Morgunblaðið - 23.11.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 23.11.2003, Blaðsíða 42
HUGVEKJA 42 SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hún var athyglisverðfréttin sem birtist íMorgunblaðinu ádögunum, undir fyr-irsögninni „Skilið jólunum“. Orðrétt var hún á þessa leið: Ekki er laust við að fólk hrökkvi við þegar allur bærinn og verslunarmiðstöðvar eru komnar í jólabúning um miðjan nóvember og jólalög farin að hljóma í útvarpinu. Í Nor- egi hafa verið stofnuð samtök sem berjast gegn þessari þróun. Slagorðið er Bíðið þar til á aðventunni! eða Vent til advent! Samtökin hafa að undanförnu verið að safna undirskriftum og eru með eigin heimasíðu www.giossjulatilbake.no. Einnig eru seldir bolir með mynd af reiðum jólasveini og áletruninni Vent til advent. Á heimasíðunni segir að ástæðan fyrir því að þessu átaki var hleypt af stokkunum sé sú að mörgum blöskraði þegar jólamarsipanið var þegar á boðstólum í verslunum í Noregi í september og jólapylsur voru seldar í verslunum og voru meira að segja komnar fram yfir síðasta söludag 33 dögum fyrir jól! Forsvarsmenn samtakanna halda því fram að kaupmennska sem þessi sé að eyðileggja eftirvæntinguna eftir jólunum og efn- ishyggjan sé að eyðileggja jólin fyrir börn- unum. Það sé lítill spenna, gleði eða hátíð- leiki eftir rétt fyrir jólin þegar flestar jólavörur hafi verið á boðstólum í þrjá mán- uði. Jólin séu misnotuð í þeim tilgangi að markaðssetja vörur og þrýstingur sé mikill á neytendur að kaupa þær. Þetta fólk vilji ekki sjá jólaskraut og ljósum prýdd jólatré um allan bæ í október og nóvember. Hvort sem fólk sé kristið eða ekki þrái það að halda hátíð. Jólin séu stærsta hátíðin. Samtökin fara þess á leit við framleiðendur, markaðs- fólk og kaupmenn að bíða með jólaversl- unina fram í desember. Þessi meinsemd er ekki ein- skorðuð við Noreg, eins og flest- um ætti að vera ljóst. T.a.m. kveikti Enrique Iglesias á 1.800 jólaljósum fyrir utan John Lewis á Oxford Street fyrir tveimur dög- um. Og Ísland er hér enginn eft- irbátur hinna þjóðanna. Langt því frá. Sumum einstaklingum liggur reyndar hvílík ósköpin á að koma auglýsingum sínum á framfæri, að enginn tími virðist fyrir próf- arkalestur. Dæmi um slíkt mátti lesa í Morgunblaðinu 20. nóv- ember, þar sem „Halldórrson“ og „Bárarson“ kynntu með stolti, að þeir ætluðu að standa fyrir jóla- tónleikum föstudagskvöldið 21. nóvember, og þar átti m.a. að sjá um undirspilið „Gujónsson“ og „miðavverð“ fyrir herlegheitin að vera einhver svimandi upphæð. Og einhver var sagður þar með „hlóstjórn“ á sinni könnu. Oftar eru það samt kaupahéðn- arnir hinir, í stórmörkuðunum og minni kytrum, sem æða áfram í hinni blindu fíkn sinni og hvetja með auglýsingum þegnana til að fara nú að taka æðishoppið, og það fyrr heldur en síðar. Hið grátlega er, að þarna er komin upp mót- sögn, algjör þverstæða; tilefni há- tíðarinnar mestu og björtustu á nefnilega ekkert skylt við gróða- von og æsing, heldur er þar á bak við fátækur hvítvoðungur