Morgunblaðið - 24.11.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.11.2003, Blaðsíða 22
MINNINGAR 22 MÁNUDAGUR 24. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Þorbjörn Árna-son fæddist á Sauðárkróki 25. júlí árið 1948. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 17. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar hans eru Þorbjörg Þor- björnsdóttir hús- freyja, f. 1928, og Guðbjartur S. Kjart- ansson bifreiða- stjóri, f. 1912, d. 1967. Kjörforeldrar hans frá fyrsta ári eru Árni Þorbjörns- son, f. 1915, fv. kennari og lög- fræðingur á Sauðárkróki, og Sig- rún Sigríður Pétursdóttir, húsfreyja og skrifstofumaður, f. 1922, d. 1987. Þorbjörn var tvíkvæntur. Fyrri eiginkona hans er Þórdís Þor- móðsdóttir meinatæknir, f. 1949. Börn þeirra eru: 1) Árni Þór, f. 1970, lögfræðingur. Eiginkona hans er Hólmfríður Ólafsdóttir, f. 1969, klæðskeri. Börn þeirra eru 1968, lauk lögfræðiprófi frá Há- skóla Íslands 1974 og hlaut lög- mannsréttindi 1983. Hann starfaði hjá bæjarfógetanum á Sauðár- króki og sýslumanninum í Skaga- fjarðarsýslu frá árinu 1974 til 1985, þar af aðalfulltrúi síðustu fimm árin. Þorbjörn gerðist fram- kvæmdastjóri sútunarverksmiðj- unnar Loðskinns á Sauð árkróki 1985 og gegndi því starfi til 1990. Hann rak eftir það eigin lög- mannsstofu á Sauðárkróki í nokk- ur ár en frá 1998 var hann með slíkan rekstur í Reykjavík auk þess að reka fyrirtækið Markfell ásamt eiginkonu sinni. Þorbjörn var bæjarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins í bæjarstjórn Sauðárkróks árin 1978–1990, þar af forseti bæjarstjórnar í tvö kjör- tímabil. Á þeim tíma sat hann í fjöl- mörgum nefndum og ráðum fyrir sveitarfélagið og Sjálfstæðisflokk- inn. Undanfarin ár gegndi Þor- björn ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Landssamtök hjartasjúklinga og sat í stjórn samtakanna frá árinu 1998 sem varaformaður. Átti hann m.a. sæti í stjórn og fram- kvæmdaráði SÍBS og var um skeið stjórnarformaður Múlalundar. Útför Árna verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Þorbjörn Óli, f. 1992, Hákon Orri, f. 1998, og Sigrún Vala, f. 1999. 2) Helga Hrönn, f. 1973, viðskiptafræð- ingur. Sambýlismaður hennar er Arnar Már Baldvinsson, f. 1974, flugstjóri. Börn þeirra eru Bryndís Eva, f. 1998, og Arnbjörn Dagur, f. 2001. 3) Atli Björn, f. 1976, lög- fræðingur. Sambýlis- kona hans er Hulda Árnadóttir, f. 1974, lögfræðingur. Dóttir þeirra er Þórdís Huld, f. 2001. Eftirlifandi eiginkona Þor- björns er Birna Sigurðardóttir, f. 1951 markaðsstjóri. Sonur hennar af fyrra hjónabandi er Sigurður Þór Sæmundsson, f. 1971, kerfis- fræðingur. Sambýliskona hans er Kolbrún Sigurjónsdóttir, f. 1975, sölumaður. Dætur þeirra eru Birna og Nadia, f. 2001. Þorbjörn varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri árið Til eiginmanns míns og besta vin- ar. Fljótt þú fórst, minn elsku vinur fagur sveifst á braut svo fimur söngur þinn, og dirfsku þor segja, sjáumst aftur næsta vor. Alla morgna mun ég sakna að sjá þig ekki er ég vakna því ættu allir sem það geta æskuna og lífið, læra að meta. Bíða himnar og ókunn lönd handan hafsins fjarlæg strönd veganesti mitt og von til þín fljúgðu, fljúgðu ástin mín. Engan átti ég vin þér líkan sem óð til lífsins kunni slíkan ég bíð, þá vetri renni kraftur og sönginn þinn ég heyri aftur. (Jökull Jörgensen.) Birna Sigurðardóttir. Án þess að vera sjálfselskur vil ég segja hversu heppinn ég tel mig vera að hafa þekkt og þótt vænt um hann Bjössa. Hversu þakklátur ég er að eiga ótal góðar minningar um hann og okkur fjölskylduna saman. Sér- staklega er ég stoltur af því að börn- in mín fengu að kynnast honum og litu upp til hans. Það góða í honum á eftir að fylgja þeim og leiða þau áfram á komandi tímum. Ég tel mig einstaklega lánsaman mann því að frá upphafi