Vísir - 21.10.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 21.10.1980, Blaðsíða 8
8 VtSlR Þriðjudagur 21. október 1980. OT Utgefandi: Reykjaprent h.f. Framkvæmdastjóri: DavfA Guömundsson. Ritstjórar: Olafur Ragnarsson og Ellert B. Schram. Ritstjórnarf ulltrúar: Bragi Guðmundsson, Ellas Snæland Jónsson. Fréttastjóri er- lendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Arni Sig- fússon, Frlða Astvaldsdóttir, Gylfl Krlstjánsson, lllugl Jökulsson, Kristfn Þor steinsdóttir, Páll Aáagnússon, Svelnn Guðjónsson, Sæmundur Guðvinsson, Þórunn Gestsdóttir. Blaðamaður á Akureyri: Glsll Sigurgeirsson. Iþróttir: Kjartan L. Pálsson, Sigmundur O. Steinarsson. Ljósmyndir: Bragi Guðmundsson, Elln Ell ertsdóttir, Gunnar V. Andrésson, Kristján Ari Einarsson. útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olafsson. Auglýsingastjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: Siguröur R. Pétursson. Ritstjórn: Siðumúli 14, slmi Sóéll 7 llnur. Auglýsingar og skrifstofur: Slðumúla 8, slmar8óóll og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2—4, slmi 86611. Askriftargjald er kr. 5.500,- á mánuði innanlands og verö I lausasölu 300 krónur ein- takiö. Visirer prentaður i Blaöaprenti h.f. Siöumúla 14. FORYSTAN IALÞYBUFLOKKNUM Kjartan Jóhannsson gefur kost á sér I mótframboð gegn Benedikt Gröndal, sem for- maður Alþýðuflokksins. Hann þorir hins vegar ekki að segja hvers vegna. ( Alþýðuf lokknum er uppi fótur og f it eftir þá ákvörðun Kjartans Jóhannssonar að gefa kost á sér til formennsku gegn Benedikt Gröndal. Reyndar hefur þetta mótframboð verið í deiglunni um nokkurn tima og á sér lengri að- draganda en látið er í veðri vaka. Þeir, sem fylgjast með pólitík- inni að tjaldabaki, hafa séð ýmis teikn á lofti,og sakleysislegur svipur á Kjartani í sjónvarpsvið- tali er aðeins merki um það, að stjórnmálamenn eru ekki allir þar sem þeir eru séðir. Hins vegar er spaugilegt að hlusta á þær yfirlýsingar Kjart- ans, að þeim Benedikt sé vel til vina, milli þeirra sé enginn mál- efnalegur ágreiningur, og eigin- lega ráði ekkert framboði hans annað en skyldurækni gagnvart lýðræðinu og frelsinu. Göfug- mennskan hjá þessum væntan- lega foringja er slík, að hann tekur lýðræðisást sína fram yfir vináttuna, sem hann fórnar af einskærri tillitssemi gagnvart f lokksmönnum. Þetta er auðvitað barnalegt yf irklór. Kjartan Jóhannsson á einfald- lega að lýsa yfir því, sem er sannleikur málsins, að hann gefi kost á sér, vegna þess að honum og mörgum öðrum finnist for- maðurinn, Benedikt Gröndal, lítt til forystu fallinn. Hann hefur ekki reynst sá foringi, sem Al- þýðuf lokkurinn þarf á að halda. Þeim f innst hann linur I orðræðu, duglaus í ákvörðunum og áhuga- laus í f lokksstarf i. Hvað er athugavert við það, að þetta sé sagt? Stjórnmál eru miskunnarlaus. Flokkarnir þrif- ast á fylgi, völd þeirra eru oftast í hlutfalli við atkvæðamagnið, og ef forystan er slík, að flokícurinn geldur þess í kjörfylgi og áhrif- um, þá er fullkomlega eðlilegt, að skipt sé um menn. Það getur enginn ætlast til þess að sitja á friðarstóli, svo lengi sem honum sjálfum þóknast, af þeirri einu ástæðu, að hann hef ur einu sinni verið kosinn. Þetta er lögmál stjórnmálanna. Alþýðuflokkurinn átti allan sjötta áratuginn farsælt sam- starf við Sjálfstæðisf lokkinn. Hann tryggði sjálf um sér völd og þjóðinni viðreisn. Ógæfa Alþýðuflokksins hefur hins vegar verið sú, að hann hefur talið sig þurfa að sækja fylgi sitttil vinstri, og frá vinstri spratt sá