Vísir - 18.10.1980, Blaðsíða 18

Vísir - 18.10.1980, Blaðsíða 18
Laugardagur 18. október 1980 18 1 -i ■ ; vxsm VatBit UPP fyrlr miftja kálfa á lengsta letkaraitwn. Skyldi hún hafa munaft eftir skegginu hane Kalla? Krikaberir leikarar... ,,Hvenær verður Skeiöará búin?" AÐ TJALDA- BAKI í IÐNÓ Ætlunin var aö finna bakteri- una. Þessa bakteríu sem ku eng- an yfirgefa, hafi hann einu sinni oröiö fyrir baröinu á þessum fjanda. Leikhúsbaktcrian hlýtur aö vera baksviös, í sminklyktinni og þessari þöglu biö eftir inn- komu, i beittum geisla kastijóss- ins... eöa hvaö? Ég baö um leyfi til að læðast um aö tjaldabaki á leiksýningu. — Já, gjöröu svo vel, sagöi leik- stjórinn. Hann var reyndar höf- undurinn lika, þvi leikritið var Ofvitinn, afsprengi meistara Þórbergs sett Ijóslifandi á sviöið af Kjartani Itagnarssyni. Staöur- inn var Iönó, stundin fyrsta sýn- ing þessa vetrar á teiknum. — Komdu svona rétt um átta, viö byrjum kl. hálf níu. Berkrikaöir leikarar og styttar leikkonur. í Iðnó er húsum þannig hátt- að,að dyr opnast beint af götunni inn i ofurlitinn gang. Beint á móti blasa þá við tröppur og stigapall- ur, þar er önnur hurð. Til hægri er gengiö beint inn i ofurlitla kompu þar sem leikmunir sýningarinnar biða sinnar innkomu og úr þessari kompu er klifrað svo að segja beint inn á sviðið upp stuttan stiga. Af fyrstnefndum gangi er einn ig gengið til vinstri og enn niður stiga, er þá komið i búningsher- bergi. Er þá allt upp talið sem er á ganginum nema myndarlegur miðstöðvarofn, sem er lengst til vinstri og eiginlega bak við hurð- ina, sem fyrst kom við þessa lýs- ingu og lokast hún hérmeð. Erþá lokið þessari nauðsynlegu staö- háttalýsingu nema hvað vert er að bæta viö, aö mætist sæmilega iturvaxinn karl og bústin kona á þessum merka gangi, gætu ókunnugir látið sér ýmislegt grunsamlegt I hug detta um sam band þeirra hjúa, svo nærri yrðu þau að koma hvort öðru. Og inn á þennan gang kom ég á tilskildum tima eins og blaöa- manns er von og visa, og viti menn! Er hann ekki fullur af berkrikuðum leikurum og leik- konum i siðum pilsum, sem hafa veriö stytt að gömlumsiö. Leik- ararnir krikaberu voru þó hinir viröulegustu þegar ofar dró á lik- amanum, meö hálstau og jafnvel húfur á höfðum en allir voru þeir á hlaupum fram og til baka, upp og niður stiga, út og inn um dyrnar og á miklu meira iði en húsrúm leyfir. Leikkonurnar ým- ist húktu i tröppum og reyktu af áfergju eöa hlupu lika upp og niður stiga með fangið fullt af fatnaði. Og ösin nærri sprengdi utan af sér húsakynnin. Hver er helvítis jakkinn minn? Sá, sem sýndi mesta stillingu, am.k.á yfirboröinu, var meistari Kjartan. Hann skimaði út um hálfopnar dyrnar, út á götuna og sagðist vera að biöa eftir slökkvi- liðinu. Leikari: Það neitar að koma. Leikkona: Nei, það var hringt aftur og þeir lofuðu að koma. Annar leikari: Við bara kveikj- um i helvitis kofanum svo þeir komi. Þriðji leikari: Hvar er helvítis jakkinn minn? önnur leikkona: Þeir verða að koma. Leikari: Hann hangir þarna á ofninum, hann var rennblautur, maður. Leikkona: Djöfull, hvað eigum við aö gera? Fjóröi leikari: Hvar eru skegg- in min, hefur nokkur séð kassann minn? Þriöji leikari: Þetta er sko alls ekki minn jakki. Leikkona: Það verður að fresta sýningunni. önnur leikkona: Hann Kjartan er að fara að segja fólkinu hvaö er að gerast. Blaðamaður: Hvað er aö ger- ast: Leikstjóri: Þeir tóku