Morgunblaðið - 23.11.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.11.2003, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Í fangelsinu í La Vega í Dóminíska lýðveld- inu eru ekki nægilega margir svefnbekkir og þess vegna sofa margir fanganna á gólfinu og klóra sér í sárum eftir bit alls- kyns skorkvikinda sem klefarnir eru mor- andi í. „Það er ekkert pláss,“ sagði Jesús Batista Ramirez, 54 ára fangi sem bíður þess að mál hans verði tekið fyrir dóm. Hann sefur undir svefnbekk í þröngum klefa ásamt 32 öðrum föngum. Fangelsin í Dóminíska lýðveldinu eru einhver þau þéttskipuðustu í gervallri Vesturálfu og efst á listanum yfir staði þar sem fjöldi fanga hefur farið langt fram úr því sem gert er ráð fyrir. Auk þess er öll umhirða slæm. Fangelsi í löndunum allt frá Haítí til Bólivíu eru orðin yfirfull vegna seinagangs í dómskerfinu, takmarkaðra fjárveitinga og skorts á pólitískum vilja til að byggja nýja klefa eða endurbæta þá sem fyrir eru. Segja mannréttindasamtök að í mörgum tilvikum teljist aðstæður í fangelsunum í Dóminíska lýðveldinu og víða annars staðar í Mið- og Suður-Ameríku vera mannréttindabrot. Endurbætur forgangsatriði Stjórnvöld í Dóminíska lýðveldinu segja end- urbætur í fangelsismálum vera forgangsatriði. Verið sé að stækka nokkur og ný verði byggð á næstunni. „Við getum ekki dregið dul á hvernig málum er háttað,“ sagði yfirmaður fangelsismála í landinu, Juan Alberto Caceres Urena hershöfð- ingi. Sagði hann að þrengslin í fangelsunum væru „stærsti vandinn sem við er að etja“, en horfurnar væru góðar. Fangelsin í landinu eru hönnuð fyrir sex til sjö þúsund fanga, en í þeim dvelja nú um 16.500 manns. Hátt í 70% þeirra hafa enn ekki hlotið dóm. Til dæmis hefur Batista setið inni í um tvö ár fyrir að vera tekinn með fíkniefni. Hann segir að klefarnir séu morandi í maurum, kakkalökkum og rottum, en fangarnir sjái litla von um að ástandið batni. Caceres segir að ný fangelsi séu á teikniborðinu og eigi að rísa í bænum La Vega í norðanverðu landinu og á fleiri stöðum. Þá sé verið að gera um- bætur á dómskerfinu til að stytta biðlistann. Hann viðurkennir að enn sé mikið verk óunnið. Samkvæmt tölum frá Sameinuðu þjóðunum eru fangelsin í Dóminíska lýðveldinu þau þéttskip- uðustu í Vesturálfu. Önnur lönd, þar sem þrengsli í fangelsum eru alvarlegt vandamál, eru m.a. Belize og Hondúras. „Geymslur fyrir fólk“ Karíbahafseyjan St. Lucia var efst á listanum, en í janúar var tekið nýtt fangelsi í notkun þar og kom í staðinn fyrir Fangelsi hennar hátignar, sem reist var á 19. öld. Fangarnir þar gerðu uppreisn með reglulegu millibili. En þótt ekki sé liðið ár frá því nýja fangelsið var tekið í notkun eru fangarnir þar nú þegar orðnir of margir. Það vekur jafnan litla kátínu þegar almannafé er varið til fangelsismála, en mannréttindasamtök segja að yfirfull fangelsi sem engra fjárveitinga njóti séu eins og tímasprengjur. Amnesty Int- ernational hefur í mörg ár bent á alvarlegt ástand mála í fangelsunum í Dóminíska lýðveldinu, og eftir að málið var rannsakað fyrir þrem árum sögðu samtökin að aðstæður væru „margfalt verri en alþjóðlegar viðmiðunarreglur kveði á um“. Dóminíski mannréttindafrömuðurinn Virgilio Almanzar tekur í sama streng og segir að við svo búið megi ekki standa. „Fangelsin hjá okkur eru geymslur fyrir fólk,“ segir hann. „Þau eru mið- stöðvar úrkynjunar og spillingar og þar er auð- veldara að verða sér úti um fíkniefni en á göt- unum.