Morgunblaðið - 23.11.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 23.11.2003, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ 23. nóvember 1993: „Kjós- endur í flestum sveit- arfélögum landsins höfnuðu fyrirliggjandi sameining- artillögum svæðanefnda. Niðurstaðan er áfall fyrir sameiningu sveitarfélaga, sem sterk rök hníga að, og kann að seinka æskilegri þró- un í þeim efnum. Niðurstöður ber engu að síður að virða, eins og Davíð Oddsson, for- sætisráðherra, lagði áherzlu á í umsögn um úrslitin. Kosningarnar sigldu að- eins einni sameiningu heilli í höfn. Fjögur sveitarfélög á Snæfellsnesi verða að einu: Breiðuvíkurhreppur, Hellis- sandur, Ólafsvík og Stað- arsveit. Niðurstöður opna hins vegar leið til fækkunar og stækkunar sveitarfélaga á fjórum öðrum svæðum, það er þar sem tveir þriðju við- komandi sveitarfélaga sam- þykktu sameininguna.“ . . . . . . . . . . 23. nóvember 1983: „Portú- galir eru í hópi bestu við- skiptaþjóða okkar Íslend- inga. Sé litið á mikilvægi portúgalska markaðarins fyr- ir íslenskar sjávarafurðir kemur í ljós að aðeins Banda- ríkjamenn og Bretar kaupa meira af okkur. Með þetta í huga er vel við hæfi að frú Vigdís Finnbogadóttir, for- seti Íslands, skuli þessa dag- ana vera í opinberri heim- sókn í Portúgal í boði Ram- alho Eanes, forseta Portúgals. Heimsóknir af þessu tagi vekja jafnan tölu- verða athygli og með þeim skapast tengsl á milli þjóð- höfðingja og kynni æðstu ráðamanna eins og fram kemur í frásögn Geirs Hall- grímssonar, utanrík- isráðherra, hér í blaðinu í gær af viðræðum hans við Jaime Gama, utanrík- isráðherra Portúgals.“ . . . . . . . . . . 23. nóvember 1973: „Í um- ræðum þeim sem nú fara fram um öryggismál þjóð- arinnar, er athyglisvert, að lítið fer fyrir rökum í mál- flutningi þeirra stjórn- arsinna, sem hvetja til brott- flutnings varnarliðsins. Þannig heldur Þórarinn Þór- arinsson enn áfram í for- ystugrein Tímans í gær, að tönnlast á þeim fyrirvara um enga erlenda hersetu á frið- artímum, sem hafður var uppi 1949, enda þótt Morg- unblaðið hafi margsinnis að undanförnu birt ummæli Bjarna Benediktssonar frá 1957, þar sem hann sýndi fram á með óyggjandi rökum, að forsendur fyrir þessum fyrirvara væru gjörsamlega brostnar. En Þórarinn Þór- arinsson veit sem er, að mál- flutningur hans er svo veikur, að hann þorir ekki að hætta sér út í rökræður á þessum grundvelli.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. H örð gagnrýni á kauprétt tveggja af þremur æðstu stjórnenda Kaupþings Búnaðarbanka á hluta- bréfum í bankanum hef- ur leitt umræður um stöðu og hlutverk bank- anna og stórra við- skiptasamsteypna, sem hér hafa orðið til, inn á nýjar og að mörgu leyti jákvæðar brautir. Í Morgunblaðinu í dag, laugardag, skýrir Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra frá því að hún hafi nú þegar sett í gang vinnu í ráðuneyti sínu við að kanna lagalega stöðu kaupréttarsamninga. Í frétt um viðbrögð ráð- herrans segir m.a.: „Hún segir að ætlunin sé m.a. að athuga, hvort það geti verið eðlilegt að gerðir séu kaupréttarsamningar, sem taka mið af gengi á hlutabréfum, sem er undir markaðsgengi á hverjum tíma. Einnig verði kannað hvort nauðsynlegt sé að kveða á um kaupréttar- samninga í hlutafélagalögum. Svo sé ekki í dag, því einungis sé kveðið á um þessa samn- inga í skattalögum. „Ég hef einnig ákveðið að láta skoða með hvaða hætti eigi að standa að ákvörðun launa skráðra fyrirtækja. Þessa vinnu þarf helzt að vinna hratt.““ Í Morgunblaðinu í dag, laugardag, víkur Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Fjármálaeft- irlitsins, að sama máli og segir að athuga þurfi hvort endurskoða þurfi hlutafélagalög þannig að þar verði skýr ákvæði um hvernig kaup- réttarsamningar komast á í öllum hlutafélög- um og að slíkar ákvarðanir þurfi að bera með ítarlegum hætti undir hluthafafund. Páll Gunnar bætir við: „Það er eitthvað, sem mér finnst að þurfi að skoða að virkja hlutafélags- löggjöf með þeim hætti.