Morgunblaðið - 24.11.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.11.2003, Blaðsíða 20
20 MÁNUDAGUR 24. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Á dögunum hélt Vinstrihreyfingin - grænt framboð landsfund sinn. Í afar skapandi um- ræðum tóku margir nýir félagar til máls og viðruðu skoðanir sínar. Saman rann reynsla og ferskleiki með þeim afleiðingum að fólk fór endurnært heim af fundinum með nýjar hug- myndir. Mörgum finnst nú staðan á vinstri væng stjórnmálanna orðin mun skýrari eftir landsfundi VG annars vegar og Samfylkingarinnar hins vegar. Sam- fylkingin leitar nú inn á miðjuna, sérstaklega með hægrisæknum hugmyndum sínum um heilbrigð- iskerfið en hjá Vinstri grænum er vinstristefnan mjög skýr en um leið blönduð framsæknum hugmyndum í umhverfismálum og nýrri hugsun í alþjóðamálum. Ég hef verið spurð að því að undanförnu hvort ég standi fyrir „hið nýja vinstri“ sem er um margt hressandi orðalag því að þannig leið án efa mörgum landsfund- armönnum: Eins og nýtt vinstri væri komið inn í stjórnmálin. En orð geta bæði verið merking- arþrungin og innihaldslaus. Orðið sem notað er til að merkja nýjungar er eitt af þeim orðum sem oft kann að virðast afskaplega innihaldsrýrt og reyndar er spurning hvort pólitískir merkimiðar geti nokkurn tíma orðið sérlega innihaldsríkir. Samfylkingin hefur þannig kosið að nefna sig „nútímalega“ jafnaðarmenn en samt er eins og orðið „nútímalegt“ merki fremur miðsæknir eða hægrisæknir jafnaðarmenn. Fram- sóknarflokkurinn talar um sig sem „öfgalausan“ flokk og gefur þar með til kynna að meiri öfgar felist hafa skoðanir til hægri eða vinstri en á miðjunn að líklega sé hægt að saka fáa íslenska stjórn- málamenn um öfgakenndar skoðanir og þó að m erfitt sé að sjá af hverju það telst fremur til öfg vilja vernda landið en að reisa þar hverja stórv smiðjuna á fætur annarri. Sjálfstæðisflokkurin kenndur við „nýfrjálshyggju“ og þar með gefið kynna að frjálshyggjan, sem upprunnin er á 19 flokkurinn hefur að hluta tekið upp, þ.e. þá þæt snúa að frelsi fjármagnsins, geti á einhvern hát nýjung eða nútímaleg stjórnmálastefna. Og nú inn nýr merkimiði, semsé „nýja vinstrið“. Núna það eftir vinstrimönnum á öllum aldri hvort sá miði mun nokkurn tíma öðlast merkingu í hugu fólks. Ég hef þá trú að það sé hægt. Á vinstrivæ stjórnmálanna býr pólitískur sprengikraftur se vaxandi eftir því sem þjóðfélagið færist meir í á markaðs- og peningahyggju. Þeim fer fjölgand ungs fólks sem hafa efasemdir um það samféla við búum í og telja að ýmsu sé hægt að breyta t aðar. Þetta er ekki fólk sem hefur gengið í gegn „uppgjör við sósíalismann“ eins og margir þeir skipa Samfylkinguna. Þetta er ungt fólk sem er af þeim heimi og þeirri sögu sem það þekkir. É ekki upp við Stalín og innrásina í Tékkóslóvakí það sem gömlum vinstrimönnum verður svo tíð um. Ég þekki þessa sögu og vil læra af henni ei öðru því sem gerðist á 20. öld, 19. öld og öðrum mannkynssögunnar. Ég ólst hins vegar upp á t þegar kalda stríðið stendur sem hæst, tíma þar Nýtt vinstri Eftir Katrínu Jakobsdóttur Ö flugt og vel rekið bankakerfi skiptir hverja þjóð miklu máli. Séu bankarnir vel reknir hafa þeir möguleika á að veita víðtæka, góða þjónustu með lágmarkstilkostnaði. Banka- kerfið getur þess vegna haft mikið að segja um lífskjör hverrar þjóðar. Á undanförnum árum hef- ur verið kostað kapps um að skapa íslensku fjármála- lífi skilyrði til góðs rekstrar. Lagaumhverfið hefur tek- ið stakkaskiptum og opnað á nýjar leiðir til þjónustu. Fjármagnsflutningar