Morgunblaðið - 22.11.2003, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 22.11.2003, Blaðsíða 53
SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 2003 53 Í MÖRG ár var deilt vel og lengi um réttmæti skimunar (kembileitar) og markvissra forvarna gegn krabba- meini í ristli og enda- þarmi. Ítarlegar og vandaðar rannsóknir hafa nú verið gerðar með þátttöku nokk- ur hundruð þúsund einkennalausra ein- staklinga á aldrinum 45–75 ára. Niðurstöður þessara rann- sókna eru skýrar og benda eindregið til að með skipulagðri skimun fyrir ristilkrabbameini megi fækka dauðs- föllum vegna þessa sjúkdóms um 15% til 40%. Með aðferðum sem er beitt í heilsuhagfræðinni hefur jafn- framt verið sýnt fram á með afger- andi hætti að kostnaðvirknihlutfall (cost-effectiveness ration) fyrir leit að þessu krabbameini er hagkvæm forvarnaríhlutun. Þessum sömu að- ferðum beita heilbrigðisyfirvöld víða í vaxandi mæli þegar teknar eru ákvarðanir um forgangsröðun í heil- brigðismálum. En hvert er þá vandamálið? Marg- ir þættir kunna að liggja hér til grundvallar. Um nokkurt skeið hefur fordómum og fáfræði verið kennt um. Nýlega hefur nokkuð verið fjallað um forvarnir í fjölmiðlum og áherslunni á þær líkt við faraldur. Neikvæðar hlið- ar skimunar fyrir krabbameini í ristli og forstigum þess hafa verið dregnar fram, en jákvæðu þáttunun sleppt og jafnvel farið rangt með staðreyndir. Ástæða er til að rifja upp mikilvæg atriði varðandi þennan illvíga sjúk- dóm. Hve algengur er sjúkdómurinn? Krabbamein í ristli (og endaþarmi) er þriðja algengasta krabbameinið sem greint er hjá Íslendingum og önnur algengasta dánarorsök af völd- um krabbameina. Það greinast um 120 einstaklingar árlega með þetta krabbamein og um 50 Íslendingar deyja árlega af völdum þessa sjúk- dóms. Nýgengi (ný tilfelli sem grein- ast á ári) sjúkdómsins fer vaxandi samkvæmt nýlegri spá um nýgengi krabbameina á Norðurlöndum fram til ársins 2020 og vegna hækkandi aldurs er spáð verulegri fjölgun til- vika eða 46% hjá körlum en 22,6% hjá konum. Hér á landi er spáð fjölgun greindra tilvika um 85% hjá körlum en um 70% hjá konum ef miðað er við meðaltal áranna 1993–1997 til með- altals áranna 2018–2020. Ristilkrabbamein er nú algengasta krabbameinið (304.687 tilfelli) í Evr- ópu samkvæmt nýjustu upplýsingum frá WHO Globocan, þegar austur- hlutinn og EFTA-löndin eru tekin með þ.e. hærra nýgengi en nýgengi lungnakrabbameins (301.090 tilfelli). Hverjir fá þetta krabbamein? Áhættuþættir þessa sjúkdóms eru vel þekktir en þeir vega ekki allir jafn þungt. Meira en ¾ hlutar (75%) þess- ara krabbameina greinast hjá fólki með meðaláhættu, þar sem hækk- andi aldur skiptir mestu máli. Flest krabbameinanna greinast hjá ein- staklingum sem eru komnir yfir fimmtugt. Margir þeirra eru engu að síður á „besta“ aldri þegar áfallið kemur. Hér á Íslandi greinast 67% fólks fyrir 75 ára aldur, 56% fyrir 70 ára aldur og tæp 40% fyrir 65 ára ald- urinn. Árlega greinast um 50 ein- staklingar með sjúkdóminn á aldr- inum 45–65 ára. Er mögulegt að fyrirbyggja ristilkrabbamein? Þessari spurningu er hægt að svara játandi og ekki er deilt um það lengur. Flest þessara krabbameina hafa góðkynja forstig, sem nefnt er kirtilæxli eða ristilsepi. Um 20–25% þeirra sem eru 50 ára og eldri hafa þegar myndað þessa sepa, en ekki nema lítill hluti þeirra (4–6%) verður illkynja. Þar sem þetta forstig er oft- ast