Morgunblaðið - 22.11.2003, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 22.11.2003, Blaðsíða 55
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 2003 55 ✝ Kári Jónssonfæddist að Lög- bergi á Fáskrúðsfirði 9. desember 1930. Hann lést á Landspít- alanum - háskóla- sjúkrahúsi 17. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðný Svanhvít Guð- mundsdóttir, f. 29.10. 1925, d. 5.8. 1998, og Jón Bernharð Ás- grímsson, f. 20.8. 1990, d. 12.5. 1936. Alsystkini Kára eru, Guðrún, Ásmundur, Guðný og Guðjón Bernharð, lát- inn, hálfsystkini Kára sammæðra eru Sigurjón, Guðmundur Þorlák- ur, látinn og Erlingur Heimir Hjálmarssynir. Kári kvæntist 1964 eftirlifandi eiginkonu sinni, Sigríði Jónsdótt- ur frá Hömrum í Reykjadal, f. 8.7. 1928. Synir þeirra eru: a) Jón Bernharð, f. 20.12. 1957, kvæntur Þórunni Lindu Beck, f. 14.10. 1958, og eiga þau fjögur börn, Kára, Pál Marinó, Unu Sigríði og Rí- key, b) Friðrik Svan- ur, f. 6.5. 1959, kvæntur Bryndísi Gunnlaugsdóttur, og eiga þau tvö börn, Kolbrúnu Töru og Sigursvein Árna, áð- ur átti Svanur börn- in Davíð og Berg- lindi. c) Valþór f. 24.5. 1960, d. 12.5. 1980. d) Unnsteinn Rúnar, f. 30.8. 1963, kvæntur Jóhönnu Maríu Agnarsdóttur og eiga þau dótturina Telmu Ýri. Áður átti Kári soninn Ásgrím Ragnar, f. 18.11. 1950, kvæntur Jóhönnu G. Þorbjörnsdóttur, og eiga þau þrjú börn, Úrsúlu Rögnu, Arnþór og Valþór. Barnabarna- börnin eru orðin átta. Kári stundaði sjóinn frá ellefu ára aldri. Útför Kára verður gerð frá Fá- skrúðsfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Í dag kveðjum við tengdaföður okkar, Kára Jónsson. Kári varð að láta undan í baráttu við illvægan sjúkdóm sem hafði hraða framgöngu. Kári vann sem sjómaður mikinn hluta ævi sinnar og á sjónum kunni hann vel við sig. Hann hafði af- skaplega mikinn áhuga á öllum veiðum en silungsveiðar voru hans helsta áhugamál seinni árin. Hann vaknaði eldsnemma á hverjum morgni til þess að skreppa inn í á, þó ekki væri nema bara til að kasta einu kasti, en alltaf beit á hjá hon- um. Enda var hann oft kallaður „Togarinn“ í góðra vina hópi. Kári var einstaklega barngóður og sinnti barnabörnum sínum af mikilli alúð og eiga þau nú um sárt að binda við fráfall afa síns. Það er ekki hægt að tala um Kára öðruvísi en að minn- ast á Siggu sem hefur verið hans stoð og stytta í lífinu. Í sjávarþorpi eins og á Fáskrúðs- firði er sjómannadagurinn ávallt í heiðri hafður. Þegar yngsti sonur Kára var 12 ára ákvað Kári að setja saman róðrasveit með sonum sín- um. Í níu ár í röð unnu þeir kapp- róðurinn og til vitnis um það eru þrír bikarar og Kári var mjög stolt- ur af strákunum sínum. Fyrir nokkrum árum fékk Jón sonur hans sér tík sem fékk nafnið Snúlla. Stuttu eftir það bað Jón Kára um að geyma tíkina fyrir sig í tvo daga. Þegar átti svo að sækja hana harð- neitaði Kári að láta hana af hendi og var Snúlla hjá Kára og Siggu eftir það og þau þrjú óaðskiljanleg. Að leiðarlokum viljum við þakka þér samfylgdina, kæri tengdapabbi, og kveðja þig með þessum línum. Ég horfi yfir hafið um haust af auðri strönd, í skuggaskýjum grafið það skilur mikil lönd. Sú ströndin strjála og auða, er stari eg héðan af, er ströndin stríðs og nauða, er ströndin hafsins dauða, og hafið dauðans haf. (Valdimar Briem.) Bryndís, Jóhanna María og Þórunn Linda. Elsku afi, gamli sjóari. Mig langar með þessum orðum að þakka þér fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum saman og vil ég að þú vitir að ég er þér mjög þakklát fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig. Manstu, afi, þegar ég var að byrja í skóla, ég var hjá þér og ömmu því pabbi og mamma voru einhvers staðar í burtu, og kenn- arinn hafði sagt við mig að ég þyrfti að merkja allt skóladótið mitt og þú lést mig taka upp alla blýanta, liti og bara allt skóladótið mitt og merktir það með litlum depli af rauða bílalakkinu