Vísir - 18.10.1980, Blaðsíða 20

Vísir - 18.10.1980, Blaðsíða 20
Laugardagur 18. október 1980 VÍSIR LITLA KISA „Mamma, megum við fá kettling? spurðu þær Kata og Lísa einn daginn, þegar þær komu úr skólanum. Mamma sagði, að það gæti vel verið. Þær væru nú orðnar nógu stórar til að geta hugsað um gæludýr. ,,Þegar þið komið úr skólanum á morgun, þá skulum við athuga, hvort ekki er hægt að f á einhvers staðar kettling. Það er stundum auglýst í blöðun- um, að hægt sé að f á gef ins kettlinga." Mamma stakk svo upp á því, að þær færu að hugsa um að undirbúa það að fá kisu. Lísa fann gamlan skó- kassa og svo settu þær dag- blað i botninn á kassanum aUmsjón: Anna Brynjiilfs- dóttir og dúkkusæng ofan á, svo að kisa fengi mjúkt rúm. Mamma gaf þeim svo tvær skálar handa kisu til að borða af. Næsta dag voru telpurn- ar spenntar að vita, hvort mamma hefði frétt um kettlinga nokkurs staðar. Mamma sagði, að það kæmi í Ijós seinna. Svo þegar pabbi kom heim úr vinnunni, kallaði hann glaðlega: „Komið þið og sjáið, hvað ég er með." Stelpurnar þutu á móti honum og pabbi var með kassa, sem hann setti á gólfið. Hann opnaði hann og í honum var yndislega fallegur lítill kettlingur, svartur og hvítur á litinn. — Mér datt í hug, að þið hefðu gaman af að eiga hann", sagði pabbi. Kata og Lísa fóru að hlæja og mamma og pabbi líka. „ Þú varst góður pabbi að gefa okkur kisu, sagði Lísa og Kata var þegar komin af stað með kettl- inginn inn í eldhus. Um kvöldið sofnuðu systurnar sætt og vært. Litla kisa svaf í gamla skó- kassanum. Telpurnar kölluðu hana Týru, af því að það var hvítur blettur í rófunni á henni. TEIKNIÞRAUT Hér er skemmtileg þraut, sem þið getið reynt að leysa. Fáið ykkur blað og blýant og reynið að teikna alveg eins hringi og eru á töflunni á myndinni án þess að lyfta blýantinum nokkru sinni frá pappirnum, án þess að fara ofan i eða yfir einhverja linu. Lausnin er birt á Öðrum stað i blaðinu. LJÓÐIÐ í dag heitir I Hlídarenda- koti og er eftir Þorstein Erlings son. Ljóöid valdi Davíö Haiisen, 10 ára, Snælandsskóla, Kópavogi. Fyrr var oft i koti kátt. Krakkar léku saman. Þar var löngum hlegið hátt, hent að mörgu gaman. Úti’um stéttar urðu þar einatt skrýtnar sögur, þegar saman safnast var sumarkvöldin fögur. Eins við brugðum okkur þá , oft á milli bæja, til að kankast eitthvað á eða til að hlæja. Margt eitt kvöld og margan dag máttum við i næði æfa saman eitthvert lag eða syngja kvæði. Bænum minum heima hjá, hliðar brekkum undir, er svo margt að minnast á, margar glaðar stundir. Þvi vill hvarfla hugurinn, heilla vinir góðir, heim i gamla hópinn minn, heim á fornar slóðir. 5. Ég hef tvo fætur, en get þó ekki gengið og tvö eyru, en heyri samt ekkert. Hver er ég? !J*HS 'S UP!8u!J>) nja nBc| •> W E 0 Z HO|u8nv '1 :uinjeg ? usnBTj Gátur 1. Hvaða lok er aldrei notað á kassa? 2. Hvað er i miðri Róm, en þó ekki i allri ttaliu? 3. Hvað er það, sem maður aðeins getur sagt með lokuðum munni? 4. Hvað er sameigin- legt með spægipylsu og tiu króna peningi?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.