Vísir - 17.10.1980, Blaðsíða 21

Vísir - 17.10.1980, Blaðsíða 21
Föstudagur 17. október 1980 vísm LIST 0G VERSLUN - taka hðndum saman Fyrirhugaðlr tónleikar Háskólans í vetur Sex tónleikar eru fyrirhugaðir hjá Tónleikanefnd Háskóla Is- lands i vetur og verða tveir þeirra fyrir áramótin. Sunnudaginn 26. þ.m.koma fram erlendir gestir þau Jean Mitchell söngkona og Ian Sykes pianóleikari, eru þau bæði bresk og kennarar við Tónlistarskólann i Liverpool. Efnisskráin er nokk- uð forvitnileg og alla vega sjald- heyrð: sungin verða ensk þjóðlög frá 17,. 18. og 20. öld og ljóða- blálkur eftir franska tónskáldið Messiaen. 1 nóvember halda þeir sr. Gunnar Björnsson celloleikari og Jónas Ingimundarson pianóleik- ari tónleika. Á fyrirhuguðum tón- leikum eftir jól verður að heyra flautu og pianó, gitar, blásara- kvintett og á siðustu tónleikunum blokkflautu og sembal. Ms. Það hefur liklega einhverrekið ‘ upp stór augu i sýningarsölum | 'Konunglegu akademiunnar i ■ London á siðasta sumri. Þar stóð ' yfir árleg sumarsýning og sýn- | ingargestir héldu allir á stórum, I appelsinugulum púðum með I áletruninni W.H. Smith — en það | er nafn stærstu bóka-og ritfanga- . búðarkeðju Bretlands. I Nákvæmlega kl. 19.30 voru allir I komnir inn i stærsta salinn og sestir á púðana. Þá hófust tón- I leikar. Það voru engir stólar | handa hlustendum, aðeins þessir j appelsinugulu púðar. I List til sölu Það er ekki aðeins á Islandi, | sem listamenn og stofnanir | kvarta undan fjársvelti. Þetta á ■ viða við og ekki hvað sist á Bret- | landi,þar sem skórinn kreppir ■ fastar og fastar að. Og eins og I annars staðar, er byrjað á | menningunni þegar þarf að . spara. Listamenn eru hættir að I binda eins mikla trú við stjórn- | völdin og snúa sér i rikari mæli . að risafyrirtækjum, t.d. Ben- I son&Hedges cígaretturfyrirtæk- | inu, Marks&Spencer, IBM o.fl. . o.fl. Nú eru ekki aðeins til Johan I Plaver’s Bilaralli eða Marlboro- | golfkeppni — heldur lika I Viceroy-cellokonsertar eða IBM I óperur. Flest leikhússtarfsemi i | Englandi er nú kostuð af risa- . fyrirtækjum á borð við þessi, og I má t.d. nefna sýningu Glynde- | bourneóperunnar á Der Rosenka- . valier i sumar sem leið eða Mac- I bethsýningu Old Vic leikhússins i London. Boðið i leikhús af vinnu- veitanda. Slikur beinn stuðningur er nú algengur, en einnig eru dæmi þess að fyrirtæki kaupi fjölda að- göngumiða og gefi starfsfólkinu. Marks&Spencer,sem hefur það fyrir stefnu að auglýsa aldrei, hefur þennan hátt á. Dæmi um beinan stuðning við listina er Tónlistarvika Benson&Hedges fyrirtækisins. Sú fyrsta fór fram nú i haust eftir þriggja ára undirbúning. Þar eð enginn i stjórn fyrirtækisins vissi nokkuð um músik var leitað ráöa hjá Benjamin Britten og Peter Pears. ( Ekkert þótti of gott fyrir þetta fyrirtæki sem leggur áherslu á gull i auglýsingum sin- um.) Britten féllst á að taka þátt, þrátt fyrir að vera eindregið á móti reykingum, þvi, .,,ef þeir vilja fá fina músik flutta, hef ég ekki leyfi til að hindra þá.” Tón- listarvikan var helguð kammer- tónlist, það var söngkeppni með gullverðlaunum og 10.000 pundum að auki og meðal þeirra sem komu fram voru Janet Baker, Sviatoslav Richter og Amadeus Strengjakvartettinn. I allt eyddi fyrirtækið um 200.000 pundum (260 mill. isl. kr.). Tónleikana sóttu um 7000 manns. Borgar þetta sig? ,,Já,” segir talsmaður fyrirtækisins.” „Þetta er litill peningur i samanburði við það sem fyrirtæki eyða i iþróttamót og aðrar auglýsingar: Sjónvarpið flutti margt af þvi sem fram