Vísir - 23.10.1980, Side 1

Vísir - 23.10.1980, Side 1
Sáttafundur meö prenturum stöð til kl. 7 í morgun: TÆKNIDEILAN LEYSTIST! s Samkvæmt heimild- um Visis náðist i nótt samkomulag um tækni- og atvinnuöryggismál prentara. Verður það kynnt á fundi með félagsmönnum Grafiska sveinafélags- ins kl. 4 i dag. Fundur prentara og viðsemj- enda þeirra hjá sáttasemjara hófst um hálfsex leytið i gær og lauk honum ekki fyrr en kl. 7 i morgun. Annar fundur hefur verið boðaður kl. 3 í dag. Visir spurði Guðlaug Þor- valdsson i morgun, hvort ASl og VSl yrði boðuð til viðræðuíund- ar i dag. Kvað hann ekkert hafa verið ákveðið um það, en sagðist mundu hafa samband við báða deiluaðila til að leyfa þeim að fylgjast með gangi mála. Það yrði svo að ráðast hvenær þætti ástæöa til að boða þá til fundar. „Ég get ekkert sagt um það á þessu stigi”, sagði Þorsteinn Pálsson framkvæmdastjóri VSÍ, þegar Visir spurði hann hvort VSí væri lilbúið til samningaviðræðna, ef sérkröf- ur prentara væru leystar. Kvaðst Þorsteinn ekkert hafa frétt af niðurstöðum fundarins i nótt og þvi ekkert geta tjáð sig um málið. —JSS Slefnuræðan í kvðld: Flmmtl hver hlng- maður fjarverandi! A milli tiu og tólf þingmenn héldu flugleiðis til Hafnar i Hornafirði i morgun og verða þvi fjarri góðu gamni þegar forsætis- ráðherra flytur stefnuræðu sina á alþingi i kvöld. Stjórn Framkvæmdastofnunar heldir fund á Höfn i fyrramálið, eni stjorninni eiga sæti sjö þing- menn, Eggert Haukdal, Stefán Guðmundsson, Matthias Bjama- son, Geir Gunnarsson, Þórarinn Sigurjónsson, Karl Steinar Guðnason og Steinþór Gestsson. Stjórnin mun siöan halda fund með sveitarstjórnarmönnum á Austfjöröum og á hann hefur einnig veriö boðið öllum sex þing- mönnum kjördæmisins, þeim Hjörleifi Guttormssyni, Tómasi Arnasyni, Sverri Hermannssyni, Halldóri Asgrimssyni, Helga Seljanog Agli Jónssyni. Tveireöa þrir ofangreindra þingmanna telja sigekki hafa tima til þess að fara i þessa ferð, en hinir héldu sem sagt austur i morgun. Benedikt Antonsson, skrifstofu- stjóri hjá Framkvæmdastofnun, sagði i samtali við blaðamann Visis i morgun, að til þessa fundar hafi veriö boöað fyrir tveimur mánuðum og búið að stefna til hans mönnum alls staðar að af Austfjörðum, þannig að ómögu- legt hafi verið aö breyta tima- setningunni. „Menn munu að sjálfsögðu fylgjast með stefnuræðu forsætis- ráöherra og umræðum um hana i útvarpinu”, sagði Benedikt..P M Breytingar halnar vegna steríó- tækjabúnaðar útvarnsins: Þullrnlr voru flutllr „Það þarf að gera nokkrar breytingar, meðan verið er að koma sterió-útbúnaðinum fyrir. Meðal annars verður að færa þul- ina inn i upptökuherbergið, þar sem leikrit og annað efni er tekið upp, og var það gert i nótt”, sagöi Magnús Hjálmarsson, tækni- maður hjá útvarpinu. Undirbúningur og útsendingum útvarps i sterió er nú að hefjast, og er von á sjálfum tækjaútbún- aðinum um mánaðamót. Sagði Magnús, að i sjálfu sér væri ekki mikil vinna að koma