Morgunblaðið - 23.11.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.11.2003, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Konráð Gíslason var óumdeildur for- ingi þeirra Íslendinga í Kaupmanna- höfn sem höfðu hugmyndir róman- tísku stefnunnar að leiðarljósi, en þær lýstu sér m.a. í fornaldardýrkun og vaxandi þjóðerniskennd og þar með baráttu fyrir hreinsun tungunn- ar. Sem ungur maður tók Konráð þátt í að stofna tímaritið Fjölni ásamt Jónasi Hallgrímssyni, Brynjólfi Pét- urssyni og Tómasi Sæmundssyni. Konráð sinnti þó skrifum á fleiri en einum vettvangi því Hafnardeild Bókmenntafélagsins fékk hann árið 1835, í félagi við Jónas, til að rita fréttirnar í Skírni. Eitt sem einkennir „Fréttirn-ar“ hjá þeim félögum erhin ríka samúð með undir-okuðum þjóðum og frelsis-baráttu þeirra og andúð á harðstjórn. Mikil vakning varð í Þýskalandi eftir júlíbyltinguna í Par- ís. Uppreisnin í Póllandi árið eftir og sú kúgun sem fylgdi í kjölfarið vakti einnig bylgju samúðar í Þýskalandi. Þar varð til sérstakur kveðskapur helgaður Pólverjum. Þá höfðu þýskir útlagar í París eins og Börne og Heine mikil áhrif með skrifum sínum um stjórnmál og bókmenntir. Þar gátu þeir tjáð sig án þess að eiga svipu ritskoðunarinnar yfir höfði sér. Verk þeirra báru í sér sætleika for- boðinna ávaxta. Því var freistandi að koma skoðunum þeirra á framfæri. Í bréfum Konráðs frá yngri árum gæt- ir skefjalítillar aðdáunar á öllu þýsku, jafnframt lítilsvirðingar á því sem danskt er og kemur þetta hvað skýr- ast fram í bréfum Konráðs til Brynj- ólfs og Jónasar sumarið 1844. Íslenskir stúdentar á Garði í Kaup- mannahöfn fóru ekki varhuga af þjóð- erniskenndinni. Í bréfum sem Kon- ráð skrifaði Ísleifi Einarssyni á fyrstu Hafnarárum sínum má greina berg- mál þess frelsisanda Enginn minnist framar á Constitution, svo ég heyri; það er eins og fólki þyki ekk- ert í hana varið, svo menn væru neyddir til að halda, að þrælsandi væri eiginligur þessari tíð, ef að ekki sæjust dagliga til- raunir annarra þjóða að ná frelsi sínu. Fyrirtæki þýskra stúdenta og þeirra sambandsmanna í vor eru alkunnug; nú er kviknað stórt samsæri í Ítalíu, sem ætlar sér að steypa fyrst öllum stjórn- endum og gera síðan Ítalíu að einu frjálsu landi. Ólíkligt er samt að þeim takist þetta, þrátt fyrir allan þeirra Fanatisme. Þetta viðhorf kemur skýrt fram í Skírni 1836 þar sem þeir Jónas og Konráð greina frá Slövum og lýsa undirokun rússneskra bænda og hörmungum Pólverja. „Þykist nokk- ur leiguliði á Íslandi verða hart út undan hjá sínum landsdrottni (sem ekki mun vera!): þá er óhætt að segja þeim, sem huggast við þess háttar, að rússnesku bændurnir eiga ekki betra.“ Í kjölfarið fylgir lýsing af veislu- höldum Rússakeisara í Póllandi sem er bitru háði blandin sem og frásagnir af deilum „Pólakka“ og Rússa, er hin- ir síðarnefndu unnu „Warschau“ um árið og „Pólakkar“ voru ofurliði born- ir. Bretar fá öllu betri einkunn hjá þeim félögum og aðdáun þeirra á frelsi og lýðræði kemur skýrt í ljós. „Bretar eru sú þjóð í heimi, sem mestum framförum hefir tekið, og eiga þeir það mest upp að unna stjórnarlögun sinni.