Vísir - 23.10.1980, Blaðsíða 19

Vísir - 23.10.1980, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 23. október 1980. maimlíí VÍSIR 19 Opið hús en þó lokað — á Haustblóti Arkitekta- félagsins „Þaö má segja, að þetta Haustblót okkar hafi verib i formi opins húss, en þó lokað, þvi þetta var ekki auglýst, heldur var ýmsum félagasam- tökum boðiö til þessa fagnaöar”, — sagði Kristinn Ragnarsson, sem var einn þeirra er stóö fyrir haust- skemmtun Arkitektaféiags ts- lands, sem haidin var á föstu- dagskvöldið. „Þetta var aðaliega fólk úr hinum ýmsu félögum iista- manna og auk þess var boðið stjórnmálamönnum, um- hverfisverndarfólki og meðiim- um úr Samtökunum ’78, þannig að þetta var blanda af ýmsu óliku fólki. Ég held að óhætt sé að fullýrða að þetta heppnaöist vel þegar á heildina er litið en þarna voru um 300 manns. Hins vegar er aldrei hægt að endur- taka svona nokkuð. Þegar við höldum næstu skemmtun, verð- ur það að vera í einhverju öðru formi”, — sagöi Kristinn. Sagt er, að i þessari veisiu hafi þeir hist f fyrsta skipti, Siguröur Rúnar Jónsson, hljóm- m----------------------->• Hijómsveitin Swingbræður skemmtu við góöar undirtektir. (Vísismyndir: Ella) Diddi fiðla (Sigurður Rúnar) hefur hér dregið upp fiðluna sina og Hrafn hlustar meö athygli, en þeir hittust I fyrsta skipti þetta kvöld. listarmaöur og Hrafn Gunn- laugsson, rithöfundur og kvik- myndagerðarmaður. bótti mönnum það með ólíkindum, því að báðir hafa þeir verið áberandi I iistaheiminum, að visu hvor á sínu sviöi. en að auki þykja þeir likjast hvor öðrum I útliti og eru til margar sögur um misskilning af þeim sökum. Isias gleypir litinn fugl...rennir honum niöur...og lætur hann slöan skriða út úr sér. Fimmtán ára gamall piltur i Brasiliu, Isaias Santos, er gæddur þeim furðulegu hæfileikum að geta gleypt hluti I heilu lagi, þ.á.m.lifandi fugla 0{ skilað þeim lifandi upp úr sér aftur. Pilturinn var uppgötvaður á strætum Rio de Janeiro, þar sem hann vann fyrir sér með þvi að gleypa lifandi djúfur, rakvélar- blöð, borðtenniskúlur og guð má ALÆTA I RIÓ vita hvaö, en fyrir þessar listir viku vegfarendur aö honum krónu og krónu og vel gekk. Bankamaöur einn, Evan Sponagle, varö vitni aö þessu dag einn, er hann var á ferö i borginni og þar meö voru fjölmiölar komn- ir i máliö. Drengurinn var settur i rannsókn undir umsjón skurö- læknisins dr. Joao Ferreira Neto og allt viröist vera meö felldu hvaö varöar likamsstarfsemi hans. „Mér finnst gaman aö gleypa svona hluti”, — segir Isaias, sem stendur i þeirri trú, aö þessir hæfileikar séu einstök náöargjöf frá Guöi. — „Þegar ég gleypi dúfu, get ég fundiö hana sprikla inni i mér. Rakvélarblöö og gler- brot gera mér ekkert og ég hef aldrei á ævinni fengiö maga- verk...” AFTUR OG NÝBÚIN... Citer, hin 34 ára gamla söngkona án eftirnafns, var hér i Hristingi nýver- iö er frá þvi var skýrt, að hún gæti ómögulega gert upp á milli karlmanna. Hún er nú oröin ástfangin rétt einu sinni og eins og fyrri daginn i rokkhljóm- listarmanni, nú gitarleik aranum Les Dudek... Lögfrædingur og dansmær... DuStin Hoffman, leikar- inn snjalli sem nú er á fer- tugasta og þriöja aldurs- ári, hefur ákveðiö aö ganga i heilagt hjónaband meö lögfræóingnum Lisu Gottsegen. Fyrst veröur hann þo aö ganga f rá skiln aöi sinum viö dansmeyna Anne Byrne, en aö sögn mun þaö mal aó likindum ganga fljótt og vel... SKÓRNIR AF — OG SKRIFAÐ UPPÁ... Nýlega kom á markaðinn Kölnarvatn, sem ber nafn leikkonunnar Soffiu Loren. Leikkonan hefur sjálf hlaupið undir bagga með að auglýsa vatnið og þeytist nú á milli snyrtiverslana um allan heim til að gefa eiginhandaráritun. Meðfylgjandi mynd var tekin af Sof fiu i verslun einni i Boston þar sem hún gaf áritun, en eins og sjá má hefur hún verið orðin þreytt í fótun- um og brugðiðá það ráðað taka af sér skóna. I Samkeppni Rona Newton-John, syst- ir þeirrar frægu Oliviu, hefur átt undir högg aö sækja i samkeppninni viö storstjörnuna i fjölskyld- unni og þykir engum mik- iö. Hun er þo ekki af baki dottin og trúir statt og stööugt á aö einn daginn veröi hún i havegum höfð eins og Olivia. Hún hefur nú sungiö inn á breiöplötu lög eftir nyjasta kærastann sinn, Jeff Conway, og er sögö þess fullviss, að plat an slai i gegn...

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.