Morgunblaðið - 23.11.2003, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 23.11.2003, Blaðsíða 49
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2003 49 Fyrirtæki til sölu Upplýsingar um fyrirtæki ekki veittar í síma Við sölu fyrirtækja er gagnkvæmur trúnaður mikilvægur og við gefum því ekki upplýsingar um fyrirtæki í síma. Við viljum fá kaupendur til okkar og kynnast þeim, en með því móti getum við einnig þjónað þeim betur. Vinsamlega hringið áður og pantið tíma. Síminn er 533 4300, en einnig er hægt að nota tölvupóstinn: jens@husid.is Eftirfarandi eru stuttar lýsingar á nokkrum fyrirtækjum sem eru fáanleg, en við auglýsum ekki nema brot af þeim fyrirtækjum sem höfum til sölu:  Hjólbarðaverkstæði í Hafnarfirði.  Vinsæll kaffistaður í atvinnuhverfi.  Lítill söluturn í Vesturbænum. Auðveld kaup.  Þekkt barnafataverslun í Kringlunni. Mjög góður rekstur.  Lítið fyrirtæki með raftæki o.fl. Tilvalið fyrir rafeindavirkja sem vill fara í eigin rekstur.  Lítil en þekkt heildverslun með trésmíðavélar o.fl. Góð umboð. Tilvalið fyrir trésmið sem vill breyta um starf.  Sérverslun með eigin innflutning. 60 m. kr. ársvelta.  Veitingahús í miðbænum. 120 sæti. Fullkomið eldhús og góðar innrétt- ingar.  Rótgróin heildverslun með 150 m. kr. ársveltu.  Gömul og þekkt bátasmiðja með 6 starfsmenn. Mikil verkefni og góður hagnaður. Gæti hentað til flutnings hvert á land sem er.  Veitinga- og skemmtistaður í miðbænum til sölu eða leigu. Gæti verið hentugt fyrir veisluþjónustur.  Maraþon í Kringlunni. Sportvöruverslun með þekkt merki og mikla sölu. Rekstrarhagnaður 11 m. kr. á ári.  Tveir tælenskir skyndibitastaðir ásamt ísbúð. Mikil velta og ört vaxandi.  Foldaskáli, Grafarvogi. Söluturn í sérflokki með videó, grilli og ís. Stöðug velta og góð afkoma.  Raftækjaverslunin Suðurveri auk heildverslunar. Rótgróið fyrirtæki með ágæt umboð. Miklir framtíðarmöguleikar.  Lítil sérverslun með fatnað í mjög góðu húsnæði við Laugaveg. Þekkt umboð.  Ein besta lúgusjoppa landsins. Mikil sala í grilli. Góður hagnaður.  Tveir pizza „take-out“-staðir úr stórri keðju. Vel staðsettir með öllum búnaði.  Höfum til sölu nokkrar stórar sérverslanir, heildverslanir og iðnfyrirtæki í ýmsum greinum fyrir rétta kaupendur. Ársvelta 100-1000 m. kr.  L.A Café Laugavegi. Góður matsölu- og skemmtistaður með 100 sæt- um. Löng og góð rekstrarsaga.  Bílaverkstæði með mikil föst viðskipti. 4-5 starfsmenn. Vel tækjum búið, í eigin húsnæði á góðum stað.  Glæsileg tískuvöruverslun í stórri verslunarmiðstöð. Góð viðskiptasambönd.  Kaffi Expresso í Grafarvogi. Nýtt og glæsilegt kaffihús á besta stað í Spönginni. Miklir möguleikar. Auðveld kaup. Gagnlegur fróðleikur á heimasíðu fyrirtækjadeildar: www.husid.is Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin v/Faxafen) Sími 533 4300, GSM 820 8658 Er lögheimili þitt rétt skráð í þjóðskrá? Nú er unnið að frágangi íbúaskrár 1. desember. Mikilvægt er að lögheimili sé rétt skráð í þjóðskrá. Hvað er lögheimili? Samkvæmt lögheimilislögum er lögheimili sá staður, þar sem maður hefur fasta búsetu. Hvað er föst búseta? Föst búseta er sá staður þar sem maður hefur bækistöð sína, dvelst að jafnaði í tómstundum sínum, hefur heimilismuni sína og svefnstaður hans er. Þetta þýðir að lögheimili manns skal jafnan vera þar sem hann býr á hverjum tíma. Hvenær og hvar skal tilkynna flutning? Breytingu á fastri búsetu á að tilkynna innan 7 daga frá flutningi til skrifstofu þess sveitarfélags