Morgunblaðið - 23.11.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.11.2003, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Bókarkafli Goðafoss var eitt glæsilegasta skip Íslendinga og var að koma heim í skipalest eftir tveggja mánaða ferð til New York og aðeins um tveggja stunda sigling eftir til Reykjavíkur er tundurskeyti úr þýskum kafbáti skall á hlið skipsins. Um borð voru 43 Íslendingar og 19 Bretar sem bjargað hafði verið af logandi olíuflutningaskipi. Óttar Sveinsson segir frá árásinni á Goðafoss. Örlagaríkir atburðir áttu sér stað út af Garðskaga um hádegisbil 10. nóv- ember 1944 þegar Goðafoss var að sigla til Reykjavíkur í skipalest eftir tveggja mánaða ferð til Bandaríkj- anna. Um borð voru 43 Íslendingar en einnig 20 Bretar sem nýbúið var að bjarga af logandi olíuflutninga- skipi. Meðal farþega voru íslensk læknishjón með þrjú ung börn sín. Hjónin hjúkruðu Bretunum í reyksal skipsins en margir þeirra voru alvar- lega brenndir. Skammt undan leynd- ist þýskur kafbátur. Skyndilega breyttist allt, tundurskeyti skall á síðu Goðafoss. Sumir hafa nefnt þennan atburð Titanic-slys Íslend- inga. Þegar hér er gripið niður í frá- sögnina eru áhöfn og farþegar full til- hlökkunar að búast til heimkomu. Allir Bretarnir í björgunar-bátnum voru komnir umborð í Goðafoss umklukkan 12.30. Sigurðurtók í stöngina á tele- grafinu og setti á fulla ferð áfram. Hann gaf Ingólfi fyrirmæli um að stýra skipinu beinustu leið á Esjuna – í þá stefnu sem siglt er á heimleið þegar komið er fyrir Garðskaga. Heim til Reykjavíkur. Í langþráð- an faðm fjölskyldu og vina. Heim í ör- yggið. Spenna gagntók alla sjómenn er þeir komu í Faxaflóa eftir langa ferð frá útlöndum og þeir gátu nánast teygt sig í land. Ingólfur háseti var þar engin undantekning. Hann fann eftirvæntinguna hríslast um sig þeg- ar hann leit út um eitt gægjugatanna á brúnni. Það var í hans höndum að taka stefnuna á há-Esjuna. Ulla hafði siglt fram úr Goðafossi stjórnborðs- megin og var að ná fremra fylgdar- skipinu. Aftara fylgdarskipið var rúmlega tvo kílómetra fyrir aftan Goðafoss. Þýskur kafbátur í Faxaflóa? Stefán Dagfinnsson 2. stýrimaður, sem var að fara af vakt, hafði heyrt einn af skipbrotsmönnunum af Shirvan segja að skipið hefði orðið fyrir tundurskeyti. Einn stýrimanna skipsins kom síðan upp á stjórnpall- inn til að tala við Sigurð skipstjóra. Ingólfur heyrði greinilega hvað þeim fór á milli: „Það varð sprenging um borð í skipinu, herra,“ sagði Bretinn. Ekki kvaðst hann gera sér grein fyrir hvort það hefði verið út af tundur- dufli eða tundurskeyti sem skotið hefði verið á skipið. „En það kviknaði strax í skipinu,“ sagði stýrimaðurinn – áhöfnin hafði farið í tvo björgunar- báta. „Getur virkilega verið að þýskur kafbátur sé kominn hingað nánast inn á Faxaflóa?“ hugsaði Sigurður skipstjóri. Þetta kom honum á óvart. Og tveir björgunarbátar? Hvar var hinn? Stefán stýrimaður greindi Sigurði frá því sem hann hafði heyrt einn skipbrotsmannanna segja. Hann var nú að víkja af stjórnpalli enda komin vaktaskipti. Áður en Stefán fór niður í messa til að borða setti hann á sig björgunarvesti. Sigurður bað nú Þóri Ólafsson stýrimann, sem kominn var á vakt- ina, og háseta um að fara upp á þak stjórnpallsins, efri brúna, til að svip- ast um eftir hinum björgunarbátn- um. Sprengingin í skipinu hafði, sam- kvæmt upplýsingum, orðið um tíuleytið þannig að mennirnir virtust hafa verið á aðra klukkustund í bátn- um. Þórir stýrimaður kallaði