Vísir - 21.10.1980, Blaðsíða 14

Vísir - 21.10.1980, Blaðsíða 14
wsmmmaB : b<V'y fvíCv > m-. -; #-*■ »*'* . ■ VÍSIR vtsm Mánudagur 20. október 1980. 15 ■n Þriðjudagur 21. október 1980. Þriðjudagur 21. október 1980. Texti: Kristin Þorsteinsdóttir Myndir: Kristján Ari Einarsson Frá vinstri: Kristjana Fenger, Bergþóra Beynisdóttir, og Guöriín Pálmadóttir, allar starfsmenn á Reykjalundi. „Reykjalundur er endurhæfningarstofnun, þar sem andleg, félags- leg og likamleg vanda- mál fólks eru meðhöndl- uð. LÍkami og sál eru jú órjúfanleg heild”. Svo fórust Bergþóru Reynis- dóttur, geöhjúkrunarfræöingi á Reykjalundi, orö, er Visismenn heimsóttu Reykjalund fyrir skömmu, skoöuöu staöinn og ræddu viö Bergþóru og iöjuþjálf- ana Kristjönu Fenger og Guörúnu Pálmadottur, til aö kynnast störf- um þeirra i endurhæfingu vist- manna sem eiga viö geöræn vandamál aö etja. Kristjana og Guöriin sögöu aö i reynd væri fólk ekki flokkaö eftir þvi hvort aöalvandamál þess væri likamlega eöa andlegs eðlis, heldur væri á Reykjalundi rikj- andi sú stefna aö lita á hvern einstakling sem manneskju meö andlegar, likamlegar og félags- legar þarfir. Vinna með einstakling- inn sem heild i tengslum við heimili, atvinnu og fristundir. Þær Kristjana Fenger og Guörún Pálmadóttir voru spurö- ar I hverju starf þeirra sem iðju- þjálfa fælist. Þær sögöu aö hugmyndafræöin aö baki iöjuþjálfunar væri sú, aö likamleg, andleg og félagsleg hæfni ykist viö vinnu og athafnir. Meö virkri þátttöku i athöfnum kynnist einstaklingurinn kröfum ogtakmörkunum i umhverfi sinu, frá fólki og verkefnum og lærir þannig aö þekkja þarfir slnar, hæfileika, áhugasviö og takmörk sem einstaklingur, sem þátt- takandi i hóp og sem þjóöfélags- þegn Iðjuþjálfar vinna fyrirbyggj- andi starf, hæfa, endurhæfa og veita eftirmeðferð fólki meö likamleg , andleg og félagsleg vandamál. Þeir vinna meö ein- staklingum i tengslum viö heim- ili, atvinnu og fristundir. Meðferðin er tviþætt „Vistmenirnir koma til okkar eftir tilvisun frá læknum staöar- ins. Viö kynnumst þeim og gerum okkur nánari grein fyrir vanda- málum þeirra. Siöan ákveöum viöhvortbetur henti einstaklings- eöa hópmeöferö. Meöferöin er tviþætt. I fyrsta lagi vinnum viö eftir ADL-aöferö- inni þaö er aö segja athafnir dag- VlSIR HEIMSÆKIR REYKJALUND Guörún Pálmadóttir, iöjuþjálfj, aöstoöar þarna tvo vistmenn viö tágavinnu. legs lifs a heimili, i atvinnu og I frlstundum. 1 ööru lagi meö þætti einsog sjálfstjáninguog félagsleg samskipti. Þetta tvennt fléttast þó alltaf saman aö einhverju leyti. Fólk meö geöræn vandamál á mjög oft I erfiöleikum meö at- hafnir daglegs lifs. Einföld dag- leg verkefni eins og aö snyrta sig veröa þvi ofviða vegna skorts á einbeitingu og samskiptum viö umhverfiö. Fólk venst á, aö aörir sjái um alla hluti fyrir þaö en þaö eykur aöeins á vantraust þess á sjálfu sér og óvirkni. Viö reynum aö fá fólkiö til aö taka sjálft ábyrgö á daglegum athöfnum og ráöleggjum þvi, hvernig eigi aö bera sig aö. Eins og viö aörar at- hafnir er nauösynlegt aö kryfja þær til mergjar og kenna fólki aö framkyæma þær stig af stigi.” Starfhæfnismat og