þessu bara vel, ég sagöi aö þaö yröi 20 minútna biö. Blaöamaður: Hvað er að ger- ast? Fjóröi leikari: Ég ætla bara aö vona þau hafi ekki blotnaö. Þriðji leikari: Hvað eruð þið búin að gera við jakkann minn. Blaðamaöur: HVAÐ ER AÐ GERAST? Allir: ÞAÐ ER ALLT A FLOTI MANNESKJA. Hundrað milljón bakteríur. Kjallarinn, þ.e. búningsher- bergin voru á floti. Vatnið náði vel upp fyrir miðja kálfa á leng- sta leikaranum. Það var nefni- lega fullt tungl og stórstreymi og dælan hafði ekki undan. Tjörnin flæddi inn um allar raufir og leik- húsbakterian varð að leggja á flótta undan hundraö milljófi* gerlum Tjarnarvatnsins. Ljós- myndari af einhverju öðru blaöi en minu eigin, sat með krosslagða fætur uppi á boröi og smellti af i griö og erg. Nægt var myndefnið. Hvar er jakkinn minn? Rauðamölin - lykillmn að betri framleiðslu Við framleiðum útveggjasteininn, milli- veggjaplöturnar og burðarveggjaplöturn- ar allar úr gömlu góðu rauðamölinni. í henni liggja yfirburðirnir. Margra ára- tuga reynsla okkar er traustur grunnur V að byggja á, - og möguleikarnir í hleðslu '~~\^eru ótal margir. 1/3 út og eftirstöðvar á 6 mánuðum Byggingavörudeild m 'A A A A A A ---IdiJSi jLi'iua i-juan Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 Simi 10600 Laugardagur 18. október 1980 vtsm Þaö er töluvert af búningum, sem þarf i 38 hlutverk. Hér er taglib af elskunni úr Hrútafirði. ( Nú verður að lýsa staðháttum i kjallara. Þar er herbergi, hvorki stórt né litiö. t þvi miðju er borð, svona myndarlegt borð- stofuborð, geri ég ráö fyrir, þar sem eru kaffibollar og smink- græjur þeirra sem ekki geta verið annars staðar. Ot frá þessu her- bergi ganga nokkrar kytrur, þar eru sminkspeglar og snagar fyrir föt. Tveir til þrir leikarar geta at- hafnað sig i hverri kytru og sýnd ist mér aöstaðan svona rétt nægja fyrir alla 16 leikara Ofvitans og urðu þá allir aö vera góöir hver við annan. Or einni kytrunni er gengt upp á sviöið um hlera i loftinu. Sá hleri leikur stóra rullu i Ofvitanum, eins og þeir munu vita, sem þegar hafa séð leikritið. Um þennan hlera fara þeir, sem eiga erindi á loftið i Bergshúsi og er sú leið ómissandi i leiknum.) Pissað í kross. Leikararnir i Iðnó vita það að fenginni biturri reynslu, aö ekki tjáir að skilja nokkurn skapaðan hlut eftir fyrir neðan sjávarmál i þessum kjallara, eigi það ekki að veröa vatni og vondum bakter- ium að bráð. Hvað um það, það þurfti þó að sækja hitt og þetta úr greipum hafsins áður en sýning gæti hafist, t.d. skeggin sex handa Karli Guðmundssyni, jakkann hans Hjalta varö aö finna og mjólkurglösin og nikkuna hans Óla. Það var ekki um annað að ræöa en vaða elginn éftir þessu. Og svo þurfti einhver að fara á kósettið — sumir verða alltaf að fara á klósettið rétt i þann mund sem tjaldið fer frá. Þetta eina klósett, sem Iðnó á handa leikur- unum sinum! Fróðir leikarar segjast vita þess dæmi að karl mennirnir fari bara og pissi i kross i portinu. Búningarnir allir urðu að fara upp á loft, upp þröngu stigana og inn I skonsuna bak við eldhúsiö og þar var búningaaðstaðan þetta kvöld. Skeggin komu i leitirnar, jakkinn lika og hann var hengdur til þerris á stóru eldavélinni i eld- húsinu. Leikarar og leikkonur gerðu sig klára i slaginn, „djöfull verður maður nervus þegar svona kemur fyrir” — „kannske ætti aö fara að hyggja aö öðru leikhúsi” — slökkviliðið kom ald- rei, kannske áttum við að hringja i vatnsveituna” — „heldurðu aö það sjáist að skáímarnar eru blautar?” „góði reyndu ekki að vera fyndinn, ég finn ekki hatt- inn”. „Maöur veröur rennvotur af svita á þessum hlaupúm”. — „Þarna sérðu hvað okkur vantar mikiö nýtt leikhús”. — „Ykkur finnst þetta kannski fyndiö, ha? En þiö ættuð bara aö reyna að vinna hérna!”