Vísir - 21.10.1980, Blaðsíða 27

Vísir - 21.10.1980, Blaðsíða 27
Þriöjudagur 21. október 1980. VISIR Siguröur Helgason skrifar um bækur Cruz, Nicky: Hlauptu drengur, hlauptu. Útgefandi: Samhjálp, 1980. Fyrir nokkrum miss- erum siðan kom út bókin Krossinn og hnifsblaðið. Það vakti þá athygli mina hversu mikiila vinsælda hún naut með- al unglinga. Af einhverj- um ástæðum virtist hún höfða mjög sterkt til þeirra. Eftir þvi sem ég kemst næst fjallar sú saga um lif Nicky Cruz, höfundar bókarinnar Hlauptu drengur, hlauptu. í þvi tilfelli er það presturinn David Wilkerson sem segir söguna. En i þessari bók segir Nicky Cruz sjálfur sögu sína. í stuttu máli fjallar bókin Hlauptu drengur, hlauptu um lffshlaup ungs afbrotamanns og ógæfumanns og á hvern hátt honum tekst að snúa baki við fyrra lífi sinu og beinir kröftum sinum i þágu annarra sem lent hafa i sömu að- stöðu og hann og hafa þörf fyrir stuðning til að geta lifað eðlilegu lifi. Hörð barátta Sögusviöiö er New York borg á 6. áratug aldarinnar. Fyrir Is- ’lendinga er atbúrðárásin fram- andi og ótrúleg. En Nicky Cruz fer m.a. inn á svið sem við íslend- ingar erum farnir að kynnast i si- auknum mæli, það er barátta á- fengis- og eiturlyfjasjúklinga til að snúa til eðlilegs lifs. Sú barátta Baráttan við eiturlytln 1 i ] 111 11 11 Æ 11 IíIiIl er hörö — eins og oft hefur komið fram og versti óvinur þeirra sem eiga við þessi vandamál að striða er stöðug blekking. Sú blekking sem Nicky Cruz átti lengi við að striða er fólgin i þvi, að hann trúði þvi ekki að hann gæti lifað eðli- legu lifi. Hann trúði þvi ekki að honum tækist að vinna bug á grimmd þeirri og ofsóknaræði sem hann virðist hafa verið hald- inn. Lýsingin á sinnaskiptum Nicky Cruz er vægast sagt ótrúleg. En hvorki ég né aörir þeir sem lesa þessa bók hafa rétt á að draga sannleiksgildi frásagnar hans i efa. En þaö hljómar vægast sagt ótrúlega að sá maður sem einn dag er tilbúinn til að fremja hryllilegustu misyndisverk sem hægt er aö hugsa sér, skuli um- breytast gjörsamlega á örstutt- um tima og helga sig trúarlegum málum. Nýtir þegnar Bókin Hlauptu drengur, hlauptu fjallar um flótta Nicky Cruz undan öllu og öllum og þaö á hvern hátt honum tekst að finna áfangastað þar sem hann finnur ró i sálu sinni og þann frið sem hann haföi aldrei kynnst. Uppeld- ið hafði veriö einkennilegt og um- hverfið fjandsamlegt. Kringum- stæður hans leiddu hann út á braut glæpa og hann fékk þá trú að þar ætti hann heima. En innst inni skorti á frið. Honum leiö aldrei vel, enda leyfðu kringum- stæður hans þaö ekki. En þegar honum tókstloks aö beina lifi sinu i þann farveg sem telst vera af hinu góöa, ákvað hann að reyna aö hjálpa þeim unglingum og ungmennum sem likt var á komið og honum áður. Hann vinnur aö þvi að gera eiturlyfjasjúklinga og forfallna glæpamenn aö nýtum þegnum. En það er ekki auðvelt verk og oft eru vonbrigði samfara sliku starfi. En sá árangur sem næst, telst ávallt vera meiri hátt- ar sigur. Sigurhins góöa yfir hinu illa. Bókin Hlauptu drengur, hlauptu er aö minu mati lær- dómsrik. Hún segir frá hlutunum umbúðalaust og ekkert er dregið undan. Hún vakti mig til umhugs- unar um þá eymd sem fólk býr viö viða um heim og sannast sagna þarf ekkiað fara ýkja langt til aö sjá hluti sem sumu fólki þykir ótrúlegt að séu til. Frásögn Nicky Cruz er sann- sögulegs eðlis, enda þótt hún virö- ist á stundum likari skáldsögu. Ég tel óhætt að mæla með henni fyrir unglinga, enda hafa þeir sérstaklega mælt með henni f min eyru. J VÍSIR í Á MORGUN - stærra 09 J ðetra oiað 2 Samkeppnin ■ erneytend- ■ um í hag Hannes H. Gissurar- 1 son svarar Oliver | steini. bóksala | Tískúræn- ! ingjar stela 2 óspart Frásögn frá 1 úttöndum | ftiald gegn ■ orku 1 Greln ettir Finn ■ Torfa 1 _ 2 Guómundur ■ óli ðlafsson