Morgunblaðið - 23.11.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.11.2003, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2003 17 Loksins er komin út bók sem lýsir á einfaldan og aðgengilegan hátt helstu leiðum við val á hlutabréfum. Í bókinni er dregið saman hvernig hinn almenni fjárfestir getur nýtt sér þessar leiðir við ávöxtun fjármuna. Ritstjóri bókarinnar er Sigurður B. Stefánsson framkvæmdastjóri Eignastýringar Íslandsbanka. Þetta er bók fyrir alla þá sem hafa áhuga á að fræðast um uppbyggingu eigna með hlutabréfum. Bókin er til sölu í bókabúðum Pennans-Eymundsson, hjá Máli og menningu og hjá Bóksölu stúdenta. Einnig fæst bókin í útibúum Íslandsbanka um allt land og hjá Íslandsbanka- Eignastýringu, Kirkjusandi. Hægt er að panta bókina hjá þjónustuveri Íslandsbanka í síma 440 4000. Hvernig nærðu góðri ávöxtun á skynsamlegan hátt? Hefur þú átt hlutabréf? F í t o n F I 0 0 8 0 8 3 Íslandsbanki býður 50% afslátt af gengismun í hlutabréfa- sjóðum til 30. nóvember BANN við vændi er til þess fallið að skapa meiri vanda en það leysir að mati Gunnlaugs Jónssonar í Frjálshyggjufélaginu. „Við höldum að það sé auðveldara að koma í veg fyrir man- sal ef vændi er löglegt. Við leggjum m.a. til að vændisfólk geti fengið vottorð svo kaupendur geti gengið úr skugga um að viðkomandi sé í þessu af fúsum og frjálsum vilja eða hvort þetta er nauðung.“ Gunnlaugur vill ekki meina að kaupendum vændis sé alveg sama hvort einstaklingur í vændi sé að selja sig af frjálsum vilja eður ei. „Þegar ég fer í bakarí fer ég ekki bara til að kaupa brauð. Ef ég fengi einhverjar grunsemd- ir um að afgreiðslufólk væri beitt harðræði eða að það væri ekki frjálst í að stunda þá atvinnu- grein þá held ég tvímælalaust að mér væri ekki sama.“ Gunnlaugur bendir á að vændi sé afleiðing en ekki orsök félagslegrar nauðar. „Við munum ekki laga hina félagslegu neyð með því að banna vændið. Stundum hefur það verið notað sem rök að vændisfólk sé í félagslegri neyð og þess vegna sé þetta ekki frjálst val. Að vænd- isfólkið neyðist til þess að taka þennan kost vegna þess að hinn kosturinn, að lenda í mikl- um fjárhagskröggum, sé enn verri. Það er eng- in lausn að neyða fólkið til að taka þennan verri kost með því að banna því að taka þann kost sem því finnst skárri,“ segir Gunnlaugur og bætir við að það sé heillavænlegra að ein- blína á vandamálið sjálft en að einblína á orsök þess. Ekki okkar að meta „Við erum ekki hrifnir af vændi en við útilok- um það ekki að til sé fólk sem vill stunda vændi en við gerum okkur fulla grein fyrir því að vændi er vondur kostur fyrir marga og margir neyðast út í vændi. Við lítum hins vegar ekki á það sem okkar hlutverk að meta það fyrir ann- að fólk hvort þetta sé ákjósanlegur lífsstíll.“ Að mati Gunnlaugs þarf líka að taka tillit til þess að sumir einstaklingar geti ekki orðið sér úti um kynlíf með öðrum hætti t.d. vegna fötl- unar eða annars slíks. „Þeirra besta leið er kannski að borga fyrir það og við teljum okkur ekki vera þannig yfir þetta fólk hafin að við segjum þeim að það megi ekki stunda þetta.“ Gunnlaugur vill ekki að bundið sé í lög að þriðji aðili megi ekki hafa tekjur af milligöngu um vændi. „Við erum algjörlega á móti öllu mansali og öllum þrældómi. Ég held reyndar að það geti verið gott ef vændiskonum sé heimilt að ráða til sín einhvers konar verndara, til að berjast gegn ofbeldi. Ég held að það sé hætt við því að ef þriðja aðila er ekki heimilt að hagnast á vændi að vændiskonur neyðist til að leita til misjafnra einstaklinga um þá þjónustu sem ekki bera hag þeirra fyrir brjósti.“ Vændi á að vera löglegt FÓLK sem leitað hefur til Stígamóta vegna vændis hef- ur kennt starfskonum þar heilmikið um veruleika vænd- is. Rúna Jónsdóttir, starfs- kona hjá Stígamótum, segir að því fleiri manneskjur sem leiti sér hjálpar hjá Stígamót- um vegna kláms og vændis því augljósara verði að bregðast þurfi við vændi eins og öðru kynferðisofbeldi. Stígamót eru eini aðilinn hér á landi sem gefur sig út fyrir að sinna fólki sem hefur ver- ið í vændi en á fyrstu 11 mánuðum þessa árs hafa Stígamót haft afskipti af 18 aðilum sem hafa verið í vændi. Stígamót hafa verið virk í að efla umræðu um vændi og hafa m.a. boðið til sín sérfræðingum frá Evrópu og Bandaríkjunum og sent eigin fulltrúa á ráðstefnur og í heimsóknir í vændisathvörf í öðrum löndum. Að mati Rúnu end- urspeglar leiðrétting á vænd- islögunum aukna þekkingu og skilning á kynferðisof- beldi. „Síðastliðin 20 ár hefur umræðan um kynferðisof- beldi snúist um ofbeldið sjálft og þær konur sem verða fyr- ir því. En ef við ætlum að ná árangri í baráttunni gegn of- beldi þurfum við að hafa af því heildarmyndina og beina athyglinni að þeim sem bera ábyrgð á því, það er að segja ofbeldismönnunum. Því meira sem við heyrum og lærum um vændi því augljós- ari eru tengslin á milli vænd- is og annars kynferðisofbeld- is.“ Rúna segir að smátt og smátt sé að byggjast upp þekking hjá Stígamótum á vændi og umhverfi þess. „Það sem þetta fólk hefur kennt mér er að vændi er í sjálfu sér ofbeldi en þar að auki fylgi því mikið annað of- beldi eins og tíðari nauðganir og líkamlegt ofbeldi. Að auki eru afleiðingarnar af vændi mjög sambærilegar við annað kynferðisofbeldi. Á vondum dögum finnst mér eins og hlutverk okkar sé að halda þessu fólki á lífi.“ Rúnu finnst því undarlegt að Petra Östergren skuli setja fram gagnrýni þess efn- is að ekki sé tekið mið af þörfum vændiskvenna við lagasetningu. „Sú hug- myndafræði sem sænska leið- in byggist á sýnir svo mikinn skilning á aðstæðum vænd- iskvenna eins og þær birtast okkur hér hjá Stígamótum.“ Höfum okk- ar þekkingu frá fólki sem hefur verið í vændi Rúna Jónsdóttir hjá Stígamótum um vændi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.