Morgunblaðið - 23.11.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.11.2003, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Steinólfur Lárusson er maður stór í sniðum og að segja má þjóð- sagnapersóna í lifanda lífi, ekki síst fyrir meitlað tungutak sitt og frumlega hugsun. Hér segir fyrst af uppvaxtarárum sögumanns. Ég hafði afkomuáhyggjurallt frá því ég mundi eft-ir mér og setti fátækleg-an klæðaburð minn ísamhengi við kröpp kjör foreldra minna. Þegar tímar liðu og ég fór í skóla, sem var farskóli þeirrar tíðar, skynjaði ég að klæðnaður minn og skófatnaður var miklu verri en almennt gerðist með jafnöldrum mínum. Og það einkennilega var að hann breyttist ekki mikið eftir því sem efnahagur foreldra minna skánaði. Það þótti hæfa að ég gengi í kúskinnsskóm eða sauðskinnsskóm fram yfir fermingu, á meðan önnur börn gengu í stígvélaskóm. Ígangsklæði mín voru hálfgerðar druslur sem ég skammaðist mín fyrir. Ég hugsa að ég hafi ekki haft mjög harðan skráp og verið viðkvæmur í lund sem barn. Því hafi ég orðið einrænn og farið einförum sökum lélegra klæða. Augnagotur jafn- aldra minna tók ég nærri mér, þegar þeim varð starsýnt á drusl- urnar sem ég gekk í og skófatnað minn fornan. Eftir á að hyggja held ég að þetta hafi verið eitt- hvert sinnuleysi af hálfu foreldra minna, að ég var ekki skár til fara. Þau vildu mér vel, hvort á sinn hátt, en kannski hefur þessi af- staða þeirra verið uppeldismeðal til að gera mig að nýtnum og að- haldssömum manni. Fólk sem ver- ið hafði ofurselt stritinu hugsaði ekki mikið um ytri umgjörð hlut- anna eins og klæðaburð og skó- fatnað. Það þýddi þó ekki að heim- ilisbragur hafi verið slæmur eða hreinlæti ábótavant, að minnsta kosti ekki í Ytri-Fagradal. Lúsin var ennþá landlæg til sveita á Íslandi í mínum uppvexti og litið var á hana sem nauðsyn- legan fylgifisk mannskepnunnar og hraustleikamerki að vera grálúsugur. Mjög fór fyrir brjóstið á sveitafólki þegar Halldór Kiljan neri því lúsinni um nasir. Ég sagði alltaf að lýsnar á Skarðsströndinni væru svo stórar og þroskamiklar að þær gætu sveigt sig og litið aft- ur fyrir sig. Ég hef aldrei skilið hvers vegna Íslendingar hafa gert sér svo mjög far um að afneita lús- inni. Dicuilus munkur, hinn írski, segir frá því fyrir landnám að menn hafi getað tínt lýs úr skyrtu sinni um sólbjarta nóttina. Og hann brá upp þeirri einföldu lík- ingu til þess að sannfæra menn um aðstæður á þessum norðlægu breiddargráðum þar sem landið Thule svamlaði í hafinu. Á veturna sá ekki handa skil. Bros trjónukrabbans Steinólfur hefur í áranna rás varpað fram hugmyndum um ýms- ar nýjungar, eins og hér er greint frá. Þegar ég komst til vits og ára fékk ég áhuga á að kanna dýralíf í Breiðafirði með nýtingu sjávar- skepna að markmiði. Ég vissi að Pétur Þorsteinsson, sem var sýslu- maður í Búðardal á ofanverðri síð- ustu öld, vildi kanna sjávarnytjar í Hvammsfirði og hafði ekki síst trjónukrabbann í huga, sem þar er krökkt af. Ég skrifaði Pétri bréf þar að lútandi, þar sem segir með- al annars: „Hér framundan láðinu býr ein sérkennileg sjókind bæði djúpt og grunnt og virðist vera af stjarnfræðilegri stofnstærð en meðalstærð þessa kvikindis sem einstaklings er svipuð og eitt handsápustykki, sava de París, en þó frammjókkandi og endar í trjónu búkurinn, augu á stilkum svo sem Marsbúar hafa, og getur dýrið horft aftur fyrir sig og fram, og haft yfirsýn fyrir báða sína enda samtímis, leikur framsóknar- mönnum mjög öfund