á milli landa hafa opnast. Ís- lenskt bankakerfi hefur orðið alþjóðlegt. Menn hafa að meirihluta til orðið um það sammála að íslenskir bank- ar yrðu að hafa jafngott svigrúm og sambærileg fyr- irtæki erlendis, til þess að standast þeim snúning og leggja þannig grunninn að því að bankakerfið hér- lendis yrði jafnhagkvæmt og best þekkist í samkeppn- islöndunum. Einkavæðing bankanna hefur verið liður í þessu. Hún hefur það að markamiði að örva samkeppni, í full- vissu þess að samkeppnin leiði til lægra verðlags og tryggi góðan rekstur. Hver axlaði ábyrgðina á tapinu? Nú upp á síðkastið hafa vakið athygli, tölur um hagnað banka sem ekki hafa sést fram til þessa. Góður hagur banka er vitaskuld fagnaðarefni. Traustar fjár- málastofnanir eru nauðsynlegar. Menn verða að geta treyst því að fjármunir sem afhentir eru fjár- málastofnunum til varðveislu og ávöxtunar séu í öruggum höndum. Og þannig hefur það vitaskuld mestan part verið. Því miður eru þó til hrikaleg dæmi um annað. Ekki síst á þeim árum sem menn óðu um og þóttust allt geta og kunna, löðuðu til sín fjármagn frá fyrirtækjum, líf- eyrissjóðum og almenningi og sólunduðu í tóma vit- leysu. Eru til mörg hryggileg dæmi um slíkt, sem hér verða þó ekki rakin. Þar tapaði margur landinn, meðal annars eldra fólk og lífeyrissjóðir, vænum fúlgum. Minnist ég þess þó ekki að bankastjórarnir sem stóðu við stjórnvölinn hafi talið ástæðu til þess að tengja kaup sitt og kjör sín við þetta tap sem fjármálakerfið og einkanlega viðskiptavinirnir urðu að taka á sig. Hefði það þó verið stórmannlegt og í samræmi við þá röksemdafærslu sem nú er mjög höfð uppi að tengja eigi laun stjórnenda við árangur bankanna. Hagnaður íslenskra banka nú stafar einkum af hlutabréfaeign sem hefur verið að hækka mikið í verði á þessu ári. Einkum er þar um að ræða hagnað af ís- lenskum hlutabréfum. Það eru út af fyrir sig góð tíð- indi. Ætla verður að þessi hagnaður endurspegli trú fjárfesta á möguleika þessara fyrirtækja í framtíðinni. Réttilega hefur verið bent á að þátttaka bankanna í at- vinnurekstri geti verið tvíbent vopn. Áhætta getur ver- ið mikil, eins og fjölmörg nýleg dæmi sanna. Ofurgróði dagsins í dag getur þess vegna orðið tap morgundags- ins. Margra kosta völ Það hvernig til tekst um rekstur banka er ekki einkamál daglegra stjórnenda. Þeir starfa í umboði stjórna bankanna sem aftur eru forsvarsmenn hluthaf- anna. Það er einnig þannig að viðskipti í bönkunum eru líkt og önnur kaupsýsla. Líki mönnum ekki viðskiptin þá hafa þeir sem betur fer völ á því að færa sig um set. Þetta eru kostir markaðarins og samkeppninnar. Eins og málum er háttað eigum við að hafa öll skilyr samkeppni þar sem hinn frjálsi markaður gefur um kost á að færa sig um set, líki þeim ekki við- skiptaskilmálarnir eða framkoma stjórnenda. Hér á landi starfa samkvæmt upplýsingum f málaeftirlitinu fjórir viðskiptabankar og 24 spa auk 9 lánafyrirtækja sem ekki hafa leyfi til þess taka á móti innlánum. Almenningur, fyrirtæki o fjármagnseigendur eiga því í ýmis hús að venda eru ekki dæmdir til ævilangrar vistar og viðski fyrirtæki sem þeim líkar ekki við. Þetta er það köllum samkeppnisumhverfi.. Þess vegna þýðir ekkert fyrir forsvarmenn K þings Búnaðarbanka að kveinka sér undan gag eins og þeir hafa verið að gera upp á síðkastið. A ir síðustu daga eru einmitt kristalklárt dæmi um gerist á frjálsum markaði þegar mönnum líkar framferði fyrirtækis á markaðnum. Hér gerist sem sé að tveir æðstu stjórnendur stærsta bank landsins ganga