áróður að Gylfi Þ. Gíslason væri ófær forystumað- ur, vegna samstarfs hans við Sjálfstæðisf lokkinn. Gylfi var hrakinn frá völdum, og í sam- ræmi við þessa kenningu, gerði hin nýja valdastétt Alþýðu- flokksins sér dælt við Alþýðu- bandalagið. Þannig varð ríkis- stjórn Ólafs Jóhannessonar til 1978 og þá átti Alþýðuf lokkurinn að verða stór flokkur til vinstri. Þeir áttuðu sig ekki á því f yrr en um seinan, að samstarf við Al- þýðubandalagið er ekki reist á gagnkvæmu trausti heldur ein- hliða yfirgangi. Þess vegna sprakk sú stjórn. Kaldhæðni þessarar atburða- rásar er sú, að Benedikt Gröndal var aldrei annað en málpípa I þessum sviptingum. Hann var málpípa Kjartans Jóhannssonar og hinna ungu þingmanna Al- þýðuf lokksins. Áhrifaleysi Bene- dikts sést best á því, að hann var erlendis, þegar ákvörðun var tekin af Alþýðuf lokknum um að sprengja stjórnina. Hann var ekki einu sinni spurður ráða. öll hefur þessi þróun valdið ólgu og uppreisn í Alþýðuf lokkn- um. AAennirnir, sem létu Bene- dikt ganga til vinstra samstarfs, sömu mennirnir, sem sprengdu rikisstjórnina í haustmánuðum í fvrra, hafa nú tekið þá ákvörðun að sparka Benedikt Gröndal. Það er hann, sem er sökudólgurinn, segja þeir. Tíminn mun leiða í Ijós, hvort þessi atlaga tekst, en hitt er víst, að meðan Alþýðuf lokkurinn heldur áfram að velkjast til hægri og vinstri á víxl, verða inn- anmein hans ekki leyst með for- mannaskiptum. Þróunaraöstoð er fallegt orð Nú stendur yfir söfnun vegna hungursneyöar i Afriku. Rauöa- deildir á fréttastofum útvarps og sjónvarps, — einkanlega sjónvarps — hafa notaö þetta tækifæri til þess aö koma aö áróöri gegn vestrænum þjóöum. Hvaö eftir annaö er upptaliö, aö vestrænar þjóöir láti svo og svo litiö af hendi rakna til þróunar- aöstoöar, sem svo er nefnd, en vitanlega ekkert minnst á kommúnistarikin. Jafnframt er visaö til þinga úti i heimi, þar sem forustumenn vanþróaöra þjóöa heimta meira fé frá Vesturlöndum. Hvað er þróunarað- stoð? Nú er þaö svo, aö þróunaraö- stoö sem talin er I skýrslum, segir ekki hálfa söguna, ef þá nema nokkrar blaösföur um „aöstoö” Vesturlanda viö van- þróuö riki. Miklu meira skiptir þau almennu viöskipti sem rek- in eru milli landa og eru grund- völlur aö farsæld þjóöa. ís- lendingar treysta efnahagslif sitt meö þvi aö efla útflutning sinn og meö þvi m.a. aö setja á stofn iöjuver. Hiö sama gildir um aörar þjóöir. Þess vegna gerum viö vanþróuöum þjóöum bestan greiöa meö þvi aö versla viö þær, selja þeim vörur, sem þær þurfa aö kaupa og kaupa af þeim vörur, sem viö þurfum aö nota. Eins og segir i sögum Her- læknisins: Verslun jókst i Abæ, ogbötnuöu viö þaö kjör fólksins, þvi aö hagnaöur kaupmannsins er gróöi samfélagsins. Vesturlönd stela ekki Þaö er ein af bábiljum vinstri manna, aö skipta þjóöum heims i Suöur og Noröur, þar sem auö- legö Noröursins (Vesturlanda) er rakin til aröráns I Suöri (van- þróaöra þjóöa). Ef grartnt er skoöaö stenst ekki þessi vinstri villa. Þaö, sem fyrst og fremst veldur skorti hjá vanþróuöum þjóöum er skortur á tækniþekk- ingu. Jafnframt háir flestum þessum þjóöum, aö efnahags- kerfiö er miöstýrt, viöa eru sósialisk ef nahagsúrræöi ráöandi. Afleiöingin er kyrking- ur i efnahagskerfinu, og áfram- haldandi skortur. Viöskipti Vesturlanda viö þessi riki eru þeim fyrst og fremst til góös. Neysluþjóöfélög Vesturlanda eru helsti markaöur fyrir útflutningsvör- ur þessara þjóöa, og þaö heföi hræöilegar afleiöingar fyrir þær ef Vesturlönd hlæöu upp toll- múrum, eins og margir leggja