í jötu, umvafinn ró og friði. Allt of marg- ir, sem látið hafa undan þrýst- ingnum og kosið að berast með straumnum, hafa gleymt þessu mikilvæga atriði, sjálfum kjarn- anum. Ég vil minna á orð Sigurbjörns Einarssonar biskups, sem hann lét falla í prédikun á jólum 1969. Þar var hann að ræða um manntal Ágústusar keisara og allt bröltið sem það hafði í för með sér: Allir urðu að taka sig upp, hver til sinnar ættborgar. Og það varð mikil þröng á öllum stöðum, þar sem menn áttu að koma til skráningar. Það varð geysileg vertíð þar, hjá öllum, sem kunnu að hagnýta sér tæki- færið, hjá öllum gestgjöfum, öllum, sem gátu selt eitthvað, selt húsaskjól, rúm eða málsverð, eða bara einhvern hégóma til minja um þessa stóru tíð. Það var ös og þröng og kauptíð, meira að segja í Betlehem, sem annars var ósköp kyrrlátur bær og lítils háttar í seinni tíð, jólavertíð hjá þeim, sem kunnu að nota tæki- færið. Hvað sem segja mátti um allt þetta tilstand að öðru leyti, þá var það geysilega jákvætt fyrir viðskiptalífið. Jólavertíð, hraut upp úr mér. Það var raun- ar réttnefni. Mitt í öllu þessu voru jólin að koma. Og það vissi enginn … Jú, það var ein, sem vissi eitthvað, María frá Nazaret. Hún vissi reyndar mikið. En hvað var draumur og hvað veruleiki í þessum heimi Ágústusar? Englar eru ekki við- urkenndir í þessum heimi, ekki einu sinni sjálfur Gabríel, og var það hann, sem kom til hennar? Hvað hafði eiginlega gerzt með hana? Heilagur andi er ekki skráður í fjár- lögum eða manntali né í neinni bókfærslu í veröld keisarans. Allt um það, jólin voru að koma. Það var mikið í kringum þau, fór lítið fyrir þeim sjálfum innan um allt. Samt komu þau. Og það var það, sem bar til um þessar mundir. Hitt allt var ekki neitt. Og það er sannarlega eins núna, 2000 árum síðar, að hitt allt er ekki neitt, þegar upp er staðið, eða kastljósinu beint þar að. Ekk- ert nema umbúðir. Hjóm. Meira að segja jólasveinunum norsku er farið að blöskra, samanber áð- urnefnda klausu þar um. Hvenær skyldi okkur lærast þetta – hafandi gullkálfinn fyrir augum ár eftir ár, og sömu hrópin og köllin – að jólafastan á að vera öðruvísi undirbúningstími, ekki síst fyrir hinn innri mann, sem við höfum að geyma; andann, sálina? Ekki kann ég að svara því. En hitt veit ég, að þorra landsmanna veitti ekkert af því að róa sig að- eins niður fyrir hátíð ljóssins, í stað þess að nota hinstu kraftana til að brenna sér gjörsamlega út í hinum tryllta dansi mammons. Morgunblaðið/Kristinn Veröld keisarans sigurdur.aegisson@kirkjan.is Kirkjuárið gamla er brátt liðið; nýtt hefst á sunnudaginn kemur, 30. nóvember, þegar að- ventan heilsar. Sigurður Ægisson veltir í dag fyrir sér ótímabæru jólaumstangi kristinna þjóða, sem kaupmenn af ýmsum toga eiga stærstan þátt í að koma á. Hótel Nordica 26. nóvember 2003 kl. 8.00-16.00 Gestafyrirlesarar: Mona Heurgren, Swedish Federation of County Councils; Stig Hagström, project leader for KPP and DRG issues at Karolinska hospital; Bo Attner, Distriktsnämndens kansli Nordöstra Skånes sjukvårdsdistrikt. Fundarstjórn: Anna Lilja Gunnarsdóttir - María Heimisdóttir. Dagskrá: 08.00–08.20 Skráning og afhending ráðstefnugagna. 