Vísir - 18.10.1980, Blaðsíða 3

Vísir - 18.10.1980, Blaðsíða 3
Laugardagur 18. október 1980 vtsm 3 Hryllingsmynd frá Stanley Kubrick Stanley Kubrick er samur viö sig. Þessi bandariski kvik- myndaleikstjóri, sem á aö baki myndir einsog Lolita (veröur sýnd i Fjalakettinum i vetur), Dr. Strangelove (snilldarverk meö Peter Sellers), 2001 (snilldarverk meö HAL-2000), A Clockwork Orange (snildarverk meö Malcolm McDowell og Beethoven) og Barry Lyndon (mjög vanmetiö snilldarverk), hefur nú komiö mönnum ræki- lega á óvart meö nýjustu mynd sinni, The Shining, sem var frumsýnd í útlöndum fyrir stuttu. The Shining er nefnilega hvorki meira né minna en hryllingsmynd, sem meira aö segja gerist i stóru og eyöilegu húsi fjarri mannabyggöum. Eitt atriði 87 sinnum Þetta hljómar einsog algeng- asta formúla hryllingsmynda, en þeir sem þekkja eitthvaö til Kubricks vita aö hann er ekki maöur sem heldur sig viö formúlur. öllum gagnrýnend- um sem séö hafa myndina ber lika saman um aö hún sé ein- hver sú almagnaöasta sinnar tegundar sem gerö hefur veriö og segir þaö ekki svo lltiö. Handbragö meistarans auösætt. Stanley Kubrick er ekki nema 51 árs aö aldri en hann hefur veriö aö gera kvikmyndir I bráöum 30 ár. Hiö siöari ár hef- ur jafnan liöiö langur timi milli mynda hans enda er Kubrick þekktur fyrir ótrúlega natni viö smáatriöi, allt veröur aö vera tæknilega fullkomiö og allt veröur aö heppnast full- komlega. Dæmi eru til um aö Kubrick hafi látiö taka atriöi þar sem þrjár manneskjur ganga yfir götu (ekkert meira) 87 sinnum, áöur en hann varö ánægöur. Þrátt fyrir þetta hefur þó aldrei skort á hiö mannlega i myndum hans, hann lætur þann þátt aldrei liöa fyrir tæknilega fullkomnun. Húsvörður í Klettafjöllum The Shining er byggö á met- sölubók eftir hinn bandariska Stephen King og það er sá frægi maöur Jack Nicholson sem fer meö aöalhlutverkiö. Hann leikur Jack Torrance, fyrrver- andi kennara sem er aö buröast viö aö skrifa bækur, en gengur illa. Hann ræöur sig sem hús- vörð til gamals hótels i Kletta- fjöllunum, sem stendur alveg autt yfirvetrarmánuöina, þegar hin verstu veöur geisa á þeim slóöum. Meö honum fer kona hansWendy (Shelley Duvall) og 7 ára sonur (Danny Floyd). Meöan þau eru aö koma sér fyr- ir er þeim sagt frá þvi aö fyrr- verandi húsvöröur, Grady aö nafni, hafi tryllst þarna i ein- angruninni og myrt konu sina, tvær barnungar dætur sínar og aö lokum sjálfan sig. Torrance hefur ekki áhyggjur af þessu, brosir bara. En svo fara dular- fullir atburöir að gerast... ,,A11 work and no play makes Jack a dull boy” Þetta hljómar lika einsog formúla. Flestir eru hins vegar sammála um aö Kubrick hafi tekist aödáunarlega vel aö foröast allar gamlar klisjur sem fylgja gjarnan myndum af þess- ari gerö, en flestir gagnrýnend- ur fetta afturámóti fingur úti undarlega tviskinnung sem þeim þykir gæta i myndinni. Annars vegar er sagt frá and- legri hnignun Jack Torrance, hvernighann fer smátt og smátt aö haga sér einsog fyrirrennari hans, Grady, og ógna fjölskyldu sinni. Ýmis atriði þessa hlutar þykja mönnum einhver þau mest ógnvekjandi sem fest hafa verið á filmu, þó ekki gerist annaö en aö Wendy uppgötvar allt i einu aö Jack, sem reynt hefur aö einbeita sér að skrift- um, hefur eingöngu