Vísir - 23.10.1980, Blaðsíða 13

Vísir - 23.10.1980, Blaðsíða 13
13 Fimmtudagur 23. október 1980. vísm Framkvæmd verðmerkinga samhliða gjaldmiðiisbreytingu: NYJII KRÖNURNSR RRUDUM LIT Frá 1. janúar 1981 hundraðfald- ast verðgildi krónunnar þannig, að ein nýkróna (skammstafað nýkr.) jafngildir eitt hundrað gömlum krónum og aurar verða þá teknir upp að nýju. Samhliða verða nýir seðlar og málmpen- ingar látnir i umferð. Gamlar krónur (seðlar og smámynt) ; má nota i viðskiptum fram til júni- Þórunn Gestsdóttir, blaðamaður loka 1981. Verður þvi tvenns kon- ar gjaldmiðill (seðlar og mynt) i umferð fyrri hluta næsta árs, hinn eldri að verðgildi 1/100 af nafn- verði. Tekið skal fram, að gjaldmið- ilsbreytingin hefur hvorki i för með sér fjárhagslagan ávinning né tap fyrir einn eða neinn. Þar sem verðgildi nýja gjaldmiðilsins er hundrað sinnum meira en verðgildi gamla gjaldmiðilsins ætti hættan á mistökum í við- skiptum að vera hverfandi lítil, en að sjálfsögöu er ástæða til, að hver og einn gæti sin vel. Til að auðvelda neytendum og starfsmönnum verslana öll við- skipti á meðan á breytingunni stendur, hefur Verðlagsstofnun gefið út meðfylgjandi tilkynning- ar um verðmerkingar og fara helstu atriði þeirra hér á eftir: Verð! nýjum krónum skal vera i rauðu Á timabilinu frá 1. nóvember 1980 til 1. febrúar 1981 er skylda að verðmerkja bæði i gömlum og nýjum krónum allar vörur, sem eru til sýnis i verslunargluggum eða á annan hátt. Verðið i gömlum krónum á að merkja með svörtu ietri á hvitum miðum eins og tiðkast hefur, en verðið i nýjum krónum með rauðu letri eða með svörtu letri á rauðum miðum. Verðmerkingar þessar eiga að vera samhliða og þar með ætti að vera auðvelt að bera saman verð i gömlum og nýjum krónum. Engar verðhækkanir Gjaldmiðilsbreytingin hefur engar verðhækkanir i för með sér, en þar sem Seyringur verður lægsta mynteiningin verður heimilt að hækka verð i nýjum krónum, sem endar á 3 og 4 aur- um i 5 aura og verð sem endará 8 og9aurum i næsta heila tug aura. Hins vegar ber að lækka verð, sem endar á 1 og 2 aurum niður i næsta heila tug aura og verð sem endar á 6 og 7 aurum niður i 5 aura. Ætiaster til, að kaupmenn hefji verðmerkingar i gömlum og nýj- um krónum þegar 1. nóvember áður en jólasalan byrjar fyrir al- vöru. Af tæknilegum ástæðum er þó ekki unnt að tvimerkja allar vörur i 3 mánuði á sama hátt og i búðargluggum, sbr. meðfylgj- andi tilkynningu, en hins vegar verða allar vörur að vera tvi- merktar um áiamótin þegar gjaldmiðilsbreytingin fer fram. Gamlar krónur ir.eð svörtu letri á hvitum eða ljósum grunni og nýj- ar krónur með rauðu letri eða með svörtu letri á rauðum miða. Eftir 1. febrúar þegar hinar tima- bundnu reglur um tvimerkingar falla úr gildi verður áfram skylt að verðmerkja, en þá má nota hvaða lit sem er. 2045 ^____ 20.45 2045 1 r 20.45 J 2045 S J 14í s banna en siður eða ekki vilja borgaranna, en i einkamálarétt- inum gætir réttinda þeirra mjög mikils. Þegar talaö er um réttar- heimild er að jafnaði átt við grundvöll eða stoð réttarreglu. Islenskur réttur á sér fyrst og fremst stoð i settum lögum. þ.e. fyrirmælum löggjafans i laga- formi, svo