ofan af brúarþaki að hann sæi fyrstu innsigl- ingarbaujuna til Reykjavíkur á bak- borða. Við hlið Sigurðar skipstjóra úti á brúarvængnum stjórnborðsmegin var sautján ára Breti í sjóliðsbúningi, svokallaður signalmaður, sem hafði komið um borð í Loch Ewe. Hlutverk hans var að senda merki milli skip- anna í lestinni. Vistarvera hans var inn af brúnni þar sem hann svaf á bekk. Sigurður sneri sér að signalmann- inum og gaf honum fyrirmæli sem voru á þá leið að láta fylgdarskipin vita að tankskipið hefði orðið fyrir tundurskeyti. Þegar Goðafoss hafði siglt nokk- urn spöl með aðalvélina á fullu sáu menn stórar eldsúlur rísa til himins. En þrátt fyrir það virtist tankskipið ekki hallast um eina gráðu. Shirvan flaut enn líkt og logandi gasolíuvíti í mynni Faxaflóa. Kalt vatn rann milli skinns og hör- unds á farþeganum unga, Agnari Kristjánssyni: „Þessir skipbrotsmenn voru í einu orði sagt alveg hryllilega illa leiknir, að minnsta kosti sumir hverjir. Einn mannanna var svo illa farinn að ég skildi ekki hvernig þessir líkamshlut- ar sem eftir voru af manninum gátu yfirleitt verið á lífi. En hann umlaði og það var allt og sumt sem hann gat gert. Hann var svo skaðbrenndur, þessi maður.“ Fimm mínútum eftir að skipbrots- mönnunum af Shirvan hafði verið bjargað um borð í Goðafoss tóku skipverjar í U-300 eftir að sex djúp- sprengjum var varpað í hafið í nokk- urri fjarlægð. Það var eins og fylgd- arskipin hefðu orðið vör við kafbátinn á hljóðsjá. Menn grunaði augsýnilega að kafbátur leyndist nærri þótt ekki hefði verið alveg ljóst, að minnsta kosti í fyrstu, með hvaða hætti kviknað hafði í Shirvan. Nú var sjónpípa kafbátsins dregin niður og hann fór í kaf. Fylgdarskip- in í lestinni leituðu óvinarins greini- lega með ratsjá. Á sjónpípunni var nemi sem tók við rafbylgjum – ef rat- sjárbylgjur voru í kring var hætta á að óvinaskipið fyndi sjónpípuna. Kaf- báturinn fór niður á 20 metra dýpi. Áhöfnin hafði hugann við fimm þús- und tonna flutningaskipið – það var feitur biti. Eftir skamma stund heyrðu kaf- bátsmenn ekki lengur skrúfuhljóð. Var þá aftur farið upp á sjónpípu- dýpi. Hvar var bráðin? Nú kom í ljós að fimm þúsund tonna skipið sem fylgdi Goðafossi var í stefnu 150 gráður og í fimm kílómetra fjarlægð. Í skotlínu. Eða hvað? Nei, í kringum skipið hringsólaði varðbátur. Flutn- ingaskipið var því ekki í góðu færi. Þá var tekin ákvörðun um að skjóta á vöru- og farþegaskipið. Frímann bryti birtist með þau tíð- indi, höfð eftir fyrsta stýrimanni Shirvan, að líklega hefði tundur- skeyti grandað olíuskipinu. Agnar farþegi sá að það kom á mannskapinn við þessar fréttir. Hann stóð við hlið Áslaugar og henni til hughreystingar og sjálfum sér líka sagði hann: „Hvaða andskotans vitleysa er þetta. Við erum að komast í höfn.“ Nú var kallað og einhver beðinn um að koma með hníf til læknis- hjónanna. Agnar fór að sækja hníf og kom með hann að vörmu spori og af- henti Friðgeiri. Hann hinkraði um stund hjá lækninum. Friðgeir var að leggja sárabindi um augun, eða öllu heldur augnatóftir mannsins af olíu- skipinu sem verst hafði orðið úti. Þegar Stefán stýrimaður kom nið- ur í messa eftir vaktaskiptin hafði hann fest um sig björgunarvesti og settist með það við borðið. Var kaf- bátur í nágrenninu? Hann taldi það rétt hjá skipbrotsmanninum af Shirvan, sem hann hafði talað við, að tankskipið hefði orðið fyrir tundur- skeyti. Því þyrfti að vera við öllu bú- inn. Stefán hafði ekki bent öðrum skipverjum eða farþegum á að fara