þínu, mér fannst það ekkert smá flott því enginn annar var með eins merkt og ég. Þannig varstu, afi, þú hjálp- aðir alltaf þegar þú gast það. Elsku afi, þegar ég sá þig sofandi á sjúkrahúsinu vitandi hvað væri í vændum, langaði mig að vekja þig og segja þér svo margt og biðja þig um að fara ekki frá okkur en, afi, nú veit ég að þér líður betur en þegar ég kvaddi þig á sjúkrahúsinu og ég veit einnig að þú átt eftir að sakna okkar krakkanna, Snúllu, ömmu og allra hinna. Afi, ég sakna þín líka og á alltaf eftir að gera það, sérstaklega þess að hafa þig ekki við endann á eldhúsborðinu uppi í Skólabrekku talandi við Snúlluna þína, spilandi við ömmu og hlæj- andi að vitleysunni í okkur krökk- unum. Elsku afi, ég á aldrei eftir að gleyma þér. Takk fyrir allt. Telma Ýr. Börnin mín kalla Kára Jónsson alltaf Kára afa, þótt hann sé ekkert skyldur okkur. Það er annars vegar vegna þess að Kári hafði slíkan mann að geyma að börn hændust að honum, hins vegar af því þau Sigga hafa reynst okkur Eddu eins- og þau ættu okkur, allt frá því við kynntumst þeim fyrst þegar þau tóku dóttur okkar í dagfóstur og gerðust um leið fósturforeldrar okkar. Þau kynni urðu mér og mín- um svo dýrmæt, að aldrei verður fullþakkað. Mikilvægust eru auðvit- að vináttuböndin sjálf, eða réttara sagt fjölskylduböndin; ástúð verður aldrei felld undir veraldlegan mæli- kvarða. Hitt mætti kannski reyna að meta, málsverðina og kaffiboll- ana, kleinur í poka og silung í soðið, bílferðir og allra handa aðstoð, eða húsaskjólið. Mér finnst ég að minnsta kosti verða að segja frá því – ef einhverjum skyldi finnast nokkurs virði að elsta húsið á Búð- um við Fáskrúðsfjörð var gert upp – að það er ekki síst þeim Siggu og Kára að þakka. Sú barátta hefði aldrei unnist nema af því húsbyggj- andinn naut þeirra við, og þáði í ótal ferðum sínum austur fullt fæði og húsnæði, og sannkallað foreldra- skjól, alveg þangað til draumahöllin varð íbúðarhæf. Við Kári náðum strax vel saman, af ýmsum ástæðum. Til dæmis þeirri að ég hef gaman af sögum. Svo áttum við sameiginlegt að þykja góður ýmiskonar óhollur ósómi. Að gömlum sið dvöldust stundum konur og börn á sínum stöðum hússins meðan karlkynið kom sér fyrir í veiðimannsherbergi húsbóndans og naut ósómans; þetta hófst allt á þeim tímum þegar ekki var til neinn bjór í landinu nema þá helst í fórum sjómanna – menn geta ímyndað sér hvort ekki hafi verið gaman fyrir borgarbarn að púa reyk sinn yfir slíkum veigum. Þetta var að vísu helsta óþekkt fóstursonarins gagnvart húsmóður- inni sem var þá ekki ánægð en sagði ekki annað en eitt lítið svei, en Kári þuldi mér sjómannssögur og veiðisögur sjómannslegum tökt- um í veiðimannsdúr – harður, sval- ur, töffari og hló. Svo kom ávallt ákveðinn tímapunktur að komið var nóg, því sjómaðurinn brá aldrei af vaktarytma sínum, og bauð góða nótt; hann mætti alltaf um borð hversu vel sem hann veitti. En ég fór fram til Siggu og fékk fyrir- gefningu með því að mæla gegn rökum hennar um hugsjónir Fram- sóknarflokksins. Síðast þegar ég sat með þeim hjónum við borðstofuborðið í Skóla- brekku, í sumar leið, var Kári orð- inn veikur og lét mig einan um all- an ósóma. Þá sýndi hann á sér hlið sem ekki var öllum augljós alltaf, en þeir vissu um sem þekktu hann: Undan hrjúfu sjómannsandliti birt- ist ljúfhuginn – hann rifjaði upp gamla daga og sagði eitthvað fal- legt um Siggu sína og hló; og augu þeirra mættust; blik úr báðum átt- um. Mér varð hugsað til þessarar stundar nú um daginn þegar ég heyrði ókunnan mann segja frá að sér hlýnaði ávallt um hjartarætur þegar hann sæi ungt ástfangið par leiðast um götu. Víst er það fögur sjón, enda mörg vísan kveðin um. Hitt er samt langtum fegurra að sjá: fullorðin hjón sem lifað hafa saman hálfa öld, allt það sem lífið býður, og horfa enn ástaraugum hvort á annað. Þannig var blikið milli þeirra Siggu og