Morgunblaðið - 23.11.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.11.2003, Blaðsíða 1
INNAN Fjármálaeftirlitsins (FME) eru nú í und- irbúningi „leiðbeinandi tilmæli“ byggð á lögum um fjármálastofnanir frá 2001 um skilyrði fyrir þátt- töku viðskiptabanka, sparisjóða og lánafyrirtækja í atvinnurekstri. Í drögum að tilmælunum er m.a. gert ráð fyrir að ef bankar taki að sér „tíma- bundna starfsemi“ verði Fjármálaeftirlitinu gerð skriflega grein fyrir markmiðum og áætlað hversu langan tíma verkefnið muni taka og hvernig eigi að ljúka því. Umræður um hlutverk banka, skilin á milli við- skiptabanka og fjárfestingabanka og bein afskipti bankastofnana af atvinnurekstri eru ekki bundnar við Ísland einvörðungu. Davíð Oddsson forsætis- ráðherra lýsti því yfir í vikunni að hann teldi bank- ana vera komna út á hálan ís með afskiptum sínum og inngrip í íslenskt atvinnulíf. Aðrir hafa velt því fyrir sér hvort rétt sé að setja reglur um það að skilja að hefðbundna viðskiptabankastarfemi og fjárfestingabankastarfemi. Ólíkar leiðir farnar Ríki heims hafa farið mjög ólíkar leiðir í þessum efnum. Í Þýskalandi og Japan hafa bankar haft mikil og bein afskipti af rekstri fyrirtækja í gegn- um eignaraðild og stjórnarsetu þótt skiptar skoð- anir séu um hvort þau afskipti hafi verið til góðs. Bandarísk lagaákvæði frá 1933 um aðskilnað viðskiptabanka- og fjárfestingarbankastarfsemi voru felld úr gildi með nýjum lögum 1999. Þau lög voru hins vegar engan veginn óumdeild og vöruðu sumir sérfræðingar við því að hætta væri á að af- skipti banka annarra en fjárfestingabanka af at- vinnurekstri gætu haft alvarlegar afleiðingar.  Hvert er hlutverk/10  Reykjavíkurbréf/32 Umræður um hlutverk viðskiptabanka og fjárfestingarbanka fara víða fram Fjármálaeftirlit undirbýr „leiðbeinandi tilmæli“ Jessica Beil leikur í endurgerð keðjusagarmorðingjans Fólk Að láta hræða sig Afalegur harðjaxl hvíta tjaldsins í viðtali um afrek sín og nýjustu myndina Tímarit CLINT EASTWOOD Vændið og lögin Úttekt á umræðum um vændisfrumvarpið 16 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 SUNNUDAGUR VERÐ KR. 300 STOFNAÐ 1913 318. TBL. 91. ÁRG. SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is NÝ rannsókn sem gerð var í háskólanum í Boston bendir til þess að hátt hlutfall af omega 3-fitusýrum í blóði geti dregið úr lík- um á því að eldra fólk fái Alzheimer- sjúkdóminn um allt að 50%. Þetta er í sam- ræmi við niðurstöður rannsóknar sem birt var sl. sumar, þar sem niðurstöður bentu til að fólk á aldrinum 65–94 ára, sem hefði hátt hlutfall af omega 3-fitusýrum, væri í 60% minni áhættu á að fá Alzheimer. „Það eru vísbendingar um það en ekki búið að sanna að aukin neysla á þessum omega 3-fitusýrum úr sjávarfangi minnki verulega líkurnar á því að fólk fái Alzheim- ersjúkdóminn,“ segir Jón Ögmundsson, gæðastjóri hjá Lýsi hf. Hann segir að rann- sóknin gefi til kynna að neysla þessara fitu- sýra minnki líkurnar um allt að 60%, en sú niðurstaða byggist á faraldsfræðilegum rannsóknum en ekki tilraunum. Í athug- unum á tilraunadýrum komi hins vegar einnig fram sterkt orsakasamhengi. Að sögn Jóns er ekki sama hvaða fiskur er borðaður til þess að auka omega-3 fitu- sýrumagnið í blóðinu. Þorskur og ýsa séu t.d. magrir fiskar og því ekki mikið um omega 3-fitusýrur í þeim fisktegundum. „En í lýsi er alveg fullt af þessum fitusýrum og þá flestum tegundum lýsis. Síðan er þetta í feitari tegundum fiska, eins og síld, laxi og lúðu.