Vísir - 23.10.1980, Blaðsíða 16

Vísir - 23.10.1980, Blaðsíða 16
16 Fimmtudagur 23. október 1980 VtSIB Sveltandi börn. HVER MALTtD GERIR OKKUR AD MORDINGJUM Umfangsmikil söfnun hefur nú staöiöyfir tilhjálpar fólki sem er deyjandi úr hungri i dag. i þvi sambandi langar mig aö koma á framfæri stuttri hugleiöingu um þetta mál. Einhverja samúöartilfinningu hljóta þeir aö hafa sem seilast i vasa sinn eftir smáaur handa þeim sem svelta. Eöa er þaö bara tilaö róa eöa blekkja sektarkennd sina? Viö getum alltaf sagt aö slikt ástand i' heiminum komi okkur ekki við, en þaö er bara ekki bróöurlega sagt þar sem viö höfum gengið i kristinna þjóöa tölu. Hvað ætli viö skiljum hungur? Er þaö ekki kaldhæönislegt aö þegar fólk er aö deyja úr hungri eru aörir að éta sig I hel. Hver máltið gerir okkur að moröingj- um! Ef viö tækjum aö okkur aö þola sult af og til sem yröi ekki annað en heilsubót fyrir neyslu- þjóöfélag, fyrir þetta fólk sem sveltur þá fyrst er hægt aö tala um hjálp og velgjöröir. Hitt er bara sýndarmennska og hræsni! sem svertir oröokkar og gerum okkur að meiri ræflum en viö erum. Meöan viö skóflum í okkur kræsingum meö snúðugu fölsku þakklæti deyja svangar manneskjurúr hungri. Sá matur sem fer i okkar munna væri betur kominn og virtur i svanga munna meðbræöra okkar og systra. Meöþökk fvrir birtinguna Einar Ingi Magnússon „VIL FA FRD I ÞJðDiEKHðSMir Ungur leikhúsfari hringdi. Ég var i Þjóöleikhúsinu s.l. sunnudag aö sjá þar leikritiö „Útlagann og smalastúlkuna” en þar voru einnig krakkar sem létu hreinlega eins og þau væru oröin vitlaus. Þau voru á efri svölunum og skemmtu sér helst viö þaö aö henda niður tryggigúmmi, lakkrisum og fleiru yfir þá sem sátu fyrir neöan. Ég slapp aö visu viö aö fá þetta i mig en vinur minn sem var meö mér var ekki eins heppinn. Ég held aö þama hafi veriö á feröinni krakkar úr Hagaskóla og þaö var ekkert gert til þess aö stööva lætin i þeim hvorki af kennurum eöa dyravörðum, þótt ekki hafi farið framhjá neinum hvaö þau aöhöföust. Þetta varö til þess aö ég naut alls ekki leikritsins en mér finnst þaö hinsvegar lágmark aö fá aö vera I friöi þegar ég fer i leikhús og vona aö svo veröi framvegis i Þjóöleikhúsinu. Ólæti voru á sýningu á leikritinu „Ctlaginn og smalastúlkan” I Þjóöleikhúsinu á sunnudaginn. HVI STUDENTSPROF TIL NÁMS ISÁLARFRÆÐI? Einar Ingi Magnússon skrifar: Undirritaöur er ungur maöur sem fór út á atvinnubraut þá aö hjálpa vangefnum i gegn um marga þá tálma þjóðfélagsins sem hindra þetta fólk sökum ástands sins til aö veröa virkir og virtir einstaklingar. Undirritaöur hefur ekki lokiö stúdentsprófi til þess aö komast innf háskóla til meiri menntunar- réttinda en hefur þá starfsreynslu upp á rúmlega 15 mánuöi á ólik- um stööum hér á landi og erlend- is. Þar sem ætla mætti aö hann heföi einhverja þekkingu á sinu áhugamáli, hvers vegna má þá ekki hleypa honum til meiri mennta á þessu sviöi, eins og svo mörgum sem eins er ástatt um? Nú sem stendur eru hér á landi þeiraöeins teknir inn i sálarfræöi sem lokiö hafa stúdentsprófi. Stöndum viö eitthvaö verr i þvi aö skilja sálarlif fólks en þeir sem veröa aö geta leyst flóimar for- múlur algebrunnar sem þeir koma aldrei til meö aö nota i sjúkdómsgreiningar eöa meöferö sin hóps? Þaö er mál til komiö aö Menntamálaráöuneytiö geri breytingu hér á, en þvi miöur farahugsjón og peningamálin ekki saman. Voru norrænlr víkingar „horny" Borgari hringdi. Ég vil byrja á þvi að óska Visi til hamingju