Morgunblaðið - 23.11.2003, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 23.11.2003, Blaðsíða 50
DAGBÓK 50 SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Sel- foss kemur í dag. Freri og Haukur fara í dag. Mannamót Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Dansleikur í kvöld kl. 20, Caprí-tríó leikur fyrir dansi. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Opið hús fimmtudaginn 27. nóv. kl. 14 rithöfundar lesa úr verkum sínum, Ólafur B. spilar á harmonikku og heldur uppi söng og gríni. Dansleikur í Hraunseli föstudaginn 28. nóv. kl. 20.30 til 24 Caprí tríóið leikur fyrir dansi. Félagsstarfið Furu- gerði 1. Mánudaginn 24. nóvember verður opinn fundur kl. 14, þar sem kynntar verða nýj- ar áherslur í fé- lagsstarfinu. Ásdís Skúladóttir, verkefn- isstjóri hjá Fé- lagsþjónustunni, kynn- ir áherslubreytingar sem til standa. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Á morgun 9– 16.30 vinnustofur opn- ar, kl. 9.30 sund- og leikfimiæfingar í Breiðholtslaug, frá há- degi spilasalur opinn, dans fellur niður. NA (Ónefndir fíklar). Neyðar- og upplýs- ingasími 661 2915. Opnir fundir kl. 21 á þriðjudögum í Héðins- húsinu og á fimmtu- dögum í KFUM&K, Austurstræti. Minningarkort Minningarkort Hjarta- verndar fást á eft- irtöldum stöðum á Norðurlandi: Ólafs- fjörður: Blóm og gjafa- vörur, Aðalgötu 7. Hvammstangi: Versl- unin Hlín, Hvamms- tangabraut 28. Ak- ureyri: Bókabúð Jónasar, Hafnarstræti 108, Möppudýrin Sunnuhlíð 12c. Mý- vatnssveit: Pósthúsið í Reykjahlíð. Húsavík: Blómasetrið, Héðins- braut 1, Raufarhöfn: Hjá Jónu Ósk Péturs- dóttur, Ásgötu 5. Minningarkort Hjarta- verndar fást á eft- irtöldum stöðum á Suð- urlandi: Vestmannaeyjar: Apó- tek Vestmannaeyja, Vestmannabraut 24. Selfoss: Selfoss Apó- tek, Kjarnanum. Samúðar- og heilla- óskakort Gídeon- félagsins er að finna í anddyri eða safn- aðarheimili flestra kirkna á landinu, í Kirkjuhúsinu, á skrif- stofu KFUM&K og víðar. Þau eru einnig afgreidd á skrifstofu Gídeonfélagsins, Vest- urgötu 40, alla virka daga frá kl. 14–16 eða í s. 562 1870. Allur ágóði fer til kaupa á Nýja testamentum sem gef- in verða 10 ára skóla- börnum eða komið fyr- ir á sjúkrahúsum, hjúkrunarheimilum, hótelum, fangelsum og víðar. Minningarspjöld Kristniboðssambands- ins fást á skrifstofunni, Holtavegi 28 (hús KFUM og K gegnt Langholtsskóla) s. 588 8899. Minningarkort Graf- arvogskirkju. Minningarkort Graf- arvogskirkju eru til sölu í kirkjunni í s. 587 9070 eða s. 587 9080. Einnig er hægt að nálgast kortin í Kirkjuhúsinu, Laugavegi 31, Reykja- vík. Líknarsjóður Dóm- kirkjunnar, minn- ingaspjöld seld hjá kirkjuverði. Minningarkort Stóra- Laugardalssóknar, Tálknafirði, til styrktar kirkjubyggingarsjóði nýrrar kirkju í Tálkna- firði eru afgreidd í s. 456 2700. Minningarspjöld Frí- kirkjunnar í Hafn- arfirði fást í Bókabúð Böðvars, Pennanum í Hafnarfirði og Blóma- búðinni Burkna. Minningarkort Ás- kirkju eru seld á eft- irtöldum stöðum: Kirkjuhúsinu, Lauga- vegi 31, þjón- ustuíbúðum aldraðra við Dalbraut, Norð- urbrún 1, Apótekinu Glæsibæ og