fór plötur eru gefnar út og þessi tón- listarvika verður með þeim virt- ustu sem fram fara I heiminum. Þetta borgar sig! ’'. Eitthvað hefur borið á aö is- lensk leikhús fái muni lánaða hjá verslunum gegn þvi að auglýsing birtist i leikskrá. Og borgun. Þetta er gert i æ rikari mæli er- lendis. Eða þá fyrirtæki styrkja stofnanir á annan hátt. t.d. eins og þekkt málningarvörufyrir- tæki, sem málaði allar nýju skrif- stofur Konunglega Shakespeare leikhússins i London. Og Rank Xerox (skrifstofutækni) annaðist skipulagningu bókhalds leikhúss- ins. Eða W.H. Smith, sem kostaði tónleikana, sem fyrst voru nefndir i þessari grein. Púðarnir voru þeirra auglýsing. Tónleikar- nir voru kallaðir Youth and Music Cushion Concerts: Púöa- tónleikar. Ekki lráleit hugmynd fyrir t.d. Pennann, að kosta kodda-tönleika á Kjarvalsstöð- um. Og kannske eigum viö ein- hvern timann eftir að lesa i leik- skrá: Allir bollar úr Amaró” láfram L.A.!) eða „011 gúmmí- stigvél frá Ellingsen”. Ms. Þvl ekki t.d. Vísis-tónleika rétt eins og VIsis-Rall? tr i9 ooó A Mannsæmandi líf Ahrifarík og athyglisverö ný sænsk litmynd, sönn og óhugnanleg lýsing á hinu hrikalega eiturlyfjavanda- máli. Myndin er tekin meðal ungs fólks i Stokkhólmi, sem hefur meira og minna ánetj- ast áfengi og eiturlyfjum, og reynt að skyggnast örlitið undirhið glæsta yfirborö vel- ferðaríkisins. Höfundur Stefan Jarl Bönnuð innan 12 ára Islenskur texti Sýnd kl. 3 — 5 — 7 — 9 og 11 _________3©0w ©------------ Sólarlandaferðin Hin frábæra sænska gaman- mynd, ódýrasta Kanarieyja- ferö sem völ er á. Sýnd kl. 3, 5, 7.10, 9.10 og 11.10. LAND OC SYNIR Stórbrotin islensk litmynd, um islensk örlög, eftir skáld- sögu Indriða G. Þorsteins- sonar. Leikstjóri: Agúst Guðmundsson. Aðalhlutverk: Siguröur Sigurjónsson, Guðný Ragnarsdóttir, Jón Sigur- björnsson. Sýnd kl. 3.10 — 5.10 — 7.10 — 9.10 — 11.10. i --------§(á)Dw P----------- Sugar Hill Spennandi hrollvekja i litum, með Robert Quarry — Marki Bey Bönnuð innan 16 ára tslenskur texti. Endursýnd kl. 3.15 — 5,15 — 7.15 — 9,15 — 11.15. CAPONE Sími 11544 Hörkuspennandi sakamála- mynd un. glæpaforingjann illræmda sem réöi lögum og loDjm i Chicago á árunum 1920-7930. Aöalhlutverk: Ben Gazzara, Sylvester Stallone og Susan Blakely. Endursýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum innan 16 ára. Slðasta sinn. Drepfyndin ný mynd, þar sem brugðið er upp skopleg- um hliðum mannlifsins. Myndin er tekin með falinni myndavél og leikararnir eru fólk á förnum vegi. Ef þig langar til að skemmta þér regulega vel, komu þá I bió og sjáðu þessa mynd. Þaö er betra en að horfa á sjálfan sig i spegli. Leikstjóri: Jamie Uys. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Hækkaö verð. Maður er manns gam- an JOHN Richie Beirach(p) George Mraz(b) Peter Donald(dr) ABERCROMBIE QUARTET Tónleikar í Menntaskólanum við Hamrahlíð Miðvikudaginn 22.10. kl. 20 Forsala FÁLKINN JAZZVAKNING Laugavegi 24 TFMH TÓMABÍÓ Simi31182 Harðjaxl í Hong Kong (Flatfoot goes East) Haröjaxlinn Bud Spencer á nú I ati við harðsviruð glæpa- samtök i austurlöndum fjær. Þar duga þungu höggin best. Aöalhlutverk: Bud Spencer og A1 Lettieri. Sýnd kl. 5, 7.15 og 9.20. Sími 11384 Bardaginn i Skipsflak- inu ( Beyond the Poseidon Adventure). Æsispennandi og mjög viö- burðarik, ný, bandarisk stór- mynd i litum og Panavision. Aöalhlutverk: Michael Caine, Sally Field, Telly Savalas, Karl Malden. Isl. texti. Bönnuö innan 12 ára. Sýnd kl. 5, 7.10 og 9.15.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.