Morgunblaðið - 22.11.2003, Blaðsíða 73

Morgunblaðið - 22.11.2003, Blaðsíða 73
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 2003 73 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake BOGMAÐUR Afmælisbörn dagsins: Þú ert sjálfstæð/ur og ótta- laus. Þú þarft að búa við at- hafnafrelsi og tilbreytingu. Á komandi ári þarftu að taka mikilvæga ákvörðun. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Láttu það ekki koma þér á óvart þótt þú hafir þörf fyrir aukið sjálfstæði. Þú vilt fá að vera þú sjálf/ur. Naut (20. apríl - 20. maí)  Reyndu að skipuleggja þig á næstu vikum, sérstaklega varðandi skuldir, erfðamál og tryggingar. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú gætir þurft á óvenju mikilli hvíld að halda næstu vikurnar. Sólin er eins langt frá merkinu þínu og mögu- legt er og það gerir þig orkulausa/n. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú hefur aukna þörf fyrir að koma skipulagi á hlutina í kringum þig. Notaðu tæki- færið og taktu til. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Í komandi mánuði munu ástir og skemmtanir setja svip á líf þitt. Íþróttir, listir og samvistir við börn verða einnig í brennidepli. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú þarft að beina athygli þinni að heimilinu og fjöl- skyldunni. Gerðu eitthvað til að gera heimili þitt meira aðlaðandi. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Það mun færast meiri hraði í líf þitt á næstunni. Þú þarft að lesa meira og skrifa meira og verja meiri tíma í nauðsynlegar samræður. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú þarft að endurskoða lífs- viðhorf þitt. Spurðu sjálfa/n þig að því hvað skipti þig raunverulegu máli og hvernig þú getir varið fjár- munum þínum á sem skyn- samlegastan hátt. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Það eru fjórar plánetur í merkinu þínu sem munu veita þér aukna orku á næstu fjórum vikum. Not- aðu tímann vel. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Afmælið þitt nálgast og því er þetta góður tími til að líta yfir farinn veg og velta því fyrir þér hverju þú viljir breyta á næsta ári. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú hefðir gott af því að verja meiri tíma með vinum þín- um á næstunni. Þú ættir að þiggja öll heimboð sem þér berast og jafnvel að halda nokkur boð sjálf/ur. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú verður óvenjumikið í sviðsljósinu í næsta mánuði. Búðu þig undir aukna at- hygli. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. HVAÐAN KOMU FUGLARNIR? Hvaðan komu fuglarnir, sem flugu hjá í gær? Á öllum þeirra tónum var annarlegur blær. Það var eitthvað fjarlægt í flugi þeirra og hreim, eitthvað mjúkt og mikið, sem minnti á annan heim, og eg get ekki sofið fyrir söngvunum þeim. - - - Davíð Stefánsson frá Fagraskógi LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA ÞEGAR 5 spil voru óspiluð í úrslitaleiknum um Berm- udaskálina og munurinn að- eins 1 IMPi – Ítalía 283, Bandaríkin 282. Nú taldi hver sögn og hver slagur. Hrein vítaspyrnukeppni. Spil 124. Vestur gefur; NS á hættu. Norður ♠ G10942 ♥ 653 ♦ ÁDG8 ♣5 Vestur Austur ♠ Á73 ♠ K85 ♥ 2 ♥ D10987 ♦ 742 ♦ K109 ♣ÁKDG107 ♣82 Suður ♠ D6 ♥ ÁKG4 ♦ 653 ♣9643 AV eiga engin ósköp af punktum, en þrjú grönd eru engu að síður á borðinu. Bocchi og Duboin náðu geiminu þannig: Vestur Norður