Morgunblaðið - 22.11.2003, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 22.11.2003, Blaðsíða 76
ÍÞRÓTTIR 76 LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT FYRSTA tap Grindvíkinga í vetur kom á versta tíma þegar þeir töp- uðu 87:86 fyrir Njarðvík í undan- úrslitum Hópbíla- bikarkeppninnar í Laugardalshöll í gærkvöldi. Fyrir vikið misstu þeir af úrslitaleik við Keflavík, sem átti ekki í neinum vandræðum með að vinna Tindastól 126:101. Af sjö bik- arúrslitaleikjum hefur Keflavík komist í sex og unnið fjóra en Njarðvík hefur einu sinni náð í úr- slit og vann þá. Grindvíkingar byrjuðu betur en tókst ekki að fylgja því eftir og það var ekki fyrr en þremur mínútum fyrir leikslok og tíu stigum undir að þeir tóku við sér og náðu að jafna. Þeir byrjuðu líka vel í framlenging- unni en misstu svo móðinn svo að Njarðvíkingar náðu undirtökunum og unnu. Í síðari leiknum náði Keflavík fljótlega 30 stiga forskoti og leikurinn varð aldrei spennandi. „Ég er hundfúll yfir að tapa með einu stigi en við náðum þó að fara með leikinn í framlengingu,“ sagði Kristinn Rúnarsson, þjálfari Grindavíkur, eftir leikinn. „Við lék- um að mínu mati afar illa í sókninni fyrir utan kafla í lokin þegar við sýndum mikla keppnishörku. Ég er stoltur af strákunum fyrir að kom- ast inn í leikinn á ný eftir að allir virtust búnir að afskrifa okkur tólf stigum undir og lítið eftir.“ Stefán Stefánsson skrifar Njarðvík og Keflavík SIGURSTEINN Gíslason, einn reyndasti knattspyrnumaður landsins, gekk í gær til liðs við nýliða Víkings í úrvalsdeildinni. Hann spilar með þeim og verður jafnframt aðstoðarþjálfari, en þjálfari Víkinga er gamall félagi hans frá Akranesi, Sigurður Jónsson. Sigursteinn er Skagamaður og varð Íslandsmeistari fimm ár í röð með ÍA, frá 1992–1996. Hann hefur síðan tekið þátt í sigurgöngu KR-inga undanfarin ár og orðið Íslandsmeistari með þeim fjórum sinnum á fimm árum. Hann er 35 ára og er níundi leikjahæsti leikmaður í efstu deild hér á landi frá upphafi með 225 leiki fyrir ÍA og KR. Sigursteinn er fyrsti leikmaðurinn sem Víkingar fá til liðs við sig fyrir átökin næsta sumar. Þeir höfnuðu í öðru sæti 1. deildar í ár og töpuðu aðeins einum leik af átján. Sigursteinn til Víkings Sigursteinn BIRKIR Kristinsson, landsliðs- markvörður í knattspyrnu til margra ára, hefur samið á ný við ÍBV til eins árs. Birkir, sem varð 39 ára í sumar, hefur ekki misst úr deildaleik hér á landi í átján ár og á að baki 290 leiki í efstu deild, þar af 90 með Eyjamönnum á undanförnum fimm árum. Hann getur því orðið sá fyrsti til að ná 300 leikjum í deildinni á næsta tímabili en leikjamet Gunnars Oddssonar er 294 leikir. „Það er mikil gleði hér í Vestmannaeyjum yfir því að Birkir skuli gefa sig í þetta eitt ár til viðbótar og við er- um virkilega ánægðir með að njóta krafta hans áfram,“ sagði Gísli Hjartarson hjá knattspyrnudeild ÍBV við Morgunblaðið í gær. Birkir á 73 A-landsleiki að baki. Hann var að- almarkvörður landsliðsins frá 1991 til 2000 en hefur síðan verið varamarkvörður þess. Síðasti landsleikur hans var gegn Eistlandi fyrir ári síðan. Birkir áfram með ÍBV Birkir HANDKNATTLEIKUR Laugardagur: 1. deild