“ Hægt sé að koma þangað fíkniefnum í mat sem ættingjar fanga komi með, eða múta fanga- vörðum til að fara með þau inn. Slagsmál, flótti og uppþot eru algeng í fang- elsum í þessum heimshluta. Í september í fyrra kveiktu fangar í La Vega í dýnum svo eldur barst um tvo klefa og 30 fangar létu lífið. „Það var kraftaverk að ég lifði af,“ sagði José Luis Gomez Nunez, 35 ára fangi. Það leið yfir hann í vatnskari, en aðrir í klefanum köfnuðu í reyk. 600 fangar í stað 50 La Vega-fangelsið var byggt á sjötta áratugn- um. Í því eru níu klefar og það er hannað fyrir 50 fanga. Nú eru þeir um 400. Þegar eldurinn kom upp í fyrra voru fangarnir um 600, að sögn fanga- varðarins Freddy Navarro Vargas. Örvænting fanganna brýst oft út í ofbeldi. Uppþot í ríkisfang- elsinu á Haítí fyrir tveim árum kostaði fimm fanga lífið. Í apríl létust 69 í óeirðum í fangelsi í Hondúras. Opinber rannsóknarnefnd komst að þeirri niðurstöðu að lögregla, hermenn og fanga- verðir hefðu banað flestum mönnunum. Uppreisn í brasilísku fangelsi kostaði 13 mannslíf í júní, en slík uppþot eru svo að segja vikulegur atburður þar í landi og taka fangarnir iðulega fangaverði í gíslingu og krefjast umbóta. Í liðinni viku létust átta fangar þegar göng sem þeir voru að reyna að flýja um hrundu í fangelsi í Sao Paulo. Tugir komust alla leið, en einn féll í skot- bardaga við lögreglu. Í síðasta mánuði héldu Samtök Ameríkuríkja í fyrsta sinn fund um fangelsismál í álfunum. Að sögn embættismanna er það forgangsatriði að koma í veg fyrir að fangelsi yfirfyllist. Á fundinum komust embættismennirnir að þeirri niðurstöðu að þeir myndu skiptast á upplýsingum um leiðir til að sigrast á vandanum. „Maður gæti grátið“ Stjórnvöld í sumum ríkjum vilja ekki að frétta- menn heimsæki fangelsin, en yfirvöld í Dóminíska lýðveldinu veittu fréttamanni og ljósmyndara Associated Press heimild til að fara í þrjú fangelsi í landinu. Í kvennafangelsinu í Najayo eru um 300 fangar og er sæmilega rúmt um þá, enda er þetta nýjasta fangelsið í landinu. Aðstæður eru öllu verri í La Victoria-fangels- inu, þar sem um 4.400 fangar dvelja, þótt það hafi einungis verið hannað fyrir 2.000. Yfirmenn sýndu kennslustofur þar sem fangarnir geta lært tré- smíði, ensku og fleiri fög. En þeir vildu ekki sýna aðra staði í fangelsinu þar sem fangar segjast sofa í þéttskipuðum klefum sem angi af skolpi. „Maður gæti grátið þegar maður sér hvernig ástandið er,“ sagði Genesis Frias Molina, 32 ára fangi sem hlaut fimm ára dóm fyrir fíkniefnasölu. Fyrirhugað er að stækka fangelsið, en fangarnir kvarta nú undan því að hafa of fáar dýnur til að sofa á og of takmarkaða baðaðstöðu. Lög- reglumenn eru á vakt á göngunum vopnaðir hornaboltakylfum. Oft leggja þeir hald á fíkniefni, farsíma og hnífa. Fangelsisyfirvöld segja að fyr- irhugað sé að sérmennta fangaverði í stað þess að láta lögreglu og hermenn sjá um fangagæsluna. Í ár ætla stjórnvöld að verja 2,6 milljónum pe- sóa, eða um 5,7 milljónum króna, til að stækka fangelsi. Að sögn embættismanna verður byrjað að byggja fimm ný á næsta ári, en þingið hefur enn ekki samþykkt fjárveitingu til þess. Síðast var nýtt fangelsi opnað í Dóminíska lýðveldinu 1994. AP Fangar æfa box í garðinum við La Victoria-fangelsið í Dóminíska lýðveldinu. Yfirfull