Vísir - 18.10.1980, Blaðsíða 13

Vísir - 18.10.1980, Blaðsíða 13
Laugardagur 18. október 1980 13 VÍSJB ert hvernig New York var áður, nema af þvi sem hann hafði les- ið og þess vegna braut hann all- ar reglúrnar. Maður spilar ekki á kassagit- ar á pönkklúbb. Það vita allir. En Steve mætti bara og sagði: „Hæ, hér er ég. Takið mér eða hafnið mér” og fólk tók honum betur en nokkur hefði getað imyndað sér. Úr leirnum Steve Forbert er einn af yngstu börnum fátækra foreldra sem alið hafa upp 10 börn fæddur í Meridan við Missisippi fljótið, i grennd við þann stað sem countrýfrumherjinn Jimmie Rodgers lærði sin fyrstu gitargrip. Strákurinn göslaðist i Deep Purple — Deepest Purple EMI EMTV 25 Þunga rokkiö er enn á ný farið að æsa villtan æskulýð á Bretlandi, i riki tveggja kvenstjórnenda, Möggu Tatcher og Betu II. í kjölfar þessa nýtur plata með bestu lögum Deep Purple, mikilla vinsælda I Bretlandi og herma fréttir að Deep Purple i sinni þekktustu mynd (Gillan, Lord, Blackmore, Glover og Paice) sé u.þ.b. að vakna til lifsins á ný. Hvað sem gömlu kempurnar gera, verður þvi ekki neitað aö þunga rokkiö i þeirri mynd sem Deep Purple flutti það á árunum 1970-1974 er ógleymanlegt þeim sem lifðu og hrærðust i þessari tón- list. A safnplötunni Deepest Purple eru 12 lög sem Deep Purple gerðu vinsæl á þessum árum og þó svo að soundiö sé ekki alveg eins gott og best gerist i dag er þetta góður minnisvar.ði um þungarokkiö eins og það var á þessum ár- um. Sem safnplata er Deepest Purple ágætlega heppnuð þó hægt sé að setja útá ýmislegt hvað tóngæði og annaö varðar. Svona voru Deep Purple á blómaskeiði sinu og annað hvort er ég orðinn svona gam- all eða þá það að þessi músik er jafn ung og hress og hún var fyrir 6-10 árum siöan. gegnum skóla, lærði á plastgitar og glamraði i rokkhljómsveit- um frá 11 ára aldri i hvaða skitaholu sem hann gat fengið að fremja tónlist sina i. Þegar skóla lauk, gerðist hann vöru- flutningabilstjóri likt og Elvis Presley forðum tið. En þegar fyrirtækið fór á hausinn, keypti Stebbi sér lestarmiða til New York og fékk inni hjá K.F.U.M. þar i borg og hóf að kanna götu- horn, klúbba og kytrur stór- borgarinnar. Brátt fór svo að strákurinn náði nokkurri hylli á countrýklúbbum, þjóðlegum krám, rokk kjöllurum, og pönk búllum. ICBGB,einuhelsta vigi vaxandi pönk og nýbylgju hreyfingar var hann fastráðinn sem upphitari fyrir ýmsa rokk- ara s.s. John Cale og Talking Heads. Skjótur frami Skötuhjúin Danny Fields og Linda Stein sáu að Stebbi var efnispiltur, gerðust umboðs- menn hans og komu honum á samning hjá Nemperor útgáf- unni sem skellti sér i að gefa út plötuna Alive on Arrival með Forbert. Platan inniheldur 10 lög þar sem Steve spilar ýmist einná kassagitar og syngur per- sónulega og vel orðaða texta sina á sinn hrjúfa en gripandi hátt eða leikur með rokkhljóm- sveit. Platan hlaut strax mikla athygli og gagnrýnendur keppt- ust um að lýsa yfir fæðingu nýs Dylans, eins vafasamt og það er nú. Steve Forbert var ekkert á þvi að láta Dylans-nafnbótina há sér. Hann brá sér i ferðalag um Bandarikin og þvi næst til Nash- ville þar sem hann hljóðritaði næstu breiðskifu sina Jacfc rabbit Slim. Textarnir eru ekki eins persónulegir á þessari plötu og hinni fyrri, en platan jók á virðingu Forberts meðal almennings og gagnrýnenda. Lagið Romeo’s Tune af þessari plötu naut mikilla