tækjunum fyrir, en leiðslulagnir fyrir þau væru talsvert umfangsmiklar. Hefði þvi þurft að flytja þulina, í nðtt meðan unniö væri að uppsetning- unni i þulaherberginu. Siöan yröi þeir aftur færöir á fyrri staö. Aöspurður um, hvenær yrði farið að senda út i sterió til reynslu, sagöi Magnús, aö þaö heföi ekki verið endanlega ákveð- iö, en eingöngu yröi um reynslu- útsendingar aö ræða fyrstu mánuöina eftir uppsetningu tækjanna. Gætu hlustendur þvi allt eins átt von á slikum reynslu- sendingum eftir skamman tima. „Það ætti aö verða töluverður munur á útsendingunni eftir breytinguna, a.m.k. hjá fólki, sem á sæmileg tæki”, sagði Magnús. — JSS Þularboröi komiö út úr þularherbergi i nótt. Vísismynd: GVA Elnangrunar- fangeisinu á Litia-Hrauni lokað aftur: „Ég reikna meö þvl aö fang- arnir heföu veriö haföir þarna áfram að öUu óbreyttu. Þaö vantaði bara formlegheitin á þetta”, sagöi Frimann Sigurðs- son fulltrúi á Litla-Hrauni, þeg- ar Visir spuröi hann, hvort loka Glevmdist að afhenda bygginguna formlegal heföi oröið nýju fangelsisbygg- ingu á staönum, þar sem gleymst hefði aö afhenda hana formlega. Byggingin, sem um ræöir er einangrunarfangelsi, sem unnið hefur verið við að undanfömu, ener nú aö veröa fullbúiö. Verð- ur gengiðendanlega frá því eftir fáeina daga, og það tekiö I notkun, eftir formlega afhend- ingu að sjálfsögðu. Sagöi Frimann að tveir fang- ar, annar frá Litla-Hrauni og hinn úr Reykjavik hefðu verið settir i einangrunarfangelsið. Þeir hefðu siöan veriö teknir þaðan aftur og annar þeirra settur á vinnuhælið, en hinn aft- ur til Reykjavikur. —JSS 1 I I I I I t I I I I I I I I I I -I Háhyrningsveiðarnar: EKKERT HEFUR GENGKI ENNÞA Háhyrning,sveiðimennirnir á mb. Guörúnu sem ætla að veiöa háhyrninga á vegum Sædýra- safnsins til útflutnings, hafa nú verið tæpar þrjár vikur á miðun- um án þess að hafa árangur sem erfiöi. Ýmislegt hefur oröiö til þess að þeim hefur enn ekki tekist að veiða neitt dýr, t.d. var veðriö mjög vont og svo hafa komiö upp bilanir hjá þeim og þeir orðið að fara i land vegna þess. A þriðjudaginn köstuðu þeir hins vegar og fengu þá fjóra há- hyrninga i nótina. Þrir þeirra sluppu, en sá fjórði var svo stór aö ekki var hægt aö taka hann um borð. Eftir þetta héldu þeir á. Guðrúnu til Vestmannaeyja.en nú eru þeir komnir á miðin aftur og gæti eitthvað fariö að gerast i þeirra málum alveg á næstunni. Ifk-. Kosnlngar í 1. des. nelnd H.Í.: vinstrl menn slgruðu með 27 atkvæða mun Vinstri menn hlutu kosningu til 1. des. nefndar i Háskóla Islands i gær, með 27 atkvæða mun. Þeir hlutu 298 atkvæði. Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, hlaut 271 atkvæði en Salt, 87 atkvæði. Kosningaþátt- taka var mjög léleg að venju, eða um 20% og lætur nærri að vinstri menn hafi sigrað meö um 45% greiddra atkvæöa en ekki fékkst upp um fjölda auðra seðla i morgun. —AS Átökum rjúpna- velðar Sjá opnu

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.