Morgunblaðið - 22.11.2003, Blaðsíða 79

Morgunblaðið - 22.11.2003, Blaðsíða 79
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 2003 79 Í ÁVARPI á undan frumsýningu Njálssögu, kvaðst leikstjórinn, Björn Br., hafa verið dálítið „nervös“ síð- ustu dagana. Ekki svo mjög útaf myndinni sem var að hefjast heldur væntingunum. Taldi fjölmiðlaum- fjöllun undanfarinna daga hafa gefið í skyn að það sem áhorfendur ættu von á væri verk í anda Spartakusar eða Gladiators. Því er rétt að undir- strika í upphafi að Njálssaga er allt annað en dæmigerð Hollywood-út- færsla heldur sambland af hálftíma- langri, eða einum tíunda af leikinni sjónvarpsþáttaröð, byggðri á Njáls- sögu, með ámóta löngum viðauka þar sem rætt er við leika sem lærða um skoðanir þeirra á þessari perlu heimsbókmenntanna. (Því er engum stjörnum úthlutað að þessu sinni, frekar en kafla í bók eða stefi úr tón- verki.) Spjallþátturinn fylgir þessum fyrsta kafla sögunnar sem í ensku- mælandi löndum hlyti sjálfsagt nafn- giftina Part One. Slíkir þættir eru í þeim sama heimshluta nefndir „pil- ots“, eða prufuþættir og er ætlað að auðvelda fjármögnun á væntanlegum þáttaröðum þar sem öll sagan er sögð. Liggur í augum uppi að slíkt verk yrði mjög dýrt og áætlað að meginhluti fjármagnskostnaðarins komi erlendis frá. Ekki er ólíklegt að allir sæmilega læsir Íslendingar hafi verið með skrekk líkt og leikstjórinn, því flestir þeir sem lesið hafa Njálu eru með sína mynd í huga af atburðarásinni og persónulega skoðun á marg- slungnu og litríku inntaki fornsög- unnar. Kvikmyndagerðarmennirnir eru að ráðast á garðinn þar sem hann ber við himin og eiga heiður skilið fyrir kjarkinn. Þeir hafa lagt til at- lögu við hjartfólgnustu og að líkind- um frægustu Íslendingasöguna, sem jafnframt er ein sú dramatískasta og liggur vel fyrir kvikmyndaforminu, ef hægt er að segja svo. En ljónin liggja hvarvetna í leyni. Björn, hand- ritshöfundurinn, útlitshönnuðirnir, allir sem axla ábyrgð á Njálssögu, urðu ekki aðeins að skapa sannfær- andi sögusvið, samtöl og útlit – óglögga, framandi veröld – heldur berjast við margvíslega fordóma og full ástæða til að taka ofan fyrir þessu hæfileikaríka og hugaða kvikmynda- gerðarfólki. Var reyndar fullviss um, í ljósi þess sem Björn og hans fólk hefur áður gert, að það kæmi að sög- unni á jarðbundinn hátt, með fullri virðingu og án stertimennsku. Sem fyrr segir er á ferðinni fyrsti hluti sjónvarpsþáttagerðar Njáls- sögu. Segir frá atburðunum sem urðu aðdragandinn að harmleiknum á Suðurlandi á söguöld. Vináttu höfð- ingjanna Gunnars á Hlíðarenda (Hilmir Snær Guðnason), sem var „allra manna best vígur“ og Njáls, hins vitra og forspáa bónda á Berg- þórshvoli. Árið er 984, hallæri mikið í landinu og Gunnar orðinn uppi- skroppa með nauðsynjar. Hann leitar til Otkels á Kirkjubæ (Helgi Björns- son), og biður að selja sér hey og mat en Otkell verður ekki við bón hans. Hallgerður langbrók (Margrét Vil- hjálmsdóttir) lætur Melkólf þræl sinn (Þröstur Leó Gunnarsson) ræna mat frá Otkatli og kveikja í húsum hans sem verður tilefni kinnhestsins fræga. Otkell þiggur ekki bætur frá Gunnari en stefnir honum á Alþingi þar sem Gunnar vinnur málið. Þá er rakinn aðdragandi og bardaginn er Gunnar og Kolskeggur bróðir hans vega Otkel og hans menn. Farið er fljótt yfir sögu, frásagn- armátinn minnir talsvert á teikni- myndasögu, áhorfandinn sér drama- tískustu kafla sögunnar eftir langan inngang þar sem kynntar eru til sög- unnar persónurnar og þjóðfélags- ástandið. Slík sögumennska er jafn- an fremur hvimleið og var t.d. helsti ljóður Útlagans, á sínum tíma. En