þjálfun stór þáttur i endurhæfingunni. „Starfshæfnismat og þjálfun er stór þáttur i endurhæfingu á Reykjalundi, sem aöailega hvilir á heröum okkar og verkstjóra hinna ýmsu vinnustaöa stofnun- arinnar. Okkar deild er ekki þannig útbúin, aö viö getum próf- aö fólk i raunhæfum atvinnu- greinum og þvi er okkar mat nokkurs konar frummat áöur en vistmaöurinn fer aö vinna á stofnuninni. Reykjalundur rekur iönaö þaö er aö segja plaststeypu, plastsamsetningu,, trésmiöi, málmsmiöi, og saumastofu, þar sem starfshæfnismat og þjálfun fer fram. Auk þess eru ótæmandi- starfsmöguleikar innan stofn- unarinnar til aö mæta mismun- andi hæfileikum og áhugasviöum fólks. Þó aö iöjuþjálfun bjóöi ekki upp á raunhæfar atvinnugreinar, gefur hún samt möguleika á starfsmati, vegna þess aö dn til- Mjög vistlegt er á Reykjalundi, rúm og góö húsakynni. Myndin er úr einni setustofunni þar. lits til hvaö viökomandi er aö gera sýnirhann á hvern hátt hann er vanur aö nálgast verkefni og skila þeim. Margir kunna ekki aö nota fri- stundir sinar sér til ánægju. Viö reynum aö hjálpa fólki til aö gera sér grein fyrir áhugasviöum sin- um og leiöbeinum þvi við skipu- lagningu fristunda. A Reykjalundi kynnist fólk margvislegri fristundastarfsemi, svo sem handiö og Iþróttum. Heilsuþjálfar sjá um iþróttastarf- semi siödegis eftir aö vinnu og annarri þjálfun lýkur. Þar má nefna ýmiss konar boltaleiki, gönguferöir, hestamennsku á sumrin og skiði á veturna. Einnig sjá heilsuþjálfar um aö skipu- leggja skemmtikvöld meö vist- mönnum einu sinni i viku, og standa fyrir feröum i leikhús, á sýningar og þess háttar. 1 iðju- þjálfun hvetjum viö fólk til aö ,,Ég kann vel viö mig hér”, sagöi Jóhann Ólafur Kjartansson vist- maöur. taka sig saman og stunda félags- llf utan stofnunarinnar. Einnig þarf fólk oft aö þjálfa sig í aö nota ýmiss konar þjónustu, svo sem opinberar stofnanir, verslanir og samgöngutæki. Staösetning Reykjalundar dregur auövitaö úr möguleikum á þessari þjálfun. Athafnir daglegs lifs eru ekki eingöngu notaöar f þeim tilgangi aö auka sjálfsbjargargetu ein- staklingsins, heldur gefa þær einnig möguleika á að vinna meö ákveöin geöræn vandamál eins og minnimáttarkennd, óraunhæfni eöa vöntun á félagslegum sam- skiptum. Athafnir eins og mat- reiðsla og feröir út fyrir stofnun- ina eru upplagbari i hópmeðferð, og einnig eru málefni eins og um- gengni og snyrtimennska æskileg til umræöu i hóp.” Sjálfstjáning og félags- leg samskipti „Fólk meö geöræn vandamál á oft erfitt meö aö tjá sig og þjáist af minnimáttarkennd, óöryggi, hræöslu og kviöa. Iöjuþjálfun gef- ur fólki fjölbreytt tækifæri til aö tjá sig á mismunandi hátt. Viö notum ýmis sköpunarverkefni, sem gefa einstaklingnum mögu- leika á aö tjá tilfinningar sinar á annan hátt en meö oröum. Fólk, em á erfitt meö aö opna sig og tala um sjálft sig, finnst stundum þægilegra aö byrja með verkleg samskipti, er stefna aö munnleg- um samskiptum. Einnig notum við tónlist, söng, dans, frjálsa hreyfingu, leikræna tjáningu, blaðaútgáfu o.fl. til þess aö fólk geti veitt tilfinningum sinum út- rás á margvislegan hátt.” Deildin er bústaður