08.20–08.30 Opnun - Guðrún Björg Sigurbjörnsdóttir, deildarstjóri LSH. Erlendir fyrirlesarar: 08.30–09.10 Fulltrúi kaupanda - Bo Attner. 09.10–09.50 Fulltrúi seljanda - Stig Hagström. 09.50–10.00 Spurningar, umræða (10 mín.) 10.00–10.15 Kaffihlé 10.15–10.55 CPK - Hagfræði/rannsóknir/aðferðafræði - Mona Heurgren. DRG-hópur LSH. 10.55–11.25 Stöðuskýrsla DRG verkefnis. (Guðrún Björg Sigurbjörnsdóttir, deildarstjóri LSH). 11.25–12.00 Nýting gagna til innri rekstrarstýringar, rannsókna og samanburðar (Guðbjartur Ellert Jónsson, verkefnastjóri LSH). 12.00–12.15 Spurningar, umræða (15 mín.). 12.15–13.00 Hádegisverður (Hótel Nordica) 13.00–13.25 Viðhorf klínískra stjórnenda á LSH. (Björn Zöega, yfirlæknir). 13.25–13.50 Viðhorf klínískra stjórnenda á LSH. (Margrét Hallgrímsson, sviðsstjóri kvennasviðs). 13.50–14.10 Spurningar, umræða (20 mín.). 14.10–14.30 Kaffihlé 14.30–14.50 Fulltrúi heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins. 14.50–15.10 Fulltrúi atvinnulífsins/neytenda/skattgreiðenda. (Þór Sigfússon, framkvstj. Verslunarráðs Íslands). 15.10–15.20 Spurningar, umræða (10 mín.). 15.20–15.45 Samantekt/næstu skref - Magnús Pétursson forstjóri LSH. 15.45–16.00 DRG-vefur opnaður/ráðstefnu slitið. Rafræn skráning: www.icelandtravel.is/ (conferences/information and registration) (ATH. ekki er hægt að bóka skráningu í síma) „Á fjármagn og framleiðni samleið í heilbrigðiskerfinu?“ - Ráðstefna um nýjar fjármögnunarleiðir í heilbrigðiskerfinu - NÓVEMBER 2003 ÁRLEG RÁÐSTEFNA LSH Skrifstofa fjárreiðna og upplýsinga • Hag- og upplýsingasvið Vinningaskrá í hausthappdrætti Blindrafélagsins 2003 Dregið var 14. nóvember 2003 Mitsubishi Outlander, 4x4 Comfort, 5 dyra beinskiptur frá Heklu, kr. 2.560.000 36659 Mitsubishi Lancer, Comfort, 4 dyra, sjálfskiptur frá Heklu, kr. 1.995.000 35255 Lúxus skemmtisiglingar að eigin vali f. tvo með Terra Nova-Sól, kr. 500.000 3332 9664 26890 54707 62168 88530 88969 102081 Sólarlandaferð með leiguflugi f. tvo til Spánar eða Portúgals í 2 vikur með Terra Nova-Sól, kr. 200.000 8752 23246 36678 84541 95934 14193 24250 71664 85703 100501 16704 30607 72446 91509 101506 20786 31962 75654 93617 114360 Helgarferð f. tvo til Parísar, London eða Kaupmannahafnar með Terra Nova-Sól, kr. 100.000 8723 40172 48192 63949 85083 9223 43199 61242 64381 86333 10451 44531 61898 74640 97696 20616 45388 63370 79159 113234 Vinninga ber að vitja innan árs á skrifstofu Blindrafélagsins, Hamrahlíð 17, sími 525 0000. Alls 151 skattfrjáls vinningur að verðmæti kr. 21.085.000. Birt án ábyrgðar. Heimilistæki að eigin vali frá Heimilistækjum ehf., kr. 100.000 1539 12470 24389 33048 47167 55931 65822 78083 93648 100488 1567 14040 26353 33903 50208 56706 67269 82008 95661 101272 4068 16194 28579 37205 52190 63740 68808 82733 95694 105213 5832 21522 31719 37443 52403 64081 