með þessum hætti sparast mikill tími og vinna og áhorfendur komast í takt við atburðina og hugmyndaheim sög- unnar. Dramatíkin fléttuð nauðsyn- legu skopskyni, sem er kostur. Sam- tölin með nútímastafsetningu og hrynjanda forníslenskunnar, sem er hárrétt og vel útfærð lausn – þó þeir sem lítið þekkja til sagnaarfsins þyki málfarið eflaust uppskrúfað. Hröð framvindan gefur ekki svig- rúm til að fara djúpt ofan í efnið og koma persónurnar misjafnlega glöggt fram á tjaldinu. Flestar vel viðunandi með sínum sérkennum, að undanskilinni Hallgerði, hlutur þessa umdeilda örlagavalds hefði gjarnan mátt vera áleitnari. Sviðssetningarn- ar eru yfir höfuð viðunandi að und- anskildum brunanum á Kirkjubæ. Búningar, tónlist og tæknivinna í háum gæðaflokki og stenst þær ágætu viðmiðanir sem eru fyrir hendi. Leikhópurinn smekklega sam- ansettur í meitluð hlutverk sem gefa takmarkaða möguleika á túlkunartil- þrifum. Viðbótin, viðtölin við Njálufræð- inga, er álíka misjöfn og viðmælend- urnir margir. Á heildina litið er kafl- inn full langur og munar minnstu að hann kaffæri aðalréttinn. Engu að síður er ljóst að tilganginum er náð; aðalatriðið, að Njálssaga upplýkst fyrir okkur á viðunandi hátt. Fyrsti þáttur er skemmtileg og fræðandi sýn sem nær til áhorfenda og vekur áhuga, umræðu og ekki síst tilhlökk- un að sjá framhaldið sem fyrst. Njálssaga tíund- uð á tjaldinu Fyrsta kvikmyndagerð Njálu er „skemmtileg og fræðandi sýn sem nær til áhorfenda og vekur áhuga, umræðu og ekki síst tilhlökkun að sjá fram- haldið sem fyrst“. KVIKMYNDIR Regnboginn Leikstjóri: Björn Brynjúlfur Björnsson. Framleiðandi: Þorgeir Gunnarsson. Hand- rit: Hrefna Haraldsdóttir. Kvikmynda- tökumaður: Víðir Sigurðsson. Tónskáld: Hilmar Örn Hilmarsson. Leikmyndahönn- uður: Árni Páll Jóhannsson. Búningar: Margrét Einarsdóttir og Dýrleif Ýr Örlygs- dóttir. Leikarar og persónur: Ingvar Sig- urðsson: Njáll, Hilmir Snær Guðnason: Gunnar, Margrét Vilhjálmsdóttir: Hall- gerður, Halldóra Geirharðsdóttir: Berg- þóra, Bergur Þór Ingólfsson: Kolskeggur, Helgi Björnsson: Otkell, Benedikt Er- lingsson: Skammkell, Pétur Einarsson: Gissur hvíti, Arnar Jónsson: Geir goði, Magnús Jónsson: Mörður, Anna Kristín Arngrímsdóttir: Rannveig, Ólafur Darri Ólafsson: Skarphéðinn, Pálmi Gestsson: Þráinn, Sveinn Þ. Geirsson: Hallbjörn, Þröstur Leó Gunnarsson: Melkólfur, Guð- rún S. Gísladóttir: Förukerling. 54 mín. Njálssaga ehf. fyrir RUV o.fl. 2003. Njálssaga Sæbjörn Valdimarsson TÓNLEIKAR kvintetts Hilmars Jenssonar voru mikið gleðiefni fyrir unnendur framsækins djass. Hilmar hefur ekki verið við eina fjölina felldur í tónsköpun sinni og oft horf- ið langar leiðir frá djassinum á lend- ur rafhljóða og tilrauna í bland við rokk og tónskáldatónlist. Það er ekkert nema gott um það að segja en við sem dveljum helst á djasslendunum þykir alltaf gott þegar félagarnir hverfa heim að nýju og ekki síst með jafnglæsileg- um hætti og Hilmar gerði á Ditty Bley-tónleikum sínum – en það er nafnið á hljómdiskinum sem verið var að fagna þetta kvöld. Það var ekkert verið að kynna tónlistina, en hún var öll eftir Hilm- ar og af diskinum fyrrnefnda. Þar eru tónverkin tileinkuð sonum hans ungum og nöfn fengin frá þeim eins- og titill disksins, Ditty Bley, sem hver Íslendingur skilur. „Abbi“ er eitt verkanna þar sem trompetsnill- ingurinn Herb Robertsson bregður fyrir sig tónamáli Bubber Mileys á frumskógartímabili Ellingtons. Það var mikil ánægja að fá að heyra þennan trompetleikara, sem hefur allt tónamál hins frjálsa djass á valdi sínu og vitnar jafnvel til Don Cherry; tónninn breiður