Morgunblaðið - 22.11.2003, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 22.11.2003, Blaðsíða 50
UMRÆÐAN 50 LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ NÝLEGA tilkynnti Íslensk erfðagreining (ÍE) um merkan áfanga sem fyrirtækið hefur náð, en í byrjun næsta árs hyggst það hefja könnun á því hvort ákveðið lyfja- efni „minnki hættu einstaklinga á að fá hjartaáfall“. Virkni efnisins virðist bein- ast „að mikilvægu lyfjamarki sem tengist bólgu- myndun og er afurð meingens sem vísindamenn Íslenskrar erfða- greiningar hafa einangrað í rann- sóknum á hjartaáfalli,“ eins og segir í fréttatilkynningu fyrirtæk- isins. Ef lyfjaefnið sannar gildi sitt í lyfjaprófununum verðum við því innan fárra ára komin með lyf sem getur dregið úr tíðni hjarta- áfalla hér á landi, sem og annars staðar. En áður en það gerist þarf ÍE að þróa genapróf svo hægt verði að finna einstaklingana sem hafa meingenið. Við fyrstu sýn virðist þetta hið besta mál, en ef betur er að gáð vakna ótal spurn- ingar, sem fjölmiðlar á Íslandi viðast ekki hafa áttað sig á. Fyrsta spurningin hlýtur að vera hverjir verða settir í gena- prófið. Er það öll þjóðin eða ein- staklingar sem tilheyra ættum þar sem meingenið er þekkt? Verður genaprófið gert valfrjálst fyrir þá Íslendinga sem nú þegar eru fæddir en öll nýfædd börn sett í prófið? Hvernig sem þetta verður framkvæmt þá mun ákveðinn hluti þjóðarinnar, ef af verður, verða „sjúkur“ þó hann sé „heilbrigður“. Næst liggur við að spyrja hve- nær einstaklingur, sem greindur hefur verið með meingenið, á að hefja töku lyfsins. Er það um leið og hann er greindur eða síðar á ævinni? Þarf einstaklingurinn að taka lyfið alla ævi eða skemur? Hvernig sem þetta verður fram- kvæmt mun ákveðinn hluti þjóð- arinnar þurfa að taka lyf án þess að vera „sjúkur,“ þ.e. hann er ein- kennalaus, með öllum þeim kostn- aði sem því mun fylgja. Einnig má spyrja hvernig 10 ára stúlku muni líða þegar henni er tilkynnt að hún hafi meingenið og þurfi að taka lyf gegn því, kannski alla ævi. Mun möguleg aukning á ævi hennar vega upp á móti þeirri skerðingu sem augljóslega verður á lífsgæðum hennar? Þetta er einungis brot af þeim spurningum sem ég velti upp í bókinni Genin okkar: Líftæknin og íslenskt samfélag (2002), en þar er t.d. bent á að kostnaðurinn við þessi fyrirbyggjandi lyf verði gríð- arlegur, sérstaklega ef fjöldi þeirra verður mikill í framtíðinni. Lyfjakostnaður er nú þegar að sliga heilbrigðiskerfið! Hvað gerist í framtíðinni ef fjöldi rándýrra genaprófa og fyrirbyggjandi lyfja verður settur á markað? „Í ljósi þess pólitíska og efnahagslega um- hverfis sem við nú búum við mun velferðarkerfið líklega verða lagt niður í núverandi mynd sem aftur mun leiða til þess að menn verða í auknum mæli að sjá um sínar sjúkratryggingar sjálfir. Þetta gæti reynst þrautin þyngri því tryggingafélögin munu í framtíð- inni krefjast þess að allir sem kaupa tryggingu gangist undir öll genapróf á markaðnum“ (Genin okkar, bls 131); þróun sem þegar er hafin í Bretlandi. Eigum við að leyfa líftæknifyrirtækjunum óhindrað að stuðla að þessari þró- un eða eigum við að reyna að veita þeim aðhald? Sjálfur er ég ekki bjartsýnn, því fjölmiðlar, alla- vega hér á landi, virðast al- gjörlega óhæfir til að veita þetta aðhal Fyrirbyggjandi spurningar um fyrirbyggjandi lyf Eftir Steindór J. Erlingsson Höfundur er vísindasagnfræðingur. SJÁLFSTÆÐIS- og Framsókn- arflokkur hafa ákveðið að hækka leigu á félagslegum leiguíbúðum í Kópavogi um 15,2%. Þetta var gert jafnhliða því sem breytt var aðferðum við út- reikning leigu- verðs. Samfylk- ingin var tilbúin til að breyta við- miðum við útreikning leigu en án hækkunar. Tillaga okkar um það var felld í bæjarstjórn og greidd- um við atkvæði gegn tillögu meiri- hlutans sem fól í sér hækkun leiguverðs