Vísir - 21.10.1980, Blaðsíða 16

Vísir - 21.10.1980, Blaðsíða 16
16 Þriðjudagur 21. crktóber 1980. VÍSIR Fréttatextinn dugar skammt G. M. Hafnarfirði skrif- ar: Hvernig er það með sjónvarpið, ætlar það ekki að láta verða neitt úr þvl að setja skýringartexta meö umræðuþáttum og fræöslu- efni fyrir heyrnarskerta? Þessi málamyndaúrlausn, sem þeir hafa komið meö á eftir fréttunum er hvorki fugl né fiskur, en for- ráðamenn stofnunarinnar telja eflaust að með henni séu þeir búniraö stinga dúsu uppíþá sem skoruðu á stofnunina að reyna aö þjóna heyrnarskertum. En text- inn eftir fréttirnar dugar skammt, ekki sist vegna þess að málskilningur þeirra, sem hafa verið heymarlausir frá fæöingu er svo takmarkaöur.aö þeir skilja ekki slikan texta nema hann sé einfaldaður verulega. Ég vona að Sjónvarpið geri nú eitthvaö raunhæft i þessum málum i stað þess að reyna að vera „stikkfrftt” með mála- 'myndaafgreiðslu málsins eins og viö sáum i lok fréttatimans. Leyfum Driðla heiminum að framleiða á okkar markaði Háskólanemi skrifar: Maður hrökk við þegar maður las og heyröi um hungrið i heiminum og Lif og land eiga þakkir skilið fyrir aö efna til ráöstefnu um má<feö sem sagt var rækilega frá i sjónvarpinu. — óvenju rækilega miöað viö aörar ráðstefnur sem haldnar eru um hin margvislegustu efni. Ég hafði þvi miður ekki tök á að sækja þessa ráöstefnu en af frásögn sjónvarps og blaða dreg ég þá ályktun að einkum hafði verið rættum muninn á lifnaðarháttum i riku löndunum og hinum fátæku. Meðal annars var sýnt i sjón- varpinu frá eins konar átvagla- sýningu. En mér finnst þetta tölu- verð einföldun og aö allar um- ræöur um þetta beri keim af friö- þægingarstarfi og þvi að lausnin á þessum vanda sé fólgin I rikisfor- sjá og rikisafskiptum, en það felst að sjálfsögöu i tillögum margra velmeinandi manna um aö verja 1% af þjóöartekjum til þróunar- aðstoðar. Hvað felst I slikri „þróunarað- stoö”? Þetta er aöstoð eins rikis viö annaö. Þ.e. þetta er aðstoð við riki þriðja heimsins en ekki við þjóöir þriðja heimsins. En það er aíkunna að rikjum þriðja heims- ins er stjórnað af gerspilltum ein- ræðisherrum og valdastétt i kringum þá,með örfáum undan- tekningum,svo aö alls ekki er frá- leitt aðætla að slik þróunaraðstoð auðveldi þeim bara að sitja áfram og kúga þjóöirnar. Er ekki miklu skynsamlegra aö auðvelda þjóðum þriðja heimsins að bæta kjör sin með þvi að leyfa þeim að framleiöa á okkar markaði? Er það ekki hin sanna mannúð aö rjúfa alla þá tollmúra sem hlaönir hafa verið i kringum riku löndin? Og leyfa stórfyrir- tækjum sem ráöa yfir tækniþekk- ingu sem er fátækum þjóöum lifs- nauösynleg aö fjárfesta i þessum löndum? Með öðrum orðum: Er ekki skynsamlegast að berjast fyrir þvi ef maöur ætlar að berj- ast fyrir bættum kjörum þjóða þriöja heimsins að þjóöir rika heimsins og þjóöir fátæka heims- ins fái að skipta hver viö aöra þannig að hvorar tveggja hagnist en það er eðli frjálsra viðskipta. Langskynsamlegast er aö búa i haginn fyrir frjálsa þróun i þess- um löndum, sem veröur