karla, RE/MAX-deildin, norður- riðill: Víkin: Víkingur - Valur .........................16.30 Sunnudagur: 1. deild karla, RE/MAX-deildin, norður- riðill: Seltjarnarnes: Grótta/KR - Þór ................17 Suðurriðill: Digranes: HK - ÍBV...................................16 Kaplakriki: FH - ÍR ..............................19.15 KÖRFUKNATTLEIKUR Laugardagur: Fyrirtækjakeppni KKÍ, Hópbílabikarinn, úrslitaleikur í Laugardalshöll: Keflavík - Njarðvík................................16.30 Sunnudagur: 1. deild karla: Selfoss: Selfoss - Stjarnan.........................20 Hlíðarendi: Valur - Árm./Þróttur .............16 BORÐTENNIS Fjórða stigamótið Borðtennissambands Ís- lands, Adidasmótið, fer fram í TBR- Íþróttahúsinu í dag, laugardag, kl. 10.30. ÍSHOKKÍ Alþjóðlegt hraðmót í Skautahöllinni í Laugardal í dag kl. 8.30 til 23.30 og á morg- un, sunnudag, kl. 8.30 til 13.30. BLAK Laugardagur: Bikarkeppni karla, 8-liða úrslit: Hagaskóli: ÍS - Afturelding.......................14 Hagaskóli: Þróttur R. B - Hrunamenn ....16 UM HELGINA HANDKNATTLEIKUR KA – Afturelding KA-heimili, 1. deild karla, RE/MAX-deild- in, norðurdeild, föstudagur 21. nóv. 2003. Gangur leiksins: 0:1, 5:5, 10:8, 13:8, 17:11, 19:13, 22:14, 25:18, 29:18, 35:22, 38:26. Mörk KA: Arnór Atlason 11/3, Andrius Stelmokas 8, Einar Logi Friðjónsson 6, Bjartur Máni Sigurðsson 5, Jónatan Magn- ússon 3, Ingólfur Axelsson 2, Andri Snær Stefánsson 1, Páll Ingvarsson 1, Magnús Stefánsson 1/1. Varin skot: Hafþór Einarsson 10/1 (þar af 1 til mótherja), Stefán Guðnason 6 (2 til mót- herja). Utan vallar: 12 mín. Páll Ingvarsson fékk rautt spjald í s.h. fyrir þrjár brottvísanir. Mörk Aftureldingar: Hilmar Stefánsson 9/5, Daníel B. Grétarsson 4, Vlad Trufan 4, Hrafn Ingvarsson 3, Einar Hrafnsson 3, Ernir Arnarson 2, Magnús Einarsson 1. Varin skot: Davíð Svansson 12/1 (þar af 4 til mótherja). Utan vallar: 18 mín. Ásgeir Jónsson fékk rautt spjald f. þrjár brottvísanir á 23. mín. Dómarar: Gísli H. Jóhannsson og Haf- steinn Ingibergsson. Ansi kappsfullir í brottrekstrum. Áhorfendur: Um 100 og því æði tómlegt. Staðan: KA 10 6 2 2 301:266 14 Valur 8 5 2 1 221:188 12 Fram 9 5 2 2 240:232 12 Grótta/KR 8 4 2 2 207:194 10 Víkingur 9 3 2 4 229:232 8 Afturelding 9 2 1 6 221:257 5 Þór 9 0 1 8 219:269 1 Selfoss – Stjarnan Selfoss, suðurdeild: Gangur leiksins: 0:2, 3:3, 5:6, 5:10, 7:11, 8:15, 9:18, 12:19, 14:20, 18:24, 20:26, 22:27. Mörk Selfoss: Haraldur Þorvarðarson 8/1, Ramunas Mikalonis 5, Arnar Gunnarsson 3, Ívar Grétarsson 2, Andri Már Kristjáns- son 2, Ramúnas Kalendauskas 1, Steindór Tryggvason 1. Varin skot: Sebastian Alexandersson 3 (þar af 1 aftur til mótherja), Erlingur Klemenzson 14/1, (þar af 3 til mótherja). Utan vallar: 10 mínútur. Mörk Stjörnunnar: Vilhjálmur Halldórs- son 11/3, Arnar Theodórsson 4, Arnar Jón Agnarsson 3, Þórólfur Nielsen 2, David Kekelija 2, Björn Friðriksson 2, Jóhannes Jóhannesson 1, Sigtryggur Kolbeinsson 1, Gústaf Bjarnason 1. Varin skot: Jacek Kowal 5 (þar af 2 aftur til mótherja), Gunnar Erlingsson 11 (þar af 2 aftur til mótherja). Utan vallar: 6 mínútur. Dómarar: Guðjón H. Sigurðsson og Ólafur Haraldsson. Áhorfendur: Um 150. Staðan: ÍR 10 8 1 1 308:250 17 Stjarnan 11 7 1 3 295:288 15 Haukar 10 7 0 3 304:265 14 HK 10 6 1 3 277:256 13 FH 10 6 0 4 291:262 12 ÍBV 10 2 1 7 290:307 5 Breiðablik 10 2 0 8 252:330 4 Selfoss 11 1 0 10 286:345 2 Forkeppni EM kvenna Ísland leikur í riðli á Sikiley á Ítalíu. Ísland – Portúgal................................. 