Vísir - 18.10.1980, Blaðsíða 9

Vísir - 18.10.1980, Blaðsíða 9
t ..... V Laugardagur 18. október 1980 • M r f _ vtsm '9 Þér blöskrar að heyra þaö brauðleysisáp" I tilefni af fjársöfnun Rauða krossins til hins hungraða heims/ efndi Líf og land til ráðstefnu að Kjarvalsstöðum um síðustu helgi. Þar voru f lutt alls sextán erindi hvert öðru betra/ en siðastur ræðumanna var Tryggvi Emilsson verkamaðurog rithöfundur.Erindi hans var kynngi- magnað bæði að efni og flutningi. Þarna stóð þessi aldni heiðursmaður, sem kynnst hefur fátækt og basli af eigin raun, persónugervingur daglauna- mannsins, og minnti á, „að fólkið sem sveltur fram i opinn dauðann vegna örfátæktar og allsleysis fái i tæka tíð að vinna fyrir mat sínum, og vaxa þannig að visku og manndómi." Tryggvi sagði: „Við heyrum að enn er til okkar hrópað yfir himin og höf. Það ákall er stutt með orðum og myndum svo átakanlegum að: Þér blöskrar að heyra það brauðleysisóp til biágrárra, ómálgra vara, og sjá þennan skjögrandi horgrinda hóp með hungruðum kýraugum stara Og enn stara þessi barnsaugu til okkar biðjandi deyjandi augnaráði". Alls góðs maklegir Þaö er stundum fjargviörast út i þann fjölda klúbba og þjón- ustuhreyfinga, sem hér starfa undir nafni Lions, Rotary, Kiwanis, Junior Chamber, o.s.frv. ósköp er þaö þó sak- laust ef einhverjir hafa gaman af matarfundum i slikum félagsskap, og þeir eru alls góös maklegir, þegar orku og anda er beitt til þess aö styöja góöan og göfugan málstaö. Um þessa helgi efnir Kiwanis til fjáröflunar fyrir geösjúka, og þaö ætti aö vera útlátalaust fyr- ir Islendinga aö veita þeim og Rauöa krossinum stuöning i góöri viöleitni. Gefandinn getur vaxiö af visku og manndómi engu siöur en þiggjandinn. Guðað á glugga Sá margumtalaöi fransmaö- ur, Gervasoni, komst aftur i fréttirnar meö óvæntum hætti nú i vikunni, þegar menn upp- götvuöu hann upp á stillans viö Arnarhvol, þar sem hann geröi aö rúöum dómsmálaráöuneytis- ins! Sú uppákoma heföi senni- lega hvergi getaö gerst nema á Islandi og kemur mönnum til aö brosa, — og þakka fyrir, hversu islenska samfélagiö er einfalt og látlaust i sniöum. Vist er þaö alvara ef Island á aö veröa hæli fyrir menn sem svikjast undan merkjum sinna eigin þjóöa, og hyggjast setjast upp á Isiendinga án framfæris ellegar sjálfsbjargar. Hinsveg- ar er ástæöulaust aö gera Gervasoni þennan aö einhverj- um pislarvætti 1 alþjóölegu samhengi, og meiöir engann þótt hann fái aö flengjast hér á landi, úr þvi hann á annað borö er kominn, svoekki sé talaö um, ef hann vinnur sér það til lifs- viðurværis aö guöa á glugga hjá Ólafi Walter! Sáttatillagan Svo vikiö sé frá spaugilegum atvikum af þessu tagi, þá eru tilefnin ærin til aö hafa áhyggj- ur. Alvarlegust eru þau tiðindi vikunnar aö alþýöusambandiö hefur boöaö allsherjarverkfall og vinnuveitendasambandið spáö nær 90% veröbólgu á næsta ári. Fróöir menn fullyröa, aö fyrir þrýsting frá rikisstjórninni, að undirlagi