sem flutt er til. Ennfremur má tilkynna flutning beint til Hagstofu Íslands - Þjóðskrá eða lögregluvarðstofu í Reykjavík. Eyðublað vegna flutningstilkynninga er að finna á slóðinni www.hagstofa.is/flutningstilkynning Hagstofa Íslands - Þjóðskrá Borgartúni 24, 150 Reykjavík, sími 569 2900, bréfasími 569 2949. Kærkomin jólagjöf Sængur Koddar Rúmfatnaður Gjafavara Sængurfataverslun Glæsibæ www.damask.is Ný sending Frábært úrval - Gott verð 10% afsláttur m.v. staðgreiðslu RAÐGREIÐSLUR Sími 861 4883 á handhnýttum, austurlenskum gæðateppum á Grand Hóteli, Sigtúni, Reykjavík Sölusýning Í dag, sunnudag 23. nóv., kl. 13-19 Töfrateppið SÍÐASTLIÐIÐ sumar var haldin sýning á ýmsum listaverkum eftir Jóhannes S. Kjarval, listmálara, á annarri hæð Landsbankans við Austurstræti. Þegar gengið er upp stigann, sem áður fyrr var aðaluppgangurinn upp á aðra hæð, blasa við myndir þær, sem Kjarval málaði af sjávarútvegi árin 1924-1925. Í sambandi við þessa sýningu flutti Aðalsteinn Ingólfsson, list- fræðingur, mjög athyglisvert og fróðlegt erindi, m.a. um forvinnslu Kjarvals að þessum stórkostlegu veggmyndum. Ég nefni þetta hér vegna þess að þá bjó Kjarval ásamt Tove konu sinni og tveimur börnum þeirra, Ásu og Sveini, í risíbúð í húsi, sem faðir minn, Jóhann Fr. Kristjánsson, teiknaði og byggði árið 1923 handa fjölskyldu sinni, en leigði Kjarval ris- íbúðina. Hún var stór, björt stofa, sem Kjarval notaði jafnframt sem vinnustofu, barnaherbergi, svefn- herbergi, eldhús með borðkrók og snyrting. Þetta þótti góð íbúð í nýju húsi. Þegar ég var að skoða þessar frá- bæru myndir kom upp í huga minn erindi, sem Björn Th. Björnsson flutti í Sjónvarpið fyrir allnokkrum árum, um Kjarval og list hans. Það sem kom mér mest á óvart í erindi Björns Th. var að hann sagði, efnislega, að sér hefði verið sagt að þegar Kjarval bjó á Fjólugötu 25, húsinu með torfþakinu, hefði Kjarval verið svo fátækur að Tove kona hans hefði á daginn gengið á milli húsa að biðja sér matar. Þessi ummæli tel ég að geti alls ekki staðist og eru beinlínis röng. Ég bar þetta undir Vilhjálm bróður, sem er tveimur árum eldri en ég. Hann var mér sammála, og sagði jafnframt að Tove hefði verið áberandi vel klædd. Þær Mathilde, móðir mín, sem er norsk, og Tove, sem er dönsk, töluðust oft við og áttu auðvelt með að skilja hvor aðra. Þá sat móðir mín, þá um þrítugt, fyrir hjá Kjarval og einnig ég og Tryggvi bróðir, hann 6-7 ára og ég 8-9 ára, sátum fyrir hjá Kjarval sam- kvæmt beiðni hans. Myndin af okkur bræðrum var (kolateikning?) and- litsmynd í prófíl. Þetta kallaði svo á nánari samskipti, og hefðum við mátt vita, ef þau hefðu verið matar þurfi. Ef einhver skyldi hafa hug- mynd um hvar þessar myndir eru, er hann vinsamlegast beðinn að hafa samband við undirritaðan í síma 5539530. Þá má benda á, að á þessum árum málaði Kjarval portret, eftir ljós- myndum, af þremur fyrstu banka- stjórum Landsbankans, samkvæmt beiðni bankans. Þar á eftir var hon- um falið að mála myndir af sjávar- útvegi á veggi Landsbankans á ann- arri hæð, eins og enn má sjá og áður hefur komið fram. HÁKON FR. JÓHANNSSON, Miðleiti 7, 103 Reykjavík. Jóhannes S. Kjarval Frá Hákoni Fr. Jóhannssyni Fjólugata 25 í Reykjavík. Þetta hús teiknaði og byggði faðir minn Jóhann Fr. Kristjánsson, arkitekt og byggingarmeistari, árið 1923. Kjarval bjó ásamt fjölskyldu sinni í húsinu þegar hann málaði veggmyndirnar í Lands- bankanum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.