Morgunblaðið - 23.11.2003, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 23.11.2003, Blaðsíða 30
LISTIR 30 SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ sinn sem verk eftir hann er sýnt í Þjóðleikhúsinu. Með hlutverk Ragnheiðar Birnu fer Þórunn Erna Clausen en með önnur hlutverk fara Atli Rafn Sig- urðarson, Björn Thors, Brynhildur Guðjónsdóttir, Edda Arnljótsdóttir, Elva Ósk Ólafsdóttir, Inga María Valdimarsdóttir, Kjartan Guð- jónsson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Sigurður Sigurjónsson, Valdimar Örn Flygenring, Þórunn Lár- usdóttir og Þröstur Leó Gunn- arsson. Umsjón með tónlist hefur Sig- urður Bjóla, um lýsingu sér Björn Bergsteinn Guðmundsson, höfundur leikmyndar er Gretar Reynisson, aðstoðarmaður leikstjóra er Agnar Jón Egilsson en Baltasar Kormákur gerir leikgerð og leikstýrir. ÆFINGAR eru hafnar á leikriti Hallgríms Helgasonar, Þetta er allt að koma, sem frumsýnt verður í Þjóðleikhúsinu í febrúar. Á fyrstu æfingu afhenti Edda útgáfa að- standendum sýningarinnar sam- nefnda skáldsögu. Leikstjóri er Baltasar Kormákur en hann gerir jafnframt leikgerð. Leikgerð er byggð á skáldsögu Hallgríms um stormasaman æviferil listakonunnar Ragnheiðar Birnu, erfiða baráttu hennar og leit hennar að hinum hreina tóni. Sannkölluð rússíbanaferð um íslenskt samfélag síðustu áratuga, strauma og stefnur í lífi og listum, þar sem fjölmargar skrautlegar persónur koma við sögu. Hallgrímur er kunnur rithöf- undur og hefur m.a. skrifað verk fyrir leiksvið en þetta er í fyrsta Morgunblaðið/Jim Smart Leikarar, höfundur og listrænir stjórnendur á tröppum Þjóðleikhússins. Æfingar hafnar á leikriti eftir Hallgrím Helgason Ómar Guðjónsson – Varma land inni- heldur 13 lög eftir Ómar Guðjónsson þar sem lagagrunnurinn er léttur djass sem tekur á sig ýmsar myndir. „Skilar sú vinnsla sér í heilsteypta plötu sem svíkur engan sannan tónlistar- unnanda,“ segir í kynningu. Hljómsveitina skipa auk Ómars sem leikur á gítar, Þórður Högnason, bassi, Helgi Svavar Helgason tromm- ur og Óskar Guðjónsson saxófón. Ómar Guðjónsson (f. 1978) hóf nám í FÍH 14 ára gamall. Hann lærði hjá Hilmari Jenssyni fyrstu árin, síðan hjá Jóni Páli Bjarnasyni og síðast hjá Sigurði Flosasyni. Ómar útskrifaðist frá FÍH í febrúar 2003. Síðustu ár hef- ur Ómar spilað opinberlega og hefur starfað með fjölda hljómsveita og ver- ið einn af stofnendum hljómsveitanna Funkmaster 2000, Desmin og HOD. Ómar var meðlimur í kvartettinum Off minor sem spilaði í Norðurlandadjas- skeppni ungliða í Helsinki árið 2002 á vegum Young Nordic Jazz Comets og leiddi síðan HOD, eigin sveit árið 2003 í Ósló, í þessari sömu keppni. HOD tríóið hefur látið að sér kveða að undanförnu, en það er skipað auk Óm- ars, þeim Davíð Þór Jónssyni á Ham- mondorgel og Helga Svavari Helga- syni á trommur. Útgefandi er 21-12. Hljóðritun fór fram hjá Apavatni í júní 2003. Upp- tökustjóri var Óskar Guðjónsson. Hljóðblöndun og upptöku stjórnaði Sveinn Kjartansson og tónjöfnun Axel Árnason. Djass um næstu helgi HLUTAFJÁRÚTBOÐ Stofnað hefur verið einkahlutafélagið HRAUN Í ÖXNADAL EHF sem keypt hefur jörðina Hraun í Öx- nadal, fæðingarstað „listaskáldsins góða“. Er fyrirhugað að koma á fót fræðasetri, tengt minningu skáldsins og náttúrufræðingsins Jónasar Hallgrímssonar, kynna verk hans og efla lifandi og sögulega menningu þjóðarinnar. Á vegum félagsins verður sett á fót STOFNUN JÓNASAR HALLGRÍMSSONAR sem annast mun rekstur fræðasetursins og útgáfustarf á vegum félagsins. Fyrsta verkefni stofnunarinnar verður að undirbúa 200 ára afmæli Jónasar Hallgrímssonar 16. nóvember 2007, m.a. með því að gefa út úrval verka hans ásamt æviágripi, gefa út söngljóð hans á geisladiski og efna til