algjörlega fram af fólkinu í land innlánseigendum bankans, viðskiptavinum og h höfum. Og þá vill bara svo til að í frjálsu samfél þeir sem mislíkar næsta leik. Þeir eiga mögulei rétt á að gagnrýna eins og menn hafa gert. Þeir hætt viðskiptum og það hafa menn gert. Þeir g hlutabréf sín og það hafa menn gert. Með öðrum um: Stjórnendur bankans voru þannig hirtir m um hins frjálsa markaðar og það er undan því s eru að barma sér. Lofsverð framganga Skelegg framganga forsætisráðherra í þessu lofsverð. Furðulegt er það hins vegar þegar me eins og hann megi ekki vegna stöðu sinnar breg við með þeim hætti sem hann gerði. Það er frál málflutningur. Forsætisráðherra landsins hefu skuld þann rétt að láta í sér heyra og til sín taka Markaðurinn t Eftir Einar K. Guðfinnsson FALL SHEVARDNADZES Eduard Shevardnadze, forsetiGeorgíu, sagði af sér embætti ígær eftir margra daga linnu- laus mótmæli almennings í landinu, sem andmælti stjórnarháttum forset- ans og umfangsmiklum kosningasvik- um fylgismanna hans í nýafstöðnum þingkosningum. Georgía er ríki, sem rambar á barmi gjaldþrots og stjórn- leysis; árum saman hafa þjóðernisátök, efnahagsvandamál og gífurleg spilling hrjáð íbúana. Ferill Shevardnadzes er merkilegur. Hann var um þrettán ára skeið formað- ur kommúnistaflokks sovétlýðveldisins Georgíu, áður en hann varð utanríkis- ráðherra Sovétríkjanna árið 1985. Næstu sex ár var hann einn nánasti samstarfsmaður Míkhaíls Gorbatsjovs, forseta Sovétríkjanna, og lék lykilhlut- verk í að breyta stefnu landsins gagn- vart umheiminum og binda enda á kalda stríðið. M.a. hafði hann áhrif á að uppreisnirnar gegn kommúnistastjórn- unum í Austur- og Mið-Evrópu voru látnar afskiptalausar, að sameinað Þýzkaland fékk að ganga í NATO og að hafnar voru viðræður við Bandaríkin um stórfellda fækkun kjarnorkuvopna. Sjálfur sagði hann í viðtali við Morg- unblaðið í ágúst 1991 að fyrsta skrefið í þá átt hefði verið stigið á Reykjavík- urfundi Gorbatsjovs og Reagans Bandaríkjaforseta 1986; þar hefði „ís- inn verið brotinn hugarfarslega“. Shevardnadze sagði af sér ráðherra- embættinu í árslok 1990, í mótmæla- skyni við það sem hann taldi uppgang harðlínuafla í kommúnistaflokki Sovét- ríkjanna, og gerðist leiðtogi umbóta- sinna. Eftir að harðlínumennirnir biðu ósig- ur í misheppnuðu valdaráni í ágúst 1991 liðuðust Sovétríkin í sundur og lýðveld- in, m.a. Georgía, fengu sjálfstæði. Í fyrstu lýðræðislegu kosningunum í landinu var kjörinn forseti Zvíad Gamsakhúrdía, róttækur þjóðernis- sinni, sem egndi minnihlutaþjóðirnar Abkhaza og Osseta upp gegn sér og brátt ríkti borgarastyrjöld í landinu. Shevardnadze sneri heim til Georgíu í marz 1992 og lýsti því yfir að hann teldi að sér bæri skylda til að reyna að bjarga föðurlandi sínu frá glötun. Haustið 1992 var hann kjörinn þjóðar- leiðtogi með rúmlega 90% atkvæða. Margir, jafnt innan Georgíu sem ut- an, töldu að í Shevardnadze fælist síð- asta og eina von landsins. Hann væri sá eini, sem gæti komið í veg fyrir algert stjórnleysi. Ef til vill var það verkefni hins vegar vonlaust frá upphafi. Aldrei hefur tekizt að lægja þjóðernisdeilurn- ar að fullu og landið er í raun ekki undir einni stjórn. Þrátt fyrir efnahagsum- bætur Shevardnadzes framan af er efnahagslífið í kalda koli og spilling mikil og almenn. Öryggi hins almenna borgara er lítið, glæpaverk tíð og sjálf- ur hefur forsetinn lifað af tvö banatil- ræði. Shevardnadze féll í þá gryfju að leyfa héraðshöfðingjum að komast upp með alls konar lögleysu, í skiptum fyrir