25:24 Mörk Íslands: Drífa Skúladóttir 6, Inga Fríða Tryggvadóttir 6, Jóna Margrét Ragnarsdóttir 4, Hrafnhildur Skúladóttir 4, Dagný Skúladóttir 3, Hanna G. Stefáns- dóttir 2. Ítalía – Makedónía............................... 24:30 Þýskaland Kronau/Östringen – Wallau-Massenh 28:24 Gummersbach – Kiel............................ 24:23 KÖRFUKNATTLEIKUR Fyrirtækjabikarkeppni KKÍ, Hópbílabik- arinn, undanúrslit í Laugardalshöll: Grindavík – Njarðvík.......................... 86:87 Stig Grindavíkur: Darryl Lewis 25, Páll Axel Vilbergsson 22, Dan Trammel 14, Helgi Jónas Guðfinnsson 12, Guðmundur Bragason 8, Jóhann Ólafsson 3, Þorleifur Ólafsson 2. Stig Njarðvíkur: Páll Kristinsson 19, Brandon Woudstra 17, Friðrik Stefánsson 14, Brenton Birmingham 13, Egill Jónas- son 8, Guðmundur Jónsson 8, Ólafur A. Ingvason 4, Halldór Karlsson 4.  Framlengt, staðan var 77:77 eftir venju- legan leiktíma. Keflavík – Tindastóll .......................125:101 Stig Keflavíkur: Magnús Gunnarsson 32, Derrick Allen 29, Nick Bradford 21, Sverr- ir Þór Sverrisson 12, Gunnar Stefánsson 11, Jón N. Hafsteinsson 6, Davíð Þór Jóns- son 5, Gunnar Einarsson 5, Hjörtur Harð- arson 5. Stig Tindastóls: Nick Boyd 27, Adrian Parks 18, Clifton Cook 17, Friðrik Hreins- son 17, Helgi Rafn Viggósson 7, Axel Kára- son 5, Matthías Rúnarsson 4, Kristinn Friðriksson 3, Einar Örn Aðalsteinsson 2, Óli Barðdal Reynisson 1. 1. deild karla Skallagrímur – ÍG .............................. 103:80 Staðan: Fjölnir 7 6 1 639:519 12 Skallagrímur 7 6 1 674:557 12 Valur 6 5 1 517:483 10 Stjarnan 5 3 2 388:390 6 ÍS 7 3 4 578:583 6 Þór A. 6 3 3 495:531 6 ÍG 7 2 5 585:651 4 Ármann/Þróttur 5 2 3 402:411 4 Höttur 6 1 5 444:499 2 Selfoss 6 0 6 489:587 0 NBA-deildin Dallas – San Antonio.............................95:92 Phoenix – Orlando.................................96:89 KNATTSPYRNA Holland: Waalwijk – Groningen ............................. 1:1 Frakkland: Lyon – Strasbourg ................................... 1:0 Belgía: Germinal Beerschot – Club Brugge ....... 2:0 Mons-Bergen – Anderlecht..................... 0:2 ÍSHOKKÍ Skautafélag Reykjavíkur – Björninn.....7:5  Björninn komst þrisvar yfir í leiknum og hafði forystu í þriðja og síðasta leikhluta, 5:4. Leikmenn SR tryggðu sér sigurinn með þremur síðustu mörkum leiksins.  TINNA Helgadóttir og Halldóra Elín Jóhannsdóttir komust í gær- kvöld í fjögurra liða úrslit í tvíliðaleik kvenna á alþjóðlegu badmintonmóti í Skotlandi með því að sigra skoskar stúlkur, bæði í 16 liða og 8 liða úrslit- um. Þær unnu Helen Blair og Jaclyn Gilliland, 13:15, 15:8 og 15:7, og síð- an Kareena Marshall og Imogen Bankier, 15:11, 12:15, 15:9. Í dag mæta þær þýsku stúlkunum Nicole Grether og Juliane Schenk í undan- úrslitunum.  