til þessa hæfileika dýrsins. Tvær tennur hefur dýrið, sína í hvoru munnviki, og bítur saman tönnum frá hlið, tennur þessar eru ekki umluktar vörum, heldur nokkurs konar fálmurum, og brosir dýrið þar af leiðandi sífelldlega, og þó held- ur kalt. Til að bera sig um, hefur skepnan tíu fætur og ber kné mjög hærra en kviðinn, það er mjög krikagleitt, líkt og hesta- menn sem lengi hafa riðið feitu. Ævinlega gengur dýrið út á hlið, ýmist til hægri eða vinstri og virð- ist vera mjög pólitískt, einnig má það teljast mjög siðferðislega þró- að skapnaðarlega þar sem spjald vex fyrir blygðun þess mjög slétt- fellilega, einna líkast skírlífisbelt- um. Ekki verður dýrið kyngreint af þessum sökum nema með of- beldi. Ef menn vilja hafa einhverjar nytjar af dýri þessu, er afskaplega örðugt að aflífa það snyrtilega, þar sem það sökum síns skapnaðarlags fæst hvorki hengt né skor- ið, skotið eða rotað, því brynja hörð um- lykur skepnuna gjör- samlega og er líf- seigla þessa dýrs með ólíkindum. Sé það geymt í haldi á þurru landi mun sult- ur einn ganga af því dauðu að því er virð- ist. Bíður það örlaga sinna mjög stillilega, en þegar því fer að leiðast biðin, gefur það frá sér sladdandi hljóð, sams konar sladdandi hljóð mátti heyra í baðstofum hér áður fyrr, einkum fyrripart nætur, þegar griðkonur feitar voru gnúðar sem ákafast til frygðar. Bíldrykkur sá sem bensín kall- ast hefur mér reynst einna bestur til að aflífa þessa skepnu óskemmda í þeim tilgangi að þurrka hana innvirðulega og gefa konum í Reykjavík, ágætum og æruprýddum, sem ég hef kunn- ingsskap við utanklæða. Þær stilla þessari skepnu upp við hliðina á Hallgrími Péturssyni ellegar mynd af forsetanum og svo innanum plattana. Tæplega mun vera vænlegt að veiða skepnu þessa í þeim tilgangi, en ef takast mætti að veiða hana í stórum stíl og upphugsa þokkalega aðferð til að aflífa hana, vaknar sú spurning hvort ekki mætti verka þessa skepnu í dægilega krás til að selja þjóðum. Er mér fortalið að japanskir kaupi og eti ólíklegustu kvikindi og borgi þeim mun meira fyrir sem skepnan er svipljótari, sam- kvæmt okkar smekk í þessu skyni mætti ef til vill biðja dýrðarmenn fyrir sunnan um rannsókn á þessu dýri og fá plögg með línuritum og prósentum, svo sem í eina stress- tösku til að byrja með.“ Ekki urðu nú mikil not af trjónukrabbanum, kjötið lítið sem ekkert af honum, og menn orðnir svangir aftur í þann mund sem bú- ið var að nasla af dýrinu. Strákar suður á Akranesi reyndu að hag- nýta krabbann, sem ekki gekk. Hann syndir því áfram um Breiða- fjörð, krikagleiður, og brosir síst hlýrra en fyrrum. Um sama leyti og íslenskir bændur fengu sterka þrá til norskra kúa herti yfirdýralæknir mjög allar reglur um aðgang að sláturhúsum í landinu og kvað ná- kvæmlega á um alla múnderingu þeirra er inn máttu ganga. Ég varð fyrir barðinu á þessum hertu reglum þar sem ekki fannst hvítur sloppur á þursavaxinn mann og ekki heldur drifhvít stígvél númer 48. Mér var meinaður aðgangur að skoða mína dilkaskrokka í slát- urhúsinu í Búðardal, sem réttu nafni heitir Fjósabakki. Nema þá brytjaða niður í spað í kæliborð- um. Þar voru þeir innan um reytta skítahaugahoppara, sem kallaðir eru kjúklingar. Og þetta var haft innan um mat. Ég ætlaði að ganga innar þar sem dilkaföll mín voru uppihangandi, afskinnuð og innan- úrfarin í sláturhúsinu til þess að yfirlíta þeirra vöxt og útlit og fá þar með umbun erfiðis míns. Hvort ég hefði parað saman með réttu hugarfari hrút