Morgunblaðið - 23.11.2003, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 23.11.2003, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2003 51 DAGBÓK Hverafold 1-3 Torgið Grafarvogi Sími 577 4949 Opnunartími: Frá kl. 11-18 mánud.-föstud. og frá kl. 12-16 laugard. Jólavörur frá Finnlandi Klapparstíg 44, sími 562 3614 Jólaskeiðar - gafflar og hnífar Verð kr. 995 stk. Námskeið um meðvirkni, samskipti, tjáskipti og tilfinningar verður haldið föstudagskvöldið 28. nóvember og laugardaginn 29. nóvember í kórkjallara Hallgrímskirkju. Nánari upplýsingar og skráning í síma 553 8800. Taktu mér eins og ég er, svo ég geti lært hvað ég get orðið Meðvirkni Stefán Jóhannsson, MA, fjölskylduráðgjafi opnunartími til jóla mán. - mið. 10 - 16 fim. - fös. 10 - 18 lau. 12 - 16 24. - 29. nóv. 20% afsláttur af öllum vörum* * gildir ekki um sérpantanir Skráning hafin Vegna janúarannar! Þeir sem staðfesta skólavist fyrir jól fá stóran förðunarpakka að auki frítt! Skólasetning 19. janúar 2004 s: 551 1080 og 544 8030 makeupforever.is STJÖRNUSPÁ Frances Drake BOGMAÐUR Afmælisbörn dagsins: Þú ert ákveðin/n og sjálf- stæð/ur í hugsun og kannt því illa að láta aðra stjórna þér. Leggðu hart að þér á næstunni því þú munt upp- skera árangur erfiðis þíns innan skamms. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Það er nýtt tungl á lofti og því er þetta góður tími til að byrja á einhverju nýju. Leit- aðu leiða til að auka þroska þinn og víðsýni. Naut (20. apríl - 20. maí)  Leggðu þig fram um að auka jafnvægi í lífi þínu. Reyndu að ná samkomulagi um afnot af sameiginlegum eignum. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Tunglið og fjórar plánetur eru á móti merkinu þínu og það veitir þér gott tækifæri til að læra eitthvað nýtt um sjálfa/n þig og samskipti þín við aðra. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Nýja tunglið kallar á ein- hvers konar umbætur af þinni hálfu. Reyndu að skipu- leggja þig. Hentu því sem þú ert hætt/ur að nota og komdu reglu á afganginn. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú ert kraftmikil/l og skap- andi og það er mikilvægt að þú skapir þér fjárhagslegt svigrúm til að sköpunargleði þín fái að njóta sín. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Með hverju nýju tungli fáum við tækifæri til að temja okk- ur nýja siði. Gefðu þér tíma til að íhuga hvernig þú getur bætt samskiptin innan fjöl- skyldu þinnar. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Leggðu þig fram um að vera sérstaklega skýr í öllum sam- skiptum þínum við aðra. Vertu óhrædd/ur við að segja fólki að þér þyki vænt um það. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þetta er góður dagur til að setjast niður og fara yfir fjár- málin. Reyndu að venja þig á að fylgjast betur með eyðslu þinni. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Nýja tunglið er í merkinu þínu. Þetta er því góður tími til að huga að leiðum til að bæta heilsu þína og útlit. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú ættir að leggja áherslu á að hvíla þig og vera ein/n með sjálfri/sjálfum þér á næstu fjórum vikum. Þú þarft tíma til að velta því fyrir þér hvert þú vilt stefna í framtíðinni. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Vinátta annarra skiptir þig miklu máli. Þú ættir að íhuga hvernig vinur þú ert sjálf/ur. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú ættir að nota daginn til að velta langtímamarkmiðum þínum fyrir þér. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. GAPA LÝSING Það er lýsing á Gapa greyi, gæti hún orðið skapfelleg: þá honum er riðið, hjálpar eigi hann að stilla, nær góðan veg fyrirliggjandi fær að sjá; frýsar, reigist og hoppar þá. Í samreið er þér mest til meina, meðan þú ekki fremstur ert, þinn skelmir lætur skarn og steina skjótast á reiðar-fylking þvert; að þykjast öllum meiri má þeim merar syni búa hjá. Benedikt Jónsson Gröndal LJÓÐABROT MEÐ MORGUNKAFFINU 75 ÁRA afmæli. Mánu-daginn 24. nóvember verður sjötíu og fimm ára Guðný Sigurrós Sigurð- ardóttir, Miðtúni 86, Reykjavík. Guðný tekur á móti vinum og vandamönn- um í dag, sunnudaginn 23. nóvember, milli kl 15 og 17 í sal Kiwanishússins við Engjateigi 11. 