ráðstefnu um skáldið og náttúrufræðinginn þar sem rætt verður um áhrif hans á íslenska málrækt, náttúrufræðirannsóknir og umhverfisvernd. Til þess að standa straum af kaupunum á jörðinni og rekstri fræðasetursins er leitað til einstaklinga, stofnana og fyrirtækja um kaup á hlutabréfum í félaginu. Hlutabréfin eru að upphæð 50 og 100 þús- und krónur. Þeir sem vilja skrá sig fyrir hlutabréfum geta haft samband við undirritaða, sent bréf til félagsins í PÓSTHÓLF 270, 602 AKUREYRI eða skráð sig í tölvupósti, en netfang félagsins er jonas.hallgrimsson@simnet.is. Með því að kaupa hlutabréf í einkahlutafélaginu HRAUNI Í ÖXNADAL EHF eignast menn hlut í jörð- inni og aðild að STOFNUN JÓNASAR HALLGRÍMSSONAR og fá útgáfubækur og önnur verk stofn- unarinnar á sérstökum kjörum - auk þess að styðja gott málefni. Guðrún María Kristinsdóttir Jón Kr. Sólnes Tryggvi Gíslason fornleifafræðingur lögmaður magister Bjarmastíg 11 Aðalstræti 72 Blásölum 22 600 Akureyri 600 Akureyri 201 Kópavogi Ragnheiður Gröndal nefnist nýr geisladiskur þar sem Ragnheiður flytur 13 þekktar djassperlur gam- alla meistara eins og Duke Ell- ington, Thelon- ious Monk og Cole Porter. Ragnheiði til halds og trausts á hljómdisknum eru þeirJón Páll Bjarnason á gítar, Haukur Gröndal sem leikur á saxó- fón og bassethorn og Morten Lundsby á kontrabassa. Útgefandi er Rodent og Sonet sér um dreif- ingu. Upptökur fóru fram í FÍH í júlí 2003. Upptökustjórn var í höndum Þóris Baldurssonar. Verð: 2.399 kr. Djass KAMMERKÓR Nýja tónlistarskól- ans og Kammerkór Reykjavíkur ásamt einsöngvurum halda tónleika í Selfosskirkju kl. 15.30 í dag, sunnu- dag. Tónleikarnir verða endurfluttir í Skálholtskirkju kl. 20.30 þá um kvöldið. Á efnisskránni eru tvö verk, Stabat Mater eftir Pergolesi og Messa í g-dúr eftir Franz Schubert. Einsöngvarar eru Magnea Gunnars- dóttir, Þorsteinn Þorsteinsson, Magnús Guðmundsson, Lindita Ótt- arsson, Árni Gunnarsson, Jóna Fanney Svafarsdóttir, Davíð Viðars- son Erlendur Elvarsson, Hlíf Kára- dóttir, Lára Hrönn Pétursdóttir, Erna Hlín Guðjónsdóttir, Anna Mar- grét Óskarsdóttir, Sigurlaug Arnar- dóttir, Birna Ragnarsdóttir, Ragn- heiður Sara Grímsdóttir. Stjórnandi er Sigurður Bragason og organisti Bjarni Þ. Jónatansson. Stabat Mater sungið í Selfosskirkju ♦♦♦ GENGI GJALDMIÐLA mbl.is BÓKIN Af norskum rótum - Gömul timburhús á Íslandi fjallar um norsk áhrif í íslenskri byggingarsögu og þá þróun sem af þeim hefur sprottið. Sjónum er beint sérstaklega að þeim stöðum sem bera mestan svip af norskættuðum húsum, Reykjavík, Seyðisfirði, Akureyri, Siglufirði og Ísafirði, og eru höfundar kaflanna allir fagmenn, búsettir á viðkomandi stöðum. Hjörleifur Stefánsson fjallar almennt um norsk áhrif á ís- lenska byggingarsögu, kafli er um timburhús í Evrópu og Noregi eftir Jens Christian Eldal, annar um for- smíðuð hús eftir Kjell H. Halvorsen og ágrip af sögu hval- og síldveiða Norðmanna við Ísland eftir Jón Þ. Þór. Ritnefnd skipa Hjörleifur Stef- ánsson, Kjell H. Halvorsen og Magnús Skúlason. Í lok nítjándu aldar og upphafi þeirrar tuttugustu höfðu Norðmenn töluverð umsvif í síld- og hvalveiðum við Ísland og jafnvel svo að sums staðar var talað um nýtt landnám þeirra. Sumir Norðmannanna sett- ust hér að og þeim fylgdu nýir straumar og menningartengsl í ýms- um efnum. Bókin er prýdd ríkulegu mynd- efni, jafnt nýjum ljósmyndum sem myndum frá fyrri tímum. Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 300 bls. Verð: 4.990 kr. Morgunblaðið/Jim Smart Kjell Hallvorsen, fyrrverandi sendiherra Noregs á Íslandi, afhendir Gutt- orm Vik, núverandi sendiherra, bókina um gömul timburhús á Íslandi. Bók um norsk timburhús
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.