Morgunblaðið - 23.11.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.11.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ JÓHANNES M. Gunnarsson rifjar upp að fyrir sameiningu Sjúkrahúss Reykjavíkur og ríkisspítala í Land- spítala – háskólasjúkrahús hafi verið krabbameinsdeild á Landspítalan- um, sem Þórarinn Sveinsson hafi veitt forstöðu, og önnur á Sjúkra- húsi Reykjavíkur, en þar hafi Sig- urður Björnsson ráðið ríkjum. Meðal annars fyr- ir áeggjan Sigurð- ar hafi verið ákveðið að gera breytingu og skipta þessari sérgrein í lyflækning- ar krabbameina og geislameðferð krabbameina. Það hafi verið gert. Þá hafi báðar fyrri yfirlæknisstöðurnar verið lagðar niður og nýjar auglýstar á nýjum forsendum um mitt ár 2001. Í auglýsingunum hafi ekki verið getið um sérstök skilyrði um svokallaða „helgun“ eða fastlaunasamninga. Um þetta leyti hafi hins vegar verið tekin sú ákvörðun varðandi nýráðningar yfirlækna að þeir yrðu í fullu starfi og störfuðu samkvæmt fastlaunasamn- ingi. Það hafi þýtt að menn hafi verið „helgir“, þ.e. hafi helgað sig spítalan- um að fullu og öllu, en verið heimilt að að starfa auk þess við læknadeild Há- skóla Íslands. 10. október 2001 hafi Sigurður verið ráðinn til að gegna starfi yfirlæknis lyflækninga krabba- meina við LSH. Í ráðningarviðtali hafi hann verið spurður að því hvort hann féllist á að gegna fullu starfi og þá hafi hann lýst því yfir að hann væri hlynntur sjálfstæðum rekstri lækna en myndi fallast á að ganga til samn- inga þar um yrði þess krafist. Síðan hafi verið gerður ráðningarsamning- ur og starfslýsing, þar sem fram komi að starfið sé fullt starf og sé starfað eftir fastlaunasamningi sam- kvæmt kjarasamningi Læknafélags Íslands og fjármálaráðherra hverju sinni. Ekki hafi verið skjalfest hve- nær þessi skilyrði tækju gildi en talað hafi verið um 14 mánaða aðlögunar- tíma eða til áramóta 2002/2003. Í mars 2003 var samningi lækna vegna ferliverka innan Spítalans sagt upp. Jóhannes segir að þá hafi komið upp mikill ágreiningur við Sigurð sem hafi leitt til þess að gert hafi ver- ið við hann sérstakt samkomulag í apríl. Þar segi meðal annars: „Þá hafa undirritaðir náð samkomulagi um að yfirlæknir lyflækningadeildar krabbameina muni ekki sinna öðrum störfum utan sjúkrahússins, jafn- framt stjórnunarstöðu á Landspítala – háskólasjúkrahúsi, eftir 31. október 2003. Aðilar eru sammála um að sama gildi um aðra stjórnendur LSH“. Í bréfi til forstjóra LSH frá Einari Páli Tamimi, lögmanni Sig- urðar, dagsettu 20. október sl., kem- ur m.a. fram að forsendur fyrrnefnds samkomulags séu brostnar, því í því sé sérstaklega gert ráð fyrir að það standi aðeins ef aðrir stjórnendur á LSH láti af störfum utan stofnunar- innar og fyrir liggi að margir læknar í stjórnunarstöðum hjá LSH gegni enn stofurekstri eða öðrum störfum samhliða stjórnunarstörfum sínum á LSH og að ekki sé fyrirsjáanleg breyting þar á. Jóhannes segir að aldrei hafi hvarflað að sér og aldrei hafi verið um það talað að fyrrnefnt samkomu- lag þýddi neitt annað en að sömu reglur giltu um alla stjórnendur. Sig- urður hafi hins vegar einblínt á dag- setninguna og litið svo á að hann upp- fyllti þessar kröfur síðastur. „Það var aldrei um það talað og í öðru lagi væri það órökrétt að við værum að semja um það við Sigurð Björnsson að ein- hverjir aðrir ættu að vera komnir „inn“ á undan honum. Mér finnst sú fullyrðing hans vera haldlítil,“ segir Jóhannes. Forsendubrestur Í aðdraganda samningsins voru strangar og erfiðar samræður og djúpstæður ágreiningur um breyt- inguna á ferliverkunum, ekki síst við Sigurð, að sögn Jóhannesar. Um nokkurt skeið hafi sá háttur verið á að í Sjúkrahúsi Reykjavíkur hafi