. — „Það er nú nógu slæmt út af fyrirsig, að geta aldrei verið einn og reynt að lifa sig inn i rulluna — en hitt er þó verra, að maður getur aldrei fariö i fýlu og skellt á eftir sér hurð i vonskukasti”. Það var auðvitað alls ekki hægt að greina hver sagði hvaö — litli gangurinn, stigapallurinn og skonsan bakvið eldhúsið var eins og mauraþúfa og varla hægt aö koma auga á nema eina hönd hér sem skipti um höfuðfat á einum haus þar, eöa þá einn fótur skaust undan þvögunni hér til að sparka skó af öðrum fæti þar. Þarna voru lika 16 leikarar að leika 38 hlut- verk. Stásstólar frá doktornum. Frammi I sal gekk allt snurðu- laust fyrir sig. Ofvitarnir héldu áhorfendum hugföngnum og eng- inn gat látið sér detta i hug, að bæði þeir og allir, hvort sem þaö var elskan noröan úr Hrútafirði eöa hann Bergur gamli, eöa þá einhver annar sem brá sér upp á loftiö i Bergshúsi, varð aö láta sig siga niður á stól, sem heföi sæmt sér vel i stássstofunni hans dokt- ors Jóns forna,i hvert sinn sem fariö var niður um hleragatið I gólfinu. Og stikla svo á öörum stólum til að komast á þurrt land til að geta skipt um skegg eða brugöiö sér I gervi Hjálpræðis- herssöngvara eöa yngismeyjar á rúntinum i Reykjavik. Ja, þaö sem þeir leggja á sig fyrir þessa bakteriu! Slökkviliðiö kom vist aldrei til aö pumpa vatnið burt, þaö gerðu aðrir þegar sýningunni var lokið. Hvaö sagði ekki Meistari Þórbergur, þegarhann og hún Margrét hans voru komin klakklaust yfir Skeiöará i „Vatnadeginum mikla”? (Einum kennt. öðrum bent). Jú: „Nú er hún Skeiðará búin.” Það skyldi þá aldrei verða, að striöið milli leikhúsabakteri- unnar og Tjamargerlanna veröi einhvern tima búið? Ms. Akraneskaupstaður auglýsir Höfum til sölu nokkrar 2ja og 3ja herbergja ibúðir að Einigrund 6-8/ sem byggðar eru sam- kvæmt lögum um leigu-og söluíbúðir sveitafél- aga. Umsóknum skal skilað á bæjarskrifstofuna á sérstökum eyðublöðum er þar fást, fyrir 1. nóvember 1980. VERKFRÆÐINGAR TÆKIMIFRÆÐINGAR Rafmagnsveita Reykjavíkur vill ráða raf- orku- verkfræðing, eða-tæknifræðing til starfa við áætlanagerð fyrir raforkuvirki. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást hjá starfsmannastjóra, Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu. Umsóknarfrestur er til 28. október 1980. RAFMAG NSVEITA REYKJAVÍKUR HSSH HSSH HUGRÆKTARSKÓLI SigvaIda Hjálmarssonar Gnoðarvcgi 82, 104 Reykjavík - Simi 32900 z£3+f = yUMFEROAR RÁÐ Sundlaugin verður framvegis opin virka daga daga frá kl. 07,00 að morgni Höfum einnig iausa tíma i hina vinsæiu Solarium-lampa á morgnana Sundlaugarvörður veitir nánari upplýsingar í síma 22-3-22 Hvergi hægt að skella hurð. — „Nú fer maður að trúa þessum viötölum við gömlu leik- arana, þegar þeir segjast hafa þurft aö vera i klofstigvélum i hléum”. • Almenn hugrækt og hugleiðing • Athygliæfingar • Hugkyrrð • Andardráttaræfingar • Hvíldariðkun • Slökun Næsta námskeið hefst 1. nóv. Innritun alla virka daga kl. 11-13. Við kappkostum að veita ykkur góða þjónustu HÓTEL ——LOFTLEIÐIR------

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.