Morgunblaðið - 23.11.2003, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 23.11.2003, Blaðsíða 35
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2003 35 KÚBANSKA Tómasar R. Einars- sonar sem út kom í fyrra var ansi skemmtilegur diskur; kúbönsk sveifla með nor- rænu ívafi. Nú gengur hann alla leið. Heldur til Kúbu, fær inn- fædda snillinga í lið með sér og upphefst þá hin æðislegasta kar- abíusveifla á disk- inum nýja, Hav- ana. Að sjálfsögðu er Tómas ekki Kúbani þótt hann hafi lagt stund á tónlist innfæddra og ekki síst bassa- stíl fornra kúbanskra meistara. Stundum er norrænn blær á ballöð- um en oftar er það hin hrynheita blanda, er samruni Afríku og Spán- arhrifa gat af sér, sem ræður ríkjum – og ólíkt er heitara á Havana en Kúbanska einsog markast af upp- hafslögum þeirra, sem eru bæði til- valdir smellir og samnefndir skífun- um. Þeta er ekki djassdiskur í hefð- bundnum skilningi þótt Tómas eigi meira sameiginlegt með Machito sem Parker blés með eða Juan Tizol hjá Ellington en kúbönsku snillingunum sem maður heyrði fyrst í danslögum útvarpsins: Perez Prado og Xavier Cugat með mambóa sína og rúmbur. En það er fyrst og fremst í tónlist þeirri sem best er leikin á Kúbu sem Tómas sækir innblásturinn. Ég er sosum ekki fróður um þá músík þótt ég þekki allvel helstu djasssnillinga Kúbu hvort sem það eru Sandoval, D’Rivera, Rublacapa eða meistari Chucho Valdes, sem getur leikið á pí- anóið í stíl Tatums, þótt hann stjórni heitustu Kúbusveit sem ég hef heyrt: Irakere. Afturá móti sér maður gjarnan kúbanskar hljómsveitir á djasshátíðum í sjónvarpi – allt frá lúðrasveitum til sósjalklúbbsins í Havana og þar er nú gjarnan bassa- leikari við hæfi: Cachaito López. Það er víst ekki tíska kúbanskra bassa- leikara að fara offari í sólóum sínum og það gerir Tómas ekki í tveimur af bestu og djassskotnustu söngvum disksins: Bólero og Tófan og hrafn- inn, sem er nafn á helsta djassklúbbi Havana. Þar er brilljant píanóleikur hjá Emilio Morales, þarsem Lauf- blöðin falla í hugskotinu og vitnað er í Láru. Ég held að Morales sé bestur sólista á disknum þótt tresleikarinn Mustelier sé hinn skemmtilegasti. Tómas er sosum ekki óvanur að hafa píanistann í fararbroddi; Eyþór Gunnarsson var á Kúbanska einsog svo mörgum öðrum diskum Tómasar. Afturá móti eru blásararnir ekki jafn magnaðir hrynmeisturum, Marín básúnuleikari dálítið litlaus, en Ram- on trompetleikari á ágætan sóló í Kongóblús. Hann fékk að blása mun meira er hann kom hingað í tilefni fimmtugsafmælis Tómasar og útgáfu disksins þarsem hann blés boppaða sólóa sem féllu þó oft í skugga hins hnitmiðaða Césars tresgítarista. Það voru glettilega skemmtilegir tón- leikar þótt slagverksmeistararnir væru heima á Kúbu. Samúel Jón réð prýðilega við hlutverk Marín og Dav- íð Þór var skemmtilega villtur við pí- anóið. Öllum sem gaman hafa af suðræn- um takti, hvort sem er hjá Tito Puente eða öðrum sölsumeisturum, ætti að þykja fengur í Havana Tóm- asar. Það þykir mér einnig því djass- æðin er aldrei fjarri í hinum fjöl- breytta karabíska hryni. Hrynhiti frá Kúbu DJASS Geisladiskur Daniel Ramos trompet, Juan Carlos Mar- ín básúnu, Emilio Morales píanó, César Hechevarría Mustelier tresgítar, Jorge Louis Reyes, Adrián Ángel Gómez og Manuel Alejandro Mayor slagverk. Hljómsveitarstjóri, höfundur tónlistar og bassaleikari: Tómas R. Einarsson. Tekið upp í Havana á Kúbu í ágústbyrjun 2003. Blánótt 001. HAVANA Tómas R. Einarsson Vernharður Linnet Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. - www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30. Ingólfur 896 5222 - Magnús 822 8242 (atvinnuhúsn.) Bogi 699 3444 - Þórarinn 899 1882 - Bárður 896 5221  Samhentir sölumenn í fimmtán ár tryggja þinn árangur.  Mikil eftirspurn er eftir 2ja–4ra herbergja íbúðum.  Fjölmargir kaupendur á skrá. Einnig er mikil eftirspurn eftir sérhæðum,  rað- og einbýlishúsum.  