Morgunblaðið - 23.11.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 23.11.2003, Blaðsíða 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2003 29 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S S PV 2 29 19 11 /2 00 3 hjá okkur Sérhver viðskipta- vinur og allt sem tengist fjármálum hans hefur meira vægi hjá SPV en hjá stórum fjár málastofnunum. Njóttu þess að vera viðskiptavinur hjá SPV, öflugri fjármálastofnun sem stendur þétt að baki þér og veitir alhliða og persónulega fjár- mála þjónustu. Komdu til okkar og ræddu málin. Vertu með í hópi ánægðustu við- skiptavina fjármálafyrirtækja á Íslandi*. Það er ekkert einfaldara en að flytja öll bankaviðskipti yfir til okkar. Þú tekur ákvörðun og við sjáum um flutninginn. * Skv. mælingum Íslensku ánægjuvogarinnar, en að henni standa Gæðastjórnunarfélag Íslands, Samtök iðnaðarins og Gallup. Vertu SPV - Borgartúni 18, Hraunbæ 119, Síðumúla 1; Þjónustuver, sími 5754100 KÓR Áskirkju flytur tvö verk á tón- leikum í Áskirkju í dag kl. 17. Tón- leikarnir eru hluti af tvöfaldri æf- mælisdagskrá Áskirkju og eru hápunktur tónlistardagskrárinnar. Hinn 11. desember er 20 ára vígslu- afmæli kirkjunnar og söfnuðurinn er 40 ára um þessar mundir. Kór Ás- kirkju er að formi til kammerkór sem er að mestu skipaður menntuðu og reyndu tónlistarfólki. Raddirnar eru frekar ungar, en meðalaldur kór- félaga er um 30 ár. Stjórnandi er Kári Þormar organisti. Á tónleikunum verða flutt tvö stór verk, Gloría í D-dúr R589 eftir Ant- onio Vivaldi og Jólaóratoría fyrir fimm einsöngvara, kór og hljómsveit eftir Camille Saint-Saëns. Þessi verk eru þau stærstu sem kórinn hefur flutt fram að þessu. Með kórnum leikur kammersveitin Aldavinir und- ir forystu Sigurðar Halldórssonar sellóleikara. „Það má kannski segja að með tímasetningu þessara tónleika þjóf- störtum við aðventunni og minni lík- ur á að raddir okkar „kafni“ í ara- grúa tónleika í desember,“ segir Kári Þormar. „Það eru fimm ár síðan ég kom heim úr námi og þrjú ár síð- an ég tók við kórnum og ég finn að baráttan um áheyrendur eykst ár frá ári. Íslendingar hafa mikinn áhuga á tónlist og það sem er að gerast í tón- list hér er geysilega gott. Til sam- anburðar hef ég Þýskaland þar sem ég lærði. Þar var mikið framboð af tónleikum en gæðin ekki alveg eins og vænta mátti, þrátt fyrir að Þýska- land sé hið mikla land kirkjutónlist- ar. Það segir sína sögu um það hvað við erum að gera hér,“ segir Kári. Það eina sem vantar er bassinn „Við byrjum tónleikana á því að flytja Jólaóratoríuna til þess að reyna ekki of mikið á einsöngvarana, sem koma allir úr röðum kórfélaga, en þeir eru Hallveig Rúnarsdóttir, Sibylle Köll, Jóhanna Ósk Valsdótt- ir, Björn Thorarensen og Hrólfur Sæmundsson. Verkið er mjög kröfu- hart fyrir þá á allan hátt og sérlega spennandi fyrir kóloratúr-sópraninn því raddirnar liggja oft á tíðum mjög hátt. Verkið er skrifað fyrir sópran, mezzósópran, alt, tenór og barítón. Það eina sem vantar er bassinn. Hann stendur að þessu sinni við stjórnvölinn og lætur sér nægja að þegja í þetta skiptið,“ segir Kári og hlær. „Óratorían er kannski ekki al- veg eins og við þekkjum óratoríur Bachs, en vísar þó til þeirra. Frönsku tónskáldin, eins og Saint- Saëns, vitnuðu oft í eldri tónskáld. Í verkinu er mikill fjölbreytileiki og hefur að geyma resitatíf (söngles), einsöng, dúett, tríó, kvartett og kvin- tett ásamt kór. Harpa og orgel koma aðeins við sögu í dúó- og tríó-köfl- unum, sem eru alveg yndislega fal- legir. Saint-Saëns er frekar klassísk- ur og hefðbundinn í sínum stíl en tónskáld á þessum tíma voru ekki mikið að brjóta sér leið út úr viðjum hversdagsleikans.“ Eftir hlé flytur kórinn Gloríu í D- dúr eftir Antonio Vivaldi. „Vivaldi starfaði í Feneyjum og var þar tón- listarstjóri og kórstjóri við munaðar- leysingjahæli fyrir stúlkur,“ segir Kári. „Gloríuna samdi Vivaldi árið 1725 og hefur verið talið að hann semji hana fyrir brúðkaup Lúðvíks XIV. Einsöngshlutverkin, sem eru tvö, eru fyrir sópran og alt og gefur meira tilefni til þess að ætla að Viv- aldi hafi samið verkið fyrir stúlkurn- ar á munaðarleysingjahælinu. Verk- ið er í tólf mismunandi löngum köflum og er eitt þekktasta kirkju- verk Vivaldis. Kannski má segja að þetta sé svona miðaldapopp því verk- ið byggist á miklum rytma og pólý- fónískum stíl.“ Elma Atladóttir og Oddný Sigurðardóttir syngja ein- söngshlutverkin í þessu verki. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Hinn 7. desember verður vígsluaf- mælinu fagnað og 21. desember verða Jólasöngvar Kórs Áskirkju. Gloría fyrir munaðarlaus- ar stúlkur Morgunblaðið/Kristinn Kári Þormar ásamt einsöngvurum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.