Vísir - 23.10.1980, Blaðsíða 12

Vísir - 23.10.1980, Blaðsíða 12
12 VÍSIR Fimmtudagur 23. október 1980. Auglýsingar i símaskrá 1981 Athygli skal vekin á því að símnotendur/ sem auglýstu i simaskrá 1980, hafa forgang aðeins til 1. nóvember 1980 að sambærilegri staðsetn- ingu fyrir auglýsingar sínar í símaskrá 1981 Nánari upplýsingar í síma 29140 Símaskrá — Auglýsingar Pósthólf 311 — 121 Reykjavík. Sendill óskast: Sjávarútvegsráðuneytið óskar eftir sendli til starfa hálfan daginn, fyrir hádegi. Nánari upplýsingar eru veittar í ráðuneytinu, að Lindargötu 9. S jáva rútvegsráðuneytið/ 20. október 1980. Bilasala Til sölu er bílasala á besta stað í bænum, i full- um rekstri. Ágætis tækifæri fyrir ákveðinn einstakling eða tvo samhenta menn. Tilboð sendist augld. Vísis merkt ,,Bílasala á besta stað"' Til sölu 11 1 ||É i I » „1 er þessi gullfallegi PEUGEOT 504 GL SJÁLFSK. ÁRG. 1978 Bifreiðin er tii sýnis hjá BÍLASÖLU GUÐFINNS simi 81588 og á kvöldin i sima 41438 Okkur vantar umboðsmann I SANDGERÐI Upplýsingar í síma 86611 & 28383 Skjólgóðar stungnar vetrarúinur Skjólgóðar stungnar vetrarkápur eru nú i tísku viða um heimEf- laust verða þær vinsæl- ar hér á landi, en þær munu vera að koma á markaðinn hér. Ánægjuleg nýjung fyrlr slitin og lek þök Wet-Jet er besta lausnin til endurnýjuriar og þéttingar á siitnum og lekum þökum. Það inniheldur vatnsþétt- andi oliu til endurnýjunar á skorpnandi yfirborði þak- pappa og gengur niður I ipappann. I IÞað er ryöverjandi og er þvi mjög gott á járnþök sem slikt og ekki sfður til þétt- ingar á þeim. Ein umferð af WET-JET er nægilegt. Nú er hægt aö þétta lekann, þegar mest er þörfin, jafnvel við verstu veöurskilyröi, regn, frost, er hægt að bera WET-JET á til að forða skaða. WET-JET er framleitt af hinu þekkta bandariska félagi PACE PRODUCTS INTERNATIONAL og hefur fariö sigurför um heiminn, ekki sist þar sem veöurskii- yrði eru slæm. Notið WET-JET á gamla þakið og endurnýiö það fyrir aðeins ca. 1/3 sem nýtt þak mundi kosta. ÞAÐ ER EINFALT AÐ GERA ÞAKIÐ POTT- ÞÉTT MEÐ WET-JET SlÐUMÚLA 15 - SlMI 33070 Hvernig á að bursta skóna? Góð húsráð um skóburstun. Unga fólkið sem á- kveður einn góðan veðurdag, að nú ætli það að taka til hendinni og bursta skóna sina vel og vandlega, en kann ef til vill ekki til verka, getur kannsk haft gagn af þessum iestri. Enginn telst vel til fara nema hann sé á vel burstuðum skóm. Þeg- ar þú burstar skóna þina er best að vera til dæmis i þvottahúsinu. Hafðu dagblöð undir og notaðu svuntu. Það er mikilvægt að þurrka öll óhreinindi af skófatnaðinum, áður en hann er burstaður. Notið trépinna (hálfa þvottaklemmu) til þess að skafa burt óhreinindi meðfram sólanum. Nauðsynlegt er, að liturinn á skóáburðinum samsvarilitnum á skónum og einnig þarf að nota sérstakan bursta fyrir hvern lit. Voturskófatnaðurer troðinn út með samanvöfðum dagblöðum og látinn þorna á hlýjum stað, þó ekki of nálægt hitagjafa. Geymdu skófatnaðinn á skóhillu eða i skópoka. Æskilegt er að hafa leist i skónum. Hafið hugfast, að það borgar sig ekki að láta það dragast of lengi að gera við skóna. Gott er stöku sinnum að nudda gamlan skóáburð af meö terpen- tinu. Farið varlega með terpentinuna, hún er eldfim. Leðurskór 1. Burstiðeða þurrkið öll óhreinindi af skónum og skafið meðfram sólanum, ef þörf er. 2. Strjúkið áburðarburstanum (eða tuskunni) yfir áburðinn og nuddið áburðinn vel inn i leðrið. Byrjið öðrum megin á hælnum og haldið siðan hringinn. 