Morgunblaðið - 23.11.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 23.11.2003, Blaðsíða 26
LISTIR 26 SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ S vartþungarokkið. Kallað „black metal“ á ensku. Hæglega for- vitnilegasti geiri þungarokks, undanfarin tíu ár. Innan hans hefur bæði verið orka, ferskleiki og nýsköpun; eitthvað sem vant- að hefur á öðrum vígstöðvum. Nýþungarokkið var fljótlega keyrt niður og út- vatnað og hart þungarokk, að hætti Metallica, er að miklu leyti komið ofanjarðar. Og þá er útvötnunin ekki fjarri undan (Nickelback?). Eina svartþung- arokkssveitin sem hefur nálgast það sem mætti kalla al- mannahylli er hin breska Cradle of Filth. En hún hefur líka þróast í áttina að hálf- gerðri poppsveit síðustu ár; einhvers konar sinfónískt, margbrotið en furðu aðgengilegt léttþungarokk. Sem er engan veginn slæmt. En svartþungarokk telst það vart lengur. Got- neskt rokk þá meira. Í dag eru liðin nærfellt tíu ár síðan svart-þungarokkið reis upp sem alvöru stefna.Sem spennandi form sem bauð upp ámikla og margbreytta listræna mögu- leika. Svartmálmurinn tók risaskref fram á við er Darkthrone gáfu út A Blaze in the North- ern Sky árið 1991 (skiptu þá úr dauðarokki, en platan þar á undan, Soulside Journey (’90) er fremur hefðbundin dauðarokksplata). Þremur árum síðar kom svo út hinn heilagi kaleikur svartþungarokksins, plata sem enn er vísað í í dag og áhrif hennar verða seint ofmetin. Meistaraverkið In the Nightside Eclipse með norsku sveitinni Emperor gaf nefnilega sterk- lega til kynna að þenkjandi tónlistar- áhugamenn ættu að snúa eyrunum í átt að þessari undirgrein þungarokksins, sem fram að því hafði aðallega verið talin stökkpallur, jafnvel afsökun, fyrir skemmdarverkum og vitleysisgangi. Varg Vikernes, leiðtogi Burz- um, komst í heimsfréttirnar snemma á tíunda áratugnum fyrir að brenna kirkjur og síðan að myrða mann. Þetta átti sér stað í Noregi og fólk eðlilega farið að spyrja sig hvað væri að gerast hjá þessari hæglátu þjóð. Vikernes sit- ur enn inni og þetta athæfi hans, þar sem stig- ið var út fyrir listina og söngvum um dauða og djöfulgang snúið upp í alvöru hafa sett sitt mark á svartþungarokkið og grafið undan hinu listræna gildi sem í því felst. In the Night- side Eclipse inniheldur öll þau grunn- einkenni sem hefðbundið svartþungarokk hefur til brunns að bera. Skærir, nístandi gítarar, ofsahraðar trommur og söngrödd sem minnir á norn í kvalalosta. Jafnframt eru þarna lögð drög að sinfóníska svarþtungarokkinu, sem sumir vilja setja í sérflokk. Miklar kaflaskiptingar og lög sem teygja sig upp í átta mínútur. Og það vantar ekki dramatíkina í lagatitlana: „Cosmic Keys to My Creations and Times“, „Beyond the Great Vast Forest“, „The Majesty of the Night Sky“. En svo er það aðalmálið. Mel- ódían. Angurvær fegurðin sem umlykur lögin. Þessi þáttur ætti að geta laðað opna huga að, þó að ímyndin í kringum þetta allt saman sé kannski fælandi. Um það leyti sem Emperor var að taka flug- ið fóru aðrar sveitir að gera vart við sig. Im- mortal, sem er nú nýhætt, Satyricon, Bork- nagar, Ulver og Dimmu Borgir m.a. Og hin áhrifaríka sveit Mayhem var endurreist á þessum nýja grunni. Eitt af sterkustu einkennum tónlistar-innar, eða öllu heldur