fangelsi eru „tímasprengja“ Fangelsi í löndunum allt frá Haítí til Bólivíu eru orðin yfir- full vegna seinagangs í dóms- kerfinu, takmarkaðra fjárveit- inga og skorts á pólitískum vilja AP Jose Luis Gomez Nunez segir frá því hvernig hann slapp lifandi þegar kveikt var í tveim klefum í La Vega-fangelsinu í fyrra. SKIPULAGS- og byggingar- nefnd í Galway-sýslu á vestur- strönd Írlands hefur sett óvenjuleg skilyrði fyrir heimild til byggingar á tólf nýjum íbúð- arhúsum í þorpinu Carraroe á Connemara-skaganum. Skilyrð- in fela í sér að aðeins írskumæl- andi fólk megi búa í húsunum. Frá þessu var greint í The Ir- ish Independent. Þar kom fram að verktakinn Padraig Lee hafi fengið heimild til byggingar tólf húsa í Carraroe, sem er lítið þorp um 45 mínútur frá Galway- borg. Til að geta nýtt sér heim- ildina verður hann hins vegar að skrifa upp á samkomulag um að hann muni aðeins selja eða leigja húsin til fólks sem talar reiprennandi írsku, þ.e. gelísku. Er þetta í fyrsta skipti sem slík skilyrði eru sett fyrir bygging- arleyfi á Írlandi. Gelískan er opinber þjóð- tunga Írlands. Enskan er þó samskiptatæki langflestra íbúa eyjunnar og er gelískan ekki að staðaldri töluð nema á tilteknum og afmörkuðum svæðum sem flest eru vestarlega á eyjunni – svæðum sem kölluð eru „Gael- tacht“. Er talið að um þessar mundir noti u.þ.b. 20 þúsund manns á þessum svæðum gel- ískuna daglega. Aukin eftirspurn utanaðkom- andi aðila eftir húsnæði á Gael- tacht-svæðunum hefur hins veg- ar valdið því að gelískan á undir högg að sækja þar sem annars staðar á Írlandi. Af þessum sök- um fagna málverndarsinnar ákvörðun yfirvalda í Galway um að skilyrða umrætt byggingar- leyfi. „Hún skapar fordæmi sem gæti skipt sköpum í baráttunni fyrir því að verja írskuna sem virkt samskiptatæki íbúa þess- ara svæða,“ sagði kennslukona ein í gelísku. Vilja aðeins írskumæl- andi íbúa LÝTALÆKNAR í Bandaríkjunum hafa að sögn fréttavefjar BBC hann- að eins konar plastfatla sem grædd- ur er undir húðina á hálsi þeirra sem eru farnir að reskjast og líkar illa að vera með áber- andi hrukkur, svonefndan kalk- únaháls. Læknar hafa áður beitt skurð- aðgerðum til að fjarlægja hrukk- urnar en telja að umrædd lausn sé mun betri. Þegar hafa 100 tilrauna- dýr, þar af 12 karlar, fengið ígræddan fatla og segjast um 90% þeirra ánægð með árangurinn. Andlitið og hálsinn eru meðal þeirra líkamshluta þar sem fyrst sjást greinileg merki um öldrun. Oft myndast pokar eftir að hrukkurnar fara að gera vart við sig. Húðin glat- ar að nokkru leyti með aldrinum þanþoli sínu og sveigjanleika og fita safnast undir henni á hálsinum. Lýtalæknar hafa beitt andlitslyft- ingu og fitusogi í baráttunni við þessi ellimerki. En læknar við Emory-há- skóla í Atlanta í Bandaríkjunum hafa fundið upp nýja aðferð. Þeir hafa hannað varanlegan fatla úr plasti, hann er græddur undir hökuna og þekur svæðið milli beggja eyrna- snepla. Fatlinn mun tryggja að húð- vefirnir og hálsinn fari ekki á flot og kemur í veg fyrir að pokar myndist, segja læknarnir. Enginn skjólstæð- inganna 100 sagðist hafa orðið fyrir minnstu óþægindum vegna fatlans og sögðust flestir mæla með honum við vini sína. Hrukkurnar í fatla Leikarinn Walter Matthau heitinn fékk kalkúnaháls er hann eltist líkt og fleiri. Plastfatli á nú að draga úr hálshrukkum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.