Morgunblaðið - 23.11.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 23.11.2003, Blaðsíða 36
SKOÐUN 36 SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ er skemmtilegt, að Morg- unblaðið skuli verða vettvangur fyrir umræður á milli lögfræðinga um valdheimildir dóm- stóla og réttarheim- ildir, en með því hug- taki er átt við þann efnivið sem dóm- stólar mega nota við að komast að nið- urstöðum í dóms- málum. Ég hef lengi haldið því fram, að umræður um þessi málefni eigi brýnt erindi við almenning. Þau varða nefnilega meðferð á þýðing- armiklu þjóðfélagsvaldi, dómsvald- inu, og þar með réttaröryggi borg- aranna. Lögfræðingar hafa löngum einungis fjallað um slík málefni í sín- um eigin hópi, á fundum og í lög- fræðitímaritum. Er þá eins og þeir hafi talið umræðuefnið varða sér- fræði þeirra sem aðrir menn fengju lítt eða ekki skilið. Það er auðvitað misskilningur. Langflestir eiga auð- velt með að skilja þessi umræðuefni og þau meginsjónarmið sem þar ber á góma. Páll Þórhallsson sem nú starfar sem lögfræðingur hjá Evrópuráðinu skrifaði í haust ritdóm um bók mína „Um fordæmi og valdmörk dóm- stóla“, en í henni er meðal annars fjallað um grundvallaratriði, sem snerta valdheimildir dómstóla og tal- að á gagnrýninn hátt um frammi- stöðu íslenskra dómstóla við að virða þau. Í lok ritdómsins varpaði hann til mín spurningum um nokkur atriði, sem kviknað höfðu í huga hans við lestur bókarinnar. Það gladdi mig. Bæði vegna þess að bókinni var hreinlega ætlað það hlutverk að vekja lögfræðinga til umhugsunar og til að spyrja spurninga, en líka vegna þess að sá sem spurði er einstaklega mætur og vandaður lögfræðingur, sem hefur einlægan áhuga á málefn- inu og fjallar um það af málefna- legum heiðarleika. Áhöld um meginatriði Í spurningum Páls mátti greina áhöld um þau meginatriði, sem ég fjalla um í bók minni. Sýndist mér Páll hallast að þeim sjónarmiðum um dómsýsluna, sem miklu hafa ráðið bæði hér á landi og erlendis á síðustu árum, en ég hef gagnrýnt. Lúta þau að því, að dómstólar fari með vald til að setja lagareglur og að ganga megi út frá því, að tvær eða fleiri nið- urstöður geti verið jafnréttar í einu og sama lögfræðilega úrlausn- arefninu. Það var sjálfgefið að taka Pál á orðinu og freista þess að svara spurningum hans. Það gerði ég með grein sem Morgunblaðið birti 19. október. Páll hefur svo svarað henni með grein 9. nóvember. Og nú legg ég nokkur orð til viðbótar í belginn. Það er grunnregla í íslenskri stjórnskipan, að lýðræðislega kjörið þjóðþing, Alþingi, setur lögin. Dóm- stólar hafa ekki því hlutverki að gegna að setja lög. Hlutverk þeirra er að dæma í ágreiningsmálum sem upp koma og undir þá eru borin. Kveðið er skýrt á um þetta í stjórn- arskránni. Þar er til dæmis berum orðum tekið fram í 61. gr., að dóm- endur skuli í embættisverkum sínum fara einungis eftir lögunum. Við það starf beita þeir settum lögum svo langt sem þau endast. Ef ágreinings- efni er borið undir dómstóla, sem sett lög ná ekki til, geta þeir ekki vísað máli frá sér á þeirri forsendu að Al- þingi hafi ekki sett lög sem taki til ágreiningsins. Í slíkum tilfellum þarf því að leita til annarra (réttlægri) heimilda. Helstar þeirra eru rétt- arvenjur, meginreglur laga og eðli máls. Enginn ágreiningur er uppi um að orðið lög í 61. gr. stjórnarskrár- innar tekur ekki bara til settra laga heldur líka þessara réttlægri heim- ilda réttarins. Hugmyndin um réttarríkið Meginviðfangsefni þeirrar fræði- greinar sem við nefnum lögfræði er að rannsaka og veita svör við því, hverjar geti verið heimildir réttarins eða með öðrum orðum, á hvaða sjón- armiðum dómstólum sé heimilt að byggja við dómsýsluna. Á bak við þetta býr hugmynd, sem við stundum kennum við réttarríki og felur það í sér, að um samskipti manna og rétt- arstöðu skuli gilda almennar reglur, sem ekki fari í manngreinarálit og séu til staðar, þegar þau atvik verða sem ágreiningi valda. Til þeirrar hug- myndar