“ Forstjóri Fjármálaeftirlitsins bendir á að það geti verið réttlætanlegt að tengja laun stjórnenda fyrirtækja árangri þeirra ef rétt sé að því staðið og lýsir aðkomu Fjármálaeftirlits að þessum málum á þennan veg: „Þessir samningar geta haft áhrif á það, hvernig stjórnendurnir starfa og Fjármálaeftirlitið hefur oft á liðnum árum haft áhyggjur af því og rætt það við stjórnendur fjármálafyrir- tækja hvort viðkomandi samningar veiki áhættustýringu í fyrirtækinu.“ Ef marka má ummæli tveggja stjórnarand- stöðuleiðtoga í viðtölum við Morgunblaðið má ætla að víðtæk samstaða geti orðið á Alþingi um breytingar á löggjöf sem setji ákveðnari ramma utan um ákvarðanir fyrirtækja sem skráð eru á opnum markaði í þessum efnum. Þannig veltir Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, fyrir sér hlutverki Fjár- málaeftirlitsins í svona málum og segir að það hljóti að vera verkefni þess að verja alla eig- endur jafnt, þ.á m. smáa eigendur almennings- hlutafélaga en einnig viðskiptavini og neyt- endur og segir: „Hvar er Fjármálaeftirlitið, þegar svona gerist? Er það bara veikburða stofnun úti í bæ, sem engu máli skiptir?“ Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, gagnrýnir ríkisstjórnarflokkana harðlega í samtali við Morgunblaðið og segir: „Hvað hafa Valgerður Sverrisdóttir og Davíð Oddsson verið að gera undanfarin misseri? Eru þau ekki búin að búa í haginn fyrir þetta markaðsgræðgisvædda samfélag, sem hefur alls staðar verið fylgifiskur markaðs- og ný- frjálshyggjuvæðingar?“ Í Bandaríkjunum og Bretlandi hafa verið miklar umræður um þessi mál undanfarin misseri og í megindráttum af sömu ástæðum: almenningi hafa ofboðið þær gífurlegu upp- hæðir sem gengið hafa til einstakra stjórn- enda stórra fyrirtækja í þessum tveimur lönd- um. Hefðin er hins vegar allt önnur á meginlandi Evrópu. Í því sambandi hafa verið miklar umræður um skipan stjórna fyrirtækja og áherzla lögð á að í stjórnum stórra fyr- irtækja, sem skráð eru á opnum mörkuðum, þurfi að tryggja að til staðar séu sjálfstæðir stjórnarmenn en með því er átt við að þeir séu hvorki vinir né kunningjar helztu stjórnenda eða í einhverjum þeim hagsmunatengslum við þá að það geti dregið úr vilja þeirra til að taka ákvarðanir sem gangi gegn hagsmunum stjórnendanna. Kannski er ekki úr vegi að í þeirri vinnu, sem nú er að hefjast á vegum viðskiptaráðuneytis, verði hugað að þessum þætti málsins og hvernig slíkt sjálfstæði stjórnarmanna er tryggt í Bandaríkjunum og Bretlandi. Á síðasta áratug hefur smiðshöggið verið rekið á þá þróun í átt til frjálsræðis í við- skiptalífinu sem hófst með Viðreisninni á sjö- unda áratugnum en stöðvaðist í tvo áratugi að töluverðu leyti á milli áranna 1970 til 1990. Nú stöndum við hins vegar frammi fyrir þeim vandamálum sem fylgja frelsinu og í stórum dráttum eru uppi tvær kenningar um hvernig takast eigi á við þau. Hin fyrri er að ekki eigi að takmarka við- skipta- og athafnafrelsi á nokkurn hátt. Með því að njóta fulls frelsis muni markaðurinn stjórna sér sjálfur og hreinsa út með sínum hætti afleiðingar þess að eitthvað fari úr böndum og að menn kunni sér ekki hóf, hvort sem er í sambandi við launaákvarðanir eða t.d. í tengslum við stærri og stærri einingar í við- skiptalífinu sem að lokum skapi hættu á ein- okun. Stuðningsmenn þessara sjónarmiða hef- ur helzt verið að finna innan Sjálfstæðisflokksins þótt þar séu einnig aðrar skoðanir uppi eins og skýrt hefur komið í ljós síðustu daga. Síðari kenningin er sú að frelsinu verði að fylgja ákveðið aðhald sem enginn geti veitt nema löggjafinn og komi það ekki