til. Þau eiga að draga dám af okkur t þessu sambandi er gott aö minnast eigin sögu. Þegar fyrsti togarinn, Jón Forseti, kom til landsins, var engin höfn til i landinu, og flytja varö vistir um borö I uppskipunarbátum og landa fiski meö sama hætti. Meö dugnaöi landsmanna og vegna þess, aö efnahagskerfiö var frjálst, tókst á skömmum tima aö stórefla togaraútgerö i land- inu, og i kjölfar þeirrar byltingar bötnuöu lifskjörin svo, aöþjóö, sem i upphafi aldarinn- ar var meö fátækustu þjóöum i Evrópu, býr nú viö einhver bestu lífsskilyröi i heimi. Vanþróaöar þjóöir standa margar i sömu sporum og viö I upphafi þessarar aldar. Og hvi skyldum viö ekki hvetja þær til aö taka dæmi af okkur I staö þess aö segja þeim aö byggja efnahagskerfisittá miöstýringu sem þýöir skipulagöa fátækt. Viö eigum einnig aö hafa hug- fast, aö ástandiö er mjög ólikt hjá þjóöum Afriku og Asiu. Fer saman aö þvi frjálsara, sem hagkerfiö er, þvi minni er fá- tæktin. Eins og t.d. Formósa Eitt af þeim rikjum, sem búa viö tiltölulega gdö lifskjör, er Formósa. Þaö er ekki fjölmennt riki og býr viö einangrun á sviöi stjórnmála. En efnahagsfram- farireru þar miklar og iðnaöur landsins hefur vaxiö svo undr- um sætir á undanförnum árum. Og þaö má nefna fleiri riki, eins og t.d. Suöur-Koreu, Hong Kong, Singapore, Filipseyjar og Chile. 1 þessu sambandi skiptir ekki máli aðeinræðisöfl ráöa sumum þessara rikja. Þaö er ekki óþekkt fyrirbæri meðal van- þróaöra þjóöa, — en er ekki skárra, aö fátækt landanna minnki, þótt undir einræöis- stjórnum séu, heldur að saman fari fátækt og kúgun. Hráefnin eru ekki aðal- atriðið Forustumenn vanþróaöra þjóöa ásaka oft Vesturlönd fyrir þaö, aö flytja „hráefni” fátæku neöanmáls I tilefni af þeim fjár- söfnunum sem nú standa yfir á vegum Rauða krossins til hjálpar hungruðum heimi, ræðir Haraldur Blöndal lög- fræðingur um þröunarað- stoð almennt og bendir á kosti hennar og galla. þjóöanna úr landi og nánast stela þannig stórfé. Og furöu margir trúa þessu. En skipta hráefni og auðlindir höfuömáli? Og hvaö er svo auölind? Danir eiga sér engar auölindir annaö en gróöurmoldina, — þeir flytja allt inn, rafmagn, kol, oliu og málma, eneru þó mikil iönaöar- þjóö. Staöreyndin er nefnilega sú, aö auölindir þjóöa eru ekkert aöalatriði. Þaö sem skiptir máli er, aö einhver þurfi á þessari auölind eöa hráefni aö halda, og sé tilbúinn aö greiöa það verö fyrir, aö kostnaöur viö aö af- henda vöruna sé minni en þaö sem fyrir hana fæst. Efla framtak þess Þróunaraðstoö er eftirlæti stjórnmálamanna, sem telja þær athafnir einar skipta máli, sem þeir hafa lagt nafn sitt viö. Þróunaraöstoö er fallegt orö i ræöum, en er hins vegar ekki jafn gagnleg þegar til kastanna kemur. Það eru til miklar sögur af þvi, hvernig einræöisseggir Afriku og Asiu láta fé frá þróunarsjóöum renna i eigin vasa og til þess aö hygla gæðingum sinum. Til eru hörmuleg dæmi um fram- kvæmdir, sem koma engum til gagns. Er þar einna frægast, aö Sviar gáfú stórfé til aö byggja menntaskóla i einu Afrikulandí og var hvergi sparað. Þessir skólar standa engum til gagns eins og húsin I Krisuvik, því aö þaö voru engir nemendur til i þessa skóla, — þaö vantaði barnaskóla og barnakennara. Hitt er aftur annað mál, aö I þessum rikjum býr duglegt fólk og útsjónarsamt, ef hægt væri aö virkja dugnaö þess sjálfs og láta lögmál hins frjálsa markaðar vera leiöarvisi þess um leiöina aö bættum lifskjör- um, þá bötnuðu lifskjörin. Haraldur Blöndal

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.