Erum við símann núna. Láttu okkur selja fyrir þig - 70 ára samanlögð reynsla tryggir fagleg vinnubrögð WWW.EIGNAVAL.ISSigurður Óskarsson, lögg. fastsali Glæsilegt landsvæði og hús við Ytri Rangá SUÐURLANDSBRAUT 16 • 108 REYKJAVÍK SÍMI 585 9999 • FAX 585 9998 FÉLAG FASTEIGNASALA Um er að ræða fallegt 4ra herbergja 102 fm einbýlishús á landi Svínhaga við Ytri-Rangá. Glæsilegt útsýni. Húsið er allt nýuppgert og klætt að utan með bjálkaklæðningu. Húsið er nýeinangrað, búið er að skipta um gólf, milliveggi, úti- og innihurðir ásamt gluggum. Í kringum húsið er ný ca 100 fm verönd. Allar raf- og vatnslagnir eru nýjar. Ný gólfefni, parket. Nýlegar eldhús- og baðinnréttingar. Öll aðkoma að húsunum er hin besta og eru góð afgirt bílastæði fyrir fram íbúðarhúsið. Húsið stendur á 12,8 ha landspildu, (möguleiki á stækkun). Landspilda þessi er öll fallega gróin og eru ca 6 ha af henni ræktuð tún, en annað er grasgefið mólendi og kjörið sem beitiland. Spildan á land að Selssundlæk, sem er nokkuð vatnsmikil bergvatnsá, á ca 800 m kafla. (Möguleiki að nýta fallhæð í ánni til rafvirkjunar.) Heitar uppsprettur eru á spildunni. Á spildunni stendur hlaða ca (150 fm) og fjárhús ca (160 fm) sem voru reist árið 1994. Húsin eru sambyggð og eru bárujárnsklædd timburhús. Stórar innkeyrsludyr eru bæði á hlöðu og fjárhúsi. Rafmagn og vatn er í húsinu. Áhv. 7 millj. í húsbr. Möguleiki á frekari lánum. Skipti möguleg á húsi/íbúð á höfuðborgar- svæðinu. Hérna er tækifæri að kaupa gott hús og spildu sem býður upp á ótæmandi möguleika sem er ca 100 km frá Rvík. V. 16,9 millj. Nánari uppl. veitir Þórarinn á skrifstofu Eignavals eða Grettir í síma 898 8300. EINNIG FJÖLBREYTT ÚRVAL SUMARHÚSALÓÐA OG LANDSPILDNA Í STÓRBROTNU UMHVERFI Á BÖKKUM YTRI RANGÁR Til sölu 31 landspilda af stærðinni 10 til 30 ha og mikið úrval sumarhúsalóða. Um er að ræða afar fallegan stað við Ytri Rangá. Útsýni er glæsilegt og Hekla setur svip sinn á fallega náttúru. Stutt er í alla þjónustu og steinsnar upp á hálendi Íslands. Frábært tækifæri fyrir þá sem vilja rækta upp land eða skóg og búa um sig í fagurri náttúru. Allar nánari uppl. á skrifstofu Eignavals (Þórarinn) eða Grettir í síma 898 8300. Einnig er hægt að nálgast frekari uppl. á netinu www.vortex.is/heklubyggd. Jóhannes Ásgeirsson hdl., lögg. fasteignasali F A S T E I G N A S A L A SUÐURLANDSBRAUT 10, 2. HÆÐ F/OFAN BLÓMASTOFU FRIÐFINNS, 108 REYKJAVÍK SÍMI 533 1616 FAX 533 1617 OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 14.00-17.00 SUNNUBRAUT 29 - KÓP. - SJÁVARLÓÐ - ÚTSÝNI - LAUST Á einhverjum albesta stað á höfuðborgarsvæðinu er til sölu 329 fm einbýlishús á 2 hæðum ásamt 28 fm bílskúr og 28 fm bátaskýli eða samtals ca 385 fm. Gott útsýni. Aukaíbúð á jarðhæð. V. 42,5 m. 3685 Gullið tækifæri Hlíðasmára 15 Sími 595 9090 holl@holl.is Opið virka daga kl. 9-18 www.holl.is Einn glæsilegasti sportbar landsins CHAMPIONS CAFÉ er nú kominn í sölu. Barinn er vel staðsettur við eitt stærsta íbúðarhverfi landsins (Grafarvog). Staðurinn tekur um 200 manns í sæti í tæplega 500 fm leiguhúsnæði með góðum leigusamningi. Á staðnum eru m.a. 3 risaskjáir, fullkomið gervihnattakerfi m. 3 diskum, „pool“-borð, fjöldi sjónvarpa og öll aðstaða hin glæsilegasta. Eldhúsið er afar vel tækjum búið og er allt til staðar til að halda glæsilegar veislur. Allar innrétt- ingar eru fyrsta flokks og ekkert hefur verið til sparað til að gera staðinn einn þann glæsilegasta á landinu. Þetta er tilvalið tækifæri fyrir samheldna fjölskyldu(r) til að skapa sér gott framtíðarstarf. Uppl. veita sölumenn Hóls Árni 897-4693, Kristberg 892-193. Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. - www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30. s. 588 4477 Höfum traustan kaupanda að húsi á einni hæð, sérhæð eða íbúð á bilinu 120-160 fm. Bílskúr eða bílskýli æskilegt. Verðhugmynd 18- 25 millj. Eignin þarf ekki að vera fullbúin. Má vera í fjölbýli. Nánari upplýsingar veitir Bárður Tryggvason sölustjóri í síma 896 5221 eða á skrifstofu Valhallar. Vantar hús eða íbúð í Grafarholti - Grafarvogi SÓLVALLAGATA – LEIGUTEKJUR Lágmúla 9, 6. hæð • Sími 533 1122 • Fax 533 1121 Einbýli með fjórum íbúðum í góðri leigu, leigutekjur um 210 þús á mán. Samtals 174,6 m² á þremur hæðum. Tvær stúdíóíbúðir. Allt nýstandsett. Sérinngangur í kjallaraíbúð. Sérinn- gangur í risíbúð. Þakjárn, rennur og gler nýtt. Óskað er eftir tilboðum. Áhvílandi 10,5 millj. Nánari upplýsingar veitir Þröstur í síma 897 0634.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.