Morgunblaðið - 24.11.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.11.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 . TBL. 91. ÁRG. MÁNUDAGUR 24. NÓVEMBER 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Barnslegt skart Sif Ægisdóttir gerir skartgripi eftir barnamyndum | Daglegt líf Handbolta- konur í sókn Handboltalandsliðið komið í und- ankeppni Evrópumóts | Íþróttir Bankar og nýja vinstrið Málefni bankanna og vinstri- pólitík í brennidepli | Miðopna HUGSANLEGT er, að „sonur“ Con- corde-þotunnar muni brátt líta dagsins ljós en fulltrúar EADS, evrópsku flug- vélasmiðjanna, eiga nú í viðræðum við Japani um smíði nýrrar, hljóðfrárrar farþegavélar. Stefnt er að því að nýja þotan fari á tvöföldum hraða Concorde-þotunnar en það þýddi, að hún færi á milli Parísar og Tókýó á tveimur klukkustundum. Á hún að geta flogið næstum 12.000 km án viðkomu og flutt 300 farþega, helm- ingi fleiri en Concorde. Kom þetta fram á fréttavef BBC, breska ríkisútvarpsins, í gær. EADS eru aðrar stærstu flugvéla- smiðjur í heimi, næstar á eftir Boeing, og eru með 100.000 manns í vinnu á 70 stöðum víða um heim. Framleiða þær meðal annars Airbus-þoturnar. „Sonur“ Con- corde í sigtinu SAMNINGAR stjórnar Kaupþings Búnaðar- banka við æðstu stjórnendur fyrirtækisins voru of háir miðað við aðstæður hér á landi og voru mistök að mati Sigurðar Einarssonar stjórnar- formanns. Hann segir að bankinn hafi ekki beð- ið fjárhagslegt tjón vegna þessa máls en ímynd hans skaðast. Þetta kemur fram í viðtali við Sig- urð í Morgunblaðinu í dag. Sigurður segist hafa átt von á viðbrögðum vegna kaupréttarsamninga sem stjórn Kaup- þings Búnaðarbanka gerði við hann og Hreiðar Má Sigurðsson, annan af tveimur forstjórum, „en ekki alveg þeim sem urðu. Í ljósi þess er al- veg ljóst að þessir samningar voru mistök af okkar hálfu,“ segir Sigurður í viðtalinu. Hann segir að stjórn fyrirtækisins og launa- nefnd á hennar vegum hafi talið að kauprétt- arsamningar við æðstu stjórnendur ættu að taka mið af því alþjóðlega samkeppnisumhverfi sem fyrirtækið starfaði í og það hafi verið gert. „Það er hins vegar ljóst að samningarnir falla illa inn í íslenskan veruleika og við erum búnir að átta okkur á því núna,“ segir Sigurður. Hann segir að þótt samningarnir séu ekkert í líkingu hlutabréfa Kaupþings Búnaðarbanka á næstu fimm árum. Ekki beint fjárhagstjón Kaupþing Búnaðarbanki hefur enn ekki orðið fyrir beinu fjárhagslegu tjóni vegna málsins, að sögn Sigurðar. Viðskiptavinum hafi ekki fækkað á föstudag og innlán einstaklinga ekki minnkað. Hjá öðrum bönkum segja menn hins vegar straum viðskiptavina hafa verið frá Kaupþingi Búnaðarbanka. Íslandsbanki segir um 500 manns hafa bæst í viðskiptamannahóp bankans á föstudag og laugardag, sem séu jafnmargir og vænta megi á fjórum mánuðum. Landsbankinn fékk 100 nýja viðskiptavini á laugardag. Sigurður telur sjálfsagt að leggja kauprétt- arsamninga fyrir hluthafafund til samþykktar. Kristján Ragnarsson, formaður bankaráðs Ís- landsbanka, telur slíkt hins vegar ekki nauðsyn- legt. Það nægi að stjórn félagsins taki ákvörðun, enda sé um hana fjallað á hluthafafundi. við þá ofurlaunasamninga sem gagnrýndir hafa verið erlendis séu fjárhæðirnar háar miðað við íslenskt viðskiptaumhverfi. Hann leggur þó áherslu á að samningarnir hefðu engu skilað strax til þeirra félaga og myndu ekki hafa gert það nema tækist að viðhalda og hækka gengi Sigurður Einarsson segir að kaupréttarsamningarnir hafi verið mistök Of háir miðað við íslenskan veruleika Morgunblaðið/Kristinn „Mistök sem ég sem stjórnarformaður bank- ans ber fulla ábyrgð á,“ segir Sigurður.  