Morgunblaðið - 24.11.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.11.2003, Blaðsíða 17
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. NÓVEMBER 2003 17 #37 HJÓLASTÍGAR ICELAND REVIEW ÁSKRIFTARSÍMI 512-7517 askrift@icelandreview.com HVERS VEGNA ÍSLAND? 40 ÁSTÆ‹UR Bókasafn Hafnarfjarðar kl. 16 Yrsa Sigurðardóttir les úr verð- launabók sinni Biobörnum. Sagan hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin árið 2003. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Eins og margir hafa eflausttekið eftir þá er komin afstað heilmikil umræðavegna fjölda af „skúlptúr- um“ sem Árni Johnsen setti saman á meðan hann sat inni á Kvíabryggju og fyrirhugaðar sýningar á vegum Listasafns Reykjanesbæjar á skúlp- túrum hans í janúar á næsta ári. Árni sem sat inni í um eitt ár hélt semsagt heim „fullmótaður“ myndlist- armaður, með sýningu framundan og fimm vörubílsfarma af „skúlptúrum“ sem nú eru geymdir í Reykjanesbæ. Þann sama dag og Árni lauk fanga- vistinni var svo vígður tveggja metra hár minnisvarði eftir hann í Grund- arfirði úr járni og grjóti, tileinkaður hetjudáðum sjómanna. Hér er auðvit- að ekki allt með felldu. Við getum allavega verið nokkuð viss um að ef sjómannadagsráð Grundarfjarðar, sem keypti gripinn, hafi ætlað að reisa litla viðbyggingu með álmu til- einkaðri hetjudáðum sjómanna hefði verið haft samband við fagaðila, arkí- tekt, og hann eða hún komið með til- lögur. Samt geta flestir teiknað lítið hús ef þeir vilja. Allir Íslendingar kunna líka að skrifa. Mér hefur oft verið sagt að ég skrifi skemmtileg bréf, skrifa jafnframt greinar um myndlist hér í Morgunblaðið. Ég er samt ekki talinn til rithöfunda. Þegar kemur að myndlist, virðist annað uppi á teningnum. Hver sá sem setur sam- an hluti eða kaupir sér liti og striga virðist gjaldgengur myndlistarmaður. Einhver alvarlegur misskilningur er því á ferðinni. Á sjötta áratug síðustu aldar þegar abstrakt expressjónisminn var hvað vinsælastur voru settar upp fjölmarg- ar sýningar á verkum eftir Kongó víðsvegar um Bandaríkin, en Kongó var simpansi sem hafði verið látinn mála með olíulitum á striga. Þessar sýningar voru vinsælar og mönnum fannst þetta fyndið uppátæki og Kongó komst í alþjóðlega myndlist- arumræðu. Tóku gagnrýnendur jafn- vel þátt í leiknum, skrifuðu um verk Kongós og bentu á ýmsar staðreyndir sem sýndu fram á hve málverk lista- manna á borð við Jackson Pollock og Willem de Kooning voru úthugsuð og innihaldsrík miðað við tilvilj- unarkennt og innantómt sull eins og verk Kongós voru. En málverk Kon- gós rokseldust þrátt fyrir að vera bara tilviljunarkennt litasull. Þau seldust vegna þess að Kongó gat gert „eins“ og myndlistarmaður, gat „líka“ málað abstrakt. Ég er hér ekki að líkja Árna John- sen við Kongó, heldur að bera saman ástandið. Það sem gerist er nefnilega mjög svipað. Þessi eftirspurn í gripi Árna Johnsens er vegna þess að hann er ekki myndlistarmaður en gerir samt eins og myndlistarmaður. Sjó- mannadagsráð Grundarfjarðar kaup- ir jafnframt minnisvarðann af Árna af þessari sömu ástæðu. Semsagt, Árni er Árni, atorkumaður og allt það, og hann getur þetta líka. Eitt er þó mik- ilvægt að hafa í huga varðandi verk Kongós og það er að allir sem komu að sýningum á málverkum hans eða keyptu þau vissu að þau höfðu ekkert með myndlist að gera og að listrænt gildið væri á núlli. Varðandi gripi Árna Johnsens efast ég um að menn spái í þann hluta, gangi frekar að því sem vísu að hér séu á ferðinni skúlp- túrar jafngildir þeim sem eru eftir Sigurð Guðmundsson eða Kristin E. Hrafnsson. Listasafn Reykjanesbæjar hefur verið hluti af þessari umræðu sökum fyrirhugaðrar sýningar á verkum Árna Johnsen. Safnið er frekar nýtt af nálinni með sjö sýningar að baki og hefur til þessa staðið sig með ágæt- um. Auk sýninga í Duushúsi, sem er aðal sýningarsalur listasafnsins, hef- ur listasafnið stutt við eða staðið fyrir sýningum á öðrum stöðum í Reykja- nesbæ þar sem ekki endilega er um fagsýningar að ræða, heldur skapandi áhugamenn. Fyrirhuguð sýning Árna Johnsen mun falla undir þann hluta sýningarstefnunnar og því ástæðu- laust að gera lítið úr faglegri mark- miðum safnsins. Hitt er svo annað mál að það er einkennilegt að for- stöðukona listasafnsins hafi fundið sig knúna til að fara vestur á Kvíabyggju þegar hún frétti að Árni Johnsen væri að búa til skúlptúra, því að er ég best veit þá hefur hún ekki fundið sig knúna til að fara t.d. í Myndhöggv- arafélagið og sjá þar hvað sé helst að gerast í skúlptúr samtímans. Þegar sýningin verður opnuð í jan- úar, þ.e. ef ekki verður hætt við hana, þá má vel búast við metaðsókn hjá listasafninu, jafnvel þótt gripirnir standi ekki í sýningarsal listasafnsins. Og ef Árni vill selja verkin, selst sennilega góður slatti af þeim. Kannski ekki fimm bílhlöss, en eitt- hvað í áttina og allt á sömu röngu for- sendunum og sjómannadagsráð Grundarfjarðar hafði þegar það keypti minnisvarðann af honum. Samt er ekki hægt að sakast við Árna sjálfan, hvorki fyrir að búa til gripina, sýna þá eða selja. Það er hið besta mál að hann skuli finna sig í skúlptúr- gerð og ekki er hann að sækja á markað myndlistarmanna því það er enginn slíkur markaður til á Íslandi. Í besta falli er til Kitsch-markaður en ekki myndlistarmarkaður. Ég býst líka við því að flestir sem vilji eignast verk eftir Árna kaupi hvort sem er ekki neitt ef einhver myndlist- armaður kemur til tals. Þau vilja verkin, eins og áður sagði, vegna þess að Árni er ekki myndlistarmaður en gerir samt eins og myndlistarmaður. Kosturinn við að vera ekki myndlistarmaður „Eftirspurn í gripi Árna Johnsens er vegna þess að hann er ekki myndlist- armaður en gerir samt eins og myndlistarmaður.“ Eftir Jón B.K. Ransu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.