til allra. Leiga í félagslegum íbúðum er nú reiknuð út frá kostnaðarverði íbúða og hefur það í för með sér mikinn mun á leigu jafnstórra íbúða í bænum. Sem dæmi má nefna að lægsta leiga fyrir 2ja herbergja íbúð er tæpar 16.000 krónur, en sú hæsta tæpar 60.000 krónur á mánuði. Að frumkvæði Samfylking- arinnar óskaði bæjarstjórn í febr- úar síðastliðnum eftir greinargerð frá húsnæðisfulltrúa og húsnæð- isnefnd um áhrif þess að jafna leiguverð innan félagslega kerf- isins. Niðurstaðan lá fyrir í haust í ágætri greinargerð, þar sem ým- islegt fróðlegt kemur fram um fé- lagslega leiguíbúðakerfið í Kópa- vogi. Samfylkingin vildi jafna leiguverðið Með því að miða leigu fé- lagslegra íbúða við fasteignamats- verðið næst ákveðin jöfnun innan kerfisins. Ef notaður er reikni- stuðullinn 4,95% af fasteignamats- verði eins og við lögðum til, myndi leiga á 2 herbergja íbúðum lækka að meðaltali um tæp 6%, standa í stað á 3 herbergja íbúðum og hækka að meðaltali um 4% á 4 herbergja íbúðum. Kerfisbreyt- ingin ein og sér hefur bæði áhrif til hækkana og lækkana innan fé- lagslega kerfisins. Vilji okkar var að ná fram jöfnuði innan kerfsins, en ekki að nota tækifærið til að hækka leiguverðið. Í félagslegum leiguíbúðum býr fólk sem við viljum að bærinn komi til móts við og teljum að fara eigi varlega í að hækka húsnæð- iskostnað þess. Með afgreiðslu meirihlutans þar sem viðmiðunin verður 5,7% af fasteignamatsverði, er ljóst að leiguverð 2 herbergja íbúða hækk- ar að meðaltali um 9%, 3 her- bergja íbúða að meðaltali um 16% og 4 herbergja íbúða um tæp 20%. Afleiðinga ákvörðunar meirihlut- ans mun gæta á næsta ári þegar gildandi samningar við leigjendur í félagslega kerfinu verða end- urnýjaðir og við gerð nýrra samn- inga. Sjálfstæðis- og Framsókn- arflokkur notuðu tækifærið til að ná inn meiri tekjum í kerfið um leið og gerðar voru breytingar sem áttu að miða að jöfnun innan þess. Þannig vildum við í Samfylk- ingunni ekki standa að málum. Leiga félagslegra leigu- íbúða í Kópavogi hækkar um 15% Eftir Sigrúnu Jónsdóttur Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi. Þótt gamall málsháttursegi okkur að ekki tjái aðdeila við dómarann erþað auðvitað oft svo að menn eru misjafnlega sáttir við úrskurð dómstóla. Nýlega kvað Hæstiréttur upp úrskurð í áteknu máli og sumir voru svo óánægðir að þeir töldu að dómstóllinn ?hefði sett niður, þ.e. sett ofan. Vitaskuld geta menn sett ýmislegt niður en það er talsverður munur á því að setja (e-ð) niður (bein merking: setja niður kartöflur; setja niður (farangur) í töskurnar) og setja of- an (‘lækka í áliti’). Þessi ruglingur er reyndar ekki alveg nýr af nál- inni, ég hef oft rekist á slík dæmi á liðnum árum. Í þessu sambandi má víkja að því að mikill munur er á notkun og merkingu atviksorðanna niður (hreyfing) og niðri (kyrrstaða) enda er málnotkun í flestum til- vikum skýr hvað þau varðar. Það hefur reyndar vakið furðu mína að ég hef alloft rekist á orða- sambandið ?ná sér niður á e-m í stað ná sér niðri á e-m, þ.e. sumum finnst væntanlega að sögnin ná feli í sér hreyfingu, sbr. ná e-u nið- ur (‘ná að skrifa e-ð’); ná sér niður (‘ná að róa sig’) og ná myndinni niður af veggnum. Ég hygg þó að flestir geti verið sammála um að hér liggur allt annað en hreyfing að baki og myndin ?ná sér niður á e-m sé vart boðleg í vönduðu máli. Vissulega eru þess mörg dæmi að skilningur orðasambanda sem hafa að geyma atviksorðin niður/ niðri hafi breyst í aldanna rás og þá um leið búningurinn. Ég býst t.d. við að margir kannist við að þegar orðasambandið taka niðri er notað getur komið upp óvissa. Það eru einkum þrjár myndir sem koma til greina: (1) †Báturinn tók niður á grynningunum (‘kenndi grunns’); (2) Báturinn tók niðri og (3) ?Bátinn tók niðri. Upprunaleg mynd er kenna/taka niður (1) og vísar