einkennalaust, eins og reyndar byrjandi krabbamein í ristli, þarf að leita að þessum meinsemdum hjá ein- kennalausu fólki. Það skiptir sköpum að greina meinsemdina snemma og þarna skilur á milli lækningar og al- varlegra veikinda vegna krabba- meins með meinvörpum (hefur náð að sá sér) þar sem fimm ára lífslíkur eru verulega skertar. Í baráttunni við þennan sjúkdóm er mikilvægt að þekkja fyrstu ein- kenni hans, en ef verulegur árangur á að nást verður að greina hann hjá einstaklingum sem eru ein- kennalausir. Nú greinast yfir 60% Ís- lendinga með sjúkdóminn með stað- bundna útbreiðslu (í eitla) eða útbreiðslu til fjarlægari líffæra (t.d. lifrar). Eru greiningaraðferðir flóknar og hættulegar? Þessu er hægt að svara neitandi. Meginrannsóknaraðferðirnar eru tvenns konar: leit að blóði í hægðum og ristilspeglun. Athugun á blóði í hægðum er ein- föld, ódýr og hættulaus rannsókn. Eins og margar skimunarrannsóknir er hún ekki fullkomin og mikilvægt að endurtaka hana með reglulegum hætti (helst einu sinni á ári). Margar aðrar ástæður geta verið fyrir því að blóð finnst í hægðum (t.d. gyllinæð), en mikilvægt er að gera frekari rann- sókn á ristlinum aðeins til að útiloka að um illkynja mein eða forstig þess sé að ræða. Landlæknisembættið hefur gefið út leiðbeiningar þar sem mælt er með þessari rannsókn hjá einkennalausu fólki á aldrinum 50–75 ára. Í nær öllum apótekum landsins er hægt að kaupa hægðaspjöld til að framkvæma þessa rannsókn. Ristilspeglun er nákvæmari, en flóknari og fyrirhafnarmeiri, en að sama skapi nákvæmari rannsókn til að greina þessi mein. Þá er oftast hægt að fjarlægja sepa og byrjandi illkynja mein með þessari tækni. En er þessi rannsókn hættuleg? Allar rannsóknir og aðgerðir sem hafa nokkurt inngrip geta valdið fylgikvill- um. Þannig er því einnig farið með ristilspeglun, en samkvæmt nýlegum athugunum er rannsóknin og brott- nám sepa áhættulítið inngrip og dauðsföllum lýst í 0,01–0,03% tilvika. Þetta inngrip er því öruggara en flestar skurðaðgerðir. Holgötun (gat á ristli) og blæðing geta átt sér stað, en meðferð er yfirleitt auðveld. Hverju skilar skimun? Flestir sem hafa skoðað þetta mál til hlítar eru sammála um að það sé mjög skynsamlegt að hvetja til skim- unar fyrir þessu krabbameini. Rann- sóknirnar þrjár, sem áður er vitnað til, leiddu í ljós að ýmist þurfti að leita hjá 360, 470 eða 747 einstaklingum til að koma í veg fyrir eitt dauðsfall af völdum ristilkrabbameins. Sam- norræna rannsóknin spáði að hægt væri að lækka dánartíðni af völdum ristilkrabbameins um 18% með kembileit. Forkönnun á skimun var fram- kvæmd á vegum Krabbameinsfélags Íslands 1986 og 1988. Þá fundust þrír einstaklingar með krabbamein, eða eitt tilfelli af hverjum 800 sem tóku þátt í rannsókninni. Þá fannst líka fjöldi ristilsepa (forstig flestra krabbameina í ristli), en brottnám þeirra mun skila árangri í fækkun krabbameinstilfella þegar til lengri tíma er litið (7–20 ár). Þessi ávinn- ingur skimunar er oftast vanmetinn þegar íhlutun sem þessi er til skoð- unar. Er skimun „góð kaup“? Fáir illkynja sjúkdómar fullnægja nær öllum settum skilyrðum fyrir skimun eins og raunin er með krabbamein í ristli. Þess vegna er oft á tíðum fullyrt að koma megi í veg fyrir þetta krabbamein með réttum aðgerðum. En það kostar fyrirhöfn og fjármuni. Áður hefur verið minnst á aðferðir eins og kostnaðarvirkni- greiningu (cost-effectiveness analys- is) sem notuð er til að meta afleið- ingar og kostnað aðgerða sem ætlað er að bæta heilsu almennings. Nýleg skýrsla hagfræðideildar Háskóla Íslands staðfestir hagstætt eða lágt kostnaðarvirknihlutfall á skimun fyrir krabbameini í ristli. Íhlutun sem hefur lágt hlutfall myndi því í þessu samhengi teljast góð kaup og njóta forgangs við ráðstöfun heil- brigðisútgjalda. Þessar niðurstöður eru í samræmi við fyrri og viðameiri athuganir á kostnaðarvirknigrein- ingu skimunar fyrir ristilkrabba- meini og er hlutfallið lágt: Þar gildir einu hvaða þekktri leitaraðferð er beitt og kostnaðarvirknihlutfallið er lægra en við margar aðrar íhlutanir sem við nú beitum og greiðum fyrir í heilbrigðisþjónustunni. Hvert stefnir? Flestir eru sammála um að ekki sé lengur réttlætanlegt að hika varð- andi ráðleggingar um skimun fyrir þessu krabbameini. Sem stendur er fyrst og fremst deilt um „bestu“ að- ferðina en því hefur verið haldið fram að besta aðferðin sé raunverulega sú sem beitt er. Í mörgum löndum Evrópu, t.d. í Þýskalandi, Ítalíu, Póllandi og Tékk- landi, hafa heilbrigðisyfirvöld tekið einarða afstöðu. Þau mæla með skim- un fyrir þessu krabbameini og greiða að fullu fyrir ákveðnar skimunar- aðferðir. Þá hafa ýmis fagfélög og samtök, bæði í Bandaríkjunum og Evrópu, mælt með markvissum fræðsluaðgerðum og skimun fyrir þessu krabbameini. Heilbrigðisnefnd Evrópusambandsins hefur hvatt heil- brigðisyfirvöld í aðildarlöndunum til að beita sér fyrir skimun að þessu krabbameini, ásamt skimun fyrir leg- háls- og brjóstakrabbameini. Nefnd- in hefur og tekið skimun fyrir rist- ilkrabbameini upp í endurskoðuðum tilmælum, sýnum og reglum (ellefu talsins) í baráttunni gegn krabba- meini (European Code Against Canc- er). Það er athyglisvert að þetta er í fyrsta sinn sem mælt er með skim- unaraðgerðum er beinast að karl- mönnum. Landlæknisembættið hefur gefið út leiðbeiningar um skimun fyrir rist- ilkrabbameini hjá einkennalausu fólki á aldrinum 50–75 ára og mælir með því að leita að blóði í hægðum ár- lega. Jafnframt eru leiðbeiningar fyr- ir þá einstaklinga sem eru í meiri áhættu að fá þennan sjúkdóm. Unnt er að nálgast þessar leiðbeiningar á vefsíðu Landlæknisembættisins (www.landlaeknir.is). Niðurstöður stórra rannsókna síð- astliðin ár, heilsuhagfræðilegt mat með kostnaðarvirknigreiningu, ár- angursmat á greiningu og meðferð á ristlkrabbameini og væntanleg fjölg- un tilfella á næstu áratugum benda til þess að markvissra aðgerða er þörf. Heilbrigðisyfirvöld margra landa hafa gert sér grein fyrir þessu og haf- ið aðgerðir eða eru að undirbúa þær. Spurningin er ekki hvort, heldur hve- nær skipulögð skimun verður fram- kvæmd í hinum ýmsu löndum. Við Ís- lendingar getum tekið forystu á þessum vettvangi vegna mikillar kunnáttu og reynslu af skimunar- aðgerðum sem framkvæmdar hafa verið hér á landi í áratugi með ein- stökum árangri. Hvers vegna fortölur? Mikið og gott forvarnarstarf á ýmsum sviðum hefur verið unnið hér á landi í mörg ár. Í þessum verk- efnum hefur bestu þekkingu á hverj- um tíma verið beitt og áhersla lögð á bættan lífsstíl, þ.e. hollt mataræði, reykleysi, góða hreyfingu og stjórn á líkamsþyngd. Það er skynsamlegt að beita fræðslu og aðgerðum til að auka lífsgæði og forða fólki frá sjúkdóm- um. Orðatiltækið „of seint er að byrgja brunninn, þá barnið er dottið ofan í“ segir allt sem segja þarf. Það