hollustu þeirra í viðleitni sinni til að halda landinu saman. Stuðningsmenn hans urðu sömuleiðis uppvísir að marg- víslegum kosningasvikum í þingkosn- ingunum á dögunum. Þótt Shevardnadze væri þannig rú- inn trausti heima fyrir og álit hans hafi beðið hnekki á á alþjóðlegum vettvangi, fer ekki á milli mála að það er merkur leiðtogi, sem nú hrökklast frá völdum, og vildi landi sínu vel. Eftirmanna hans bíður gífurlega erfitt verkefni. BREYTTUR TÓNN Sigurður Einarsson, stjórnarfor-maður Kaupþings Búnaðarbanka, talaði á annan veg um kaupréttar- samninga hans og annars forstjóra bankans í viðtölum við sjónvarps- stöðvarnar í gærkvöldi – og raunar einnig í viðtali við Morgunblaðið í dag – en hann gerði fyrst eftir að gagnrýni kom fram á kauprétt þeirra tvímenn- inganna. Hann lýsir nú þeirri skoðun, að um mistök hafi verið að ræða og að það sé ljóst að ekki sé jarðvegur fyrir slíka samninga í okkar samfélagi. Vonandi verður þetta mál til þess að fleiri aðilar í viðskiptalífinu, ekki sízt í fjármálaheiminum hér, átti sig á því, að sumt af því, sem tíðkast í öðrum löndum á ekki við hér. Yngri menn í viðskiptalífinu hafa haft tilhneigingu til að líta svo á, að íslenzkt þjóðfélag hafi tekið svo miklum breytingum að hægt sé að stunda viðskipti hér án þess að taka nokkurt tillit til umhverf- isins. Hafi þeir ekki gert sér grein fyrir því fram að þessu, að sú skoðun er röng hefur mál stjórnenda Kaup- þings Búnaðarbanka væntanlega orðið til þess að þeir hinir sömu verði raun- særri í afstöðu sinni. Að því leyti til má gera ráð fyrir að sú sprenging, sem orðið hefur í kringum þetta mál hafi jákvæð áhrif á viðskiptalífið, þeg- ar fram í sækir. Nú er tímabært að beina umræðum um þetta mál í annan farveg og hefja málefnalegar umræður um þær breyt- ingar, sem augljóslega þarf að gera á þeim reglum, sem gilda um kauprétt- arsamninga og ýmislegt þeim tengt. Gera má ráð fyrir, að víðtæk sam- staða verði um, að slíka samninga beri að leggja fyrir aðalfundi viðkomandi fyrirtækja eða hluthafafundi til sam- þykkis, þannig að allir hluthafar hafi tækifæri til að tjá sig um samninga sem þessa og greiða atkvæði um þá. Mál þetta vekur líka upp spurning- ar um stöðu starfandi stjórnarfor- manna í fyrirtækjum. Hver er raun- verulega fulltrúi hluthafanna í máli sem þessu, þegar stjórnarformaður á hlut að máli? Er það varaformaður viðkomandi stjórnar, sem þá axlar þá ábyrgð gagnvart hluthöfum, sem stjórnarformaður mundi ella gera? Þessi þáttur málsins kallar á umræð- ur. Þá má líka velta fyrir sér stöðu og hlutverki annarra stjórnarmanna. Í öðrum löndum er nú lögð vaxandi áherzla á sjálfstæði stjórnarmanna gagnvart helztu stjórnendum, þ.e. að ekki sé um vini og kunningja að ræða eða aðila, sem tengjast stjórnendum hagsmunalega. Þetta er mjög flókið mál í okkar litla samfélagi en þarfnast engu að síður umræðu. Þótt þetta tiltekna mál snúist um launakjör tveggja stjórnenda í stærsta banka landsins ætti það að geta haft víðtækari áhrif á viðhorf þeirra, sem bera ábyrgð á stærstu fjármálafyr- irtækjum þjóðarinnar. Ákvarðanir sem þeir hafa tekið á undanförnum ár- um í skjóli þess að einungis hafi verið um viðskipti að ræða hafa oft haft mun víðtækari þjóðfélagsleg áhrif. Eftir það uppnám, sem nú hefur orðið í kringum Kaupþing Búnaðarbanka er þess að vænta að stjórnendur bankans stigi varlega til jarðar í öðrum ákvörð- unum, sem þeir eiga eftir að taka og geta haft djúpstæð áhrif á þróun sam- félags okkar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.