“ Þannig hljóða upphafsorðin þegar þeir greina frá hvað fréttnæmt sé þar á bæ. Þegar til Danmerkur kemur eru stéttaþingin það sem fyrst er drepið á: Þjóðfréttir héðan úr Danmörku eru bæði góðar og merkilegar þettað ár, og betri en í langa tíma að undanförnu. Far- sæld þjóðanna er ekki fólgin í því, að ein- stakir menn baði í rósum og ráði öllu sem þeir vilja, svo hinir þori ekki annað, en hneigja sig í auðmýkt og þolinmæði, hvað sem fram fer – heldur í því, að jöfnuður- inn sé sem mestur, og almenningur ali önn fyrir almenningshag. Nú þó að Dani vanti mik- ið á að vera komnir að þessu takmarki: þá mun ekki síður óhætt að full- yrða, að þeir hafi aldrei á einu ári nálgast því jafn- mikið, og nú síðan í fyrra. Hvað sem Íslendingum líður, þá er víst um það, Danir hafa haft af því mikil not, að fulltrúaþing- in voru skipuð, og mundu þó hafa þau meiri, ef full- trúarnir þyrftu ekki að loka að sér, meðan þeir ráðgast um málefni þjóð- arinnar. Þeim félögum varð einnig tíðrætt um prentfrelsið og tillögur konungs um lagabreytingar sem lagðar voru fyrir stéttaþing og hvern- ig þeim reiddi af og um reikninga rík- isins sem birtust á prenti skömmu áð- ur en Hróarskelduþing kom saman. Það þarf ekki athugulan lesanda til að sjá hvaða stefnu þeir aðhyllast þó að þess sé vandlega gætt að ganga ekki gegn prentfrelsislögunum. Þær skoð- anir sem þeir láta í ljós um stétta- þingin og skipulag þeirra og gagn fyr- ir Ísland áttu eftir að heyrast skýrar á komandi árum á öðrum vettvangi, en þetta var í eina skiptið sem þeir Jónas og Konráð skrifuðu fréttirnar í Skírni. Sumar á Saxlandi Augnveiki plagaði Konráð stóran hluta ævi hans. Konráð tók að kenna augnveiki upp úr 1840. Sjúkleikinn ágerðist ár frá ári og samhliða honum sótti á hann þunglyndi og vonleysi. Vegna augnveikinnar var brugðið á það ráð sumarið 1844 að Konráð færi til Þýskalands og leitaði sér lækninga á baðstöðum svo sem Kreischa, en þangað hafði Cleasby leitað og hann mun hafa styrkt Konráð fjárhagslega til fararinnar. Í dag vitum við meira um þessa mánuði í lífi Konráðs en nokkurt annað skeið á ævi hans. Svo er fyrir að þakka að bréf hans til Brynjólfs Péturssonar sem hann skrifar í þessari ferð eru varðveitt og þar trúir Konráð honum fyrir öllu smáu og stóru sem fyrir ber og hon- um kemur í hug. Hvergi gefst lesanda betri kostur á að kynnast honum eins og hann var á vegi staddur um þetta leyti. Þegar bréfin eru borin saman við bréf og Ferðabók Tómasar Sæ- mundssonar kemur glöggt fram hve gagnólíkir þeir voru. Konráð sér lítið annað en það sem að honum snýr og varðar áhugamál hans, þar sem Tómas horfir á heiminn í miklu stærra samhengi og óháð eigin persónu, en með hags- muni ættjarðar sinnar í huga. Fyrsta bréfið sem Konráð skrifaði Brynj- ólfi á ferðalaginu er dagsett í Leipzig 14. júní, fáum dögum eftir að hann fór frá Kaup- mannahöfn. Þar segir hann: Mikið ógnarlegt gaman er að fara á járnbrautum, elskan mín góð! og það er svo þægi- legt í aðra röndina að mega hvergi standa við, en fá alltaf nýtt fólk í kringum sig. Ég þekki ekkert, sem getur komist í samjöfnuð við það. Taugarnar hafa ekki hallann á því – það segi ég þér satt. Ég þekki þær ekki aftur eins og þær voru í Kmh.; og ef augun bötnuðu ekki á sífelldu ferðalagi; þá er deyfðin í augunum sjálfum. Vera kann líka, að þau þyrftu töluvert lengri tíma til að batna, en taugarnar yfir höfuð að tala. Ekkert ofbýður mér ferðin á gufuvögnunum, mér þætti enn betra, ef þeir færu dá- lítið hraðara, og hættan væri dálítil, til að herða taugarnar enn betur.1 Annað slagið steyptist þunglyndi samt yfir hann. Þannig skrifar hann Brynjólfi 29. júlí: „það er sannast að segja, að lífið mitt hérna er ekki hundi í la[f]klauf – nema þegar þessi gamli söknuðurinn kemur í mig, sem er svo sár, að mér liggur við að trúa á annað líf.