og blæsmu með tilliti til þess sem kallað er kynbætur og ræktun. Þá var ég óðara rekinn út með sálar- háskalegu orðbragði og yfirmáta höstugu aðkalli af þeim ástæðum sem að framan greinir. Ég sendi yfirdýralækni og heilbrigðis- ráðuneyti bænarskrá um að þessar ströngu reglur yrðu settar til hliðar, hvað ekki hefur verið gert. Ég sá mitt óvænna, hætti brátt sauðfjárrækt og komst hjá því að horfa upp á dilka mína göfuga, sundurbrytjaða innan um skítahaugahoppara í búðarhillum. Bruggað með formúlunni 4444 Steinólfur hefur minnkað við sig umsvif í búskapnum en sinnir eigi að síður margvíslegum hugðarefn- um sínum. Gamall hermannabraggi var keyptur upp úr 1960 og settur nið- ur hér fyrir ofan íbúðarhúsið. Í fyllingu tímans hlaut hann nafn- giftina Vísinda- og menningar- stofnunin. Ég hef löngum setið í þessari stofnun minni og föndrað við ýmsar uppfyndingar. Vélar til að hreinsa og þurrka dún hef ég sett saman. Eilífðarvél fann ég upp, eins og aðrir snillingar, og gengur hún án enda! Jarðbor forn- an erum við að liðka til svo hægt verði að bora með honum eftir heitu vatni hér í nágrenninu. Galdramaður einn hefur þegar gengið um með prjóna sem benda á vatnsuppsprettur og skilja prjónarnir íslensku ágætlega. Galdramaðurinn hefur sagt fyrir um vatnsæðina, dýpt hennar og hitann á vatninu. Svo er bara að sjá hvað gerist. Þegar ég er spurð- ur hvað þessar boranir muni kosta segi ég að það hlaupi á milljónum, ef ekki tugum milljóna. Aðrar upp- hæðir séu ekki nefndar þegar jarð- hiti eigi í hlut, eins og hjá Lands- virkjun. Þá er söluverð rafmagns til orkufreks iðnaðar orðið hern- aðarleyndarmál. Traktorar eru allfornir á bæn- um, svo og ýmsar vélar, og ekki verður hlaupið með slíkt á stór- verkstæði. Því hefur það reynst notadrjúgt að hafa rennibekk í stofnuninni og þar eru einnig öll helstu verkfæri til smíða bæði á tré og járn. Ég hef sagt að í Vís- inda- og menningarstofnuninni væri hægt að smíða kjarnorku- sprengju, ef út í það færi. Einnig var starfrækt efnaverksmiðja í stofnuninni um hríð, reyndar eftir að ég hætti löggæslustörfum. Og formúlan að framleiðslunni fór til skamms tíma álíka leynt og hjá Kóka kóla. Hún er svona: Maður byrjar á því að sjóða sér venjulegan landa, sem er 44%. Svo fær maður sér eina krukku, nógu víða í opið svo að niður í hana komist meðal-app- elsína. Þá er einum lítra af landa hellt í krukkuna. Síðan tekur mað- ur appelsínuna og treður inn í hana til hálfs 44 kaffibaunum, brenndum. Potar henni svo niður í krukkuna ásamt 44 sykurmolum. Geymir í 44 daga og þá er það orð- ið sérdeilislega yndislegt vín og andskoti lystugt. Þessi formúla er sett hér til gamans, en ekki endi- lega til eftirbreytni. Bókarkafli Steinólfur Lárusson, bóndi í Ytri-Fagradal á Skarðsströnd, er þekktur fyrir tungutak sitt og frumlega hugsun. Finnbogi Hermannsson útvarpsmaður hefur skráð einræður Steinólfs og er hér gripið niður í frásögn hans. Eilífðarvélar og dýralífsrannsóknir Bókin Einræður Steinólfs er gefin út af bókaútgáfunni Þjóðsögu. Bókin er 187 bls. að lengd og prýdd myndum. Ljósmynd/Sigurður Bogi Sævarsson Steinólfur Lárusson í vísinda- og menningarstofnuninni, við dúnhreinsivél sem hann smíðaði. Steinólfur í Skarðsstöð þar sem bæði fékkst mossross og marengúdd þegar verslunin var í blóma. Steinólfur Lárusson. Myndin er úr ökuskírteini og tekin eftir seinna stríð. „Eina myndin þar sem ég er eins og mað- ur,“ segir hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.