HELGI Jóhannesson komst einn íslenskra keppenda í gegnum und- ankeppni í einliðaleik á mótinu. Þar vann hann Skota og Englending en tapaði síðan fyrir Kyle Hunter frá Kanada í 1. umferð aðalkeppninnar, 13:15, 15:5, 12:15.  RAGNA Ingólfsdóttir og Sara Jónsdóttir féllu um eitt sæti á styrk- leikalista Alþjóðabadmintonsam- bandsins, sem var gefinn út í vik- unni. Þær eru í 31. sæti í tvíliðaleik. Sara er í 55. sæti í einliðaleik – hefur unnið sig upp um þrjú sæti. Ragna er í 59. sæti og hefur unnið sig upp um eitt sæti.  GUNNAR Erlingsson, handknatt- leiksmarkvörður, lék á með Stjörn- unni í gærkvöld eftir langt hlé. Hann var kallaður til liðsins fyrir viku síð- an, en hann stóð vaktina í marki liðs- ins gegn Selfyssingum. Jacek Kowal byrjaði inn á en síðan kom Gunnar í markið og varði 11 skot  ERLINGUR Reyr Klemenzson, útispilari, lék í marki Selfoss í síðari hálfleik. Hann gerði sér lítið fyrir og varði 14 skot, þar af eitt vítakast. Er- lingur var markvörður í yngri flokk- um og kann greinilega sitthvað fyrir sér ennþá.  GUÐMUNDUR Hrafnkelsson, landsliðsmarkvörður, sat á bekknum allan tímann þegar lið hans, Kron- au/Östringen, sigraði Wallau-Mass- enheim, 28:24, í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöld. Aðal- markvörður liðsins fór á kostum og varði 30 skot. Einar Örn Jónsson skoraði eitt mark fyrir Wallau en Rúnar Sigtryggsson ekkert.  ALDREI hafa verið skoruð fleiri mörk í einum leik í dönsku úrvals- deildinni í handknattleik og á mið- vikudaginn þegar Róbert Gunnars- son og félagar í Århus GF heimsóttu GOG. Alls voru skoruð 79 mörk í leiknum sem GOG vann, 44:35. Ró- bert og samherjar áttu einnig þátt í fyrra metinu, í leik Århus GF og Kolding fyrr í vetur, þá 73 mörk.  GUÐMUNDUR Stephensen, Ís- landsmeistari í borðtennis, er úr leik á opna sænska meistaramótinu, sem fer fram í Malmö. Guðmundur tap- aði fyrir Daniel Fynsk frá Dan- mörku og gaf síðan leik gegn Dorian Quentel frá Frakklandi. FÓLK Við spiluðum ekki eins góðanseinni hálfleik og þann fyrri en það vantaði talsvert upp á að skot- nýting hjá okkur væri góð. Það sem ég er hins vegar ánægð- astur með er að við fáum markmann sem bjargaði okkur alveg, en báðir markmennirnir sem hafa verið með okkur í vetur eru meiddir. Það skipti okkur alveg gríðarlegu máli upp á framhaldið að sigra hér í kvöld, en við eigum eftir HK, ÍR og Breiða- blik. Það er spurning um hvort Stjarnan, FH, HK eða Haukar fylgi ÍR upp úr riðlinum en ég myndi telja þá orðna nokkuð örugga. Við ætlum að vinna allt sem við tökum okkur fyrir hendur, það er síðan spurning hvort það tekst. Ég verð hins vegar að segja að þetta er skemmtilegt fyr- irkomulag sem er á deildinni í dag og hleypir spennu í handboltann. Með þessu móti skipta allir leikir máli, hvort sem þeir eru við Breiðablik, Selfoss eða Hauka,“ sagði Sigurður Bjarnason, þjálfari Stjörnunnar. Vilhjálmur Halldórsson átti stór- leik fyrir Stjörnuna í gærkvöldi, setti 11 mörk. „Ég hefði samt viljað setja fleiri en ég átti nokkur skot sem voru ekki góð. Maður getur þetta hins vegar ekki einn og það eru allir í lið- inu sem hjálpuðust að, þótt ég hafi kannski skorað mest. Svona stór strákur eins og ég þarf mína flug- braut og félagarnir bjuggu hana til handa mér, “ sagði