Kára þessa síðustu stund sem ég átti einn með þeim tveim. Nú hefur fóstra mín misst sinn góða mann; þann sómamann. En hlýjan og væntumþykjan sem ríkti milli þeirra gegnum súrt og sætt, hún hefur dreifst til sona og tengdadætra, og barnabarna – ég veit að þaðan fæst styrkurinn sem þarf. Ykkur öllum sendi ég sam- úðarkveðju ásamt með hjartans þökkum okkar Eddu og barnanna fyrir að fá að eiga með ykkur Kára afa. Gunnar Þorsteinn Halldórsson. Við Kári höfðum ákveðið að fara til veiða næsta sumar þegar bleikj- an væri gengin í ána. Það var mikið tilhlökkunarefni því hann var veiði- maður af lífi og sál, kunnáttusamur og veiðinn svo af bar. Hann hafði verið að sýna mér um sveitina sína, þar sem áin liðast til sjávar silf- urtær og lokkandi, þegar við bund- um þetta fastmælum. Á leiðinni sagði hann mér sögur af ábúendum sveitarinnar og rifjaði upp minn- ingar af veiðiferðum hvort heldur með stöng eða byssu. Og þó honum væri verulega brugðið vegna sjúk- dómsins sem á hann herjaði, þá geislaði frásögnin af áhuganum og glettninni sem var hans aðalsmerki. Hann hló við á sinn sérstaka hátt þegar við komum að eyrinni sem var hans uppáhaldsveiðistaður. Hér myndum við taka hana næsta sum- ar. Mér er í fersku minni þegar Sigga móðursystir mín kom með mannsefnið sitt í sveitina í fyrsta sinn til að kynna hann fyrir frænd- fólkinu. Ég man hvað mér fannst hann framandi, holdgrannur og dökkur á brún og brá. Ég fékk líka að vita að hann væri langt að aust- an þar sem fólkið væri meira og minna blandað framandi blóði. Ég hafði því varann á gagnvart þessum manni. En ekki leið á löngu þar til í ljós kom að hann var einstaklega barngóður. Við áttum líka sameig- inlegt áhugamál, og saman gengum við niður að Fljóti til að renna fyrir fisk. Nokkrum árum síðar fórum við fjölskyldan í mikið ferðalag austur á firði í heimsókn til Siggu og Kára. Það var þá álíka ferðalag eins og að fara til annarrar heimsálfu nú á dögum. Í minningunni stafar ljóma af þessari ferð. Hún var löng og ströng því vegurinn var víða vond- ur yfirferðar. En loks blasti Fá- skrúðsfjörðurinn við, heimkynni Siggu og Kára. Og þá hófst æv- intýrið fyrir alvöru, Móttökurnar og framandi umhverfið blandast saman í huganum í einn allsherjar veislufögnuð. Húsið þeirra, Gils- bakki, var ekki stórt, en þar var hjartarýmið mikið og glaðværðin takmarkalaus. Þeim dögum gleymi ég aldrei. Síðan þá hafa þau heiðurshjónin átt sérstakt sæti í hjarta mínu. Því miður áttum við þó aldrei mikið saman að sælda vegna fjarlægð- arinnar sem ætíð hefur skilið okkur að. Nokkrum sinnum áttum við hjónin þó kost á því að koma til þeirra. Gestrisnin og hjartahlýjan var ætíð sú sama og þá var margt skrafað og mikið hlegið. Samveru- stundirnar áttum við líka margar þegar stórfjölskyldan kom saman heima í Þingeyjarsýslu af ýmsum tilefnum, en Sigga og Kári voru einstaklega dugleg að koma norður og halda ættartengslunum við. Eitt sinn dvaldi Kári hjá okkur hjón- unum í Reykjavík nokkra daga. Fengum við þá tækifæri til að kynnast betur en áður þeim mann- kostum sem hann hafði að geyma. Eins og fyrr segir var Kári veiði- maður af lífi og sál. Trúlega kom aldrei annað til greina en að hann yrði sjómaður. Ég þykist vita að því hlutverki hafi hann skilað af stakri prýði. Og nú hefur hann látið úr höfn í hinsta sinn. Ekkert verð- ur úr veiðitúr okkar næsta sumar. En ég mun reyna að minnast hans með viðeigandi hætti á eyrinni við ána þar sem hann ætlaði okkur að eiga saman ánægjustund. Honum fylgja blessunaróskir og þakklæti frá mér og fjölskyldu minni fyrir vináttu og tryggð. Siggu, sonunum og fjölskyldunni allri vottum við dýpstu samúð. Guð blessi minningu Kára Jóns- sonar. Jón Aðalsteinn Baldvinsson. KÁRI JÓNSSON Mig langar að minn- ast með fáeinum orðum föður míns, Ólafs Svein- björnssonar, sem lést hinn 9. nóvember sl. Fylgdi hann eftir vini sínum