Morgunblaðið - 22.11.2003, Side 1

Morgunblaðið - 22.11.2003, Side 1
Laugardagur 22. nóvember 2003 Hvaða rándýr er stundum kallað konungur dýranna? Prentsmiðja Árvakurs hf. Það er talið að það sé manninum eðlilegt að hreyfa sig í takt við regluleg hljóð og tóna og að dansinn hafi því fylgt manninum frá örófi alda. Það eru líka til mörg þúsund ára gömul hellamálverk af fólki að dansa en á þeim sést fólkið klappa saman höndunum og stappa nið- ur fótunum. Til að byrja með hefur dansinn því senni- lega verið frjáls tjáning hvers og eins en seinna fóru dansarar að hreyfa sig eftir ákveðnum reglum um spor og hreyfingar. Um miðja tuttugustu öld kom svo rokkið fram á sjónarsviðið en því fylgdu mun frjáls- ari dansar en hefðbundnir samkvæmisdansar höfðu verið. Í kjölfarið komu fram fleiri nýir dansar en á síðustu árum hafa allir þessir dansar verið að blandast saman þannig að nú er eiginlega hægt að segja að samkvæmis- dans nútímans sé sambland af sporum og hreyfingum margra ólíkra dansmenninga. Á Íslandi er hægt að læra alls konar dansa, bæði hefðbundna dansa og dansa þar sem alls konar dansi er blandað saman. Í Kramhúsinu er til dæmis hægt að læra breytingu á því hvernig Íslendingar dansa frá því ég kom fyrst til Íslands fyrir tíu árum. Þá voru bara allir að hoppa upp og niður og hlusta á rokk en nú er yngra fólkið að hlusta á miklu mýkri tónlist. Þetta hefur áhrif á það hvernig fólk hreyfir sig og mér finnst mjög gaman að sjá hvernig dansinn gerir fólk mýkra í hreyfingum.“ Yesmine segir að hún sé því miklu frekar að reyna að kenna krökkunum að hreyfa sig mjúklega og í takt við tónlistina en í samræmi við einhverja ákveðna dansstefnu. „Sumir halda að þeir geti ekki dansað en það geta það allir,“ segir hún. „Maður verður virkilega að vilja dansa til að koma á svona námskeið en ef viljinn er fyrir hendi þá geta það allir,“ segir hún. Yesmine segist líka hlusta mikið á krakk- ana á námskeiðinu til að vita hvað þeim þyki skemmtilegt og svo reyni hún að fara eftir því. „Núna erum við til dæmis að æfa dans í anda Grease þótt það geti varla talist fönk- djass,“ segir hún. „En það er einmitt þannig sem fönkdjassinn er. Það er pláss fyrir allt sem manni finnst skemmtilegt.“ fönkdjass en Yesmine Olsson, sem kennir á námskeiðinu, segir að fönkdjass sé dans eins og maður sjái í tónlistarmyndböndum. „Þetta er svona dans eins og maður sér í sjónvarp- inu. Þetta er blanda af götudansi, nútíma- djassi og alls konar dansi. Þetta er götu- djass, götu-fönk en ekki lærður dans,“ segir hún. „Þetta er dansinn sem mér finnst mest gaman að dansa. Ég byrjaði reyndar í djass- ballett og hefði viljað læra meiri djass en ég var bara of fönkí til þess. Svo tengdust þau at- vinnutilboð sem ég fékk fönki og því fór ég að einbeita mér að því.