nokkur hópur lækna unnið læknis- verk sem greitt hafi verið fyrir á sömu forsendum og TR greiðir þeim læknum sem reka einkalæknastofur. Ákveðið hafi verið að leggja þetta af og samræma launagreiðslur til lækna og semja við hvern og einn. Lengur hafi dregist að ganga frá samningum en sér hafi þótt hæfilegt og því hafi hann sent Sigurði tölvupóst þar sem hann hafi kallað eftir því að Sigurður svaraði boðinu sem hann hefði farið með af fundi þeirra mörgum vikum áður. Gerði hann það ekki myndi hann kalla hann til sín og það gæti leitt til til þess að hann fengi áminn- ingu vegna þess að hann fylgdi ekki þeim ráðningarsamningi sem upp- haflega hefði verið gerður . „Þetta er nú það sem hefur verið kallað að hann hafi skrifað undir nauðugur,“ segir Jóhannes og bætir við að hann hafi ekki vitað annað en allt hafi verið með eðlilegum hætti þar til bréf lögmanns Sigurðar frá 20. október hafi borist. Þar hafi hann lýst því að Sigurður myndi ekki virða samkomulagið. „Má ljóst vera að Sigurður hyggst halda áfram að gegna því yfirlæknisstarfi sem hann var ráðinn til, hér eftir sem hingað til, og sinna jafnframt sjúk- lingum á læknastofu sinni“, standi m.a. í bréfinu. „Við lítum svo á að þarna sé hann að lýsa því yfir að hann ætli ekki að standa við undirritaða samkomulagið frá 5. apríl. Í svari til baka til lögmanns spítalans kemur fram að þar sem þetta fyrirkomulag hafi verið forsenda ráðningarinnar sé kominn forsendubrestur fyrir ráðn- ingunni en hann fái andmælarétt vegna þeirrar túlkunar. 5. nóvember skrifar lögmaður hans bréf til for- stjóra LSH þar sem meðal annars segir: „Til að taka af öll tvímæli felst hvorki í bréfi mínu til þín og þeirri af- stöðu skjólstæðings míns sem þar kemur fram, uppsögn af neinu tagi né riftun ráðningarsamnings hans. Í bréfi mínu er skilmerkilega greint frá ástæðum þess að skjólstæðingur minn telur sig ekki bundinn af „sam- komulagi“ frá 5. apríl s.l. og því að hvorki efni þess „samkomulags“, nokkurs annars gernings af hans hálfu né réttarreglur renni stoðum undir þá kröfu stjórnenda Landspít- ala – háskólasjúkrahúss að hann láti af öllum störfum utan spítalans“. Síð- ar í bréfinu segir lögmaðurinn: „Mun hann þegar láta af starfsemi á lækna- stofu sinni. Ágreining þann sem fyrir hendi er um rétt skjólstæðings míns til að sinna störfum utan Landspítala – háskólasjúkrahúss, samhliða yfir- læknisstarfi sínu, mun hann hins veg- ar bera undir dómstóla hið fyrsta. Áskilur hann sér allan rétt til að taka á ný upp starfsemi á læknastofu sinni, að rétti sínum staðfestum. Þá áskilur skjólstæðingur minn sér rétt til að krefjast skaðabóta vegna tjóns sem leiða kann af athöfn- um stjórnenda Landspítala – há- skólasjúkrahúss í máli þessu“.“ Engar ráðstafanir Jóhannes segir að skjalfest sé að Sigurður hafi verið með bókaða tíma fyrir sjúklinga á stofu sinni marga mánuði fram í tímann, þegar þessi bréfaskipti hafi hafist í lok október. Tryggingastofnun ríkisins hafi einnig staðfest að henni hafi ekki borist til- kynning frá Sigurði þess efnis að hann ætlaði að hætta að starfa sam- kvæmt samningi við stofnunina um krabbameinslækningar, en sam- kvæmt þeim samningi, sem Sigurður hafi undirritað fyrir hönd krabba- meinslækna, komi m.a. fram að læknar sem ekki vilji lengur starfa og taka greiðslur fyrir sjúkratryggingar skuli tilkynna það skriflega til TR með þriggja mánaða fyrirvara. „Því höfum við litið svo á, jafnvel þó hann hafi stigið þetta skref til baka með að loka læknastofunni, að það hafi í besta falli verið hálft skref og aug- ljóst að hugur hefur ekki fylgt máli. Því var tekin sú afstaða af hálfu spít- alans að halda málinu áfram þannig að starfi hans var breytt, með vísan til 19. greinar starfsmannalaganna, og hann leystur undan stjórnunar- skyldum á deildinni en annar maður fenginn til að gegna yfirlæknis- starfi.