Morgunblaðið - 23.11.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.11.2003, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2003 23 #36 HALLDÓR LAXNESS ICELAND REVIEW ÁSKRIFTARSÍMI 512-7517 askrift@icelandreview.com HVERS VEGNA ÍSLAND? 40 ÁSTÆ‹UR UPPBOÐ á persneskum teppum í hæsta gæðaflokki Stórkostlegur fengur fyrir þá sem þekkja til slíkrar gæðavöru. EINSTÖK PERSNESK TEPPI og önnur fyrirtaks austurlensk teppi af hæsta alþjóðlega gæðastaðli ásamt stórfenglegum persneskum og austurlenskum, sérhönnuðum skrautteppum í ýmsum stærðum. Að þessu sinni bjóðum við úrval handofinna austurlenskra teppa í hæsta gæðaflokki: Skrautofið persneskt Nain úr silki 300 x 200 cm Fínofið silkiblandað Isfahan 176 x 116 cm Fíngert Srinagar teppi úr silki 331 x 240 cm Sígilt Allabahad teppi 353 x 243 cm Persneskt Kashan úr alsilki, afar verðmætt 150 x 100 cm Persneskt Tabriz teppi, skrautofið 391 x 297 cm Glæsileg persneskt Sarouk teppi 287 x 198 cm Skrautlegur persneskur Zandjan dregill 287 x 114 cm Satín Agra motta, afar glæsileg 182 x 125 cm Einstakt persneskt Nahavand teppi 320 x 218 cm Auk þess bjóðum við mikinn fjölda af úrvals persneskra og austurlenskra gólfmotta, dregla og teppa sem verða boðin upp og seld á uppboðinu. Við ábyrgjumst að hvert teppi sé ósvikið, handunnið og að ekki hvíli á því neinar útistandandi skuldir eða gjöld. SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER UPPBOÐ KL. 15:00, HÆGT ER AÐ SKOÐA VÖRUNA FRÁ KL. 12:30 í Sunnusal á RADISSON SAS Hótel Sögu Greiðslumáti: Reiðufé, ávísanir með bankaábyrgð, öll helstu greiðslukort. FREKARI UPPLÝSINGAR FÁST VIÐ SKOÐUN OG Á UPPBOÐINU sem haldið er í samvinnu við Bickenstaff and Knowles, alþjóðlega uppboðshaldara í Lundúnum. Uppboð þetta er haldið samkvæmt tilskipun alþjóðlegs stórbanka til að nýta haldsrétt vegna umtalsverðra vanskila og gjaldþrots leiðandi heildsala á persneskum teppum. G A L L E R Í F O L D Hér í Danaveldi fer all-mikið fyrir opinberriumræðu um málefniinnflytjenda og tölu-vert meira en heima á Fróni. Þessi umræða er oft á býsna neikvæðum nótum og gefur manni óneitanlega þá mynd af málefninu að innflytjendur frá framandi menningarsvæðum séu fyrst og fremst uppspretta marg- víslegra vandamála. Þetta gefur þeim aftur byr und- ir báða vængi sem af gamalgrón- um ótta við allt það sem ekki er kunnuglegt að- hyllast hreinan kynþáttaað- skilnað. Slík af- staða er auðvitað fylgifiskur fáfræði og þröngsýni og á vel við að kalla það heimsku, með tilliti til upp- runa orðsins. Þar eð skynsamt fólk vill ekki láta bendla sig við kynþátta- fordóma virðist mér að margt þenkjandi og sannanlega víðsýnt fólk veigri sér við að láta nokkuð það út úr sér um þetta málefni, sem gæti skilist sem eitthvað ann- að en áhyggjur af því að stjórn- völd og samfélagið í heild standi sig ekki sem skyldi við að styðja innflytjendur til sjálfsbjargar. Nýlega var greint frá því í fjöl- miðlum hér að tiltekinn danskur grunnskóli væri að íhuga að hætta að kenna strákum og stelpum sund í sameiginlegum tímum vegna þess að samkvæmt túlkun á boðum og bönnum í Kóraninum væri slíkt ósiðlegt og múham- eðstrúarfjölskyldur með börn í téðum skóla vildu ekki að ungviðið bryti gegn boði spámannsins. Þegar skólastjórinn kom í sjón- varpsviðtal átti ég von á því að hann gerði grein fyrir því að hér væri um að ræða danskan grunn- skóla sem starfaði samkvæmt dönskum lögum og siðvenjum og því kæmi ekki til greina að breyta hinu gamla fyrirkomulagi. En svo var ekki. Skólastjórinn greindi frá því, mjóróma og vand- ræðalegur, að sér þætti auðvitað sjálfsagt að reyna að verða við þessu, þar eð múhameðstrúarbörn væru í meirihluta í viðkomandi bekk. Síðar frétti ég svo að sú hefði orðið niðurstaðan og nú iðk- uðu stelpur og strákar skólasund hver í sínu lagi þar í bæ. Ég verð að játa að þarna þótti mér danski skólamaðurinn fara of- fari í einhvers konar óttablöndn- um misskilningi á hugtökunum frjálsræði og umburðarlyndi. Ég fór nefnilega að leiða hugann að því hvers mér þætti eðlilegt að krefjast fyrir hönd minna eigin barna, ef örlögin höguðu því svo til að fjölskylda mín gerðist inn- flytjendur í landi þar sem trú, lög og siðir Múhameðs væru ráðandi. Ég tel augljóst að manni dytti ekki annað í hug en að laga sig að siðum og venjum innfæddra, enda hefði maður sjálfur valið að flytj- ast til viðkomandi lands og vitað fullvel að hverju maður gekk varð- andi siði og menningu. En ég skal svo sem ekki segja hvað maður gerði ef kerfið í viðkomandi landi brygðist við með þeim hætti að reyna sífellt að búa til nýtt Ísland fyrir okkur á staðnum. Ég hef nefnt þetta við nokkra afar viðsýna Dani sem sannarlega ekki aðhyllast kynþáttaaðskilnað og hafa enda sumir hverjir stofnað fjölskyldur þvert á slíkan að- skilnað enda ástin litblind eins og við vitum. Þeir tjá sig varlega um málið en telja þetta kynbundna sundnám fáránlega ráðstöfun. Þeir segja líka að stundum sé umburðarlyndi kerfisins hreinlega fullmikið. Það sé einatt helsti vandi innflytjenda, að í sumum til- fellum takist þeim að lifa nánast algerlega einangraðir frá hefð- bundnu dönsku samfélagi og hljóti því það hlutskipti að verða íbúar í einhvers konar jaðarsamfélagi, út af fyrir sig, í stað þess að aðlagast og verða fullgildir þegnar Mar- grétar Þórhildar með öllum þeim möguleikum sem því fylgja. En þessir víðsýnu Danir þora varla að segja þetta upphátt af ótta við að vera brigslað um ras- isma. Meðan svo er ástatt í um- ræðu um málefni innflytjenda, að enginn þorir að tjá sig á gagn- rýnum nótum nema aðskiln- aðarsinnar og kynþáttahatarar, er umræðan tilgangslítil og alls ekki líkleg til að leiða til framfara og raunverulegra frambúðarlausna. Vonandi getum við Íslendingar lært af þessu. Til dæmis það, að beita öllum ráðum til að forðast að innflytjendur einangrist mállega, menningarlega og menntunarlega. Hvenær er synd að synda? HUGSAÐ UPPHÁTT Eftir Sveinbjörn I. Baldvinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.