Áskirkju, Vesturbrún 30, s. 588 8870. KFUM og KFUK og Samband íslenskra kristniboða. Minning- arkort félaganna eru afgreidd á skrifstof- unni, Holtavegi 28, í s. 588 8899 milli kl. 10 og 17 alla virka daga. Gíró- og kredidkorta- þjónusta. Bergmál, líknar- og vinafélag. Minning- arkort til stuðnings or- lofsvikna fyrir krabba- meinssjúka og langveika fást í s. 587 5566, alla daga. Minningarkort barna- deildar Sjúkrahúss Reykjavíkur eru af- greidd í s. 525 1000 gegn heimsendingu gíróseðils. Minningarkort Thor- valdsensfélagsins eru til sölu á Thorvaldsens- bazar, Austurstræti 4, s. 551 3509. Í dag er sunnudagur 23. nóv- ember, 327. dagur ársins 2003, Klemensmessa. Orð dagsins: „Því að þeim, sem hefur, mun gefið verða, og frá þeim, sem eigi hefur, mun tekið verða, jafnvel það sem hann hefur.“ (Mk. 4, 25.)     Ég er ósammála for-sætisráðherra um að það þurfi sérstök lög um eignarhald á fjölmiðlum og að sumir megi eiga og aðrir ekki,“ segir Jón G. Hauksson, ritstjóri Frjálsrar verslunar, í pistli á heimur.is. „Fjöl- miðlafyrirtæki eiga ekki að fá aðrar trakteringar en önnur fyrirtæki í landinu. Það er hins veg- ar allt í lagi að ræða lagasetningu og fara vel ofan í það hvernig aðrar þjóðir taka á þessum málum. Erlendis er augljóslega ekki algert frelsi um eignarhaldið og takmörk á því hvað sami mógúll- inn getur átt af fjöl- miðlum. Umræður og vangaveltur þar um eru ekki bara „eitthvert rugl í háskólamönnum“ eins og Jónas Kristjánsson orðaði það í Speglinum í RÚV fyrr í vikunni.     Rökin gegn lagasetn-ingu eru heldur ekki einhver sandkassaleikur um það hvort Moggi hafi mátt eiga í Stöð 3 á árum áður eða Íslenska út- varpsfélagið í Frjálsri fjölmiðlun (DV). En Jón Ólafsson settist í stjórn DV í kjölfarið. Rökin eru þau að himinn og jörð farast ekki þótt Jón Ás- geir bæti Norðurljós- unum í safnið – ef hann vill skulda nokkrum milljörðum meira. Við það byrjar ekki einhver skoðanakúgun hérlendis. Sem betur fer eru til önnur fjölmiðlafyrirtæki á Íslandi en Norðurljós og Frétt, auk þess sem Netið er orðið sterkur miðill með alla sína pistla og upplýsingar. Þá er ótæmandi aðgangur að erlendum fjölmiðlum, þ.e. dagblöðum, sjón- varpsstöðvum og tímarit- um.     Baugsveldið með alltsitt safn fyrirtækja í verslun á Íslandi er hins vegar stór auglýsandi og raskar auðveldlega hlut- föllum á auglýs- ingamarkaði, eins og þegar hefur sýnt sig. Ef þingmenn vilja setja sér- stök lög um eignarhald á fjölmiðlum ættu þeir hins vegar að byrja á eign- arhaldinu á Ríkisútvarp- inu. Það nær engri átt að ríkið berji á öðrum fjöl- miðlum í hinni hörðu samkeppni um áskrif- endur og auglýsendur og að skylduáskrift sé að miðlinum. Það er í meira lagi ósanngjarnt! Vilji menn Ríkisútvarpið áfram á að leggja niður áskriftargjöldin og hafa stofnunina á fjárlögum eða leggja sérstakan nef- skatt á alla landsmenn til að halda stofnuninni úti,“ segir Jón G. Hauksson.     