heyrir, að ekki verði leyst úr réttarágreiningi manna með því að setja afturvirkar reglur um hann eft- ir að hann er kominn upp. Einfalt, ekki satt? Meginreglur og vandasöm verkefni Réttarheimildirnar meginreglur laga og þó fremur eðli máls valda mestum vanda þegar rannsakaðar eru heimildir réttarins. Vandinn staf- ar af því, að heimildirnar eru ekki skráðar neins staðar; þær verður að lesa úr efnivið sem er miklu óáþreif- anlegri en skrifaður lagatexti. Sumir lögfræðingar hafa dregið af þessari aðstöðu þær ályktanir, að eftir að settum lögum sleppir hafi dómstólar heimildir til að setja lagareglur. Þessi kenning hefur enga stoð í stjórn- skipulegum reglum og hún er háska- leg réttaröryggi ef dómarar fara að trúa á réttmæti hennar vegna þess að þá fara þeir auðvitað að beita því valdi sem kenningin segir þá hafa. Ég hef gagnrýnt þessa kenningu. Ég hef talið, að í allri lögfræðilegri sýslan verði að ganga út frá því, að lagaregl- an, sem á við þann ágreining sem uppi er, hafi verið til, þegar hin um- deildu atvik urðu. Hlutverk dómstóla sé að finna hana, ekki að búa hana til. Í þessu samhengi hef ég sagt, að menn verði ávallt að ganga út frá því, að einungis ein regla eigi við og þess vegna sé aðeins ein rétt niðurstaða í hverju lögfræðilegu álitaefni. Ég hef hins vegar ekki sagt, þó að mér sé stundum gerð upp sú skoðun, að leitin að viðeigandi réttarheimild sé einföld og svarið blasi jafnan við. Þvert á móti hef ég ekki bara lagt á það áherslu, að leitin geti verið flókin og erfið, heldur einnig að frómustu menn kunni að greina á um nið- urstöðu hennar. Af nauðsyn höfum við komið okkur upp valdastofnun, sem á Íslandi er Hæstiréttur, og fengið henni valdið til að skera úr, þegar deilt er. Niðurstaðan úr leit þessarar valdastofnunar er því sú „rétta“ í þeim skilningi, að henni verðum við að una, þar til heimildir réttarins á viðkomandi sviði breytast eða handhafar þessa æðsta valds sannfærast um að fyrri niðurstaða þeirra hafi verið röng. Fyrir þessu öllu er gerð skýr grein í bók minni. Að mínu áliti er afar þýðing- armikið, þegar fengist er við flókin og erfið viðfangsefni, eins og stundum þarf að gera í dómsýslunni, að meg- inreglurnar sem unnið er eftir séu skýrar. Þá þurfi menn, kannski enn fremur en endranær, að hafa ríkt í huga hver sé grundvöllur þess starfs sem innt er af hendi. Þetta er reynd- ar að mínu mati þeim mun þýðing- armeira sem álitaefnin verða erfiðari. Þá er ríkust ástæðan til að aga vinnu- brögð sín. Nógur er vandinn samt þó að ekki sé horfið frá þessum grunn- viðhorfum. Kenningarnar sem ég hef gagnrýnt ganga í þveröfuga átt við þetta. Þeir sem þær aðhyllast virðast telja að meginreglurnar hætti að gilda, þegar verkefnin verða erfiðari. Séu málin flókin, sé hlutverk dóm- stólanna ekki lengur að finna réttinn heldur megi þeir þá búa hann til. Þetta er ekki bara röng kenning að mínu mati, hún er háskaleg fyrir rétt- aröryggi manna. Hún er líka hvort tveggja í senn heimildarlaus og þarf- laus. Rökstuðningur fyrir niðurstöðum Það er alveg nægilega erfitt verk- efni og margslungið að finna réttinn eftir hefðbundnum aðferðum, þó að það sé ekki gert erfiðara með því að brjóta niður réttarheimildafræðina, eins ég tel menn gera með fyrr- greindum kenningum sínum. Þeir sem halda þeim fram segja raunar flestir að dómstólar þurfi að rök- styðja niðurstöður sínar, þó að þeir telji þá hafa hlutverki að gegna við lagasetninguna. Þetta segir til dæmis Páll Þórhallsson í skrifum sínum í Morgunblaðið. Hvað merkir þetta? Er nóg að rökstutt sé, þannig að engu máli skipti hver rökin eru, aðeins að rök séu færð fram? Varla. Þá hljóta ein rök að vera öðrum betri. Það telja raunar allir þessir höfundar. Hvaða rökstuðningur er öðrum betri? Það skyldi þó ekki vera sá sem lýtur að því að finna réttarheimildina sem við á og þar með réttarregluna, sem gilti um ágreiningsefnið á þeim tíma sem atvikin urðu? Í máli þeirra, sem segj- ast