“ Í bréfi til Brynjólfs 15. ágúst víkur hann að heilsufari sínu og segir: En hvernig líður sjálfum mér, Sir! Ekki veit ég það. Nema hvað ég er búinn að fá einhver sárindi framan á sköflung- inn á hægra fætinum; og er dr. Stecher að vona, að þar komi einhver djeskotinn út. Ég veit ekki, hvort hægri höndin og hægri fóturinn eru dáltið sterkari, en þegar ég fór frá Höfn. Maginn er hvergi nærri eins og mér líkar; [...] Augun eru við sama. Hér var nýlega danskur læknir, sem kom frá Gräfenberg, og hafði verið þar 2 mánuði. Hann ráðlagði mér mik- illega, að vera hér sem lengst, og sagði ég gæti ekki vonast eftir svo skjótum bata. Í bréfunum frá þessu sumri kemur fram að Konráð leitaði ráða ýmissa lækna, svo sem í Breslau eins og fram kemur í bréfi til Brynjólfs 3. október, en þar segir hann svo frá: Hann skoðaði augun og sagði það gengi að mér sér í lagi „Verdunkelung der Linse“ að mér skildist og eitthvað í augnalokunum, en það væri hægt að lækna mig og gaf mér resept upp á 2 meðöl. Hann vildi með öngu móti trúa mér til, að ég sæi betur að tiltölu, þegar bjart væri, og sagði það væri auðséð á augunum, hvað að mér gengi. Þú getur sagt Hjaltalín frá þessu fyrir mig „vorlaufig“. Af bréfum Konráðs verður tæpast ráðið hvort eða hvaða gagn hann hafði af Þýskalandsför sinni. Af augn- veiki hans er það frekar að segja að hún yfirgaf hann aldrei að öllu leyti eins og sjá má af bréfum hans frá síð- ari árum. Ritdeilur við Íslendinga Konráð Gíslason var um margt ein- rænn og honum lét margt betur en að gæta tungu sinnar þegar hann lenti í deilum við menn. Benedikt Gröndal var meðal vina Konráðs um tíma og lýsa bréfaskipti þeirra sérstæðri vin- áttu. Þegar Benedikt Gröndal kom aftur til Hafnar úr suðurgöngu sinni og klausturdvöl síðsumars 1859 var hann „nær félaus og allslaus, en ekki niðurdreginn eða örvæntingarfullur“. Oddgeir Stephensen greiddi götu hans og útvegaði honum vinnu. Svo komst ég aftur í minn gamla kunn- ingsskap við Konráð, og það svo, að hann mátti varla af mér sjá, bar það og til, að Konráð þurfti alltaf að hafa einhvern til að stjana við sig, en ég lék lausum hala og varð sjálfur feginn að hafa hæli, þó það ekki gæfi mér peninga í aðra hönd. Kon- ráð var alltaf kátur og meinhægur, hafði gaman af að fara með hálfvitlaust vísna- rugl, en aldrei neitt af hærri skáldskap, [...] aldrei fór hann með kesknisvísur sín- ar, og aldrei talaði hann lostaorð né um kvenfólk. Konráði var það að þakka, að minnsta kosti að nokkru leyti, að Rafn tók mig til að vinna fyrir fornfræðafélagið. Svo er forsjóninni fyrir að þakka að nokkrir bréfmiðar hafa varðveist frá hendi Konráðs sem bregða birtu á samskipti þeirra á þessum árum eins og t.a.m. 6. febrúar 1861 þegar Kon- ráð skrifar: „Gröndal minn. / Vænt þætti mér um þú gætir komið annað kvöld með blíðri ásjón og vinsamlegri kveðju.