Hann segir forsætisráð-herra hafa sagt að hann sæi ekki þörf á lög- um um eingarhald á fjöl- miðlum þegar Frétta- blaðsmenn keyptu á dögunum DV. Honum hafi snúist hugur á örfá- um dögum eftir við- skiptin með Norðurljós. STAKSTEINAR Fjölmiðlar eins og önnur fyrirtæki Víkverji skrifar... Vefsíða lyfsölufyrirtækisins Lyfjaog heilsu er öll morandi í mál- villum – og það sem verra er, þær eru flestar í sjálfu nafni fyrirtæk- isins. Samkvæmt íslenzkum mál- fræðireglum beygist nafnið þannig: Lyf og heilsa um Lyf og heilsu, frá Lyfjum og heilsu til Lyfja og heilsu – ekki satt? Ekki eru forsvarsmenn Lyfja og heilsu sammála því. Þannig segir t.d. í frétt á vefsíðunni: „Á næstu vikum munu verða tilboð á ýmsum vörum í Lyf & heilsu Dalvík …“ Í annarri frétt segir: „Stjórn Lyf & heilsu hf. hefur ákveðið …“ Þar segir líka: „Við starfi framkvæmdastjóra Lyf & heilsu hf. mun taka …“ Þannig mætti áfram telja. x x x Hvað hafa stjórnendur Lyfja ogheilsu eiginlega á móti því að setja orðið lyf í eignarfall? Þessa spurningu setti Víkverji fram í einu af apótekum fyrirtækisins, þegar hann sá skilti, þar sem fram kom að „stefna Lyf & heilsu“ væri hin eða þessi. Starfsmaðurinn, sem varð fyr- ir svörum, sagði: „Æi ætli það sé ekki bara út af Lyfju.“ Víkverji neit- ar nú eiginlega að trúa því að virðu- legt fyrirtæki beygi eigið nafn vísvit- andi vitlaust af því að fyrra orðið í nafninu í eignarfalli fleirtölu er eins og nafn keppinautarins í nefnifalli eintölu. En því miður eru fyrirtæki búin að misþyrma ástkæra, ylhýra málinu svo herfilega undir merkjum markaðssetningar að Víkverji veit ekki hvaða lyfjum mætti beita svo ís- lenzkan komist til heilsu á ný. x x x Víkverja finnst alveg stór-merkilegt hvað mörg fyrirtæki eru tilbúin að ganga langt í mis- þyrmingum á móðurmálinu. Fyrir nú utan öll fyrirtækin, sem heita ein- hverjum útlendum nöfnum, færist það í vöxt að fyrirtæki krefjist þess beinlínis í samskiptum við fjölmiðla að þeir skrifi nöfn þeirra vitlaust, með stórum stöfum inni í miðjum orðum, öll með hástöfum eða eitt- hvað álíka bilað. Sum fyrirtæki fara líka fram á að nöfn þeirra séu ekki beygð. Víkverja er fyrirmunað að skilja þessa áráttu, því að honum hefur alla jafna fundizt ímynd fyr- irtækja batna ef þau fara vel með ís- lenzkt mál í því, sem þau senda frá sér – og sjálfur vill hann frekar skipta við slík fyrirtæki en skussana. Hann vonar a.m.k. í lengstu lög að langt sé þangað til svona texti sést aftur í Morgunblaðinu: „Meðal efnis í ViðskiptaBlað MORGUNBLAÐIÐ í dag er grein um hvernig Tölvu- Myndir í samstarfi við TAL hönnuðu nýtt símakerfi Lyf & heilsu.“ Morgunblaðið/Sverrir Það er nú heldur til óþæginda að í íslenzku skuli vera fjögur föll. Réttlátir vinnuveitendur GUNNAR Smári Egilsson barði sér á brjóst í frétta- tíma Sjónvarpsins í um- ræðu um blaðburðarbörn. Taldi sitt fyrirtæki, Frétt ehf., gera vel við þau. Ég þekki þessa „ágætu“ með- ferð af eigin raun, þar sem 10 ára dóttir mín var eitt af þessum blaðburðarbörnum Fréttar ehf. og get því ekki orða bundist. Laun blað- bera hjá Frétt ehf. eru smánarlega lág. Fyrir að bera út um 150 blöð, 5 daga vikunnar, voru launin rúm- lega 13.000 krónur. Fyrir að bera út ýmsa bæklinga og blöð til viðbótar Frétta- blaðinu, fékkst