3. Burstið siðan skóinn vel, þangað til hann gljáir. 4. Gott er að nudda á eftir með samanvöfðum nælonsokk. Rúskinnsskór 1. Fjarlægið bletti með sandpappir 2. Burstið siðan skóna með rúskinnsbursta. Skiðaskór 1. Hreinsið öll óhreinindi af skónum og látið þá þorna, ef þeir eru J blautir. 2. Nuddið leðurfeiti inn i leðrið. Gúmmistigvél 1. Ryksjúgið þau að innan ef með þarf. 2. Þvoið þau að utan úr volgu vatni. Gott er að nudda gúmmistig vélin með sýrulausu vaselini einstöku sinnum. I I I I I I -I Lögfræöin og fjölskyldan Ekki er ætlunin að gera almenna fræðilega úttekt á lög- fræðinni sem slikri, heldur fjalla á auðskiljanlegan máta um einstök atriði, er varða fjölskyld- una sem heild eða einstaka meðlimi hennar. Má þar nefna ýmis atriöi sifjalegs eðlis, svo sem reelur er varöa stofnun eða slit hjúskapar , fjármál hjóna, óvigöa sambúð og réttindi barna. Ennfremur veröur fjallað um erfðarétt, persónuréttindi, réttindi neytenda, réttindi og skyldur fjármunaíegs eðlis, til dæmis i fasteigna og lausafjár- kaupum og svo framvegis. Hins vegar verður minna fjallað um stjórnskipunar- eða stjórnarfars- leg atriði. Leitast verður viö að benda i lok hverrar greinargerð- ar á itarefni (heimildarrit) til frekari upplýsingar. Hvað er lögfræði Mér þykir ekki úr vegi aö hefja skrif þessi á stuttum almennum inngangi. Oröabók Menningar- sjóös segir, aö lögfræði sé fræði- grein, sem fæst viö túlkun laga og annarra réttarfyrirmæla og sögu löggjafar og réttarfars. í lögfræði er riki-þjóðfélag jafn- an skilgreint þannig að það sé skipulagsbundinn félagsskapur manna, sem byggja tiltekiö land- svæði. Skipulag þess er lögbund- iö, sem heimilt er eða skylt að halda uppi með valdi, og verður sérhver borgari að hlita þessum lögbundna skipulagi, það er réttarreglum þess. Efni réttar- reglnanna ræðst jafnan af eðli og þörfum þjóðfélagsins á hverjum tima, og kunna þar ýmis atriði að hafa mótandi áhrif, svo sem efna- hagsafkoma, atvinnuhættir, menningarstig þjóðar, trúar- brögö, almenn siðgæðisleg og félagsleg viðhorf og síðast en ekki sist stjórnmálastefnur, til dæmis frjálshyggja og alræðishyggja. Ingibjörg Rafnar hdl. skrifar um lögfræðileg málefni fjöl- skyldunnar. Afmörkuð snið 1 fræðiritum er islenskum rétti oft skipt upp í allsherjarrétt og einkamálarétt, en mörkin þó oft talin óljós. Er þá helst tekið mið af, hvort hagsmunir þeir, er réttarreglurnar fjalla um, eru opinbers eölis eða einstaklings- eölis og jafnframt að i allsherjar- rétti gætir meir einhliöa boöa og

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.