með mjög bætt blað og sérstaklega meö miklu betri lesendasiðu. Mig langar til aö gera smá- athugasemdir við þrjár greinar sem birtust i blaðinu s.l. mánu- dag en þaö voru samt allt góöar greinar að mínu mati. Einhver sem skrifar undir nafnnúmeri greinina „Maöur littu þér nær” skrifar þar góöa grein sem ég vil taka undir. Við höfum næg verkefni hér heima þótt ekki sé verið aö leita út fyrir landsteinana. Um Gervisonamáliö vil ég segja aö þott við fegin vildum og vorkennum manninum getum viö engan veginn samkvæmt okkar lögum frá minu sjónarmiöi veitt honum hæli hér, og þaö fordæmi aö leyfa honum aö vera myndi skapa algjört öngþveiti í þessum málum á Islandi. Ég var lika sammála konunni sem skrifar aö við kunnum ekki alla mannasiði sem betri þjóöir kunna, t.d. þegar fariö er i kvik- myndahús er enginn friöur fyrir þeim sem fyrir aftan mann situr. Menn erusparkandi hver i annan, hostandi i hnakkann á næsta manni eða hendandi poppkorni ofan á mann. Og siðast en ekki sist. Þaö var maöur aö skrifa i Visi sem gerir mikiö ur þvi aö þaö sá veriö aö setja horn á islenska formenn. Honum finnst þaö alveg svaka- legt aö Loftleiöir skuli vera að þessu. Máliö er hinsvegar það að virkilegir vikingar sem voru uppi á 4. til 8. öld og voru germanskir höföu oft horn á hjálmum sfnum. En það er rétt aö þegar á leiö þá voru menn farnir aö taka hornin af, aö minnsta kosti almúga- fólkiö. En samt sögöu engil- saxnesku þjóöirnar oft um þær norrænu aö þeir væru með ein- dæmum „horny”... Voru vlkingarnir meö horn eöa ekki? HALDIÐ AFRANI MEB UPPSKRIFTIRNAR Kona úr vesturbænum hringdi: Ég sakna þess mjög að fá ekki lengur matar og kaffibrauösupp- skriftirnar minar i Visi. Ég hef verið áskrifandi aö Visi i 30 ár og ég hef alltaf haldið saman þess- um uppskriftum enda þykir okkur húsmæörunum gaman aö profa eitthvaö nýtt i eldamennskunni. Ég vil ekki fá einhvern matseðil vikunnar i staöinn fyrir matar- uppskriftir og ég vildi óska þess aö þiö hættuö aö brölta þetta meö blaöiö. Visir hefur alltaf verið góður og ég vii bara fá minn gamla góða Visi meö góöu upp- skriftunum. ENN UM MALEFNI SJÁLFSTÆDISMANNA 1 ljósi undanfarandi áhuga dag- blaösins Vlsis, og þó einkum blaöamannsins Sæmundar Guö- vinssonar, á svonefndum innan- flokksátökum I Sjálfstæöisflokkn- um, og kosningum til hverfa- félaga vekur þaö athygli manna viö lestur blaösins i dag, aö þar er i engu látiö getiö um sögulega og táknræna kosningu til stjórnar félags Sjálfstæöismanna i Hliöa- og Holtahverfi.En þar sýndi hinn almenni Sjálfstæöismaöur aö langlundargerö hans gagnvart klofningsörmunum i Sjálfstæöis- flokknum er þrotiö, meö þvf að fella krónprinsa þessarra afla, þá Asgeir Thoroddsen (Gunnarsson) og Þorvald Mawby (tengdason Alberts) úr stjórn félagsins. I fallinu drógu þeir meö sér leigu- sala áróöursskrifstofu þessarra klofningsafla viö Bankastræti 11 hér i borg, Hauk Hjaltason, Ask- borgara, (Til fróöleiks má geta þess aö á skrifstofu þessari starf- ar þrautþjálfaö liö atvinnumanna eöa þeir Benedikt Bogason, guð- faöir rikisstjórnarinnar m.m. og nýkjörinn stjórnarmaöur félags sjálfstæöismanna f Hóla- og Fellahverfi, Guöjón Valgeirs- son). Þaö er skoöun undirritaös aö innanflokksmálefni Sjálfstæöis- flokksins séu um of borin á torg. Sé þetta hinsvegar stefna blaös- ins verður aö gera þá kröfu til þess, aö um mál þessi sé fjallað á hlutlægan hátt og ekkert undan dregiö. Steinar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.