sem almennum lögum, stjórnskipunarlögum, fjárlögum og bráðabirgðalögum. Skráðar réttarreglur teljast og þær reglur, sem handhafar framkvæmda- valdsins setja með stoð i lögum, svo sem reglugerðir og reglur ýmiskonar. Fordæmi En réttarreglur geta auk þess átt sér stoð i réttarvenju, fordæmi, löggjöfum og svonefndu eðli máls. 1 islenskum rétti er þannig á þvi byggt, að háttsemi, sem menn hafa fylgt um alllangt timabil, geti orðið grundvöllur undir réttarreglu = réttarvenja. Með fordæmi er átt við, að dómur hafi gengið um tiltekið réttaratriöi, er þá einkum átt við dóma Hæstaréttar, og er sagt að dómvenja hafi skapast um þetta tiltekna réttaratriði. Lögjöfnun er fólgin i þvi að beita ákvæði i settum lögum um lögákveðiö atriöi, sem er náskylt eða samkynja þvi, sem þar er fjallað um. Fyrir getur komið, að engum réttarreglum sé til að dreifa, er leysa skal úr tilteknum réttarágreiningi, en dómari getur ekki visaö máli frá af þeirri ástæðu, og er þá til i dæminu að dómari leiti eftir þeirri reglu, sem hann telur skynsamlegasta og eðlilegasta eftir öllum mála- vöxtum, og er þá sagt að úrlausn máls byggist á eðli máls. Skylt er að árétta, að af ofan- greindum réttarheimildum eru sett lög rétthæst, þannig að ef til dæmis lagaákvæði og reglu- gerðarákvæði stangast á, þá hlýtur reglugerðarákvæðið að þoka fyrir lagaákvæðinu. Að lokum má geta þess, að islenskum rétti svipar i ýmsum efnum til réttar hinna Norðurlandanna, sérstaklega til dansks réttar og á það sér eölileg- ar skýringar, sögulegar og likt þjóðskipulag. Islensk lög taka oft mið af lögum hinna Noröurlandanna, jafnvel stund- um bein þýðing á þeim, en einnig hefur færst i vöxt aö Norðurlönd- ir. hafi með sér samvinnu um lög- gjafarmálefni og samræmi lög- gjöf sina. Sjá Heimildarrit: Ólafur Jóhannesson: Lög og réttur. Inngangur. Dr. Armann Snævarr: Almenn lögfræði I-II hefti. Ingibjörg Rafnar hdl. Fræðsla um lögfræðlleg málefnl Umsjónarmaður fjölskyldu- siðunnar leitaði til Ingibjargar Rafnar lögfræðings og fór þess á leit við hana að hún heföi umsjón meö vikulegum dálki um lögfræðileg efni er varða fjölskylduna. Hugmyndin er sú, að hverju sinni verði fjall- að um tiltekiö afmarkað efni. Ingibjörg mun fá til liðs við sig konur úr lögfræðingastétt til að skrifa þessa vikulegu pistla. — ÞG HOTEL YARDDOKG AKUREYRI SÍMI (96)22600 Góð gistiherbergi Morgunverður Kvöldverður Næg bílastæði Er í hjarta bæjarins. HARGREIÐSLUSTOFAN KLAPPARSTÍG 29 (milli Laugavegs og Hverfisgötu) Opið á Saugardögum Tímapantanir í síma 13010 Vissir þú að U1U <*A^c*c*c\ryc* <r <r býður mesta úrva/ ung/inga- húsgagna á lægsta verði og á hagkvæm- ustu afborgunar kjörunum ? rr Uöllir* Bíldshöfða 20, Reykjavik Simar: 81410 og 81199 Viltþu selja hljómtæki? Við kaupum og seljum Hafið samband strax ^ l'MtíOOSSALA MEf) SKÍHA VÖKl R <)(. HIJÓMFU T.XIXGST.KK/ 1101 GRENSASVEGI r,0 10S REYKJA VÍK S/MI::11290 t:!::: iiiii::::: iiiii :•••: iiiii::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::: ú:l! ::::::::•;:::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::iiiiiHii:iiiii:Hi!U!!!!!!!!!!!!! !S!ii

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.