Morgunblaðið - 23.11.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.11.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sally Magnusson l‡sir fer›alagi sínu og fö›ur síns, Magnúsar Magnússonar sjónvarps- manns, á sló›ir forfe›ra fleirra. Skemmtileg bók flar sem Magnús stígur fram sem fræ›aflulur og sagnama›ur - og fa›ir sem reynir a› sk‡ra töfra Íslands fyrir dóttur sinni. edda.is Ísland fö›ur míns I dol á sjónvarpsskjánum. Þrír karlmenn sitja makindalega í stof- unni. Einn fær sér í nefið og lætur dolluna ganga. Annar dæl- una. - Doddi, hvern ætlarðu að kjósa? - Næstsíðasta strákinn; þennan sem söng Honesty. Þetta gæti verið ósköp venjulegt heimili, en er það bara ekki. Blaða- maður er staddur á slökkvistöðinni í Skógarhlíð á föstudagskvöldi. Á vakt eru fimm slökkviliðsmenn, neyðarbílstjóri, innivarðstjóri og lækn- ir. Á kaffistofunni sitja tveir slökkviliðsmenn að borða skyndibita með frönskum. Annar spyr um nýjan galla; fékk á sig ælu í útkallinu. Inni- varðstjórinn rekur inn nefið. - Ertu að missa af Idol, spyr blaðamaður undrandi. - Nei, nei, svarar hann. Ég er með annað sjónvarp. Vinnuskyldan er lítil á næturvakt nema í útköllum, sem er aðallega eftir sjúkrabílum, en öllum sjúkraflutningum er sinnt af slökkviliðs- mönnum. Þeir eru líka kafarar. - Er það ekki óþarfi, spyr blaðamaður í einfeldni sinni. Er ekki eld- hætta lítil í vatni? - Við erum á vakt allan sólarhringinn og það getur verið gott að hafa okkur til taks, svarar sá þol- inmóðasti í hópnum. Ástandið er rólegt þetta föstudagskvöld. Lopinn teygður þegar tilkynnt er hver kemst áfram í Idol. - Æi, segir frústraður slökkviliðsmaður. - Meiri asnagangurinn, dæsir annar. Þeir láta biðina fara í taugarnar á sér. En minnast ekkert á biðina eftir útkalli. Komnir tveir tímar. Róóóólegt. - Það er engin regla í þessu, segir innivarðstjórinn. Nema að oft er meira að gera fyrir jólin. Það fylgir skreytingunum. Svo er sinan á vor- in. Annars geta liðið tvær vikur án þess við förum út úr húsi, en síðan kviknað fjórir eldar á einum degi. Sírenurnar fara í gang, Osbornes að skjóta úr málningarbyssum á sjónvarpsskjánum. Slökkviliðsmennirnir hlæja. Einn rifjar það upp þegar hann hallaði stút sem dælir 950 lítrum á mínútu örlítið niður á æf- ingu. Hann tókst á loft, skall í jörðina – hjálmurinn þeyttist af. Eldsnöggt með Jóa Fel., segir auglýsing á sjónvarpsskjánum. Enn er beðið. Slökkviliðsmennirnir sýna blaðamanni nýju aðstöðuna sem verið er að byggja fyrir ofan bílahúsið. - Veit einhver hvar á að kveikja? spyr einn. - Þið kunnið auðvitað bara að slökkva, segir blaðamaður ánægður með eigin fyndni. Er fljótur að bæta við til að draga úr þögninni sem myndast: Hvaða brandarar eru algengastir um slökkviliðsmenn? - Þeir tengjast reyndar sjúkraflutningum, segir grallari í hópnum. Hann setur á sig gúmmíhanska – spyr: Þarf ég að segja meira? Blaðamaður situr í sjúkrabílnum. Kominn í galla. Það er útkall. Innan um togspelku, hálskraga, ketvesti, hryggbretti, öndunarbelg, stuðtæki og brúður fyrir börnin. Skyndilega skýtur upp þeirri tilhugsun að ein- hvern tíma verði hann líklega sjálfur fluttur sjúkur í svona bíl. Það fer um hann hrollur. - Við vorum eins og þú, segir kumpánlegur slökkviliðsmaður. Svo venst maður þessu. En sumt verður alltaf viðkvæmt – eins og börnin. - Ég er viðkvæmastur fyrir aðstæðunum, segir sá sem heldur um stýrið. Ef við komum á heimili þar sem börn búa við ömurlegar að- stæður og er illa sinnt, t.d. af drykkfelldum foreldrum. Þá finnur maður í maganum að barnið eigi