vist- mannsins Bergþóra kvaö starf sitt á Reykjalundi mjög fjölþætt. „Mik- ilvægt er aö vistmaöur finni strax, aö jákvætt andrúmsloft riki á staönum og aö hann sé velkom- inn. Ég legg áherslu á góöa sam- vinnu milli vistmanns, ættingja og starfsfólks, og þvi er upplýs- ingamiölun milli þessara hópa mikilvæg. Geölyf eru stór þáttur i meðferöinni. Fylgjast þarf náfð meö áhrifum þeirra og auka- verkunum. Geðhjúkrunarfræð- ingurinn þarf aö fræöa starfsfólk deildarinnar um hina ýmsu sjúkdóma og leibbeina þvi. Deild- in er bústaöur vistmannsins. Það- an sækir hann vinnu og þjálfun. Hlutverk starfsfólksins á deild- inni er þvi oft að fylgjast meö að hann mæti i sitt pógram, vakni á morgnana og þrifi sig og herbergi sitt. Starfsfólkið þarf aö gefa sér tima til aö setjast og ræða viö vistmanninn.” Bergþóra sagði mikla vinnu liggja áö baki hverjum vist- manni. Hún lagöi áherslu á, aö á hennar deild ynnu margar hús- mæður sem heföu lært til þessara starfa, en heföu i staö þess mikla reynslu og ynnu þær ómetanlegt starf við stofnunina. Hvernig er heildarmeð- ferð vistmanns á Reykjalundi háttað? Þær Bergþóra, Kristjana og Guörún röktu þaö fyrir okkur i stórum dráttum. Vistmennirnir á Reykjalundi koma allsstaöar aö af landinu aö tilvisun frá heilbrigöis- og félags- málastarfsmönnum. Sem dæmi um vandamál, sem fólk á viö aö etja má nefna einstakling á miöj- um aldri sem hefur misst allt traustá sjálfum sér og er sokkinn niöur I þunglyndi og sinnuleysi og notar jafnvel vimugjafa til aö flýja raunveruleikann og bæta til- veruna. Annaö dæmi gæti veriö unglingur sem missir samband yið skólafélagana og einangrar sig á heimilinu. Hann hættir aö hafa áhuga á raunverulegu um- hverfi sinu og býr til eigin draumaheim. Strax eftir innskrift fer vist- maðurinn i skoðun og viötal hjá lækni Læknirinn leggur fram frumdrög að meðferö og visar vistmanninum til hinna ýmsu starfehópa. Þær kröfur eru geröar til vist- mannsins, aö hann sé virkur þátt- takandi i meöferöinni og með- ferðaráætlun er þvi gerö I sam- ráöi viö hann. Grundvallarkröfur eru að hiröa sig og föt sin, halda herbergi sinu i þokkalegu ástandi og boröa i matsal ásamt vist- mönnum og starfsfólki. Vistmaö- urinn byrjar i iðjuþálfun, sjúkra- þjálfun og heilsusporti, jafnframt þvi sem honum stendur til boða aöstoö félagsráögjafa. Vinnu- prófunog-þjálfun kemur síöar inn i myndina. Oft er byrjaö meö 1—2 tima vinnu á dag, sem siöar er aukið smám saman allt upp i 6 tima. Gangur meöferöar er veginn og metinnaf þeim aöilum, sem hafa með vistmanninn aö gera og með- ferð breytt samkvæmt þvi. Vist- maðurinn er samábyrgur fyrir meöferöinni allan timann. Til aö rjúfa ekki tengls vistmanna viö fjölskyldu og heimili, er oftast stuðlaö aö þvi, að hann fari heim til sin um helgar. Samvinna viö fjölskylduna er nauösynleg eigi árangur aö nást. Útskriftin er oft erfiö. Sé vist- maöurinnað meöferö lokinni ekki fullfær á hinum almenna vinnu- markaöi, hefur hann mjög tak- markaða atvinnumöguleika. Geti hann ekki dvaliö hjá fjölskyldu sinni og ekki fær um, eöa ekki heppilegt fyrir hann aö búa einn, væri lausnin oft