71868 88908 95699 105741 7175 22043 32928 37706 53832 65434 72482 92826 96705 108380 Kvöldverður með öllu f. fjölskylduna í Humarhúsinu, kr. 30.000 5148 34829 40023 47849 64531 72410 86033 97819 107284 5330 35071 40272 48624 66086 72713 89985 101565 107526 15018 36616 43254 50394 66225 75837 93243 102183 110891 17132 36718 44567 58457 66944 79122 96440 103203 20089 37524 46261 61990 68120 82069 96845 104458 31476 38800 47080 63820 69445 84352 97517 105178 ÞJÓNUSTA LANDSPÍTALI - HÁSKÓLASJÚKRA- HÚS SLYSA- OG BRÁÐADEILD, Fossvogi sími 543 2000. BRÁÐAMÓTTAKA, Hringbraut sími 543 2050. BRÁÐAMÓTTAKA BARNA, Barnaspítala Hringsins sími 543 1000. BRÁÐAMÓTTAKA GEÐDEILDA, Hringbraut sími 543 4050. NEYÐARMÓTTAKA v/nauðgunarmála, Fossvogi sími 543 2085. EITRUNARMIÐSTÖÐ sími 543 2222. ÁFALLAHJÁLP sími 543 2085. LÆKNAVAKTIR BARNALÆKNIR er til viðtals á stofu í Domus Medica á kvöldin v.d. kl. 17–22, lau., sun. og helgid., kl. 11–15. Upplýsingar í s. 563 1010. LÆKNAVAKT miðsvæðis fyrir heilsugæsluumdæmin í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Kópavogi, Garðabæ og Hafn- arfirði, í Smáratorgi 1, Kópavogi. Mótttaka kl. 17–23.30 v.d. og kl. 9–23.30 um helgar og frídaga. Vitjanabeiðni og símaráðgjöf kl. 17–08 v.d. og allan sólarhringinn um helgar og frídaga. Nánari upplýsingar í s. 1770. TANNLÆKNAVAKT – neyðarvakt um helgar og stórhá- tíðir. Símsvari 575 0505. VITJANAÞJÓNUSTA læknis í heimahús. Alla v.d. kl. 10– 16. Símapantanir og ráðgjöf kl. 8–20 í síma 821 5369. LÆKNALIND, Bæjarlind 12, Kópavogi. Einkarekin lækn- isþjónusta. Vaktþjónusta alla virka daga kl 08–17. Uppl. í síma 520 3600 og á heimasíðu www.laeknalind.is APÓTEK LYF & HEILSA: Austurveri við Háaleitisbraut. Opið kl. 8– 24, virka daga, kl. 10-24 um helgar. Sími 581 2101. LYFJA, Lágmúla: Opið alla daga ársins kl. 8–24. S. 533 2300. LYFJA, Smáratorgi: Opið alla daga ársins kl. 8–24. Sími 564 5600. NEYÐARÞJÓNUSTA BAKVAKT Barnaverndarnefndar Reykjavíkur er starf- rækt eftir kl. 16.15 virka daga, allan sólarhringinn aðra daga. Sími 892 7821, símboði 845 4493. HJÁLPARSÍMI Rauða krossins, fyrir þá sem þjást af dep- urð og kvíða og eru með sjálfsvígshugsanir. Fullum trúnaði heitið. Gjaldfrjálst númer: 1717, úr öllum símum. TRÚNAÐARSÍMI RAUÐAKROSSHÚSSINS. Ráðgjafar- og upplýsingasími ætlaður börnum, unglingum og að- standendum þeirra. Nafnleynd. Opið allan sólarhr. Gjaldfrjálst númer: 1717 – Netfang: husid@redcross.is VINALÍNA Rauða krossins, s. 561 6464. Grænt númer 800 6464, er ætluð fólki 20 og eldri sem þarf einhvern til að tala við. Svarað kl. 20–23. BILANAVAKT BORGARSTOFNANA, sími 5 800 430 tek- ur við tilkynningum um bilanir og liðsinnir utan skrif- stofutíma. NEYÐARSÍMI FORELDRA 581 1799 er opinn allan sólar- hringinn. Vímulaus æska- Foreldrahús. Neyðarnúmer fyrir allt landið - 112 Vönduð ryðfrí húsaskilti Fjölbreytt myndaval HÚSASKILTI Klapparstíg 44, sími 562 3614 18. nóvember er síðasti pöntunar- dagur fyrir jól 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.