eftir að leiðast út í vandræði – en vonar það sé vitleysa. Þar sem er helvíti, þar er líka himnaríki. Það gerast kraftaverk. - Ég tók á móti barni í fyrsta skipti um daginn, segir sá kumpánlegi og ljómar. Þá skýst maður úr botni mannlífsins á toppinn. Fæðingin gerist bara. Ósköp einfalt. Við tökum á móti. Gætum þess að þetta ger- ist ekki of hratt. - Fær pabbinn að klippa á naflastrenginn, spyr blaðamaður forvitinn. - Já, já, svarar hann. Ég var næstum búinn að því sjálfur. Var svo æstur. Ég var kominn með klemmurnar á, en mundi allt í einu: Ég á ekki að gera þetta. Og rétti pabbanum þær. Bláu ljósin eru á. Göturnar opnast. Bílunum skipt í miðju. Nema bíll á Sóleyjargötu víkur hvergi. Bílstjórinn að tala í farsíma. Tekur ekki eftir ljósunum. Fyrr en kveikt er á sírenunum. Þá klossbremsar hann og lendir næstum á umferðarskilti. Hættir ekki að tala í farsímann. Sjúkrabíllinn æðir framhjá. Ómur af partíi í götunni. Borin út gömul kona. Maður heldur um hreðjarnar á sér; Snatch á sjónvarpsskjánum. Á slysavarðstofunni eru leifarnar af kaffinu notaðar til að leggja malbik. Hliðarrúða splundrast yfir bílastæðið. Táningar í kringum bíl. Vonandi bera þeir meiri virðingu fyrir líkömum. - Keyrðu varlega heim, segir slökkviliðsmaður umhyggjusamur. Blaðamaður jánkar því alvörugefinn. Vill forðast endurfundi í nótt. SKISSA Pétur Blöndal á vakt með slökkviliðinu Af helvíti og himnaríki Morgunblaðið/Árni Sæberg HALLDÓR Ásgrímsson utan- ríkisráðherra hefur ritað utan- ríkisráðherrum Bretlands og Tyrklands vegna hryðjuverka- árásanna í Istanbúl á miðviku- dag og vottað aðstandendum látinna og særðum samúð fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands. Utanríkisráðherra segir m.a. í bréfunum að hann sé sann- færður um að „þessi grimmd- arverk verði til þess að tvíefla samfélag þjóðanna í baráttunni gegn alþjóðlegri hryðjuverka- starfsemi“, segir m.a. í frétta- tilkynningu frá utanríkisráðu- neytinu. Vottar Bretum og Tyrkjum samúð SVERRIR Hermannsson, fyrrver- andi alþingismaður, bankastjóri og ráðherra, segir frá því í nýútkominni bók sinni, Skuldaskil, sem Pálmi Jónasson hefur skráð, að við stjórn- armyndun Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks vorið 1983 hafi hann verið búinn að gefa það frá sér að leita eftir ráðherrambætti í þeirri ríkisstjórn en síðar ákveðið að láta slag standa. Sverrir lýsir þessum at- burði á þennan veg í bókinni: „Um morguninn vaknaði ég mjög snemma og var þá staðráðinn í að gefa ekki kost á mér. Ég hafði rætt við marga í þingflokknum um stuðn- ing við mig. Ég vissi að stjórn flokks- ins vildi mig ekki og ekki heldur ný- frjálshyggjumennirnir. En ég ákvað svo síðar um morguninn að láta slag standa en lofaði Gretu að taka ekki að mér fjármálaráðuneytið. Á því var töluverð hætta því menn þekktu ekki ráðagerð Geirs að gera Albert að fjármálaráðherra. Ég var að mestu búinn að semja við allmarga þingmenn en notaði morguninn til að skerpa á því. Lét menn vita að ég hefði ákveðið að gefa kost á mér. Það var þá enn siður að kjósa ráðherrana í þingflokknum. Auðvitað var af ýmsum unnið gegn því að ég næði kosningu í ráðherraembætti. En það mistókst og í reiði sinni gáfu þeir mér nafnið Júdas eftir þá snerru. Ég náttúrlega samdi við þá í flokknum, sem ég átti kost á til þess að ná emb- ættinu. Ég taldi mér bera skyldu til úr því ég var í pólitík á annað borð.