Morgunblaðið - 24.11.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.11.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 MÁNUDAGUR 24. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Ráðherrann verður varla í vandræðum með að koma skikki á villta bankavestrið. Jólaþorp í Hafnarfirði Erum alltaf í jólaskapinu Jólin eru nú skammtundan og Hafnar-fjarðarbær er að skrýðast jólafötum sínum þessa dagana og segja má að punkturinn yfir i-ið verði næstkomandi laug- ardag, 29. nóvember, er umfangsmikið jólaþorp verður opnað með mikilli viðhöfn, m.a. með tendrun á jólatré frá vinabæ bæj- arins í Danmörku. Þetta er í fyrsta sinn sem Hafn- arfjörður setur upp slíkt jólaþorp og mun vera ætl- unin að hafa slíkt árlegan viðburð. Það, og fleira, kom fram í samtali Morg- unblaðsins við sviðsstjóra þjónustu- og þróunarsviðs Hafnarfjarðarbæjar. Hún heitir Anna Sigurborg Ólafsdóttir og er hún í forsvari fyrir jólaþorpið. Hér á eftir fara svör hennar við nokkrum spurn- ingum Morgunblaðsins. – Segðu okkur eitt og annað svona á almennum nótum um jólaþorpið … hvar verður það, hvenær verður það opnað o.s.frv. … „Í jólaþorpinu sem verður á Thorsplaninu í Hafnarfirði verður mikið um dýrðir á aðventunni, en það verður opnað hinn 29. nóv- ember næstkomandi klukkan 14 við hátíðlega athöfn þegar kveikt verður á jólatrénu frá Frederiks- berg, vinabæ okkar í Danmörku. Í jólaþorpinu verða tuttugu jólahús sem við keyptum frá Þýskalandi og þar verður seld m.a. gjafavara, jólaskraut og ýmsar veitingar. Það verður opið allar aðventu- helgar og á Þorláksmessu frá há- degi.“ – Verður lögð áhersla á eitt- hvað sérstakt, íslenska eða al- þjóðlega jólasveina, Grýlu, Leppalúða, söng, dans … eitt- hvað? „Berglind Guðmundsdóttir landslagsarkítekt á heiðurinn af hönnun þorpsins en við leggjum áherslu á að skapa ævintýralegt jólaþorp þar sem fjölskyldan og vinir eiga góðar stundir saman. Grýla mun taka sér búsetu í þorp- inu þá daga sem opið er og heyrst hefur að von sé á bæði jólasvein- um úr Ásfjallinu sem og þeim sem koma lengra að.“ – Verður einhver sérstök jóla- dagskrá samhliða, tengd jóla- þorpinu? „Skemmtidagskrá hefst klukk- an 14 alla dagana að undanskild- um 6. desember en þá eru kórar í Hafnarfirði með „Syngjandi jól“ í Hafnarfirði frá klukkan 12 til 22.30. Hafnarborg er í næsta ná- grenni við jólaþorpið og er því til- valið að tengja heimsókn þangað við komu í jólaþorpið. Í jólaþorp- inu munu hafnfirskir listamenn skemmta sem og ýmsir lands- kunnir skemmtikraftar, sem leggja leið sína í Fjörðinn. Má þar nefna Gunna og Felix, Latabæ og Dýrin í Hálsaskógi.“ – Hvað býr að baki verkefni af þessu tagi og stærðar- gráðu? „Okkur finnst miður að þróunin hefur orðið sú að fólk fer í auknum mæli í verslunarmið- stöðvar en minna í gömlu miðbæina sem búa yfir miklum sjarma. Miðbær- inn í Hafnarfirði er alveg kjörin umgjörð fyrir ævintýralegt jóla- þorp og viljum við með því styrkja verslun og þjónustu í bænum. Ég var á frumkvöðlanámskeiðinu „Auður í krafti kvenna“ hjá Há- skólanum í Reykjavík. Þar var slíkt jólaþorp viðskiptahugmynd mín þannig að nú er langþráður draumur að verða að veruleika.“ – Ætlið þið að reyna að höfða til fleiri en Hafnfirðinga … þ.e.a.s. vonist þið eftir gestum úr öðrum bæjarfélögum? „Að sjálfsögðu vonumst við til að sjá sem flesta í jólaþorpinu og verður Hafnarfjörður án efa jóla- bærinn á höfuðborgarsvæðinu þegar fram í sækir.“ – Ætlið þið að hafa jólaþorpið árlegt fyrirbæri héðan talið, eða er þetta bara tilraun og einstök uppákoma? „Við keyptum sérstök mark- aðshús og erum því ekki að tjalda til einnar nætur. Jólaþorpið í Hafnarfirði er sannarlega komið til að vera.“ – Er einhver sérstök fyrirmynd að jólaþorpinu ykkar Hafnfirð- inga? „Já, ég var við nám í Þýska- landi og þaðan kemur fyrirmynd- in ásamt jólahúsunum í Tívolíinu í Kaupmannahöfn. Það var alltaf mikil eftirvænting sem skapaðist þegar jólin voru í nánd og þá sér- staklega vegna þessara jólaþorpa sem eru í nánast hverri borg og bæ í Þýskalandi. Þetta er stað- urinn fyrir jól, þar sem fólk nýtur samvista við fjölskyldu og vini í notalegu og skemmtilegu um- hverfi.“ – Er þetta ekki dýrt? „Jólaþorpið er átaksverkefni hjá bænum og er stofnkostnaður- inn töluverður vegna kaupanna á húsunum. En við lítum á þetta sem mjög góða fjárfestingu þar sem jólaþorpið á eftir að auka líf í miðbænum. Jafnframt munum við leigja húsin út við ýmis tækifæri, t.d. 17. júní og sjómannadaginn og síðan höf- um við hugsað okkur að vera líka með útimarkaði á sumrin á Thorsplaninu.“ – Eru Hafnfirðingar sam- kvæmt þessu öllu saman komnir í jólaskap? „Já. Hafnfirðingar eru alltaf í jólaskapi.“ Anna Sigurborg Ólafsdóttir  Anna Sigurborg Ólafsdóttir er fædd 6. janúar 1968 í Reykjavík. Hún er MA í stjórnmálafræði, með hagfræði og lögfræði sem aukafög frá Háskólanum í Heid- elberg. Hún er sviðsstjóri þjón- ustu- og þróunarsviðs hjá Hafn- arfjarðarbæ, en var áður deildarsérfræðingur í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu. Eitt af hlutverkum þjónustu- og þróun- arsviðs Hafnarfjarðarbæjar er efling á miðbæ Hafnarfjarðar. Anna sat námskeiðið „Auður í krafti kvenna“ og viðskipta- hugmynd hennar þar var jóla- þorp. Leggjum áherslu á að skapa æv- intýralegt jólaþorp

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.