90 ÁRA afmæli. Í dag,sunnudaginn 23. nóvember, er níræður Bjarni Bentsson, fyrrv. yf- irverkstjóri trésmiða við nýsmíðar og viðgerðir á eignum Flugmálastjórnar Íslands. Eiginkona hans er Unnur Jakobsdóttir. Þau eru að heiman í dag. FJÓRÐA síðasta spilið í úr- slitaleik Ítala og Banda- ríkjamanna féll í þremur hjörtum, sem unnust með yfirslag. Spilið var á hætt- unni og bæði pör grétu glat- að geim. Þegar spil 126 kom á borðið var staðan: Ítalía 290, Bandaríkin 282. Spil 126. Austur gefur; enginn á hættu. Norður ♠ DG10754 ♥ KG94 ♦ ÁK6 ♣-- Vestur Austur ♠ ÁK983 ♠ -- ♥ -- ♥ 107532 ♦ D84 ♦ 973 ♣ÁKD103 ♣96542 Suður ♠ 62 ♥ ÁD86 ♦ G1052 ♣G87 Ekki þarf að skoða þessa gjöf lengi til að sjá að hætt- ur leynast við hvert fótmál. Þetta var eitt af fáum spilum leiksins þar sem Meckstroth og Rodwell lentu í veruleg- um vandræðum: Vestur Norður Austur Suður Duboin Rodwell Bocchi Meckstr- oth -- -- Pass Pass 1 spaði Pass Pass Dobl Redobl 2 spaðar Pass 3 tíglar 4 lauf 4 hjörtu 5 lauf Pass Pass 5 tíglar Pass Pass Dobl Pass Pass Pass Duboin hóf sagnir á einum spaða, sem gengu til suðurs. Meckstroth doblaði og Duboin redoblaði til að sýna hámarksstyrk. Tveggja spaða sögn Rodwells kemur spánskt fyrir sjónir, en þeir Meckstroth og Rodwell eru með eitt best útfærða kerfi sem þekkist, svo hugsanlega er það samtalað hjá þeim fé- lögum að tveir spaðar sýni mjög góðan lit. Hver veit. Alla vega virðist Meckstroth hafa tekið sögnina sem al- menna kröfu, því hann hrökklast í fjórlit í tígli. Duboin kemur þá upp úr gryfjunni með með fjórum laufum og nú teflir Rodwell fram hjartalitnum. Aug- ljóslega er einhver misskiln- ingur á ferðinni, því Meckstroth hefði varla passað fimm tígla doblaða ef hann hefði búist við fjórlit hjá makker í hjarta. Kannski fást einhvern tíma skýringar á þessum sögn- um, en þær liggja ekki fyrir núna. En hvað sem því líður, slapp Meckstroth 3 niður í fimm tíglum og greiddi fyrir það 500. Víkur þá sögunni í opna salinn, þar sem sagnir voru ekki síður ævintýralegar: Vestur Norður Austur Suður Hamman Lauria Soloway Versace -- -- Pass Pass 1 lauf * 1 spaði Pass Pass 2 lauf Dobl 5 lauf Dobl Pass 5 hjörtu Pass Pass 6 lauf Dobl Allir pass Hamman vekur á sterku laufi og Lauria kemur inn á spaða. Hamman meldar lauflitinn og Lauria doblar til úttektar til að sýna góða innákomu og móttöku í hin- um litunum. Og þá byrjar ballið fyrir alvöru. Soloway hoppar í fimm lauf, sem Ver- sace doblar, væntanlega til sektar. En Lauria er ekki hættur og reynir fimm hjörtu! Það vekur nokkra furðu að Soloway skuli ekki dobla, en kannski var hann hræddur um að NS færu í fimm spaða. En það ætti að vera ástæðulaus ótti miðað við fyrri sagnir og hið dauf- lega pass verður til þess að Hamman ákveður að freista gæfunnar í sex laufum. Sá samningur fór tvo niður, 300 til Ítala og 13 IMPar. Tvö spil eftir og staðan: Ítalía 303, Bandaríkin 282. „Þetta er búið,“ sögðu spekingarnir á Bridgebase.com. „Tvö spil eftir og munurinn 21 IMPi. Það er vonlaust að ná því upp.“ En við vitum betur. Meira um það á morgun. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 75 ÁRA afmæli. Í dag,sunnudaginn 23. nóvember, er 75 ára Jón Bryntýr Zoëga Magnússon prentari. Hann er að heim- an í dag. 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. O-O Be7 6. He1 b5 7. Bb3 O-O 8. h3 Bb7 9. d3 d6 10. a3 Ra5 11. Ba2 c5 12. Rbd2 Bc8 13. c3 Rc6 14. d4 exd4 15. cxd4 cxd4 16. Rb3 Be6 17. Rbxd4 Rxd4 18. Rxd4 Bxa2 19. Hxa2 Hc8 20. Rf5 g6 21. Rxe7+ Dxe7 22. b3 De6 23. Hae2 Rd7 24. Bb2 Hc6 25. f4 Hfc8 26. He3 Hc2 27. Ba1 Ha2 28. H1e2 Hxa3 29. Bb2 Ha2 30. f5 De7 Staðan kom upp í afar öfl- ugu atskákmóti sem fram fór í Bastia í Frakklandi fyr- ir skömmu. Veselin Topalov (2735) hafði hvítt gegn Alexei Shirov (2737). 31. Bf6! Þótt svartur fái tvo hróka fyrir drottningu í kjölfar þessa leiks þá bera veikleikar svarts á svörtu reitunum hann ofurliði. 31...Hxe2 32. Bxe7 Hxe3 33. Dxd6 Rc5 34. Dd2! Hd3 35. Dh6 og svartur gafst upp enda fátt til varnar. Loka- mótið í Bikarsyrpu Eddu- útgáfu fer fram á skákþjón- inum ICC kl. 20.00 í kvöld, 23. nóvember. Mótið verður jafnframt Íslandsmótið í Netskák en fjölmargir skák- áhugamenn hafa tekið þátt í bikarsyrpunni. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira les- endum sínum að kostnaðarlausu. Til- kynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnu- dagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynn- ingum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk get- ur hringt í síma 569- 1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.