til sögunnar geti skapazt hér eins konar rússneskt ástand, skálmöld í viðskiptalífinu í stað eðlilegs skipu- lags, þar sem fyrirtækin starfa innan ákveðins ramma, þar sem leikreglur hafa verið settar. Yfirlýsingar Valgerðar Sverrisdóttur í gær, föstudag, og ummæli Davíðs Oddssonar benda eindregið til þess að á ríkisstjórnarfundi sem haldinn var á föstudagsmorgun hafi verið tek- in ákvörðun um að fara síðari leiðina og veita viðskiptalífinu sterkara aðhald með strangari löggjöf. Augljóst er af ummælum Davíðs Oddssonar forsætisráðherra í viðtali við Morgunblaðið að þessi þróun mála er honum vonbrigði. Hann hefur sem kunnugt er verið einn helzti tals- maður hins frjálsa markaðar og sem mests frelsis í viðskiptum og athöfnum í stjórnmála- umræðum hér. Í viðtali við Morgunblaðið seg- ir forsætisráðherra: „Hitt er annað mál að ég hef verið þeirrar skoðunar að bezt væri að hafa frelsi sem mest á markaðnum. En svo koma nokkrir einstak- lingar og misnota það með þeim hætti að menn neyðast til þess að hafa reglur þrengri og erfiðari, sem er í sjálfu sér ekki æskilegt en við erum knúin til þess að hafa hluti gegn- særri og með eðlilegri hætti.“ Í umræðum síðustu mánaða um framvindu mála í viðskiptalífinu hefur Morgunblaðið nokkrum sinnum vakið athygli á því í rit- stjórnargreinum að Alþingi Íslendinga hafi síðasta orðið. Nú er augljóslega komið að því að Alþingi hafi síðasta orðið og setji skýrari leikreglur í þessum efnum. Víðtækari afleiðingar? Líklegt má telja að ákvörðun Kaupþings Búnaðarbanka um kauprétt á hlutabréf- um til tveggja einstaklinga og síðan sú skyn- samlega ákvörðun þeirra að nýta hann ekki hafi víðtækari afleiðingar en þær einar að sett verði skýrari lagaákvæði um hvernig standa skuli að ákvörðunum um kauprétt í félögum sem skráð eru á opnum markaði. Undanfarna mánuði hafa verið miklar um- ræður um hlutverk bankanna í atvinnulífi landsmanna. Ástæðan er sú að þeir eru ekki lengur eingöngu mikilvægur þjónustuaðili við fyrirtækin heldur eru þeir á skömmum tíma orðnir virkir þátttakendur í atvinnulífinu sem eigendur. Eins og viðskiptalífið hefur verið að þróast undanfarin misseri er hægt að færa rök að því að stóru bankarnir þrír séu að verða einhvers konar kjarnar sem eigi hluti í mörgum fyr- irtækjum sem verði eins konar fylgihnettir bankanna. Dæmi eru um viðskiptalíf sem hef- ur fallið í þennan farveg, ekki sízt í Þýzka- landi og Japan. Nú er það svo að þessi tvö ríki eru í hópi mestu efnahagsvelda heims og þess vegna ekki óeðlilegt að spurt sé hvort þau séu ekki einmitt sönnun þess að fyrirkomulag af þessu tagi geti gefizt vel. Ekki er allt sem sýnist í þeim efnum. Bæði Þjóðverjar og Japanir hafa lent í efnahags- legum hremmingum á undanförnum árum og eru enn í efnahagslegum öldudal. Skýringar er ekki endilega að leita í mikilli þátttöku bankanna í atvinnulífinu með eignaraðild að fyrirtækjum. Þó er ljóst af umræðum í báðum löndunum að sú eignaraðild er talin torvelda framsókn fyrirtækjanna á nýjan leik. Í okkar litla umhverfi hér á Íslandi, þar sem ekki er margra kosta völ, spyrja stjórnendur fyrirtækja sig æ oftar þeirrar spurningar, hvernig þeir eigi að haga viðskiptum sínum, þegar viðskiptabanki þeirra á hugsanlega eignarhlut í samkeppnisaðila. Geta þessi fyr- RÉTTUR BARNA OG VALD FORELDRA Í Morgunblaðinu á miðvikudag vargreint frá skýrslu, sem unnin hefurverið fyrir umboðsmann barna, þar sem lagðar eru til ýmsar lagabreyt- ingar í því skyni að styrkja réttindi barna, þar á meðal til sjálfsákvörðunar- réttar og friðhelgi einkalífs. Til að mynda kemur fram í skýrsl- unni, sem Ragnheiður Thorlacius lög- fræðingur skrifaði, að persónuleg gögn barns, t.d. dagbók, minnisblöð og bréf, njóti verndar stjórnarskrár og barna- sáttmála Sameinuðu þjóðanna; megin- reglan