Morgunblaðið - 24.11.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 24.11.2003, Blaðsíða 13
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. NÓVEMBER 2003 13 Geymdu það ekki til morguns sem við getum gert í dag. Eins og skot Sími: 505 0400 Fax: 505 0630 www.icelandaircargo.is Ný sending! 100 ferðir á viku til 13 áfangastaða í USA og Evrópu tryggja þér stysta mögulega flutningstíma með hagkvæmasta hætti sem völ er á. Hér fyrir neðan sérðu dæmi um verð frá USA og Evrópu og upptalningu á þeirri þjónustu sem innifalin er í verðinu. Við veitum þér alhliða þjónustu í öllum þáttum, s.s. gerð tollskjala og við færum þér vöruna beint upp að dyrum. Geymdu það ekki til morguns sem við getum gert í dag. Verðdæmi Boston 17.000kr./100 kg m.v. flug frá Logan til Keflavíkur. Afgreiðslugjald á báðum flugvöllum innifalið. Tökum einnig að okkur tollskýrslugerð og heimakstur gegn vægu gjaldi. CARGO ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I FR 2 20 67 11 /2 00 3 Nútíma samskipti ehf. bjóða til ráðstefna um ACT! CRM/Viðskiptatengslahugbúnað þann 27. nóv. 2003 kl. 13:30 á Radison Hótel Sögu, þar sem sérstaklega verður hugað að þörfum sölumanna/söludeilda í litlum til stærstu fyrirtækja. Dagskrá: 13:00-13:30 Skráning ráðstefnugesta - létt tónlist. 13:30-13:45 Ráðstefnan sett: Ráðstefnustjóri okkar verður Sólveig Hjaltadóttir, markaðsstjóri Alþjóða líftryggingafélagsins. 13:45-14:05 Geir A. Gunnlaugsson forstjóri Sæplasts fjallar um mikilvægi ACT! CRM hjá stórfyrirtækjum sem hafa starfsemi í mörgum heimsálfum. 14:05-14:25 Ármann Úlfarsson starfsmaður Vélasölunnar fjallar um hugmyndafræðina á bak við stýringu söluferla frá því að markhópur er skilgreindur, samskipti hefjast, sala næst, og að lokum eftirfylgni. 14:25-14:45 Sigurður Örn Levy sölustjóri hjá Lánstrausti fjallar um reynslu þeirra af stýringu söluferla með ACT! CRM - Dæmi og skýrslur sýndar og útskýrðar. 14:45-15:05 Kaffi - Létt lifandi tónlist. 15:05-15:25 Skúli Skúlason forstöðumaður fjölmiðlavaktar IMG - Fjölmiðlavaktin fjallar um ACT! CRM/Viðskiptatengslakerfi er þeir hafa notað í átta ár. 15:25-15:45 Karvel Hreiðarsson sölu- og markaðsstjóri fjallar um verkefnastýringu sölumanna/söludeilda og mikilvægi þess að blanda ekki saman markaðsgögnum og bókhaldsgögnum. 15:45-16:15 Hermann Valsson framkvæmdastjóri fjallar um þær einingar sem byggja upp árangursrík ACT! CRM/Viðskiptatengslakerfi. Farið verður í gegnum öflun markhópa, skilgreiningu þeirra, skipulagingu sölu- og kynningarherferðir. Eftirfylgni og úrvinnslu langtímasöluáætlana. 16:15-18:00 Panelumræður, ráðstefnuslit og léttar veitingar - Létt lifandi tónlist - Sýning á ACT! CRM/Viðskiptatengslahugbúnaði. Ráðstefnugestir fá markhópalista með nöfnum 50 stærstu fyrirtækja landsins, kynningareintak af ACT! CRM/Viðskiptatengslakerfi og ýmsan aukahugbúnað til að létta markaðssókn. Þátttökugjald er 6.500. Tilkynnið þátttöku í síðasta lagi þriðjudaginn 25. nóvember 2003 með tölvupósti á nutima@nutima.is Nánari upplýsingar í síma 553 7300 Hver er raunveruleg staða sölumála og söluferla hjá þínu fyrirtæki? www.nutima.is Námskeið fimmtudaginn 4. desember fyrir þá, sem vilja læra á ISO 9000 gæðastjórnunarstaðlana. Farið er yfir megináherslur og uppbyggingu staðlanna og hvernig má beita þeim við að koma á og viðhalda gæðakerfi. Verklegar æfingar. Námskeiðið fer fram hjá Staðlaráði Íslands, Laugavegi 178, kl. 8.30-14.45. Þátttökugjald kr. 18.500 Nánari upplýsingar og skráning á vef Staðlaráðs, www.stadlar.is eða í síma 520 7150 ISO 9000 gæðastjórnunarstaðlarnir - Lykilatriði, uppbygging og notkun - ● VELTA aðildarfyrirtækja Price- waterhouseCoopers jókst um 900 milljónir Bandaríkjadala á reiknings- árinu 