“ Tilboð um ráðherra- embætti 1980 Sverrir Hermannsson fjallar einn- ig um stjórnarmyndun Gunnars Thoroddsens 1980 og segir: „Ég var kenndur við þetta og sagt að ég hefði átt að vera meira og minna að stíga í vænginn við Gunnar eða hann við mig. Sem var alger fásinna. Geir bað mig á síðustu stundu að reyna að hafa áhrif á Friðjón og Pálma því við Pálmi vorum miklir mátar. Og ég talaði við þá lengi dags og fór með þeim heim til Ingólfs Jónssonar, þegar allt var komið á yztu nöf. Ing- ólfur talaði hvasslega til þeirra og sagði að þeir yrðu að segja sig úr flokknum eða verða reknir ella. Þeir urðu alveg miður sín. Pálmi var mjög yggldur á brún. Það var einhver óskapleg kergja í honum frá því Geir myndaði stjórnina 1974 og Pálmi hélt að hann yrði landbúnaðarráð- herra. Pálmi er mjög skapharður maður. En Friðjón var veilli á svell- inu en vænn maður hversdagslega. Hann var fæddur og uppalinn í Sjálf- stæðisflokknum og gat aldrei hugsað sér að fara úr honum og þaðan af síð- ur að verða brott rekinn. En Gunnar hafði á þeim undirtökin og þetta var allt þá þegar afráðið. Þó fékk Friðjón því framgengt að mér var boðin ráð- herrastaða. Formaður kjördæmis- ráðsins fyrir austan hringdi í mig og mér var boðið að fara í stjórnina í stað Friðjóns eða að ég mætti velja menntamálaráðuneytið eða sjávar- útvegsráðuneytið. Allt var þetta æðibunugangur að engu hafandi.“ Í bókinni Skuldaskil fjallar Sverr- ir Hermannsson um aðdraganda að brottför sinni úr Landsbankanum vorið 1998 og ýmsa þætti úr stjórn- málaafskiptum sínum síðustu tvo áratugi. Ákvað um morguninn að láta slag standa Sverrir Hermannsson, mennta- málaráðherra, í umræðu um fræðslustjóramálið 1987. AFHENT hafa verið land- græðsluverðlaunin fyrir árið 2003 og fór athöfn fram í höfuðstöðvum Landgræðslu ríkisins í Gunnarsholti í fyrradag. Sveinn Runólfsson land- græðslustjóri og Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra afhentu verð- launin. Þeir sem hlutu verðlaunin að þessu sinni eru Egill Bjarnason, fyrrv. ráðunautur Búnaðarsambands Skagfirðinga, Árni Halldórsson og Kári Þorgrímsson, bændur í Garði í Mývatnssveit, og Páll Ingþór Krist- insson, formaður Skógræktarfélags Austur-Húnvetninga. Land- græðsluverðlaununum er ætlað að vekja athygli á og hvetja til sjálf- boðaliðastarfs í landgræðslu og gróð- urvernd. Með veitingu verðlaunanna vill Landgræðslan vekja athygli þjóðarinnar á fórnfúsu starfi fjölda þjóðfélagsþegna að landgræðslu- málum og jafnframt hvetja aðra til dáða. Verðlaunagripirnir, „Fjöregg Landgræðslunnar“, eru unnir af Eik- listiðju á Miðhúsum á Héraði. Dóm- nefnd var skipuð þeim Sigurgeiri Þorgeirssyni, Bændasamtökum Ís- lands, Níelsi Árna Lund frá landbún- aðarráðuneyti, Magnúsi Jóhann- essyni, umhverfisráðuneyti og Skógræktarfélagi Íslands, Guðjóni Magnússyni og Sveini Runólfssyni frá Landgræðslu ríkisins. Sveinn Runólfsson þakkaði hið fórnfúsa starf sem fjöldi manns á öllu landinu leggur til á hverju ári við hvers konar landgræðslu og ræktunarstörf, m.a. skógrækt. Jafn- framt þakkaði hann hinum mörgu bakhjörlum sem koma myndarlega að stuðningi með ýmsum hætti að landgræðslu. Guðni Ágústsson land- búnaðarráðherra flutti einnig ávarp og vék m.a. að því mikla starfi sem Sveinn Runólfsson, faðir hans og föð- urbróðir hefðu unnið landinu frá stofnun fyrirrennara Landgræðsl- unnar, sem var Sandgræðsla rík- isins. Morgunblaðið/Óli Már Aronsson Fjórir hlutu Landgræðsluverðlaun Hellu. Morgunblaðið. Verðlaunahafarnir fjórir eru í fremri röð, frá vinstri: Páll Ingþór Krist- insson, Kári Þorgrímsson, Egill Bjarnason og Árni Halldórsson. Fyrir aft- an standa Guðni Ágústsson og Sveinn Runólfsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.