er eðlilegt að nútímafólk spyrji: Hvað get ég gert til að auka lífsgæði mín og forðast sjúkdóma? Þá verðum við að vera reiðubúin að lið- sinna því með jákvæðu hugarfari og miðla þeirri þekkingu sem fyrir ligg- ur á hverjum tíma. Fortölur og nei- kvæð viðhorf gagnast ekki fólki á tímum aukinnar þekkingar og fram- fara í læknavísindum. Forvarnir gegn ristilkrabbameini: Hvers vegna fortölur? Eftir Ásgeir Theodórs Höfundur er læknir, sérfræðingur í meltingarsjúkdómum. FÉLAG Íslenskra teiknara, FÍT, verður 50 ára 23. nóvember næstkomandi. FÍT, sem er fag- félag grafískra hönnuða og mynd- skreyta, var stofn- að á vinnustofu Halldórs Péturs- sonar í Túngötu 38 í Reykjavík 23. nóvember 1953. Frumkvöðlar að stofnun félagsins voru fimm; þeir Atli Már Árnason, Ásgeir Júlíusson, Halldór Pét- ursson, Jörundur Pálsson og Stef- án Jónsson. Auk þeirra teljast Tryggvi Magnússon og Ágústa P Snæland til stofnenda þess. Fyrsti formaður félagsins var Ásgeir Júl- íusson. Á þessum fyrstu árum kölluðu menn sig auglýsingateiknara, enda var allt teiknað og unnið í hönd- unum. Og þótt auglýsingar hafi vissulega verið stór partur af vinnu teiknara gerðu þeir – og gera enn – margt annað; teiknuðu merki og bókakápur, frímerki og skjaldarmerki, bréfahausa, vegg- spjöld o.fl. Núorðið kalla menn sig almennt grafíska hönnuði, enda er það mun yfirgripsmeira orð og einblínir ekki á einn þátt þess sem við vinnum við. En þótt grafísk hönnun sé ekki ný af nálinni á Íslandi er langt frá því að fólk geri sér almennt grein fyrir mikilvægi grafískrar hönn- unar. Allt í kringum okkur er grafísk hönnun, án þess að við tökum neitt sérstaklega eftir því – umferðarmerki, peningaseðlar, vörumerki, umbúðir, auglýsingar og hundruð annarra hluta sem verða á vegi okkar á hverjum degi. Í raun má segja að umhverfi okkar byggist á grafískri hönnun að miklu leyti. Ásýnd fyrirtækja, stofnana, bæja og borga er sú grafíska hönnun sem þar er sýni- leg. Því er mikilvægt að ekki sé kastað til höndum þegar gera á merki, bréfagögn eða merkingar á fyrirtæki og stofnanir. Sér- staklega á þetta við um opinberar stofnanir, enda eru þær eins kon- ar fulltrúar þjóðarinnar, og við viljum að sjálfsögðu að fulltrúar okkar líti sómasamlega út. Op- inber stofnun þar sem kastað hef- ur verið til höndum við gerð bækl- inga, merkis eða merkinga er ekkert skárri en fjallkonan á stuttermabol – ekki mikil reisn yf- ir því. En þetta á að sjálfsögðu við um öll fyrirtæki, auðvitað ættu allir að leita til fagmanna þegar vinna þarf verk af grafísku tagi. Vand- inn er kannski sá að ekki er borin mikil virðing fyrir hönnun á Ís- landi. Það er einhvernveginn inngróið í sálartetur okkar, frá moldarkofaárunum, að við getum gert allt sjálf – og ef ekki við, þá einhver vinur, frændi eða frænka. En vonandi fer þetta að eldast af okkur. Vonandi áttum við okkur á því að eiginlega er ómögulegt að vera góður í öllu. Ég get aftur á móti fullyrt að grafískir hönnuðir á Íslandi eru góðir í því sem þeir gera. Þeir standa framarlega í sínu fagi, um það vitna fjölmargar viðurkenningar og verðlaun á er- lendri grundu. Fjallkonan á stuttermabol Eftir Hauk Má Hauksson Höfundur er í stjórn Félags Íslenskra teiknara. UMRÆÐAN Í DAG er ellilífeyrir ein- staklinga frá Tryggingastofnun ríkisins, ásamt fullri tekjutrygg- ingu, tekjutrygg- ingarauka og heim- ilisuppbót, rúmlega 90 þús. kr. á mán- uði. Hér er átt