I umdæmisstjóri 1 Kiwanis í viðtaii flagsins 2 VÍSIR iKMORGUN - stærra og l öetra blað Umbyltíng Skýrslur Hagstofunnar benda til þess að japanskir bilar séu nú mjög vinsælir á islandi. i einn tima var það Volkswagen og þar áður Chevrolet.Ford, og Dodge. Þannig gengur bflatfskan íram og til baka hvað snertir einstak- ar tegundir. Nú eru þaö sem sagt Japanir sem hafa góðan byr og má segja, aö varia verði komist i fjarlægara heimshorn til aö sækja sér farartæki. islendingar eru aö mestu áldir upp við amerfska bila. Þeir voru af stærðargráðu og burðum, sem hentuðu mjög vel þjóðvegum i landinu, og það var eiginlega ekki fyrr en eftir siðari heimsstyrjöld, sem byrjað var að flytja hingað svo- nefnda smábila. Fyrstir á vett- vang voru breskir bilar, Ford Prefect, Vauxhall og Austin. Þessir bilar voru taldir falla vel að þörf fyrir einkabila, en frá stríðslokum hefur einkabfla- eignin vaxið jafnt og þétt með batnandi lifskjörum. Hinu er ekki að neitá að stjórnvöld á hverjum tima hafa litið látið sig ■ varða þróun bilaaldar, enda er enn um lika vegi að fara, þegar komið er ut fyrir þéttbýlisstaði og á tima, þegar amerískir bílar þóttu koma einir til greina. Og nú er jafnvel svo komið, að Bandarikjamenn eru farnir að þjóna sjónarmiðum um litla einkabila, og má þá búast viö að þeir missi þá sérstööu, sem þeir höfðu á bilamörkuðum heimsins. Smábill er alltaf smá- bill hvar svo sem hann er fram- leiddur. í raun er það orkukrcppan svokallaða, sem talin er hafa knúið bilaframleiöendur til að smiða smábila svo til eingöngu. Þetta er ekki allskostar heppi- leg þróun fyrir okkur, sem enn búum við vegakerfi sem mis- þyrmir hvaða bíl sem er, en þó einkum smábilum, sem geta ekki eðli málsins samkvæmt verið eins traustbyggðir og stærri bilar, þótt þeir aö öðru leyti séu ágætlega smiðaðir til sins brúks á malbikuðum veg- um og götum. Það sem hefur sparast i vega- gerð verður bileigandinn að greiða á endanum i styttri notkunartima bfls og miklum viðhaldskostnaði undir lokin. Þetta á einkum eftir að verða þýðingarmikil staðreynd um þá litlu bila, sem nú eru fluttir unn- vörpum til landsins. Fer þá ekki að verða Ijóst hver sparnaður það er fyrir landsmenn aö í bílainnflutningi skipta yfir i litla bila að mestum hluta vegna hækkandi bensin- kostnaðar. Þeir sem halda fram ágæti litilla bíla reikna ekkiinn I dæmi hver viðhaldskostnaður- inn kann aö veröa áður en lýkur. Nú munu greiddar um tvö þúsund krónur fyrir dollarann I keyptuin nýjum bll á tslandi. Þetta er óheyrileg gengis- skráning, einkum eftir að ljóst er orðið að endingartimi þeirra bila, sem nú eru fluttir inn aö stærstum hluta, er hvergi nærri eins langur og æskilegt getur talist. Hægt væri aö tala um sparnað við kaup á litlum bílum, væri dollaragengi i al- mennu bilverði fært til al- mennrar skynsemi. Að öðrum kosti eiga menn varla völ á öðru en freista þess aö kaupa endingargóð tæki hvað sem bensínkostnaði liöur. Að mati margra framleiða Bandarikjamenn bestu bilana fyrir þær aðstæður, sem hér eru. En þeir hafa sjálfir að þvi er virðist horfið frá notkun meðalstórra bila i auknum mæli. Má vera að kaupendur hafi þó aðeins dregið endur- nýjun um eitt ár eða svo vegna dýrtiðar, og gömlu dyggðar- blóðin komi aftur á vegina fyrir vestan. Það er saga sem okkur kemur ekki við nema aö hluta. Eins og cr varðar okkur mestu, að hér er verið aö selja bila, sem hafa stuttan endingartima á sama verði og bilar voru seldir, sem entust i tiu ár eða lengur án teljandi viðhalds. Þetta eru ókjör, sem þekkjast hvergi, og ntikið meira rán en sihækkandi bensínverð með stighækkandi skattheimtu rikisins. Litlir bilar eiga að vera á þvi verði, að það borgi sig að henda þeint ef þeir bræða úr sér. Svarthöfði.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.