Morgunblaðið - 22.11.2003, Blaðsíða 80

Morgunblaðið - 22.11.2003, Blaðsíða 80
FÆREYSKA þungarokkssveitin Týr gerði mikinn usla hér á landi árið 2002 og sló lag þeirra, „Ormurin langi“ í gegn. Í kjölfarið seldist fyrsta plata þeirra, How Far to Asgaard, afar vel hérlendis. Sveitin leikur sígild þungarokk í anda Black Sabbath og Metallica en einnig örlar fyrir áhrifum frá þjóðlagarokki að hætti Jethro Tull. Týr heimsótti landann á þeim tíma og lék hér á tón- leikum með Stuðmönnum. Í kjölfarið reið færeysk tón- listarbylgja yfir landið sem enn sér ekki fyrir endann á. Týr eru nú mættir aftur til landsins til að kynna glænýja plötu, Eric The Red, en sá gripur tekur þeim fyrri um margt fram í gæðum, bæði hvað varðar hljóm og lagasmíðar. Meðal annars er þar lagið „Ólavur Riddararós“, rokkuð útgáfa af þessu kunna kvæði. Fyrsta plata sveitarinnar vakti mikla athygli á sveitinni víða um veröld, þá í þungarokksheimum, og hafa Týs-liðar nú hafið kynningu á Eiríki rauða af full- um krafti. Með Tý hér á landi leikur sænska sveitin Freak Kitchen. Gítarundrið Mattias IA Eklundh leiðir þá sveit. Þess má geta að tonlist.is/tonlist.com sendi beint frá tónleikum Týs í gær, sem fram fóru á Grand Rokk. Þá léku og Dark Harvest, með Gulla Falk gítarhetju í broddi fylkingar. Tvennir tónleikar eru þá eftir. Í kvöld leika Týr og Freak Kitchen í Hvíta húsinu á Selfossi. Nilfisk hitar upp, sú er gerði garðinn frægan á tónleikum Foo Fighters í sumar. Lokatónleikarnir fara svo fram á morgun í Tjarnarbíói í Reykjavík. Aldurstakmark er ekkert en einnig spilar sveitin Brothers Majere. Húsið opnað kl. 18.30. Týr með þrenna tónleika á Íslandi VÍKINGARNIR snúa aftur arnart@mbl.is Ruth Reginalds sendir „ÉG FÓR að hlusta á plöturnar þegar ég var að vinna að bókinni og þá kom upp sú hugmynd að gefa þetta út líka. Svo á ég þrjátíu ára söngafmæli. Ég var sjö að verða átta ára þegar ég byrjaði,“ segir Ruth en bókin sem hún talar um er Ruth Reginalds þar sem Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir segir frá ævi söngkonunnar. Bókin er þó ekki til umræðu hér heldur safnplatan Bestu barnalögin. „Það var mjög erfitt að skilja sum lögin eftir. En það er eitt lag sem ég sé sérstaklega eftir að hafa ekki haft með og það er „Rautt, gult, grænt. Það var umferðarlag, mjög rokkað,“ segir Ruth um hvernig gengið hafi að velja lög á plötuna. Hún bætir við að meðlimur úr Quarashi hafi komið upp að henni um daginn og lýst ánægju sinni með þessi lög. Hann er ábyggilega á meðal margra sem eiga æskuminn- ingar við lög á borð við „Það er svo gaman“ (Ég kölluð er Anna), „Tóm tjara“ (Það er algjör vitleysa að reykja) og „Í bljúgri bæn“ svo nokkur lög af safnplötunni séu nefnd. Fyrir fleiri kynslóðir „Mér finnst mikilvægt að fleiri kynslóðir fái að njóta þessara laga,“ segir Ruth sem hefur orðið vör við eftirspurn eftir þessum lögum. „Þegar ég hef verið að spila úti um landið þá hef ég oft verið spurð að því hvar hægt sé að nálgast þessi lög en þau hafa hingað til ekki verið fáanleg á geisladiski,“ segir hún. Alls eru 22 lög á plötunni og eru þau tekin af fimm plötum, Róbert í Leikfangalandi (1975), Simm- salabimm (1976), Ruth Reginalds (1977), Furðuverk (1978) og Rut + (1980). „Stelpurnar mínar eru ofsalega hrifnar af þessum lögum, sér- staklega þessi yngri sem er sjö ára,“ segir hún. „Fólk ætti að hafa í huga að í þessa daga var ekkert hægt að lag- færa raddir. Mér finnst gaman að heyra núna hvað ég söng beint út og gaf mig í þetta. Mér finnst ég hafa verið kjörkuð,“ segir Ruth sem lítur stolt til baka. Róberti bangsa hent Til eru myndir af Ruth með Ró- berti bangsa en hún fékk líka bangsabúning. „Það var saumaður á mig þvílíkur bangsabúningur með svampi og öllu. Ég var alltaf kóf- sveitt. Einhvern tímann var elsku- legur eiginmaður minn að taka til í geymslunni fyrir tveimur árum og henti Róberti bangsa. Hann vissi ekkert hvað þetta var.