við þá bótaþega, sem ekki njóta lífeyris frá lífeyrissjóði. Í riti sínu um fátækt á Íslandi telur Harpa Njáls, félagsfræðingur, að 40 þús. kr. á mánuði vanti upp á, að bætur bótaþega nægi til fram- færslu. Samtökin 60+, sem stofn- uð voru fyrir síðustu þingkosn- ingar á vegum Samfylkingarinnar, hafa samþykkt að hækka beri elli- og örorkulífeyri einstaklinga í 130 þús kr. á mánuði, þ.e. þeirra ein- staklinga, sem einungis hafa bæt- ur Tryggingastofnunar. Má full- yrða, að þar sé um algert lágmark að ræða. Æskilegt væri, að þessar bætur væru enn hærri. Lífeyrir fái 10% skatt Skattamál lífeyrisþega skipta einnig miklu máli varðandi afkomu þeirra. Elli- og örorkulífeyr- isþegar sem njóta rúmlega 90 þús. kr. bóta á mánuði hjá Trygg- ingastofnun greiða 10 þús. kr. af þeirri fjárhæð í skatta. Það er skammarlegt, að þessar smán- arlega lágu bætur skuli vera skattlagðar. Auðvitað ættu þær að vera skattfrjálsar. Og hið sama gildir þótt bætur elli- og örorkulíf- eyrisþega væru hækkaðar í 130 þús. kr. á mánuði. Þær bætur ættu einnig að vera skattfrjálsar. Jón Magnússon lögmaður hefur lagt til í blaðagrein, að 150 þús. kr. á mánuði væru skattfrjálsar. Það er sú lágmarksupphæð, segir hann, sem hver einstaklingur þarf til þess að lifa mannsæmandi lífi. Þá er einnig mikið ranglæti fólgið í því, að lífeyrir eftirlaunamanna úr lífeyrissjóðum skuli skattlagður á sama hátt og atvinnutekjur, þ.e. með 38,54% skatti. Talið er, að um 80% af fjármagni lífeyrissjóðanna séu vextir og verðbætur. Eðlilegra væri því að skattleggja lífeyri eins og fjármagnstekjur, þ.e. með 10% skatti, a.m.k. 4⁄5 hluta hans. Sam- tökin 60+ hafa samþykkt, að há- marksskattur á lífeyri skuli vera 10%. Eldri borgarar eru í mála- ferlum við ríkið vegna skattlagn- ingar lífeyris. Væntanlega fá þeir einhverja leiðréttingu í þeim mála- ferlum. Á að lögfesta lágmarkslaun? Ef bætur aldraðra og öryrkja, þ.e. einstaklinga, verða hækkaðar í 130 þús. kr. á mánuði vaknar spurningin hvort hækka verði ekki einnig lægstu laun á vinnmarkaði? Ég svara þeirri spurningu játandi. Það lifir enginn af lægri upphæð á mánuði. Ef aðilar vinnumarkaðar- ins tryggja ekki með frjálsum samningum hinum lægst launuðu þessi laun verður alþingi að lög- festa slík lágmarkslaun. Raunar telja samtök launafólks, að lægstu laun ættu að vera 150 þús. kr. á mánuði. Atvinnuleysisbætur verða einnig að hækka verulega. Þær eru skammarlega lágar í dag eða aðeins 77 þús kr. á mánuði og lækka enn, ef ráðagerðir félags- málaráðherra Framsóknarflokks- ins ná fram að ganga. Taka þarf á ný upp viðmiðun atvinnuleysisbóta við lægstu laun á vinnumark- aðnum og mundu þær þá einnig hækka í 130 þús kr. á mánuði. Nú, þegar fyrirsjáanlegt er, að hag- vöxtur mun aukast á næstu árum, er lag til þess að leiðrétta elli- og örorkulífeyri og atvinnuleys- isbætur. Alþýðusamband Íslands segir, að setja þurfi 10 milljarða til viðbótar í velferðarkerfið til þess að sníða af því verstu ag- núana. Ísland hefur efni á því. Er búist við því, að verkalýðshreyf- ingin setji velferðarmálin á oddinn í næstu kjarasamningum ásamt kröfu um leiðréttingu launa. Ísland er það ríkt þjóðfélag, að það á að geta gert vel við aldraða og öryrkja og þá, sem hafa verið svo ólánsamir að missa vinnuna. Ellilaun hækki í 130 þús. á mánuði Eftir Björgvin Guðmundsson Höfundur er viðskiptafræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.