“ Magnús Pétursson, forstjóri LSH, og Jóhannes M. Gunnarsson, framkvæmdastjóri lækninga Samningsbrot ástæða fyrir breyttri starfsskyldu Morgunblaðið/Júlíus Jóhannes M. Gunnarsson Flestir yfirlæknar Landspítala – háskóla- sjúkrahúss hafa fallist á ákvörðun stjórnar- nefndar LSH varðandi störf yfirmanna utan sjúkrahússins og ákvörðun Sigurðar Björnssonar um að standa ekki við gerða samninga kom stjórn- endum á óvart. „KJARNI málsins er að yfirmaður á Land- spítala – háskólasjúkrahúsi, hvort sem um er að ræða yfirlækni, sviðsstjóra eða lækninga- forstjóra, á ekki að vera með sjálfstæða at- vinnustarfsemi, þar sem hætta er á hags- munaárekstri,“ segir Magnús Pétursson, forstjóri LSH, um þá ákvörðun spítalans að breyta starfsskyldum Sigurðar Björnssonar. Magnús Pétursson segir að ekki sé heppi- legt að tjá sig um mál á meðan þau séu í dómsmálameðferð, en í umfjöllun um mál Sigurðar hafi ekki komið fram mikilsverðar upplýsingar og því verði stjórnendur spít- alans að benda á nokkur atriði sem skipti miklu máli og farið hafi verið yfir með land- lækni og öðrum sem málið varði. Magnús segir mikilvægt að árétta að Sig- urði Björnssyni hafi ekki verið sagt upp starfi heldur hafi hann verið leystur undan stjórnunarskyldu yfir- læknis, þar sem hann hafi ákveðið að standa ekki við gerðan samning, en hann haldi áfram starfi sínu á LSH sem sérfræðingur í lyflækningum krabba- meina. Óumdeilt sé að hann sinni vel sjúklingum sín- um, en málið snúist ekki um sjúklingana heldur það sem felist í því að vera yfirlæknir og þá kröfu sem sé gerð til þess sem því starfi gegni. Í yfirlýsingu LSH vegna kjarasamnings við sjúkrahúslækna dags. 2. maí 2002 kemur m.a. fram að „aðeins þeir læknar sem ekki eru í störfum utan sjúkrahússins verða ráðnir í fullt 100% starf- ...Læknir sem hins vegar sinnir öðrum störf- um eða verkefnum samhliða starfi sínu á sjúkrahúsinu verður að hámarki ráðinn í 80% starf“. Magnús segir að læknar hafi þarna val og við því sé ekki amast. Sama eigi við um yfirlækna. Þeir hafi kosið að taka að sér starfið en til þess hafi þeir þurft að sam- þykkja ákveðnar forsendur og fengið ákveð- inn aðlögunartíma. Ákvörðun stjórnarnefndar LSH varðandi störf yfirmanna utan sjúkrahússins var mis- jafnlega tekið, en Magnús segir að aðeins örfáir af 70 yfirlæknum séu enn með opnar stofur og skýrist það af mismunandi aðlög- unarfresti sem menn hafi fengið. Frestur sumra sé nýrunninn út eða renni út á næst- unni en síðasti fresturinn renni út seint á næsta ári. Séu menn ósáttir við ákvörðunina sé þeim að sjálfsögðu heimilt að skjóta máli sínu til ráðuneytis eða dómstóla til að fá úr því skorið hvort um ólögmæta ákvörðun hafi verið að ræða. „Það hafa allir rétt til að skjóta máli sínu til dómstóla,“ segir hann og áréttar að það sé ekki rétt að starfssviði Sig- urðar hafi verið breytt vegna þess að hann hafi ákveðið að leita réttar síns fyrir dóm- stólum. Forstjórinn segir að um tvíþætt mál sé að ræða. „Annars vegar er deilt um hvort spít- alinn hafi haft heimild til að marka þá stefnu að gera þá kröfu til yfirmanna að þeir starfi eingöngu á spítalanum auk kennsluvið há- skóla. Hins vegar er mál Sigurðar Björns- sonar og ekki má blanda þessum málum sam- an þó að þau séu af sama meiði.“ Hann segir að áður en ákvörðun stjórnar- nefndarinnar hafi verið tekin hafi málið ver- ið kannað frá öllum hliðum, en ekki hafi reynt á það fyrir dómstólum fyrr en nú. Segir rétt allra að leita til dómstóla Magnús Pétursson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.