sambýli, þar sem fólk fær stuöning hvert frá ööru. Slík sambýli eru þvi miöur ekki fyrir hendi i nógu rikum mæli. Þó vistmaöur hafi náð þaö góö- um bata aö hann sé fær um aö stunda atvinnu á almennum vinnumarkaöi og sjá um sig sjálf- ur, eru umskiptin við útskrift oft mjög erfiö. Þvi er stundum hafö- ur sá háttur á aö viðkomandi vinn ur áfram á Reykjalundi einhern- tima á meðan hann er að aðlagast samfélaginu á nýjan leik og nýtur þannig stuðnings frá stofnuninni. ,,Ég kann alveg ágæt- lega við mig hér.” Við hittum aömáli Jóhann Olaf Kjartansson, 29 ára gamlan vist- mann aö Reykjalundi, sem dvalið hefurá annaö ár, aö Reykjalundi. „Ég kann alveg ágætlega við mighér,” sagöi hann. „Dagurinn liöur þannig, aö eftir morgunmat, sest ég inn á setustofu og fæ mér sigarettu siðan mæti ég i vinn- unniklukkan 9 og er þartil 11. Ég i hef unnið i plastdeildinni, en verö færður fljótlega yfir i vélasalinn. En þar reynir miklu meira á hæfnina hjá manni. Milli klukkan 11 og 12 eyöi ég timanum f aö boröa og snyrta mig en milli 12 og 1 er ég f iöjuþjálfun. Þá er ég ýmist i útivinnu, i músik- timum, þar sem viö dönsum og syngjum eöa I handavinnu alls kyns, til dæmist tágavinnu eöa smiði. Klukkan 1 fer ég siöan aftur i vinnuna og er þar til 3, en þá er kaffi. Eftir þaö er ég í Iþróttum fram aö kvöldmat. Fer I sund eða gönguferöir. Eftir matinn, sem er klukkan 6, byrjar blak og aðrir boltaleikir. Siðan á kvöldin horfi ég á sjón- varpið, spilaá spil eöa dunda mér við annaö þaö, sem til fellur, þangaö til ég fer aö sofa. „Fdlkið er gott hérna” 21 árs gömul. Viö tókum hana tali, en hún er vistmaöur, eins og Jóhann. Jófriöur hefur dvalið nokkrum sinnum á Reykjalundi f gegnum tíöina, og var nýkomin þangaö I þetta sinn. „Ég kann vel viö mig hér,” sagöi Jófriöur, „fólkið er svo gott hérna,” Hún sagöist ekki enn vera byrjuö aö vinna, en til stæöi, aö hún færi i plastdeildina. Hún sagöist eyöa timanum I iöjuþjálf- un og iþróttir, þegar færi gæfist. Viö spuröum hana, hvort hún heföi hlakkaö til aö koma aftur á Reykjalund núna. ,,Ég veit það nú ekkiisvaraöi hún, „jú ætli það bara ekki.” Lítið kaup en gerir þó sitt gagn Hvaö tekur meöferöin langan tima? Þær sögöu aö meöaldval- artíminn væri 77 dagar. A Reykjalundi eru 150 vistmenn f senn, en um 30% þeirra koma þangaö vegna geörænna vanda- mála. Arlega úrskrifast tæplega 600 manns og jafnmargir koma I staðinn. Eru störf vistmanna launuö? „Auövitaö eru þau þaö,” sagði Bergþóra Reynisdóttir sem varö fyrir svörum.,,Vistmenn fá 60% af lægsta launataxta þeirrar starfs- greinar sem um er aö ræöa. Þetta er litiö kaup, en þaö gerir þó sitt gagn. Það gefur fólkinu sjálfs- traust og þvi finnst aö þaö sé til einhvers nýtt. Til dæmis þarf framleibslan á verkstæöunum aö bera sig, og fólkið gerir sér grein fyrir þvi”. Viö látum Bergþóru hafa siö- asta orðib i þessari heimsókn á Reykjalund um leiö og viö þökk- um henni og iðjuþjálfunum Krist- jönu Fenger og Guörúnu Pálma- dóttur góöar móttökur. Jófriöur Skarphéöinsdóttir er Þessi var önnum kafinn á plastsamsetningarverkstæöinu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.