1. júlí 2002 til 30. júní 2003. Nam veltan 14,7 milljörðum Banda- ríkjadala en á reikningsárinu á und- an nam hún 13,8 milljörðum Banda- ríkjadala. Í fréttatilkynningu frá PwC er haft eftir forstjóra fyrirtækisins, Samuel A. DiPiazza, að miðað við efnahags- ástandið í heiminum, áframhaldandi veikleika á fjármálamörkuðum heimsins og verulegar breytingar á lögum á reglugerðum á árunum 2002–2003 þá sé fyrirtækið ánægt með veltutölur sínar. „Með batnandi efnahag annars vegar og forgangs- röðun á verkefnum PwC hins vegar, reiknum við með verulegum raun- vexti á næsta reikningsári,“ segir DiPiazza í fréttatilkynningu frá Price- waterhouseCoopers. Velta eykst hjá PwC ● SAMKVÆMT nýlegri könnun at- vinnuvefjarins Monster.com eru 82% Bandaríkjamanna óánægð með nú- verandi starf sitt. Frá þessu er sagt á vefmiðlinum SmartMoney.com. Þar segir að miðað við þessar tölur megi, nú þegar menn telja að efna- hagslífið sé að taka við sér á nýjan leik, búast við harðri samkeppni um öll ný störf í landinu þegar allt þetta óánægða fólk stormar út á vinnu- markaðinn í leit að betra starfi. Í SmartMoney.com segir að bestu horfurnar varðandi atvinnuleit á næsta ári séu í greinum sem sinna þjónustu við hinn sífellt eldri hóp for- eldra í landinu, sem hefur frestað barneignum langt fram eftir aldri. Tal- ið er að mikil þörf sé að skapast á því að veita þessu fólki fjárhags- ráðgjöf og heilsugæsluþjónustu við 65 ár aldur, samkvæmt fréttinni. Þá segir að fyrirtæki séu nú reiðubúin að byrja aftur að eyða fjár- munum í sölu og markaðsstarf eftir margra ára niðurskurð. Samkvæmt fréttinni eru einnig sjá- anleg umskipti í tæknigeiranum þar sem menn eru aftur farnir að auglýsa eftir starfsfólki eftir langt samdrátt- arskeið. 82% Bandaríkja- manna óánægð í vinnunni SÍLDARVINNSLAN í Neskaupstað hefur verið að auka vinnslu á ferskum fiski til útflutnings jafnt og þétt frá því hún hófst í hittiðfyrra. Það sem af er þessu ári hafa um 380 tonn af ferskum þorski verið unnin og flutt á erlendan markað. Gert er ráð fyrir að 400 til 450 tonn af þorskafurðum verði unnin og flutt utan með þessum hætti í ár og verða það um 20% af allri þorsk- vinnslu fyrirtækisins. Þessi vinnsla hefur aukist til mikilla muna undanfarna mánuði og er þetta mun meira magn en á sama tíma í fyrra. Það er hnakkastykkið af flakinu sem selt er ferskt á erlendan markað, en þessi framleiðsla er send á markað í Evrópu, mest í Bretlandi. Öll hnakkastykki, sem unnin eru hjá Síld- arvinnslunni, fara nú í þessa vinnslu og er hún því orðin daglegur hluti vinnslunnar í fiskiðjuveri Síldarvinnsl- unnar. Um 30 til 40% af fiskinum fara í ferska fiskinn, en hitt er fryst. Stærstur hluti þessarar framleiðslu fer með flugi á markað, en hluti hefur þó farið með hraðflutningum sjóleið- ina. Fiskinum er pakkað ferskum í neytendapakkningar hjá kaupendum erlendis og dreift í verslanir. Þessi fiskur kemur því á borð neytenda án þess að hafa verið frystur. Jóhannes Pálsson, framkvæmda- stjóri Landvinnslu SVN, segir að þessi leið sé sú bezta sem hægt sé að fara um þessar mundir, gefi skást af sér. Hann segir að miklu máli skipti að hægt sé að flytja þessar afurðir sjó- leiðina, en með því styrkist samkeppn- isstaða okkar gagnvart Norðmönnum. Þeir séu töluvert í þessari vinnslu og flytji fiskinn með flutningabílum á markaðinn með mun minni kostnaði en með fluginu héðan. Nú sé verið að skoða alla flutningskosti, meðal ann- ars vetraráætlun Norrönu. Það skásta sem hægt er að gera Síldarvinnslan eykur útflutning á ferskum hnakkastykkjum Síldarvinnslan í Neskaupstað eykur útflutning á ferskum fiski stöðugt. Teppi á stigaganga Ármúla 23, sími 533 5060 • www.stepp.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.