Vilhjálmur. „Lítið gaman að koma og fá svona skell“ KA-menn áttu ekki í erfiðleikummeð reynslulítið lið Aftureld- ingar. Það var aðeins fram íundir miðjan fyrri hálfleik sem gestirnir sýndu mótspyrnu en eftirleikurinn var formsatriði og það vissu leik- menn KA mæta vel og brugðu oft á leik. Lokatölur urðu 38:26 og tyllti KA sér í efsta sæti riðilsins. Afturelding varð fyrir áfalli á 23. mín. er varnarmaðurinn sterki Ás- geir Jónsson fékk sína þriðju brott- vísun og var því útilokaður frá leikn- um. Leikmenn liðsins fuku ótt og títt út af fyrir litlar sakir og ekki varð það til að efla sjálfstraust hinna ungu leikmanna. Arnór Atlason skoraði enn og aft- ur meira en tug marka fyrir KA en hann var tekinn út af þegar 11 boltar lágu í netinu. Andrius Stelmokas átti sömuleiðis góðan leik og þeir Einar Logi Friðjónsson og Bjartur Máni Sigurðsson skoruðu skínandi mörk. Þá átti Stefán Guðnason góða inn- komu í markinu síðustu mínúturnar. Hjá Aftureldingu var Hilmar Stef- ánsson öflugur og Daníel Grétarsson og Vlad Trufan sýndu ágætis takta. Hilmar Stefánsson, fyrirliði Aftur- eldingar, lék áður með KA og að- spurður sagði hann það hafa verið lítið gaman að koma í KA-húsið og fá svona skell. „Við erum með mjög ungt og óreynt lið en við settum okk- ur það markmið að gera betur en í fyrra og ég tel það hafa tekist. Við erum að byggja upp liðið og horfum til næstu þriggja ára þannig að þetta á allt eftir að koma,“ sagði Hilmar. Jóhannes Bjarnason, þjálfari KA, leyfði mörgum ungum strákum að spreyta sig til að komast á bragðið. En hvað fannst honum um hina dræmu aðsókn að leiknum? „Stemmningin er alltaf góð þótt áhorfendum hafi fækkað. Það fólk sem kemur tekur virkan þátt í leikn- um og kynnirinn í húsinu á hrós skil- ið fyrir að drífa mannskapinn áfram en auðvitað vonast ég til að sjá fleiri á næstu leikjum.“ Stjarnan stakk af í fyrri hálfleik STJÖRNUMENN lögðu grunninn að sigri sínum á Selfossi í fyrri hálfleik, er liðin mættust á Selfossi. Í hálfleik var staðan 9:18, Stjörnumönnum í vil og ekkert virtist geta komið í veg fyrir 5 marka sigur þeirra, en staðan í leikslok var 22:27. Spennan er nú í al- gleymingi í suðurriðli eftir gærkvöldið en ásamt Stjörnunni eru það HK, FH og Haukar sem munu berjast um að komast upp úr riðlinum en telja verður að ÍR-ingar séu orðnir nokkuð öruggir með sitt sæti. Helgi Valberg skrifar Stefán Þór Sæmundsson skrifar Fer Tryggvi til Empoli? TRYGGVI Guðmundsson, knattspyrnumaður hjá Stabæk í Noregi, á þess kost að fara til reynslu til ítalska félagsins Empoli sem er neðst í efstu deildinni þar í landi. Empoli leitar að markaskorara sem fæst ódýrt en samningur Tryggva við Stabæk er að renna út. Tryggvi meiddist í upphitun fyrir landsleikinn við Mexíkó að- faranótt fimmtudagsins og sagði við Morgunblaðið að fyrsta mál á dagskrá hjá sér væri að komast að því hvort þau væru alvarleg. „Ég fer í myndatöku á mánudag og þá kemur framhaldið í ljós, hvort um eftirköst frá því ég ristarbrotnaði í sumar er að ræða, eða hvort ég hafi brotnað aftur. Þegar þetta verður komið á hreint get ég farið að huga að næstu skrefum,“ sagði Tryggvi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.