því sem hennifylgir, er afar sterk og næsta íhalds-söm ímyndarfræði, sem skýtur skökku við það frelsi sem gefist hefur innan tónlistarinnar sem slíkrar. Þessi, að því er virðist, mikla alvara og há- tíðleiki sem skín af sumum sveitunum er nátt- úrlega um leið fremur fyndin. Frummynd að svartþungarokkssveit væri t.d. þriggja eða fjögurra manna sveit og allir bæru meðlimir dulnefni eins og Skorg, Karimas, Sarmeth, Blorg eða eitthvað því um líkt. Leðurklæddir frá toppi til táar, með stöku málmhluti hér og hvar. Síðhærðir að sjálfsögðu, dökkhærðir að sjálfsögðu og með hina mögnuðu líkmálningu í andlitinu. Illir til augnanna. Fyrsta platan heitir væntanlega The Eternal Storm Through the Winter of Torment. Hendum jafnvel inn undirtitlinum Chapter I: The Black Tower of Skarranth. Immortal, ein algerasta og langbesta svart- þungarokkssveitin, heillar mann með frábærri tónlist en kitlar hláturtaugarnar um leið hressilega með svona æfingum. Þessi litríka sveit er nú því miður hætt (snökt). Síðasta platan, Sons of Northern Darkness (en ekki hvað!) kom út í fyrra og er frábær. Pure Holo- caust (’93) og Battles in the North (’95) eru þá ekkert minna en skyldueign. Hér á Íslandi dafnar svartþungarokkið ágætlega þar sem Myrk og Sólstafir fara fremstar. Hljómsveitirnar láta reyndar lítið fyrir sér fara en lifa góðu lífi á vefheimum þar sem hægt er að nálgast lög og fleira. Margar þeirra bjóða t.d. lög á rokk.is. Að lokum ber að geta þess að á mark-aðnum er athyglisverð bók, hugnisteinhverjum að kafa dýpra í þessimál. Lords of Chaos: The Bloody Rise of the Satanic Metal Underground kom út árið 1998 og er eftir Didrik Søderlind. Tón- listin, og þá einkum menningin sem henni tengist, hefur meira að segja orðið fé- lagsfræðingum umfjöllunarefni. Sjá Blaze in the Northern Sky, A: Black Metal Music and Subculture – An Interactionist Account, grein sem skrifuð er af Karl Jones, sem nemur við Manchester-háskóla. Annars skrifaði ég þessa grein aðallega til að geta birt þessar myndir með henni. Þær eru nokkuð svakalegar er það ekki! Lifi svart- þungarokkið! Bastarðarnir Emperor. Bítlar svartþungarokksins? AF LISTUM eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Mikill vaxtarbroddur er í íslensku svartþungarokki í dag. Withered er ein af nýjustu sveitunum. Nei, þetta er ekki atriði úr Apaplánetunni. Þetta er Abbath, leiðtogi Immortal! TENGLAR ................................................................... www.blackmetal.com www.anus.com VEISLUÞJÓNUSTA - HLAÐBORÐ Í HÁDEGINU - SÉRRÉTTIR Laugavegi 28b Sími 517 3131 • Fax 517 3130 sjanghae@sjanghae.is www.sjanghae.is Opið alla daga frá kl. 11.30 KÍNAKLÚBBUR UNNAR verður með Kínakvöld þriðjudagana 25. nóv. og 2. des. kl. 19.00 Dagskrá: 1. Unnur Guðjónsdóttir sýnir myndir úr ferðum klúbbsins til Kína, jafnframt því að kynna vorferðina, en þá verður m.a. farið um gljúfrin þrjú í Jangtze. 2. Framreitt verður sniðugt kínverskt jólahlaðborð með ótal réttum, verð kr. 2.400,- pr. mann. 3. Skyndihappdrætti með kínverskum vinningum. 4. Sala á kínverskum munum, tilvöldum til jólagjafa. Sætapantanir hjá Sjanghæ AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is, sími 569 1111 ATVINNA mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.