Morgunblaðið - 23.11.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 23.11.2003, Blaðsíða 19
Sameinuðu þjóðanna fyrir tveimur árum. „Við höfum einkum fylgst þar með umræðum í nefnd SÞ um sjálf- bæra þróun. Einnig eigum við áheyrnaraðild að rammasamningi SÞ um loftslagsbreytingar. Við erum með sérstakan vinnuhóp sem vinnur að loftslagsmálum út frá íslenskum aðstæðum. Átakið Andaðu léttar er hluti af því starfi.“ Tryggvi segir að hnattrænu umhverfismálin muni fá aukið gildi í starfi Landverndar. Ódýra orkan ógnar Nú er að koma fram skýrsla um fyrsta áfanga Rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma. Landvernd hefur unnið talsvert í því verkefni. „Þar er í fyrsta sinn reynt að taka á virkjanamálunum með heildstæðum hætti og hinir ýmsu virkjunarkostir metnir með tilliti til fleira en fjárhagslegrar hagkvæmni einnar. Einnig er tekið tillit til nátt- úruverndar, útivistar og fleira. Þarna eru tilgreindir fjölmargir virkjunar- kostir þar sem er ólíklegt að verði verulegir árekstrar við náttúru- verndarhagsmuni. Ég hef trú á að rammaáætlun sýni að hægt sé að halda áfram uppbyggingu orku- vinnslu í landinu án þess að lenda í al- varlegum árekstrum við náttúru- verndarsjónarmið.“ Tryggvi telur að helsta ógnin við íslenska náttúru sé ekki virkjanir heldur sóknin í „ódýra“ orku. „Ódýrustu virkjunarkostirnir hafa oft verið þar sem merkileg náttúru- fyrirbæri hafa verið til staðar, eins og í Þjórsárverum,“ segir Tryggvi. „Norðlingaölduveitu hefur mikið ver- ið haldið á lofti sem hagkvæmum virkjunarkosti, þótt til séu margir aðrir kostir. Stórkaupendur að raf- orkunni virðast einfaldlega ekki vera færir um að borga það verð sem er sanngjarnt, þegar tekið er tillit til náttúrunnar sem í húfi er. Náttúran sem glatast fær ekkert gildi í út- reikningunum. Nýleg rannsókn sýnir að landið sem fer undir Kárahnjúka- virkjun sé 2 til 8 milljarða króna virði. Það tap er ekki tekið með í orkuverðið. Þegar fram líða stundir verður þetta svæði enn verðmætara, því ósnortið land eykst að verðgildi. Ef tillit væri tekið til taps þessara verðmæta yrði kostnaðurinn við orkuframleiðslu Kárahnjúkavirkjun- ar mun meiri en t.d. Reykjavíkur- borg lagði til grundvallar við mat á arðsemi verkefnisins.“ Varasöm þróun Tryggvi segist telja ástæðu til að Íslendingar staldri við og hugleiði hvert stefnir í uppbyggingu orku- frekrar stóriðju. „Þetta er að verða svo stór þáttur í orkuframleiðslunni og atvinnulífinu sem skapar ákveðna hættu. Í sögulegu samhengi hefur ál- verð farið lækkandi og það eru að koma á markað ný efni, léttari og sterkari en ál. Endurvinnsla áls er líka að aukast. Það eru góð efnahags- leg rök fyrir því að fara varlega í að láta þessa tilteknu framleiðslu vaxa úr hófi. Á nýliðinni álráðstefnu var sagt að svo gæti farið að árið 2010 færu um 86% af raforkuframleiðslu okkar til stóriðju. Þarna er tekin mikil áhætta; mjög skuldsett orku- framleiðsla og fáir kaupendur.“ Tryggvi bendir einnig á rannsókn sem kynnt var í Seðlabankanum síð- astliðið vor. Þar kom fram að aukin álframleiðsla myndi ekki auka stöð- ugleika í íslensku efnahagslífi heldur auka sveiflur í viðskiptakjörum þjóð- arinnar. Því telur Tryggvi góð hag- fræðileg rök, ekki síður en umhverf- isleg, fyrir því að þjóðin fari sér hægt í þessum efnum. „Þótt það sé ekki hlutverk Landverndar að halda á lofti efnahagsrökunum þá er í lagi að nefna þau. Ég er hagfræðimenntaður og hef unnið talsvert á auðlindasviði. Þess vegna eru hagfræðirökin mér líka hugstæð.