“ Yesmine segir að fönk sé götudans með mjúkum hreyfingum og að það gildi ekki jafn stífar reglur í fönki eins og í djassi. „Þegar maður blandar þessu saman verður til mjög góð blanda,“ segir hún. En eru það bara stelpur sem dansa fönk- djass? „Á Íslandi eru það aðallega stelpur en ég held að það sé meira blandað á Norðurlönd- unum,“ segir hún. „Kannski er það af því að það er erfiðara að vinna fyrir sér með dansi á Íslandi en annars staðar. Ég sé samt stóra „Það geta allir dansað“ Morgunblaðið/Sverrir Fönkdjass í Kramhúsinu BERGLIND Rut Jónsdóttir er ellefu ára. Hún segist vera búin að dansa lengi þó hún sé á sínu fyrsta dans- námskeiði. Það er alveg frá- bært. Eiginlega miklu skemmtilegra en ég hélt að það yrði,“ segir hún. „Ég valdi fönkdjass af því að ég vissi að Yesm- ine væri að kenna á námskeiðinu og mér finnst hún rosagóð söngkona og dansari.“ MATTHILDUR Hafliðadóttir er að verða níu ára. Hún var að æfa ballett frá því hún var þriggja ára og þangað til hún var sex ára en þá hætti hún og fór að læra á fiðlu. „Ég byrjaði svo í fönkdjassi af því mér finnst gaman að dansa og svo eru eig- inlega allir í fjölskyldunni minni búnir að læra dans,“ segir hún. STEINUNN Logadóttir er þrettán ára. Hún hefur farið á mörg námskeið í fönkdjassi en áður var hún í Listdansskól- anum að læra ballett. „Ég hætti í ballett fyrir einu ári af því að mig langaði til að fara að læra djass og fönk og svoleiðis,“ segir hún. „Ég sé sko ekki eftir því. Þetta er svo rosalega gaman.“ Dagur íslenskrar tungu var haldinn hátíðlegur um síðustu helgi en Íslendingar völdu 16. nóv- ember sem dag tungumálsins þar sem skáldið Jónas Hallgrímsson fæddist þann dag árið 1807. Jónas, sem stundum er kallaður lista- skáldið góða, er eitt vinsælasta skáld þjóðar- innar og við erum enn að syngja mörg ljóð eftir hann þótt þau séu orðin næstum því tvö hunduð ára gömul. Jónas í skólunum Í tilefni af deginum fluttu leikararnir Fel- ix Bergsson og Þórdís Arnljótsdóttir leik- dagskrá eftir Þórdísi í fjölmörgum grunn- skólum í síðustu viku. Við báðum Styrmi Vilhjálmsson og Huldu Þorsteinsdótt- ur, sem eru tíu og tólf ára nemendur í Há- teigsskóla, að segja okkur aðeins frá henni. Hvernig fannst ykkur sýningin? Styrmir: Hún var bara ágæt. Það var verið að segja frá ævi Jónasar og það var skemmti- legra en að lesa um hana í bók. Hulda: Hún var bara góð. Þau léku ævina og sungu ljóð eftir Jónas þar sem þau pössuðu inn í söguna. Felix lék Jónas frá því hann var lítill og þar til hann var orðinn fullorðinn en Þórdís lék flesta aðra. Styrmir: Hann var með einhver fáránleg axlabönd og gerviskegg og hún setti bara upp slæðu og svona. Var það fyndið? Hulda: Ekki þannig að maður væri eitthvað skellihlægjandi. Mér fannst eiginlega fyndnast þegar það var gert grín að skottulækni sem var að klippa tærnar af konu. Styrmir: Það var sagt að það hefði verið gert í gamla daga þegar konur voru með mikinn sviða. Fór að heiman níu ára Vissuð þið mikið um Jónas áður en þið sáuð sýninguna? Styrmir: Ég vissi nú eitthvað en eiginlega ekki mikið. Hulda: Ég vissi ekki að hann hefði farið í skóla til Kaupmannahafnar og ekki að pabbi hans hefði drukknað þegar hann var níu ára og að hann hefði orðið að fara frá mömmu sinni. Gerðuð þið eitthvað fleira í tilefni af degi ís- lenskrar tungu? Hulda: Daginn eftir sýninguna skrifuðum við útdrátt um ævi Jónasar. Styrmir: Við erum að lesa bók með ljóðum eftir hann. Leikþáttur um listaskáldið góða Jónas Hallgrímsson Morgunblaðið/Ásdís Styrmir Vilhjálmsson og Hulda Þorsteinsdóttir. Krakkarýni Svar: Ljónið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.