lang- örust ef stjórnmálamenn koma þar hvergi nærri, sbr. þau lönd sem tekið hafa mestum framför- um siöustu áratugina, Japan, Hong Kong, Filabeinsströndina, Kenýa ofl. Hvar værí sjón- varpið án úmars? S.B. ísafirði hringdi: Aldeilis er hann ómissandi fyrir okkur sjónvarpsáhorfendur hana Omar Ragnarsson, þegar meiri- háttar náttúruumbr<8 verða eins og eldgos. Þá reynir á hæfileika hans til þess að lýsa þvi sem er að gerast. Hann hlýtur að vera orðinn sérfræðingur i að fljúga yfir gossvæöi, það er ekki einu sinni hægt að sjá að vélin hristist hjá honum, þótt rennt sé yfir gló- andi hraunbreiður og snævi þakið land til skiptis, en i þau fáu skipti, sem ég hef farið i smávélar hefur raér fundist undur hvað vélarnar. hafa verið næmar fyrir hita- breytingum og upp- eða niður- streymi. Myndirnar af gosinu við Kröflu, sem einhver góöur kvikmynda- tökumaður hefur fest á filmu i flugi með Ómari, voru alveg stór- kostlegar i litum og mér er til efs, að maöur hefði séð urabrotin bet- ur þótt mgður hefði sjálfur farið á staöinn. Ómar þekkir lika hvern krók og kima landsins og er öllum færari að útskýra loftmyndir. Það sem hann kemur nálægt er besta efnið i fréttum sjónvarpsins og ég veit ekki hesar sú stofnun væri stödd ef hún hefði ekki Ómar. Skautaáhugamenn veröa aö stunda sina iþrótt viö afar frumstæð skilyröi I hvaöa veörum sem er Pff wíf ■ :'>■ , d wB \ 1 Hvenær fáum við SKaulahöllina? „Skautafrik” skrifar: Nú dettur mér enn einu sinni i hug þetta með hina margumtöl- uðu Skautahöll sem forráðamenn Reykjavikurborgar hafa svo oft lofaö aö risa skuli i borginni. Ég man ekki hvenær þeir lofuðu fyrst að þessi höll skyldi risa en þaöeroröiölangtsiöan. Þeirhafa alltaf verið að tala um þessa höll, forráðamennirnir, og aldrei hærra en þegar kosningar hafa veriö I nánd. Hvaö skyldu þeir vera búnir aö ljúga út mörg atkvæöi vegna skautahallarinn- ar? Ég er einn þeirra fjölmörgu sem hafa áhuga á skautaiþrótt- um, sérstaklega á ishokki sem er ein vinsælasta iþróttin i hverju landiþar sem þaöer stundaö. Hér er mikill áhugi á þessari iþrótt en þrátt fyrir góða viöleitni forráða- manna iþróttavallanna I borginni er bara engin leið að stunda þetta af nokkru viti, það gerir veörátt- an. Hvernig er það, ber ekki for- ráöamönnum borgarinnar skylda til þess aö sjá hinum fjölmenna áhugamannahópi um skauta- iþróttir fyrir aöstöðu eins og gert er við aörar iþróttagreinar? Innantóm loforð þeirra sem geng- iö hafa árum saman duga nú ekki lengur. Nú viljum viö fara aö sjá einhverjar efndir á þeim loforð- um öllum og sá borgarstjórnar- maður sem myndi taka þetta mál upp og sjá til þess að þaö yröi loksins keyrt i gegn.myndi örugg- lega fá virðingu okkar og senni- lega atkvæöi einnig i næstu kosn- ingum. Þeir ættu nefnilega að hafa þaö hugfast.þessir háu herr- ar, að viö skautaáhugaiþrótta- menn höfum einnig kosningarétt flestir, viö erum nefnSega borgarar með sama rétt til þess að fá að stunda okkar iþrótt og aðrir iþróttaáhugamenn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.