra vegna þessarar veiru. Sumir einstaklingar viðkvæmari en aðrir Rannsókn Sigurðar beinist fyrst og fremst að þeim börnum sem fá astmaeinkenni við smit fyrir sex mánaða aldur. „Það er vel þekkt að þau börn sem veikjast kröftuglega af veirunni fá frekar astma síðar meir og menn hafa verið að velta því fyrir sér hvort þessi veira gæti haft einhver áhrif á ónæmiskerfið þannig að ofnæmistilhneiging auk- ist. Um það snúast þessar rann- sóknir.“ Um 40 börn eru í rannsókn- arhópnum auk 50–60 barna sem eru í samanburðarhópi. Til stendur að fylgja börnunum eftir allt til sjö smitist af þessari veiru? „Þetta smitast með höndum og þess vegna er handþvottur númer eitt, tvö og þrjú,“ segir Sigurður. „Ef við erum með kornabörn og erum kvefuð, eigum við að þvo okkur vel um hendurnar áður en við snertum þau. Sömuleiðis er rétt að forðast að fara með þau í stóra markaði og verslunarmiðstöðvar rétt á meðan veiran er að ganga.“ Hann bendir þó á að það kvef sem rennur í nösum landsmanna um þessar mundir sé af öðrum toga. „Það er inflúensa sem hefur verið að ganga að undanförnu og það er allt annars konar veira en það er mjög sjaldan sem þær eru báðar í gangi í einu. Þannig að þessi faraldur á eftir að koma.“ Morgunblaðið/Ásdís ben@mbl.is  HEILSA| Áhrif RS-veiru á ungbörn rannsökuð ára aldurs en rannsóknin hefur staðið yfir í fimm ár. Nú liggja niðurstöður úr fyrsta áfanga hennar fyrir. „Þær sýna að krakkarnir eru með svolítið mis- jafna ónæmissvörun,“ segir Sig- urður. „Við ætlum að athuga hvort það séu frekar börn sem fá svokallaða Th2 ónæm- issvörun sem fái ofnæmi og astma síðar meir. Þá er það ekki sjálf veiran sem stýrir svarinu heldur er það einstaklingurinn sem er fæddur með ákveðna tilhneig- ingu og er viðkvæmari fyrir þessari sýkingu. Menn hafa verið að halda því gagnstæða fram.“ Handþvottur mikilvægur En hvað geta foreldrar gert til að koma í veg fyrir að börn þeirra „Þetta er eiginlega fyrsta veirusýk- ingin sem maður verður fyrir.“ Sigurður Kristjánsson: „Það er vel þekkt að þau börn sem veikjast kröftuglega af veirunni fá frekar astma síðar meir.“ Algeng kvefveira undir smásjánni Einkenni: Fullorðinn einstakling- ur sem smitast fær líklega ein- ungis nefkvef og örlítinn hósta. ATVINNA mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.