aðhyllast kenningar um lagasetn- ingarvald dómstóla, má því greina þversögn. Þeir vilja rök og telja ein rök öðrum betri. Þeir leita því, rétt eins og ég, að bestu rökum og þar með hinni einu réttu niðurstöðu. Eina aðhaldið Mér er stundum legið á hálsi fyrir að gagnrýna dóma sem kveðnir eru upp við Hæstarétt Íslands. Slíkrar gagnrýni gætir m.a. í bók minni. Um þetta vil ég bara segja eitt. Það er ekki unnt að ræða að neinu viti um þær villigötur sem íslensk dómsýsla hefur stundum ratað á undanfarin ár, nema nefna um það skýr dæmi úr dómaframkvæmdinni. Að öðrum kosti yrðu orðin innantóm. Menn skulu hafa hér í huga, að gagnrýni í orðum er eina aðhaldið, sem hand- hafar dómsvaldsins fá. Hún er því nauðsynleg og hefur mikla þýðingu fyrir samfélagið, þegar vel tekst til. Vel má vera, að einstakir dómarar telji að sér vegið, þegar talað er um einstaka dóma því þá er verið að fjalla um frammistöðu þeirra í starf- inu. Það verður þá svo að vera. Hags- munir þeirra af því að fá frið fyrir slíkri umfjöllun eru smáir miðað við hagsmuni þjóðfélagsins af því að fjallað sé um verk þeirra. Erindi við almenning Eftir Jón Steinar Gunnlaugsson Höfundur er prófessor við lagadeild HR. Um er að ræða mjög glæsilegt fullinnréttað ca 340 fm skrifstofuhús- næði á 2. hæð í þessu vel staðsetta húsi. Mikið af bílastæðum. FJÁRFESTING FASTEIGNASALA ehf. Sími 562 4250 • Borgartúni 31 • www.fjarfest.is Hilmar Óskarsson, Guðjón Sigurjónsson, Rósa Guðmundsdóttir. Lögfr.: Pétur Þ. Sigurðsson hrl. Til leigu í Mörkinni 4 í Reykjavík á 2. hæð Upplýsingar gefur Gunnar í síma 693 7310 og sölu- menn Fjárfestingar fasteignasölu í síma 562 4250. FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4 - SÍMI 570 4500, FAX 570 4505 - OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17 Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteigna- og skipasali. Vesturhlíð Skrifstofu- og þjónustuhúsnæði til sölu eða leigu Til sölu eða leigu skrifstofu-, þjónustu- og lagerhúsnæði í þessu nýlega og glæsilega húsi við Vesturhlíð. Um er að ræða samtals 976 fm húsnæði sem er innréttað á afar vandaðan og smekkleg- an hátt. Eignin býður upp á fjölbreytta nýtingarmöguleika og gæti því hýst fleiri en eitt fyrirtæki sem gætu samnýtt ýmsa að- stöðu. Fullkomnar tölvu- og símalagnir. Frábær staðsetning í fögru umhverfi. Fjöldi bílastæða. Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu. Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. - www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30. s. 588 4477 Í einkasölu mjög góð 4ra herb. íb. ca 100 fm á efstu hæð í fallegu fjölb. á fínum stað á Holtinu í Hafnarfirði. Glæsilegt útsýni til suðurs, vesturs og norðurs. Stórar suðvsvalir. Mjög gott skipulag. Sérinngangur af svölum. Áhv. ca 5 m. hagst. lán. V. 13,5 m. Opið hús í dag, sunnudag, frá kl. 15- 17 (efsta bjalla). Ragnheiður tekur á móti áhugasömum. OPIÐ HÚS Í DAG Álfholt 56c Hf. - Einstakt útsýni FASTEIGNASALA HÁTÚNI 6a SÍMI 512 1212 FAX 512 1213 Opið hús í dag frá kl 15-17 Glæsileg 3ja herbergja tæplega 80 fm íbúð á jarðhæð í nýlegu húsi byggt 1999 á frábærum stað í miðbæ Reykjavíkur. Sérverönd út frá eldhúsi. Vandað parket og flísar á gólfum. Eldhús er opið með fallegum innréttingum. Góðir skápar í svefnher- bergjum. Ragnhildur tekur vel á móti væntanlegum kaupendum í dag frá kl. 15-17. Bjalla 104. OPIÐ HÚS - KLAPPARSTÍGUR 7 Lynghálsi 4 110 Reykjavík Sími 594 5050 Fax 594 5059 Halla Unnur Helgadóttir löggiltur fasteignasali Bæjartún 3 - 200 Kóp. Opið hús í dag milli kl. 14-16 FALLEGT 210 FM EINBÝLIS- HÚS MEÐ TVEIMUR SAM- ÞYKKTUM ÍBÚÐUM ÁSAMT 32 FM BÍLSKÚR. Efri hæð er með þremur stórum svefnherbergjum, fallegu og opnu eld- húsi, stóru baðherbergi og bjartri stofu. Á neðri hæð er 76,7 fm íbúð með sérinngangi og ca 50 fm ósam- þykktu rými. Brunabótamat 26,6 millj. Verð 26,5 millj. Elísabet Agnarsdóttir, sími 824-5009
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.