í vesti þar sem hann taldi flesta þegar komna í slíkt. Þegar Stefán fór að borða voru þar fyrir þeir Hermann Bæringsson, 2. vélstjóri, og Eyjólfur Eðvaldsson loftskeytamaður. Aðalsteinn Guðna- son, 2. loftskeytamaður, var á vakt uppi í loftskeytaklefa en Hafliði Jóns- son var sá vélstjóri sem var á vakt- inni niðri í vél ásamt Sigurði Har- aldssyni, 3. vélstjóra, og Stefáni Olsen kyndara. Þeir sem voru í mess- anum tóku vel til matar síns. Guðmundur matsveinn hafði ekki fengið eins marga í mat og hann hafði vænst: „Við vorum búnir að elda kalkúna og ýmislegt annað góðgæti – þeir höfðu verið settir í ofn snemma um morguninn. Reyndar var ekki búið að skera þá alveg niður. Reyksalurinn uppi var nú fullur af Englendingum og læknishjónin voru að hjúkra þeim. Sigríður Þormar var þar einnig að aðstoða þau. Ásamt öðrum hafði hún gætt barna læknishjónanna meðan þau voru önnum kafin. Allt borðhald hafði farið úr skorð- um eftir að við urðum vör við breska skipið. Fólk hafði farið upp að fylgj- ast með björgunaraðgerðunum og ástandi skipbrotsmannanna. Ein- hverjir voru þó í áhafnarmessunum að borða, aðrir voru þegar búnir en flestir áttu enn eftir að borða, ekki síst hásetarnir sem höfðu haft nóg að gera. Menn höfðu verið að koma og fara. Allt hafði farið úr skorðum og los- arabragur var á öllu. En við sem vor- um í eldhúsinu höfðum haldið okkar striki.“ Beðið eftir björgun Annar björgunarbátur Shirvan veltist um á Faxaflóa með bilaða vél. Enginn um borð í Goðafossi hafði enn komið auga á hann, enda var hann fjarri hinum bátnum sem skipbrots- mönnunum hafði verið bjargað af. Reid leist ekki orðið á blikuna: „Þegar við vorum komnir spöl frá Shirvan fannst mér ég lítið sjá fyrir hríðinni. En það mótaði þó fyrir brennandi skipinu þar sem við velt- umst um í öldunum. Ég reyndi að láta strákana róa enn lengra frá skip- inu en það gekk illa. Þá sagði ég: „Setjið út rekakkerið. Það heldur okkur hér á meðan skipið rekur burt.“ Það var talsvert hvasst og mikill öldugangur. Ég sá að illa gekk með rekakkerið og ákvað því sjálfur að sækja það fram í bátinn. Ég varð að klöngrast yfir og fram hjá öllum þessum mönnum, þeir voru fjórtán eða fimmtán. Ég náði í rekakkerið, setti olíupoka á það, festi það vel og fór svo fram í bátinn. Nú sátum við kyrrir á meðan sjór- inn og bylurinn gengu yfir okkur. Báturinn lyftist upp á undiröldunni og seig svo niður aftur. Upp og niður, upp og niður og til hliðanna, aftur og aftur. Patton skipstjóri sat hokinn við hnén á mér. Hann var illa brennd- ur. Sumir í bátnum höfðu komið beint úr vélarrúminu og voru ekki einu sinni í skyrtu – bara nærbol. Lífið var að fjara úr mönnunum í kringum mig og sumir voru þegar dánir. Ég fór að hugsa til stráksins sem hafði beðið um að fá að koma með okkur. Ein- hverra hluta vegna vék hann ekki úr huga mér. Hvar var hann nú?“ Arnar Jónsson búrmaður leit á klukkuna: „Ja, er hún orðin þetta margt?“ hugsaði ég. „Meira en hálfeitt. Meira en hálfeitt á hádegi, föstudaginn 10. nóvember 1944. Mér varð óneitan- lega hugsað til Eyjafjarðar árið áður. Ég hafði verið önnum kafinn við mat- reiðsluna en nú voru sumir farþeg- anna þegar búnir að borða. Ég hafði Árásin á Goðafoss Goðafoss í Hamborg. Forsíða Morgunblaðsins sunnudaginn 12. nóvember 1944. Ljósmynd/ U-Boot-Archiv-Altenbruch Sjóliðarnir á þýska kafbátnum U-300, Horst Jackson, til vinstri, og Gustav Gorzitza, skima út á haf í leit að óvinaskipum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.