“ Ekki var höndunum heldur kastað til þegar Konráð bauð Gröndal til hádegisverðar fyrsta sunnudag eftir páska 27. apríl 1862 „svo nærri dagmálum sem orðið getur“ með því að ávarpa hann „Hunanglegi Grön- dal“. Þá hófst upptalning á furðuleg- ustu réttum sem Konráð nafngreinir. Bréfinu lýkur á þessa leið: [...] en, heldur en allt um þrotni, skul- um við bera fram klauflax soðinn eða steiktan – og með steiktum klauflaxi (ef hann verður á borði) óþrotlegan epla grúa moldgróinna, en með soðnum klauf- laxi (ef hann verður á borði) mikla gnægð af sætu soði. [...] Að vísu er leiðin löng og fæturnir stuttir, en sigursæll er góður vilji. Þó eru það ekki mín orð, goðum líki Gröndal, að þú skulir hafa í sekk þér Sil- ius eða Statius. Því væri það ekki ofætl- un? Hafirðu skáld á þér, Gröndal minn, þá ertu skáldað skáld; og hétirðu Auð- unn, mætti þá kalla þig Auðun rotinn – því skáldaður er líkt og rotinn. En nú er ég blaðþrota eða blaðrotinn og nærri kafnaður í sérvisku. Benedikt Gröndal kunni einnig að flytja mál sitt á þann veg að erfitt var að synja honum bónar. Hinn 17. júní 1862 skrifar hann Konráði bréf sem hefst á þessum orðum: „Kæri og ágæti Konráð! / Nú verð ég að rita þér langt bréf, því nú ætla ég að biðja þig um fimm dali – bænin er óskamm- feilin, en best er illu af lokið, því hart er að þurfa að biðja. Bænin er óskammfeilin að tvennu leyti; 1, af því þú gerir mér gott sí og æ og því er það óskammfeilið að vilja gína yfir meiru; 2, af því þú átt hjá mér tvo síðan í fyrra, sem ég aldrei hef borgað né þú heldur í nokkurn máta á minnst.“ Í bréfinu segist Gröndal vera „ör- vinglaður og hnugginn“ og endar bréfið með þessum orðum: „Ég bíð heima og fer ekki út fyrr en mér berst eitthvert skeyti, sem þú munt geta nærri með hverjum huga verði beðið eftir. Ég get heldur ekki farið út. – „Reiðst mér ekki, Odysseifur“, sagði Penelopa þegar hún hljóp um háls honum eftir að hún hafði freistað hans. – „Reiðst mér ekki, Konráð“, segi ég eins, því þú hefir ástæðu til að láta þér þykja. / Og fyrirgefðu svo þínum B. Gröndal.“ Á suma sneplana frá Konráði á þessum árum vantar dagsetningu eins og t.a.m.: „Vallicula, / Geturðu komið snöggvast að drekka kaffi“ eða „Gröndal minn, / Nú langar kaffisop- ann til að sjá þig.“ Síðasti varðveitti miðinn frá þeim tíma, þegar allt lék í lyndi, er dagsettur 4. október 1864. Þar segir Konráð: „Gröndal, / Gæt- irðu ekki komið allra snöggvast í kvöld eða í fyrra málið og skrifað utan á 1 bréf fyrir mig? / NB. Mig vantar stórt Convolut. / Í auðmýkt / Yðar / K.G.“ Gröndal varð það á að reita Konráð til reiði og þar með var vináttan úti. Bókarkafli Nafn Konráðs Gíslasonar (1808–1891) hefur lengi verið sveipað frægðarljóma í vitund Íslendinga, en Konráð átti m.a. þátt í stofnun tímaritsins Fjölnis. Hann telst upphafsmaður íslenskrar málræktar og segja má að hugmyndir hans hafi, er fram liðu stundir, valdið straumhvörfum varðandi viðhorf íslensku þjóðarinnar til eigin tungu og þjóðmenningar. Hér er gripið niður á nokkrum stöðum í frásögn Aðalgeirs Kristjánssonar af ævi Konráðs. Síðasti Fjölnismaðurinn Garður og Sívali turn í Kaupmannahöfn. Síðasti Fjölnismaðurinn – Ævi Kon- ráðs Gíslasonar eftir Aðalgeir Krist- jánsson er gefin út af Skruddu. Bókin er 310 bls. að lengd og myndum prýdd. Konráð Gíslason Benedikt Gröndal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.