ekkert. Þegar útburðurinn var orð- inn 450 stk. dag eftir dag var nóg komið. Það er nokkuð víst, að dreifing á þessu blöðum / bæklingum er ekki ókeypis og því er Frétt ehf. að nýta sér starfskrafta barnanna á skammarlegan hátt. Þessu ættu eigendur Fréttablaðs- ins, lesendur og auglýsend- ur að velta aðeins fyrir sér. Guðrún Sverrisdóttir, Hlunnavogi 15, R. Maðurinn með hjólkoppinn ÉG VAR nýlega að keyra úr Bryggjuhverfinu upp í Stórhöfða. Þegar ég er að keyra upp Stórhöfða mæti ég fallegum bíl, Audi, sem blikkar mig. Það hvarflaði ekki að mér að svona flott- ur bíll væri að blikka mig svo ég held áfram sem leið liggur upp að hjúkrunar- heimilinu Eiri. Þegar ég kem þar út úr bílnum þá er þessi flotti bíll kominn á eftir mér – og ökumaðurinn með einn af hjólkoppunum mínum. Hann hafði snúið við, náð í hjólkoppinn og ekið á eftir mér þangað til ég stoppaði. Vil ég senda þessum manni þakkir mínar fyrir þessi liðlegheit – einhver hefði nú látið koppinn liggja. Sigríður Fanney. Engar myndir á undanrennu ÉG DREKK hvorki ný- mjólk né léttmjólk, bara undanrennu. Þess vegna finnst mér það vera svo mikið svindl að það skuli ekki vera settar myndir á undanrennuna, og langar mig að vita hvers vegna. Með von um svar. Elsa Rut. Lélag blaðburð- ardreifing MIG langar að kvarta yfir þjónustu blaðburðardreif- ingar DV en ég fær aldrei blaðið. Hef ég reynt að kvarta hjá DV en annað- hvort svarar ekki og ef maður nær sambandi þá er öllu lofað en ekkert gerist. Vil ég benda þeim hjá DV að fá sér fleiri blað- burðarbörn svo að blaðið skili sér. Áskrifandi. Er góður læknir MÉR finnst sorglegt hvernig farið er með Sigurð Björnsson lækni. Ég fékk krabbamein fyrir mörgum árum og þá var hann mín stoð og stytta. Hann er góður og ynd- islegur læknir sem gefur sér tíma fyrir sjúklinga sína. Það hljóta allir sjúk- lingar sem hafa þurft á honum að halda að segja það sama. Ég hef fulla sam- úð með honum og skil ekki svona vinnubrögð. Hulda Brynjúlfsdóttir. Dýrahald Pomeranian-tík óskast ÉG HEITI Raggi Maggi og er fæddur 21.1.03, svart- ur á litinn, blíður og fjör- ugur, og mig langar að verða hundapabbi. Ættbók fylgir með. Er einhver tík sem er eins og ég sem langar að verða hundamamma? Vinsam- lega hafið samband við fóstru mína, Elvu V. Björnsdóttur, í síma 566 8872 eða 693 1651. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Eggert LÁRÉTT 1 svamla, 4 sallarigna, 7 þekkja, 8 refsa, 9 bók, 11 sefar, 13 fall, 14 hótar, 15 helgidóms, 17 reiður, 20 hugsvölun, 22 urg, 23 galla, 24 hagnaður, 25 kroppi. LÓÐRÉTT 1 bolur, 2 sól, 3 mjög, 4 pest, 5 linnir, 6 ávöxtur, 10 ástundunarsamir, 12 blóm, 13 lík, 15 falla, 16 áfjáð, 18 langar til, 19 kaðall, 20 frjáls, 21 böl. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 handmennt, 8 suddi, 9 dátar, 10 góu, 11 rifta, 13 riðar, 15 hjörs, 18 hnáta, 21 tól, 22 dauði, 23 afann, 24 hungraðar. Lóðrétt: 2 andóf, 3 deiga, 4 eldur, 5 netið, 6 Æsir, 7 grár, 12 tær, 14 inn, 15 hadd, 16 önugu, 17 sting, 18 hlaða, 19 ásaka, 20 agns. Krossgáta 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.