Alþýöubandalagsins, hafi sáttasemjari sett fram sáttatillögu sina. Var þá gert ráö fyrir, aö hún væri sniöin eft- ir kjarasamningum opinberra starfsmanna.en vinnuveitendur hafa margsinnis tekiö fram, aö þeir væru reiöubúnir til aö ganga aö hliöstæöum samning- um. Vinnuveitendur hafa hinsveg- ar fullyrt nú, aö sáttatillagan gangi miklu lengra, og hvort sem þær staöhæfingar standast, þá hefur afstaða þeirra virst koma stjórninni og ASl i opna skjöldu. Eftirleikurinn getur oröiö tvi- sýnn og erfiöur. Forystumenn ASl hafa metið stööu sina svo, og þá sennilega rétt, aö enginn grundvöllur eöa áhugi væri meðal launafólks til langs alls- herjarverkfalls og haröra aö- geröa. Þetta vita vinnuveitend- ur gjörla, og þegar viö bætist forystuleysi i rööum alþýöu- sambandsins, þá þarf engum aö koma á óvart, þótt þeir fyrr- nefndu fari sér hægt. Hitt ber einnig aö hafa i huga, að veröbólguspár vinnuveit- endasambandsins hafa ávallt reynst furöu nákvæmar. Spáin um nær 90% veröbólgu, byggist á þeim forsendum, aö engar grunnkaupshækkanir veröi á næsta ári, en aö tillögur sátta- semjara veröi samþykktar. Rikisstjórnin stendur þvi frammi fyrir þeirri ákvöröun, aö leysa þann hnút sem nú er kominn i samningamálin, meö þvi aö lögfesta sáttatillöguna, meö þeim veröbólguáhrifum, sem áöur er getiö, en gera siöan fljótlega aörar ráöstafanir sem ganga þvert á þau kjör. Þá duga skammt yfirlýsingar um dugandi menn og góöa drengi. Sameiginlegir hagsmunir Sorglegast er þó aö horfa upp á þá staöreynd, aö meöan teflt er I þráskák i langvinnum samningaviöræöum, þá sitja stórir hópar launþega uppi meö smánarlaun. 1 þeim efnum er ekki viö vinnuveitendur eina aö sakast. Þaö er eölilegt að þeir hiki viö aö undirrita samninga, sem leiöa til 90% veröbólgu, enda þjóna slikir samningar hvorki vinnuveitendum né laun- þegum. Þar tapa þeir mest, sem minnstir og smæstir eru fyrir. Þaö hljóta aö vera sameigin- legir hagsmunir beggja aöila, að þeir snúi bökum saman, hætti aö hengja bakara fyrir smiö, en þess i staö krefjist og taki þátt i allsherjaraögeröum undir forystu rikisstjórnar. herrar og áhrifamenn eru farnir aö trúa sinum eigin fagurgala. Þaö er þrástagast á þeirri fullyröingu aö veröbólgan sé á niðurleið, aö aögeröa sé ekki þörf fyrr en eftir áramót, og jafnvel framsóknarmenn af ábyrgari geröinni eru nú farnir aö miöa timatal niöurtalningar- innar viö 1. mars næstkomandi. Hvað sem segja má um Gunn- ar Thoroddsen, þá er hann svo sannarlega sjóaður stjórnmála- maöur og veraldarvanur. Ein- mitt af þvi, aö hann sér nú i næstu framtiö, fyrir aldurs sak- ir, fyrir endann á stjórnmála- ritstjórnar pistill Sjóaður maður stjórnmáia- 1 hinni daglegu stjórnmála- umræöu kánn aö mega fyrirgefa stjórnarsinnum þá landlægu áráttu aö gera litiö úr vanda- málum og telja allt i stakasta lagi. Þetta þykir vist nauösyn- legt I stöönuöu og steinrunnu karpi stjórnar og stjórnarand- stööu. En hitt er öllu verra, sem helsteraö heyra, ef svo