Austur Suður Duboin Rodwell Bocchi Meckstr- oth 1 lauf 1 spaði Dobl * Redobl 3 lauf Pass 3 grönd Pass Pass Pass Vel gert. Útspilið var hjartaás og tígull til baka og á þeim punkti lagði Bocchi upp: níu slagir og 400 til Ítala. Hamman og Soloway sögðu líka þrjú grönd á hinu borðinu, en það var ekki síð- asta sögnin! Vestur Norður Austur Suður Hamman Lauria Soloway Versace 2 lauf 2 spaðar 3 lauf Dobl * 3 spaðar * Pass 3 grönd Dobl 4 lauf Pass Pass Pass Hamman og Soloway spila sterkt lauf og því vek- ur Hamman á tveimur lauf- um. Lauria tuddast inn á tveimur spöðum, þrátt fyrir rýran kost í punktum, og það verður til þess að Vers- ace doblar Hamman á end- anum í þremur gröndum. Hamman er raunsær spilari og laus við alla „gambl“ ár- áttu og flúði því í fjögur lauf. Þegar sú sögn kom yfir til Versace í suður hugsaði hann sig lengi um áður en hann passaði. Kannski var hann að íhuga dobl, eða jafnvel að segja fjóra spaða. Hinum ítölsku áhorfendum á Bridgebase.com var létt þegar Versace loks passaði og skýrendur bókuðu Ítöl- um 10 IMPa fyrir spilið, því fjögur lauf eiga að fara einn niður. En varnarmistök urðu til þess að Hamman fékk tíu slagi í fjórum lauf- um og 130 fyrir spilið. Þar með unnu Ítalir „aðeins“ 8 IMPa á spilinu og nú var staðan: Ítalía 290, Bandarík- in 282. Og fjögur spil eftir. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 Rf6 4. e3 e6 5. Rbd2 c5 6. cxd5 exd5 7. b3 Rc6 8. Bb2 cxd4 9. Rxd4 Bb4 10. a3 Ba5 11. b4 Bb6 12. Rxc6 bxc6 13. Dc2 Dd6 14. Hc1 Bd7 15. Bd3 a5 16. O-O axb4 17. axb4 O-O 18. Bxf6 Dxf6 19. Bxh7+ Kh8 20. Bd3 Ha3 21. Rb1 Ha1 22. De2 g6 23. Kh1 Kg7 24. Rc3 Ha3 25. Db2 Hfa8 26. Dd2 Hh8 27. f4 d4 28. exd4 Bxd4 29. Re4 Staðan kom upp í afar öflugu at- skákmóti sem fram fór í Bastia í Frakk- landi fyrir skömmu. Alexei Shirov (2737) hafði svart gegn Anatoly Karpov (2693). 29... Hxh2+! og hvítur gafst upp enda verð- ur hann mát eftir 30. Kxh2 Dh4#. Drengja – og stúlknameistaramót Ís- lands hefst í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur, Faxafeni 12 kl. 13.00 í dag, 22. nóvember. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. Ljósmynd/Sissa BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 21. júní í Dómkirkjunni þau Berglind Kjartansdóttir og Tryggvi Sigurðsson. Með þeim á myndinni eru Anna og Sindri Tryggvabörn. Skugginn – Barbara Birgis BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 16. ágúst sl. í Bústaðakirkju af sr. Pálma Matthíassyni þau Guðrún Þóra Mogensen og Árni Sigurjónsson. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynn- ingar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyr- irvara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmæl- istilkynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Þegar hann er búinn að finna klukkuna sem hringir þá er hann yfirleitt glaðvaknaður. Bjartir nóvemberdagar Dragtir, peysur, jakkar, pils 25% afsláttur Síðasti dagur Í tilefni dagsins er tilboð á öllum skóm kr. 4.400, 4.900 og 9.400 Verið velkomin Rauðagerði 26, sími 588 1259 Haust - vetur 2003 Útsala Útsala á vönduðum dömufatnaði í Rauðagerði 26 í dag, laugardag, frá kl. 10-18 30-80% afsláttur Stærðir 36-48 Kjólar, pils, peysur, buxur, og bolir frá kr. 1.500 Síðan 1966 Léttir, mjúkir og liprir heilsuskór frá Portúgal. Góðir fyrir þreytta fætur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.