“ Lærum af afa og ömmu Nýjasta skýrsla umhverfisráðu- neytisins til alþjóðasamningsins um loftslagsbreytingar spáir því að losun gróðurhúsalofttegunda hér á landi vegna samgangna muni aukast um 40%, miðað við árið 1990, til ársins 2020. „Þetta er algjörlega óviðunandi þróun. Vissulega bindum við vonir við að vetnisvæðingin muni laga þetta, en það er framtíðarmúsík. Okkur í Landvernd þótti ástæða til að vekja athygli á einkabílum og hvað við getum gert margt til að draga úr mengun frá þeim, til dæmis með vist- akstri. Svo eru ýmsir aðrir kostir en bensínbílar, eins og metanbílar, vetn- isbílar og rafmagnsbílar. Ég held að það verði að nota alla þessa valkosti.“ Tryggvi segir að kærleikur Íslend- inga og einkabílsins sé nánast heims- frægur. Við eigum fleiri einkabíla, miðað við höfðatölu, en aðrar þjóðir. „Í sjálfu sér er erfitt að mæla gegn þeirri ágætu þjónustu sem einkabíll- inn veitir. En það er mikilvægt að efla valkostina, t.d. hjólreiðar og al- menningssamgöngur, og styrkja þá. Í verkefninu Andaðu léttar vorum við líka að benda á hvað hver og einn get- ur gert til að draga úr slæmum áhrif- um af notkun einkabílsins. Þetta er ekki spurning um annaðhvort eða, heldur hvernig maður notar hlutina. Í eðli sínu snýst umhverfisvernd um það að fara vel með. Að nýta vel það sem við höfum til ráðstöfunar og draga úr sóun. Það á líka við um einkabílinn í fjölþættum skilningi. Að nýta vel orkuna og nýta einnig aðra valkosti. Ganga, hjóla, nota almenn- ingssamgöngur. Með því að innleiða þá hugsun, sem við höfum kynnt í átakinu Andaðu léttar og eins í Vist- vernd í verki, er hægt að draga veru- lega úr neikvæðum áhrifum einka- bílsins án þess að draga úr lífsgæðum. Gömlu gildin, sem afi og amma höfðu í hávegum, eiga einnig að vera í hávegum í dag þótt aðstæð- ur séu aðrar. Margt ungt fólk kann og skilur umhverfismál betur en afar þess og ömmur, en það hegðar sér ekki jafn skynsamlega með tillliti til umhverfisins og afi og amma. Það er brýnt að endurvekja þessi gömlu gildi – að fara vel með allt sem við höfum fengið til ráðstöfunar.“ Langtímaverkefni Tryggvi segir að það sé nýjung að draga athygli að Landvernd með því að fara í átak. „Umhverfismál eru ekki átaksmál í eðli sínu. En vegna stöðu samtakanna þótti okkur nauð- synlegt að vekja athygli á okkur og lýsa eftir stuðningi. Við vonumst til þess að þetta átak auki skilning á Landvernd og því sem við stöndum fyrir. Eins að fjölmargir Íslendingar sjái ástæðu til að gerast félagar í samtökunum. Við munum einnig snúa okkur að fyrirtækjum og benda þeim á að það sé hluti af samfélags- legri ábyrgð þeirra að stuðla að því að umhverfisverndarmálum sé haldið á lofti. Landvernd gerir það með fjöl- breyttum hætti. Málaflokkurinn umhverfismál verður til staðar um ókomin ár. Við- fangsefnið verður að reyna að draga úr neikvæðum áhrifum af aðgerðum og athöfnum sístækkandi mannkyns á umhverfið. Landvernd er til þess að vekja athygli á þessum sjónarmiðum, eins konar vekjaraklukka. Oft segj- um við eitthvað sem mönnum þykir ekki þægilegt að heyra, en það er mikilvægt að það sé til rödd sem bendir á það sem betur má fara.“ u kka gudni@mbl.is TENGLAR ..................................................... www.landvernd.is ’ Það var fyrst ogfremst Kárahnjúka- málið sem setti eðli- lega þjóðfélagsum- ræðu út af sporinu. Þar voru svo sterkar tilfinningar og notuð sterk orð. ‘ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2003 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.