sé sú að foreldrar hafi ekki leyfi til að opna persónuleg bréf barna sinna eða lesa persónuleg gögn. Sama eigi við um aðgang foreldra að hirzlum eða geymslum barns, hvort sem þær séu læstar eða ekki. Hins vegar verði for- eldrar auðvitað að opna t.d. bréf barna sem ekki kunni að lesa; sama eigi við ef þeir séu vissir um að efnið varði málefni sem kalli á samþykki þeirra. Í skýrslu Ragnheiðar kemur aukin- heldur fram að þrátt fyrir forsjá for- eldra eigi barn rétt á að ákveða sjálft hvaða tómstundum það taki þátt í. Frá 8–10 ára aldri sé eðlilegt að barnið fái sjálft að taka ákvarðanir um t.d. klæða- burð, hárgreiðslu og val á vinum og tómstundum. Með því að veita barni aukinn sjálfsákvörðunarrétt með hækkandi aldri og auknum þroska leggi foreldrar grunn að uppeldi sem miði að því að barnið verði sjálfstæður, ábyrgur og upplýstur einstaklingur. Í skýrslunni er lagt til að m.a. barna- lögum verði breytt til að tryggja þessi réttindi barna, jafnframt að barna- verndarlögum verði breytt þannig að börn hafi ótvíræðan rétt til að tilkynna barnaverndarnefndum um mál, undir nafnleynd. Í forsjá foreldra yfir börnum sínum allt til 18 ára aldurs felst að sjálfsögðu að þeir hafa síðasta orðið; mega og eiga að beita foreldravaldinu. Hins vegar eru notkun foreldravaldsins skorður settar eins og notkun alls annars valds. Flestir foreldrar kunna líkast til að feta vandrataðan meðalveg á milli þess að veita börnum sínum ábyrgð og sjálf- stæði og að gefa þeim þá vernd og leið- sögn sem þeim ber skylda til sem for- eldrar. Lykilatriði í þessum efnum er auðvitað aldur og þroski barnanna; með hækkandi aldri er eðlilegt að börn hafi meira að segja um það hvernig þau haga lífi sínu en foreldrar geta ekki eingöngu horft á aldurinn, það verður líka að meta hvaða þroska börn hafa öðlazt til að taka oft og tíðum erfiðar ákvarðanir. Skýrsla Ragnheiðar Thorlacius er m.a. til komin vegna þeirra mála þar sem foreldrar hafa e.t.v. farið offari gagnvart börnum sínum og ekki virt nægilega rétt þeirra sem sjálfstæðra einstaklinga. Þannig hefur Þórhildur Líndal, umboðsmaður barna, fengið margar fyrirspurnir frá börnum, m.a. um rétt foreldra til að skoða dagbækur og um það hver eigi að ráða varðandi val á framhaldsskóla. Ætla verður að minnihluti foreldra fari yfir strikið í þessum efnum en engu að síður getur verið ástæða til að gera lagabreytingar til að setja foreldravaldinu skorður að þessu leyti. Á þessu máli er hlið sem komið hefur í ljós í nágrannalöndum okkar á und- anförnum árum með aukinni menning- arlegri fjölbreytni; að foreldrar frá öðr- um menningarheimum líta vald sitt yfir börnum sínum allt öðrum augum en það samfélag sem þeir hafa valið sér að búa í. Þannig eru dæmi um hreina og klára misbeitingu foreldravaldsins, ekki sízt gagnvart ungum stúlkum, í nafni trúar eða siðvenju. Íslenzk lög eiga að sjálf- sögðu að hindra að slíkt líðist hér. Eins og Bergþóra Valsdóttir, fram- kvæmdastjóri SAMFOK, Samtaka for- eldrafélaga og foreldraráða í Grunn- skólum Reykjavíkur, bendir á í Morgunblaðinu á fimmtudag, mega for- eldrar, sem eru óöruggir í hlutverki sínu, hins vegar ekki líta þannig á skýrslu Ragnheiðar Thorlacius að þeim sé óheimilt að taka af skarið gagnvart börnunum sínum. Allar ákvarðanir, sem varða bæði börn og foreldra, þarf að sjálfsögðu að ræða og æskilegast er að finna málamiðlanir sem allir geta sætt sig við. Í ýmsum tilfellum er þó engin spurning að foreldrar eiga óhikað að hafa síðasta orðið. Það á t.d. við um áfengis- og vímuefnaneyzlu, útivistar- tíma, netnotkun og fleira. Raunar má færa rök fyrir því að í þeim efnum mættu margir foreldrar vera duglegri að beita því valdi sem þeim er falið til að beina börnum sínum á réttar brautir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.