“ Rut á margar minningar tengdar þessum lögum. „Lagið um engilinn Gabríel, það er lag sem mér þykir rosalega vænt um. Þetta er fyrsta lagið sem ég söng sem ég virkilega elskaði. Boðskapurinn er svo góður. Það er alveg sama þótt mamma og pabbi skreppa út, englarnir eru allt- af með þér. Það á að senda meira af svona boðskap til krakkanna. Þú heyrir ekkert um neina engla á MTV,“ segir hún og heldur áfram að rifja upp. „„Í bljúgri bæn“ er ég ennþá að syngja á tónleikum. „Villi- kötturinn“ er líka í uppáhaldi. Það lag tengir mig mörgum minningum um Vilhjálm Vilhjálmsson heitinn. Við vorum góðir vinir. Svo finnst mér líka skemmtilegt lagið um Adda snara, eins og lagið heitir en ég söng alltaf Laddi snari. Enda var hann þarna fyrir framan mig,“ nefn- ir hún sem dæmi um uppáhalds lög. Ruth segir að pressan hafi ekki verið mikil fyrst en hún hafi komið eftir að lögin hennar urðu vinsæl. „Þá fóru krakkar að taka eftir mér og þá byrjaði stríðnin. Það voru líka áróðurslög sem ég söng eins og reykingalagið sem hjálpuðu ekki til. En ég hef oft verið spurð hvort ég hefði viljað sleppa þessu. Svarið er alls ekki.“ Hún segir að barnastjörnum nú- tímans blasi við breyttur veruleiki. „Mér finnst of mikið af barnaefni í dag með of sterkri ímynd, eins og Britney Spears. Við verðum að leyfa börnunum að vera börn. Í dag þarftu ekki að geta sungið til að vera stjarna. Bara vera sæt og vera farin að mála þig. Ef þú hefur útlitið og getur haldið lagi þá er hægt að gera þig að stjörnu.“ Ruth á ýmis góð ráð fyrir tilvon- andi barnastjörnur. „Það þarf að veita ungum krökkum aðhlynningu. Þau þurfa að læra að elska sjálfan sig. Og muna að brosa og vera ham- ingjusöm.“ Stefnan er tekin á að halda tón- leika vegna útgáfu plötunnar þar sem ferill Ruthar verður tekinn fyr- ir og verður nánar greint frá því síðar. Engir englar á MTV Hún á þrjátíu ára söngafmæli og var ein skærasta barnastjarna sem Ísland hefur átt. Inga Rún Sigurðardóttir leit til baka með Ruth Reginalds. Morgunblaðið/Kristinn ingarun@mbl.is Ruth ásamt besta vini mannsins sem í þessu tilfelli er Spring- er Spaniel-hvolpurinn Venus, sem er fjögurra mánaða. Ruth og Róbert bangsi. frá sér safnplötu FÓLK Í FRÉTTUM 80 LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ KEPPNIN Stíll 2003 fer fram í Íþrótta- húsi Digraness í Kópavogi í dag en þetta er hár-, förðunar- og fatahönnunar- keppni félagsmiðstöðvanna. Keppendur koma frá 40 félagsmið- stöðum og stendur dagskrá alveg frá kl. 15 um daginn en þátttakendur mæta klukkustund fyrr. Alls eiga um 120 ung- lingar eftir að sýna afrakstur sinn. Margvísleg dagskrá er yfir daginn, m.a. tískusýningar, söngatriði og skemmtiatriði og fram koma hljómsveit- irnar Land og synir, 200.000 Naglbítar og Í svörtum fötum. Lýkur dagskránni með verðlaunaafhendingu um kl. 19. Þemað að þessu sinni er eldur og er miðaverð 500 krónur. Frá undankeppni félagsmiðstöðvarinnar Friðs í Skagafirði en þema Stíls 2003 er eldur. Fatahönnun og fleira Keppnin Stíll 2003 haldin í Íþróttahúsi Digraness www.samfes.is www.tyr.net www.pop.fo
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.