Adda Bald. sem hafði staðið við hlið hans í veikindunum, en öllum að óvörum varð Addi fyrri til að kveðja þennan heim. Mega Eyjamenn nú með skömmu millibili sjá á eftir tveimur sinna litríkustu manna fyrir aldur fram. Ég held að það sé samdóma álit allra að helsti og besti eiginleiki pabba hafi verið glaðværðin og góða skapið. Og víst er um það að margt færi betur í heiminum hefðu fleiri kímnigáfuna hans pabba. Þrátt fyrir langan vinnudag, fyrst sem sjómaður og síðar sem múrari, gaf hann sér allt- af tíma til að leika við okkur systkinin fjögur og koma okkur til að hlæja. Sem dæmi um uppátæki hans var þegar hann kom eitt sinn heim í há- degismat og trúði okkur fyrir því að hann gæti látið súrmjólk renna upp í móti. Heldur þótti okkur það ótrúlegt. Hann tók þá súrmjólkurfernuna og kreisti þannig að bunan stóð beint upp í eldhúsloftið. Það fór ekki hjá því að við systkinin lærðum ýmislegt af pabba, þar á með- al uppátektasemina og löngunina til að fá fólk til að hlæja og skemmta sér með gríni. Ein jól eru mér sérlega minnisstæð og lýsa nokkuð vel sam- bandi okkar feðganna. Það var á að- fangadagskvöld að pabbi bað mig að ÓLAFUR SVEINBJÖRNSSON ✝ Ólafur Svein-björnsson fædd- ist á Snæfelli í Vest- mannaeyjum 5. júlí 1938. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 9. nóv- ember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Landa- kirkju 15. nóvember. setja einhverja fallega tónlist á fóninn. Ég hélt nú það og hljómuðu nú um stofuna dúnmjúkir orgeltónar. Pabbi kom sér í stellingar og setti upp andaktugan helgi- svip. En Óli Svei var ekki lengi í sælunni, því skyndilega breyttust tónarnir í kraftmikið rokk. Ég hafði semsé lætt undir nálina laginu Speed king með Deep Purple sem byrjar svona hátíðlega. Pabbi kipptist að vonum við eins og lostinn væri eldingu og mikil ringulreið ríkti í stofunni meðan reynt var að slökkva á græjunum. Þótt pabbi væri lafmóður og ein tauga- hrúga eftir áfallið lét hann vera að skamma mig heldur hló út í eitt nær allt kvöldið að þessu uppátæki mínu. Þótt flestar minningar mínar um pabba tengist gríni og glensi þá áttum við líka saman alvarlegri stundir þeg- ar hann var að kenna mér um lífið. Ég var ekki gamall þegar hann kynnti fyrir mér veiðiskapinn og við stóðum á Nausthamarsbryggjunni með öngul og færi og renndum fyrir fisk. Ég fékk líka að fylgjast með þegar hann var að vinna að sveinsstykki sínu í múrverkinu. Pabbi var listamaður af guðsnáð og fékkst bæði við myndlist og tónlist og kenndi hann okkur krökkunum að meta þessar listgrein- ar. Hann var líka að vonum ánægður þegar við Vignir bróðir hófum spilirí undir merkjum Papa frá Vestmanna- eyjum. Pabbi hafði oft á orði að meðan maður væri hérna megin ætti maður að hafa gaman af þessu. Nú er hann kominn hinum megin og trúlega far- inn að æfa sig á hörpu ef harmonikku- laust er í himnaríki. Blessuð sé minning föður míns, Ólafs Sveinbjörnssonar. Georg Ólafsson. AFMÆLIS- og minningar- greinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning- @mbl.is, svar er sent sjálf- virkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út- prentun að fylgja. Nauðsyn- legt er að tilgreina símanúm- er höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heimasíma). Ekki er tekið við handskrif- uðum greinum. Um hvern látinn einstakling birtist ein aðalgrein af hæfi- legri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bilum) en það eru um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitn- anir í sálma eða ljóð takmark- ast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir grein- unum. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsing- um um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útför- in verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Frágangur afmælis- og minning- argreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.