skrifaö á ritvélina: ALL WORK AND NO PLAY MAKES JACK A DULL BOY, meö ýmsum tilbrigöum. Jack Nicholson þykir túlka þessa þróun Torrance frá vingjamlegum heimilisföður i snarklikkaðan og moröóöan vit- leysing afburöa vel, hann fær svitann til aö hrlslast niður eftir bakinu á áhorfendum meö djöfullegu brosi slnu einusaman. Yfirnáttúrulegir hæfileikar Hins vegar er svo sagt frá yf- irnáttúrulegum hæfileikum sem sonurinn Danny er gæddur og alls kyns furðulegum og ógn- vekjanai atburöum sem af þvl hljótast. Þessir tveir óUku þætt- ir myndarinnar fléttast vissu- lega saman á ýmsan máta en þó þykir mörgum sem söguþráö- urinn beri ekk þennan tvfskinn- ng og myndin missi þvi aö nokkru leyti marks. Þess má nú ryndar geta aö myndir Kubricks hafa sjaldnast vakiö sérstakan fögnuö gagnrýnenda til aö byrja meö og til dæmis var siöasta mynd haná á undan The Shining, Barry Lyndon, rökkuö miskunnarlaust niöur enda þótt þar sé um aö ræöa einhverja þá fallegustu og stilhreinustu mynd allra tlma, svo sem mun hafa veriö ætlun Kubricks, ekkert meira.Einvigisatriöiö i þeirri mynd er magnaöra en svo aö orð fái lýst. Stanley Kubrick: ,,Ég er aila vega ekki óhamingjusamur þegar ég er aö gera kvikmynd- ir.” Ekki óhamingjusamur En hver er svo Stanley Kubrick fyrir utan aö vera snill- ingur meö fullkomnunardellu? (Þvl má skjóta aö I framhjáhlaupi aö Robert Altman sem leikstýrir um þessar mundir Shelley Duvall I mynd sinni Popeye lét þess get- iöaöhún væri allt annarog betri listamaður eftir meöferöina hjá Kubrick, sem var vlst ekkert sældarllf). Hann hefur alla tlö gætt þess mjög vandlega aö einkallf sitt sé ekki I sviösljósinu og I raun vita menn fátt um hann nema aö hann býr I Eng- landi meö konu sinni, Christiane, sem er málari, og þremur dætrum. Nýlega var hann spurður aö þvi i' blaöaviötali hvort hann væri hamingjusamur maöur. Hann velti vöngum. „Stundum er ég hamingjusamur — þegar ég geri myndir. Ég er alla vega ekki óhamingjusamur þegar ég geri kvikmyndir.” Snúiö og sneitt — IJ. Jack Nicholson leikur aöalhlutverkiö i The Shining. Hér er hann staddur I dalltið vafasömum félagsskap.... \ Sýning á lömpum 16. okt. til 8. nóv að Síðumúla 20. Hönnuður Poul Henningsen PH 4/3 borðlampi Hvítur málmskermur. Krómaður fótur. Þvermál 45 cm. hæð 54 cm. Max. 100 watt. epcil hf. Síðumúla 20 Rvk. S. 36677 Strandgötu 19 Akureyri S. 24069 J Sími 91 -82980 veitir allar frekari upplýsingar. Meðlimir Ofnæmis-, Astma-, og Mígrenifélaga fá 10% afslátt. Verð tækjanna er kr. 68.750. — Auk þess höfum við fjölda upplýsingagagna á boðstólum. *,,Jónir í lofti” eftir Dr. Albert Krueger •,,The lon effect" eftir Fred Soyka «Gagnaskrá yfir jónarannsóknir.Sendum í póstkröfu um land allt. Raflindin MODULION eykur magn neikvætt hlaóinna agna (—jóna) í andrúmsloftinu og stuðlar því að minni loftmengun, samtímis sem hún hefur jákvæö áhrif á líðan og heilsu fólks. söluskrifstofa sími 91-82980 Fellsmúla 24 105 REYKJAVÍK þaðerekkisama jönogmínusjón „Margt bendir til aö mikið magn jákvætt rafhlaö- inna agna (+jóna), geti haft slæm áhrif á líöan og heilsu fólks.Loftmengun t.d.tóbaksreykur, inni- heldur gjarnan mikió af pósitívum ögnum.” ÚR UMSÖGN Heilbrigöiseftirlit ríkisins

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.