hún til hreyfingar (‘taka/ kenna niður í grunn/botn’) og jafn- framt er orðasambandið notað persónulega (með nefnifalli = bát- urinn). Þessi mynd (taka niður) er t.d. algeng í þjóðsögum en hana má telja úrelta og því hef ég merkt dæmið með †. Til gamans má geta þess að fornt og traust dæmi úr Vilhjálms sögu sjóðs bendir til þess að líkingin vísi til þess er sundmaður kennir/tekur niður (í botn) og vísar hún til hreyfingar (niður): leggjast nú að landi allir samt og var eigi langt að bíða áður þeir kenndu niður og komu því næst á land. Í síðari alda máli má greina tvenns konar breytingar á orða- sambandinu. Í fyrsta lagi er sú breyting gömul að nota niðri í stað niður en í því felst kyrrstaða (hvar) í stað hreyfingar (hvert). Elsta dæmi um þá breytingu er frá 15. öld. Telja má að þessi breyting sé um garð gengin og dæmi eins og báturinn tók niðri (2) hafi öðlast fullan þegnrétt í mál- inu. Síðari breytingin er kunn úr nútíma talmáli en hún felst í því að orðasambandið er notað óper- sónulega, kjarninn eða frum- lagsígildið stendur þá í þolfalli: ?Bátinn tók niðri. Þessi breyting styðst ekki við málvenju en hún á sér ýmsar hliðstæður, t.d. eru nokkrar sagnir sem samkvæmt málvenju taka með sér frumlag í nefnifalli stundum notaðar með frumlagi í þolfalli eða jafnvel þágufalli, t.d.: Ég hlakka til > ?mig/mér hlakkar til og ég kvíði fyrir e-u > ?mig/mér kvíðir fyrir e-u, sbr. einnig dæmi þar sem fallanotkun er merkingargreinandi: Mig svíð- ur í fingurinn og mér svíður móðg- unin. Úr handraðanum Orðasambandið setja ofan merkir ‘lækka í áliti’ eins og eft- irfarandi dæmi sýna: Þér eruð far- inn að setja ofan, fyrst þér getið fengið yður til þess að slá mönnum gullhamra; smeykur um að virðing manna fyrir herbúnaðinum kynni að setja ofan við slíkar gælur og ef þeir áttu ekki að setja ofan í aug- um heimsins. Líkingin að baki orðasambandinu virðist ekki alveg ljós en einfaldast er að líta svo á að atviksorðið ofan (vísar til þess er farið er af hærri stað á lægri) sé hér lykilorðið og vísar þá orða- sambandið til þess er sá sem situr hátt eða er á háum stalli að virð- ingu verður að fara lægra. Orða- sambandið á sér alllanga sögu í ís- lensku, tengist óbeint tiltekinni frásögn. Þeir Guðbrandur Þor- láksson (Hólabiskup 1571–1627) og Jón lögmaður Jónsson áttu í löngum og hatrömmum deilum. Skömmu fyrir andlát sitt á Jón að hafa sagt: Nú skulum vér drekka dátt í kvöld, sveinar, en á morgun skal Gutti (‘Guðbrandur Þorláks- son’) fá skömm og djáknar hans. Jón Ólafsson frá Grunnavík herm- ir svo orðin eftir Páli lögmanni Vídalín en venjulega er sagt: Nú skal Gutti setja ofan, þá mynd er t.d. að finna í sjáfsævisögu Þórðar Sveinbjarnarsonar (1851). Mér hefur lengi þótt þessi frásögn eft- irminnileg og ber þar einkum tvennt til. Hér er annars vegar hnyttilega og eftirminnilega að orði komist og hins vegar þykir mér skrýtið til þess að hugsa að andstæðingar jöfursins Guð- brands biskups skuli hafa vogað sér að kalla hann Gutta. Í síðari alda máli má greina tvenns konar breytingar á orðasam- bandinu. jonf@hi.is ÍSLENSKT MÁL Jón G. Friðjónsson 15. þáttur ÞEGAR mér var litið í Morg- unblaðið og sá þar grein, eina af mörgum eftir Margréti Jóns- dóttur, hugsaði ég: Hvers konar af- brigði af mann- eskju er þetta? Fyrir utan hvað greinin er ómál- efnaleg og illa skrifuð virðist manneskjan vera haldin einhverjum illtirjuhætti og geðvonsku, bæði í garð bænda og sauðkindarinnar. Það hefur aldrei verið talin góð dyggð eða mannkostir að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur, en það virðist þó vera hátturinn hjá kennaranum á Skaganum. Hún svarar grein Guðrúnar Jó- hannsdóttur þannig að hún sé ill- skiljanleg, ruglingsleg og sam- hengislaus. Sama álit hefur kennarinn á grein Eysteins G. Gíslasonar. Er þetta