vinsælda og nokkur tónlistartimarit kusu Forbert efnilegasta listamann siðasta árs. Aftur og nýbúinn Segja má að Steve Forbert hafi gert það sem hvern einasta mann dreymir um alla ævi. Hann kom sá og er um það bil að sigra. Þriðja plata þessa tæp- lega 25 ára „sveitadrengs” er betri en báðar hinar fyrri. Hann nýtur aðstoðar upptökustjórans Pete Solley sem áður fyrr starf- aði með Procol Harum (eins og reyndar fleiri) og hefur lagt hönd á gerð platna nýrokkar- anna Wreckless Eric, Rachel Sweet, Romantics og Jo Jo Zep. Arangurinn er heilsteyptari plata en áður, þó ég sé nú per- sónulega alltaf hrifnastur af fyrstu plötu Forberts. Það er sama hvort Stebbi er að syngja rokk með grátbros- legum texta, ástarsöngva, countrypolka, eða blús, hann veit alltaf hvað hann syngur. Steve Forbert hefur reyndar frekar takmarkaða söngrödd. Á köflum er hann eins og ung- lingsstrákur i mútum en það gerir ekkert til þvi tilfinningin og þrótturinn er slikur að allt annað fyrirgefst. Annars er það reyndar sammerkt með ýmsum af bestu rokksöngvurum vorra tima að raddsvið þeirra er fremur takmarkað. Kúnstin er að kunna að beita þessari tak- mörkuðu söngrödd á réttan hátt og þá kúnst kann Steve Forber.t bara helv--vel. —jg Tilkyrniing frá Tryggingastofnun ríkisins • Á fundi Tryggingaráðs þann 25. júni 1980 var sú ákvörðun tekin, að allar mánaðarlegar bótagreiðslur Tryggingastofnunar rikisins verði frá næstu áramótum afgreiddar inn á reikning hinna tryggðu i lána- stofnunum. • Fyrirkomulag þetta mun gilda i Reykjavik svo og i öðrum þeim umdæmum, þar sem þvi verður við komið. • Með hliðsjón af ákvörðun þessari eru allir þeir, sem fá greiddar mánaðarlegar bætur frá Tryggingastofnun rikisins, hverrar tegundar, sem þær eru, eindregið hvattir til þess að opna við fyrsta hentugleika bankareikning (sparisjóðsbók, ávisanareikning eða giró) i lánastofn- un, svo framarlega sem þeir hafa ekki gert það nú þegar. • Um leið skal Tryggingastofnun rikisins tilkynnt númer banka- reiknings, nafn og nafnnúmer hlutaðeiganda svo og nafn lánastofnun- ar. í þessu skyni eru fáanleg sérstök einföld eyðublöð hjá Trygginga- stofnun rikisins og lánastofnunum. • Athygli skal vakin á þvi, að jafnframt þvi sem viðskiptamenn Tryggingastofnunar rikisins fá þannig greiðslur sinar lagðar inn á reikning sinn fyrirhafnarlaust og sér að kostnaðarlausu, hljóta þeir með hinu nýja fyrirkomulagi greiðslur sinar þann 10. hvers mánaðar i stað 15. hvers mánaðar. • Tekið skal skýrt fram, að þeir viðskiptamenn Tryggingastofnunar rikisins, sem þegar hafa opnað reikning og tilkynnt það Trygginga- stofnuninni, þurfa ekki neinu að breyta. • Tilkynningu þessari er aðeins beint til þeirra viðskiptamanna Tryggingastofnunar rikisins, sem ekki hafa þegar fengið sér banka- reikning og tilkynnt það Tryggingastofnuninni TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS. Sértilboð sófasettið er vandað íslenskt sófasett á ótrúlega lágu verði, aðeins kr. 595.000—og nú gerum við enn betur og bjóðum sérstök afsláttarkjör, þ. e.: Staðgreiðsluverð aðeins kr, 506.175 eða með greiðsluskilmálum kr. 565.250 — útborgun aðeins kr. 140.000 — og eftirstöðvar á allt að 10 mánuðum. Opið á föstudögum kl. 9 - 7 á laugardögum JÓn LoftSSOn hf. ki.9-12 Hringbraut 121 Sími 10600 /A A A A. A A —I □uj.m lUGUll'i □ □□

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.