“ Geta dregið verulega úr líkum á Alzheimer Ný rannsókn á áhrifum omega 3-fitusýra Omega 3-fitusýrurnar fást einkum úr feitum fiski og lýsi. JÓLIN nálgast en segja má, að í Berlín hefjist að- dragandi þessarar mestu hátíðar kristinna manna formlega þegar kveikt hefur verið á ljósunum á frægasta breiðstræti borgarinnar, Unter den Linden. Var það gert á föstudag. Eru linditrén, 368 að tölu, eitt ljósahaf en í baksýn er Brandenborgarhliðið. AP Ljósum prýdd linditré LÖGREGLAN í Tbilisi, höfuðborg Georgíu, skaut í gær reyksprengjum að þúsundum manna, sem reyndu að brjóta sér leið að skrifstofum Ed- uards Shevardn- adzes, forseta landsins. Hrópaði fólkið „segðu af þér, segðu af þér“ en Mikhail Saak- ashvili, helsti leiðtogi stjórnar- andstöðunnar, hafði áður gefið Shevardnadze 45 mínútur til að láta af embætti. Efnt hefur verið til mótmæla dag- lega í þrjár vikur en stjórnarand- staðan heldur því fram, að víðtæku svindli hafi verið beitt í þingkosning- unum í landinu 2. þessa mánaðar. Hafa erlendir eftirlitsmenn tekið undir það og einnig nokkrir embætt- ismenn Georgíustjórnar. BBC, breska ríkisútvarpið, sagði í gær, að Georgía rambaði á barmi byltingar. Byltingar- ástand í Georgíu Tbilisi. AFP. Eduard Shevardnadze ÓTTAST er, að rottueitri hafi verið sprautað í kjöt í sænskri stórverslun og er þetta í annað sinn á nokkrum dögum, sem grunur um það vaknar. Aftonbladet sænska sagði í gær, að í einni verslun Obs-keðjunnar í Visby á Gotlandi hefði 85 kílóum af kjöti ver- ið eytt eftir að ókunnur maður hafði samband og varaði við eitrinu. Í Upp- sölum er lögreglan einnig að kanna sams konar mál en orðrómur er um, að öfgafullir dýraverndunarsinnar hafi laumað eitri í kjöt í einhverri verslun Hemköp-keðjunnar þar. Enginn hefur enn verið handtekinn. Rottueitri dælt í kjöt? Visby. AFP. ♦ ♦ ♦ AÐ minnsta kosti 18 manns týndu lífi og meira en 50 særðust í tveimur sjálfsmorðsárásum á lög- reglustöðvar í Írak í gær. Þá neyddist borgaraleg flutninga- flugvél til að nauðlenda eftir að hafa orðið fyrir flugskeyti. Er það í fyrsta sinn, sem slík árás heppn- ast, en átta sinnum hefur eld- flaugum verið skotið að flugvélum. Eyðilegging og dauði blöstu við eftir að bílar, hlaðnir sprengiefni, voru sprengdir upp við lögreglu- stöðvar í tveimur bæjum fyrir norðan Bagdad, Khan Bani Saad og Baquba. Þeir, sem létust, voru aðallega íraskir lögreglumenn. Borgaraleg flutningaflugvél, Airbus A-300 á vegum alþjóðlega flutningafyrirtækisins DHL, varð í gær fyrir eldflaug rétt eftir flug- tak frá flugvellinum í Bagdad. Er haft eftir vitnum, að eldur hafi komið upp í vinstra væng vélar- innar en samt tókst að snúa henni við og lenda heilu og höldnu í Bagdad. Enginn slasaðist um borð. Varað við hryðjuverkum Stjórnvöld í Bandaríkjunum vöruðu í gær við vaxandi hættu á hryðjuverkaárásum á Bandaríkja- menn og bandaríska hagsmuni er- lendis og fylgdi það með, að al- Qaeda-samtökin ráðgerðu árásir, sem hefðu enn meiri eyðileggingu og dauða í för með sér en hryðju- verkin í Bandaríkjunum 11. sept- ember 2001. Óttast er, að reynt verði að beita efna- eða lífefna- vopnum. Dauði og eyðilegg- ing í árásum í Írak Khan Bni Saad. AP, AFP. Flutningaflugvél varð fyrir eld- flaug yfir Bagdad
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.