og fagur svo Bill Dixon kemur í hugann. Hann og Andrew D́Angelo léku sem einn maður og samspuni þeirra var oft stórkostlegur. Jim Black þurfti ekkert að bjarga þessum tónleikum eins og þegar Dave Douglas lék hér í fyrra og engan skugga bar á samspil hans og Trevors Dunns. Þeir unnu sitt verk óaðfinnanlega og samspilið var aðall þessa kvintetts Hilmars – samspun- inn magnaður eins og í New Orleans í gamla daga eða hjá tvöfalda kvart- ettnum hans Ornette Colemans. Það var líka gaman að heyra hversu lúðrasveitarhljómur í anda Cörlu Bley skaut á stundum upp kollinum; kannski vegna þess að Herb hefur leikið með Liberation Music Orch- estra Charlie Hadens, kannski ekki. Hilmar var einn af hópnum og gítarsólóar góðir að venju hvort sem hann var í rokkaðri kantinum, á klassískari gítar með undirtón af kántrýblús eða með klassíska nýd- jasssólóa. Hljómdiskurinn með þessu efni var tekinn upp í fyrra, en kom út á tónleikadaginn, gefinn út af Songl- ines Recordings í Kanada einsog síðasti diskur Hilmars: Tyft – og dreift af 12tónum á Íslandi. Verkin eru tólf – öll óvenju la- græn – og hljóðfæraleikurinn frá- bær. Kannski fannst manni meiri spenna á tónleikunum. Farið fram á ystu nöf – en diskurinn er samt magnaður og ætti enginn djassunn- andi að sleppa að hlusta á hann – í það minnsta hafi þeir haft gaman af diskum Jóels Pálssonar og því sem nýrra er. Þetta er ekkert torf heldur hrein og tær tónlist. Hversvegna þarf að syngja svona mikið? Seinni tónleikarnir á Jazzhátíð á laugardagskvöldið voru með kvart- etti Björns Thoroddsens og Leni Stern. Leni er þýskrar ættar en býr í Bandaríkjunum og er gift gítar- leikaranum Mike Stern, er frægur varð er hann lék með Miles Davis. Hún er þokkalegur gítarleikari þótt hún hefði ekki við Birni sem var kominn í gamla haminn frá dögum Gamma þetta kvöld. Með þeim voru tveir Bandaríkjamenn, miklir snill- ingar á sín hljóðfæri og oft var gam- an að kvartettnum þegar Leni var ekki að syngja. Flest voru verkin eftir hana en þó fengum við að heyra „Endurvakningu Bjössa“ af Plús-breiðskífunni og án allra synta og svo var „Caravan“ þeirra Juan Tizol og Ellingtons á dagskrá og kanadíski trompetleikarinn Ingrid Jensen steig á svið og blés með. Sérdeilis var dúettkaflinn hennar með trommaranum Perowsky góður – enda er hann trommari á heims- mælikvarða. Björn hefur leikið á undanförnum Jazzhátíðum með frá- bærum djassleikurum: Jørgen Svare, Dieter Lockwood, Sylvian Luc og Jakob Fischer, en í þetta skipti var mótleikurinn heldur mátt- laus og verst að þurfa að þola popp- sönginn. Hvernig stendur á því að þrjár söngkonur á borð við Stern, Mörthu Brooks og Birgitte Lyrega- ard koma fram á einu og sömu djasshátíðinni? Spyr sá sem ekki veit. Að lokum þetta: Maður fór ekki alsvekktur af þessum tónleik- um. Það var frískandi að heyra gít- arsnillinginn Björn Thoroddsen á fúsjónlínunni svona einu sinni, eftir langa dvöl hans í heimi hins klass- íska djass sem ekki er þó lokið. Frjálst og rokkað Djass NASA Kvintett Hilmars Jenssonar Herb Robertsson trompet, Andrew D’Angelo altósaxófón og bassaklarinett, Hilmar Jensson gítar, Trevor Dunn bassa og Jim Black trommur. Laugardags- kvöldið 8.11. kl. 20:30 Stern/Thoroddsen kvartettinn Leni Stern gítar og söngur, Björn Thor- oddsen gítar, Paul Scokolow bassa og Ben Perowsky trommur. Gestur: Ingrid Jensen trompet. Laug- ardagskvöldið 8.11. kl. 22:00. Vernharður Linnet Stærðir 36-54 Opið 10-18 20% afsláttur af yfirhöfnum ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S R U N 22 92 5 1 1/ 20 03
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.