Samningarnir voru mistök/6  Kaupþing Búnaðarbanki/4/10 MARGT benti til þess, að þjóð- ernissinnar, Króatíska lýðræð- issambandið, HDZ, hefðu feng- ið meirihluta sæta í þingkosningum, sem fram fóru í Króatíu í gær. Var það byggt á talningu 10% atkvæða. Ef þetta gengur eftir fá HDZ og tveir stuðningsflokkar 75 þingmenn en þeir flokkar, sem standa að núverandi stjórn mið- og vinstriflokka, 63 menn. Ivica Racan, forsætisráð- herra fráfarandi stjórnar, við- urkenndi í gærkvöld, að líklega væru dagar hennar taldir. Grunaður um græsku Það var Franjo heitinn Tudjman, sem stjórnaði Króat- íu nánast eins og einræðisherra eftir sjálfstæðistökuna 1991, sem stofnaði HDZ og hefur flokkurinn lengi einkennst af mikilli þjóðernis- og einangrun- arhyggju. Að undanförnu hefur flokkurinn reynt að nálgast hina hefðbundnu, evrópsku hægriflokka en leiðtogi hans, Ivo Sanader, hefur þó verið tregur til að fordæma ýmsar gerðir hans á síðasta áratug. Vegna þess gruna hann margir um græsku, ekki síst serbneski minnihlutinn, og ólíklegt er, að sigur hans muni vekja fögnuð í aðalstöðvum ESB. Stefndi í sigur þjóðernis- sinna Zagreb. AFP. „Þessi dagur er einn sá stærsti í sögu Georgíu, þetta er fæðingardagur hinnar nýju Georgíu,“ sagði Mikhail Saakashvili, helsti leiðtogi stjórnar- andstöðunnar og „flauelsbyltingar- innar“ en hún hófst með víðtækum mótmælum í kjölfar umdeildra þing- kosninga 2. nóvember síðastliðinn. Er almennt viðurkennt, að þá hafi miklum svikum verið beitt. „Hann er farinn, hann er farinn“ „Ég er á förum,“ sagði Shevardn- adze í gær eftir fund með leiðtogum stjórnarandstöðunnar en áður hafði hann átt fund í Tbilisi með Ígor Ív- anov, utanríkisráðherra Rússlands. Var þessari yfirlýsingu hans tekið með miklum fögnuði af þúsundum manna, sem mótmælt hafa í tvo sól- arhringa samfellt fyrir framan þing- húsið. „Hann er farinn, hann er far- inn,“ hrópaði fólkið, sem veifaði þjóðfánanum og lýsti upp næturhim- ininn með flugeldum. Um alla borg- ina voru bílflautur þeyttar og efnt til veisluhalda á öðru hverju götuhorni. Saakashvili hrósaði Shevardnadze fyrir að hafa sagt af sér og komið þannig í veg fyrir hugsanleg átök en eftir miðjan dag í gær var orðið ljóst, að honum var ekki lengur sætt á for- setastóli. Þá höfðu yfirmenn hersins og öryggissveita innanríkisráðu- neytisins lýst yfir stuðningi sínum við stjórnarandstöðuna. Kosningar haldnar innan 45 daga Zurab Zhvaniya, einn af leiðtogum stjórnarandstöðunnar, sagði í gær, að efnt yrði til forsetakosninga í Georgíu innan 45 daga og ganga flestir að því sem gefnu, að Saakas- hvili muni þá fara með sigur af hólmi. Vildi Burjanadze, sem nú gegnir embættinu til bráðabirgða, ekkert um það segja hvort hún byði sig fram. Víst þótti í gær, að einkaþota Shevardnadzes hefði stefnt til Þýskalands en þýska stjórnin bauð hann í gær velkominn til landsins. Er hann sagður eiga mjög glæsilegt hús í heilsuræktarbænum Baden-Baden. „Fæðingar- dagur hinnar nýju Georgíu“ Tbilisi. AP, AFP. MIKILL fögnuður ríkti í Tbilisi, höfuðborg Georgíu, í gær er fréttist, að Ed- uard Shevardnadze, forseti landsins, hefði látið undan margra vikna mótmæl- um og eindreginni kröfu um að segja af sér. Hefur Nino Burjanadze, forseti þingsins, tekið við sem forseti til bráðabirgða en sjálfur hélt Shevardnadze strax úr landi og var talið líklegt, að hann færi til Þýskalands.  Gjaldþrota/14 MIKILL fögnuður braust út meðal mótmælenda í Tbilisi þegar Eduard Shevardnadze, forseti landsins, gafst upp fyrir „flauelsbyltingu“ fólksins og sagði af sér. Efndu borgarbúar til þess, sem þeir kölluðu „frelsishátíð“ með veisluhöldum fram á nótt. Shevardnadze hélt strax úr landi og þótti víst, að hann hefði farið til Þýskalands. Reuters „Frelsishátíð“ í höfuðborginni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.