langt er gengiö i réttlætingunni, aö ráö- Ellert B. Schram ritstjóri skrifar ferli sinum og þarf ekki mæla athafnir sinar i atkvæöum, var viö þvi aö búast, aö hann lyfti sér yfir dægurþras og þrýsti- hópa, og boðaöi stefnu sem skil- aöi árangri. Sú stefna hefur enn ekki séö dagsins ljós. Dagskipan ólafs Þvert á móti sýnist Gunnar enn vera bandingi Alþýðu- bandalagsins og þaö jafnvel I málum er varöa kjör þingflokks sjálfstæöismanna I nefndir. 1 Þjóöviljanum s.l. þriöjudag er eftirfarandi haft eftir ólafi Ragnari Grimssyni: ,,t siöustu viku sagöi égGunn- ari Thoroddsen og Páli Péturs- syni að ríkisstjórnin yröi aö hafa stjórn á mikilvægustu nefndum þingsins”. Mannalæti i ólafi Ragnari eru auðvitaö ekki ný af nálinni, en hann telur sig greinilega geta haft þau i frammi, þegar for- sætisráðherra er annarsvegar. Þá er sagt fyrir verkum. Enda mun þaö hafa oröið aö Gunnar Thoroddsen fylgdi fast fram þessari fyrirskipan frá for- manni þingflokks Alþýöubanda- lagsins, þegar kom aö niöurröö- un manna i nefndir i þingflokki sjálfstæöismanna. Dagsskipan ólafs Ragnars náöi þó ekki allskostar fram aö ganga, mest fyrir þá sök aö þeir Albert Guömundsson og Eggert Haukdal, reyndust ekki þeir vikapiltar hjá rikisstjórninni, sem ætlast var til. Þeir mátu meir viöleitni meirihluta þing- flokksins til samkomulags. Að halda og sleppa Gagnvart almenningi skiptir litlu hvernig kjörið er til nefnda, en meir tekið eftir hinu, hvort sjálfstæðismenn á þingi gangi i tveim fylkingum til starfa á al- þingi. Aö þvi er sjálfstæöisráö- herrana þrjá varöar, er ljóst hvar þeir standa, en hitt er jafn skýrt, aö Albert og Eggert hafa færst nær stjórnarandstöðulið- inu i þessari atrennu. Það kem- ur siöar i ljós, hvað fyrir þeim tvimenningunum vakir, þvi ekki geta þeir bæöi haldiö og sleppt þegar til lengdar lætur. Þaö hlýtur að koma aö þvi aö þing- menn, sem stuölaö hafa aö myndun núverandi rikisstjórn- ar, en vilja þó tilheyra þing- flokki stjórnarandstööunnar, kveöi upp úr um þaö, hvort þeir telji þaö vænlegra, aö stjórnin sitji áfram eöa fari frá. Kynslóðaskipti Visir flutti þær fréttir á fimmtudaginn, aö vaxandi likur væru á átökum um formanns- sætiö i Alþýöuflokknum. Þaö sýnir aö viöar er deilt en i Sjálf- stæöisflokknum, þótt ekki sé fariö eins hátt meö þann ágrein- ing, né heldur aö hann skipti eins miklum sköpum á vett- vangi stjórnmálanna, svo litill flokkur sem Alþýðuflokkurinn er. Ekkert veröur fullyrt um lyktir þeirra átaka, en ef svo fer, aö Kjartan Jóhannsson taki viö af Benedikt Gröndal, þá hafa á tiltölulega stuttum tima átt sér staö meiriháttar kyn- slóöaskipti i islenskri pólitik. Ólafur Jóhannesson i Fram- sókn, Lúövik hjá Alþýöubanda- laginu og Benedikt og Gylfi hjá krötum þokast úr forystusætun- um, en yngri menn taka viö. Slik kynslóöaskipti hljóta einnig aö eiga sér staö i Sjálf- stæöisflokknum fyrr eöa siöar. Ellert B. Schram

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.