hroki? Greinarhöfundur heldur að frúin á Skaganum hafi mjög takmarkað vit á landbúnaðarmálum, ef þá nokkurt, og stingur upp á því að hún fari á endurmentunarnám- skeið með suma af sínum koll- egum í stærðfræðikennslunni í þeirri stétt sem hún kennir sig við, ef þá nokkuð er hægt að kenna þeim. Það þætti ekki góðar afurðir ef þær væru frá sauð- fjárbændum, afrakið eftir suma stærðfræðikennarana í grunnskól- unum, eftir fréttum fjölmiðla að dæma, ef nemendunir kunna ekk- ert eftir 10 ára nám. Teljast þær afurðir frekar rýrar í roðinu. Greinarhöfundur telur að börn og unglingar hér á landi séu almennt prýðilega vel gefin og gott náms- fólk. Færi kannski betur á því að tossastimpilinn væri límdur á rassinn á stærðfræðikennurum, það er að segja þeim sem ekki eru starfi sínu vaxnir, frekar en á börnin. Eru þeir vel að stimplinum komnir, en laun þeirra eru líklega tekin úr pyngju skattborgaranna. Frúin á Skaganum greinir frá því 30. október að hálfan mánuð noti kennarar til að afla sér viðbót- armenntunar. Greinarhöfundur giskar á að ef til vill veitti ekki af að lengja þann tíma og koma síðan árangurslausu árunum hjá börn- unum úr 10 í 9,5 ár. Væri ef til vill gott hjá kennaranum að sækja um styrk til endurmenntunar van- hæfum leiðbeinendum. Þegar frúin á Skaganum talar um ölmusustyrki til bænda, og er þar með að lítilsvirða stéttina, virðist vera að henni sé ekki kunn- ugt um að í mörgum löndum er landbúnaður styrktur. Kannski er lesblindan sem hún talar um hjá henni sjálfri. Þar sem áðurnefnd frú talar um náttúruvænt kjöt held ég að hún viti ekki mikið hvað hún er að fara. Fyrir árþús- undum var svínakjöt ekki álitið mannamatur. Það var flokkað með skriðdýrum og músum. Á Vest- urlöndum væri kannski minna um menningarsjúkdóma, þar á meðal krabbamein, ef fólk hætti að éta það og veldi fjallalambið í staðinn. Upphafsmenn hér á landi fóru að framleiða svínakjöt í ágóðaskyni. Enn ein spekin hjá frúnni er um beitarhólfin. Hún segir að helst af öllu ætti að hafa allan búpening í beitarhólfum. Veit hún ekki að það er eðli sauðkindarinnar að vera frjáls og þar að leiðandi verður til besta kjötið? Einnig er mun meiri hætta á smitsjúkdómum séu þeir fyrir hendi ef þröngt er á fénu. Kannski vildi frúin að reynt yrði að smala saman öllum fiskunum í sjónum inn í flotkvíar, það væri álíka gáfulegt. Og enn ætla ég að vitna í skrif frúarinnar, en þar segir að það sé bara gott fyrir blessaða fóst- urjörðina að losna við þessi síét- andi dýr, sem sífellt sjúgi úr henni orkuna. Þessi greinda kona er semsagt búin að finna það út að sauðkindin sé með gallaða eðl- iseiginleika, sé síétandi í tíma og ótíma í stað þess að fara í mat á réttum matmálstímum. Það væri kannski gott að bændur myndu fara og kaupa klukkur til að hengja um hálsinn á blessuðum kindunum, sem gæfu frá sér „blister“ þegar matmálstími væri kominn? En aftur að talnafræðinni. Ef til vill væri gott fyrir þá kennara sem slakir eru í tölustöfum að nota myndrænt efni, til dæmis að mála mynd upp á töflu af kind og síðan myndu bæði kennarinn og nem- endur finna út hve margir fætur væru á dýrinu. Segjum að útkom- an myndi vera 4, þá væri það góð byrjun. Kannski mætti mála 7 kindur upp töfluna og einnig mynd af einum manni, sem ætti heima uppi á Skaga og langaði að kaupa 2 kindur. Síðan ætti að finna út hve margar kindur væru þá eftir. Þetta er kannski nokkuð strembið, en myndræna efnið myndi létta undir hjá báðum aðilum, fyrir utan það hvað það myndi gleðja bæði kennarann og börnin. Að endingu þetta. Landbúnaður og sjávar- útvegur hafa verið, eru og munu verða höfuðatvinnuvegir íslensku þjóðarinnar til þess að þjóðin geti haldið sjálfstæði sínu. Íslendingar og konan á Skaganum Eftir Birgi Pétursson Höfundur er fv. bóndi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.