kynna okkar Bjössa fannst mér ég samstundis vera samþykktur inn í fjölskylduhóp hans og leið mér mjög vel í návist þeirra. Síðan hefur sú tilfinning magnast og nú líður mér ekki ein- göngu sem einum af fjölskyldunni, heldur finnst mér ég oft hafa verið sem hans eigin. Í velgengni finnst mér afrekið enn ánægjulegra þegar ég sá hversu Bjössi var stoltur af mér. Aðdáunarvert fannst mér hvernig fólk leitaði til hans og gat opnað sig fyrir honum á erfiðum tímum og sér- staklega hvernig hans nánustu litu upp til hans. Við Helga gátum leitað ráða hans og ef eitthvað vafðist fyrir okkur leystum við oft málin með því að spyrja: „Hvað myndi Bjössi gera?“ Bjössi var herramaður í orðsins fyllstu merkingu. Mér leið vel í nær- veru hans eins og var með flesta aðra. Í rúman áratug barðist hann við hjartasjúkdóm sem olli honum vanlíðan og mikilli þreytu en aldrei baðst hann vægðar eða vildi að fólk vorkenndi sér. Þvert á móti hélt hann ávallt reisn sinni og passaði upp á að fólk í kringum hann áttaði sig ekki á ástandi hans og þá sér- staklega á seinustu árum. En að lok- um gat hann ekki meir og nú fyrir nokkrum dögum gerðum við okkur grein fyrir því hversu uppgefinn og veikur hann virkilega var. Erfitt er að ímynda sér framtíðina án hans Bjössa og sérstaklega verð- ur erfitt að sjá tómt sæti við borð- sendann í Kársnesinu. Hann var miðpunkturinn í fjölskyldunni og óhugsandi verður að fylla upp í það skarð sem þessi ómissandi hlekkur skilur eftir sig, allt sem hann gaf og veitti okkur. Hann skilur eftir sig ómetanlega ástúð, óendanleg áhrif og ógleyman- legar stundir í hjarta mínu og ég veit að hvert tækifæri verður nýtt til að minnast hans. Arnar Már. Um þetta leyti í fyrra hringduð þið Birna systir frá Kaupmannahöfn og lýstuð öllum þessum undrum borg- arinnar sem ég gat aldrei skilið, því ég hafði komið þar við einu sinni fyr- ir mörgum árum og fannst lítið til koma. Ég skildi ekkert í þessari Kaupmannahafnardellu í þér né öðr- um Íslendingum. En eins og með svo margt annað fannst þér að þú yrðir að sýna mér það sem væri svo sér- stakt og merkilegt í þessari borg. Daginn eftir þessa símhringingu stóð ég úti á flugvelli í Köben því ég hafði ekkert val, þú varst búinn að borga ferðina út fyrir mig. Ég varð að mæta fyrir rétt, engrar undan- komu auðið með þessa lögfræðinga! Dómurinn féll okkur öllum í hag. Þetta voru frábær réttarhöld (þó að ég þyrfti að sofa í „kommóðuskúffu“ inni í herberginu hjá þér og Birnu). Þín alltaf mun ég minnast, fyrir allt það góða sem þú gerðir, fyrir allt það sem þú skildir eftir, fyrir gleðina sem þú gafst mér, fyrir stundirnar sem við áttum, fyrir viskuna sem þú kenndir, fyrir sögurnar sem þú sagðir, fyrir hláturinn sem þú deildir, fyrir strengina sem þú strengdir. Ég ætíð mun minnast þín. Með söknuði og trega ég kveð þig, kæri mágur. Guðný María Sigurðardóttir. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Far þú í friði, kæri vinur. Kær kveðja, Karlotta og Ásgeir Þór. Hann Bjössi frændi er dáinn, svo langt um aldur fram að illmögulegt er að sætta sig við það. Hann var kjörsonur hennar Siddýjar móður- systur okkar á Króknum og hefur verið náinn samferðamaður okkar systkinanna frá fyrstu tíð. Bjössi var jafnaldri og leikfélagi Péturs og Gústa á sokkabandsárunum þegar afi og amma réðu ríkjum á pósthús- inu Hann gegndi hlutverki eldri bróður í tíðum sumardvölum Sigga á Smáragrundinni og var myndarlega ungmennið sem Sigrún yngri mændi upp til þegar hún sótti nöfnu sína heim á Krókinn. Þegar við vorum öll fullsprottin var hann kær vinur okk- ar allra. Móður okkar sýndi Bjössi alla tíð alveg einstaka ræktarsemi og ástúð. Söknuður hennar er ómældur og þakklætið innilegt. Bjössi varð snemma afar mann- vænlegur, mikill námsmaður, sund- maður góður og prúður að eðlisfari. Stundum þótti okkur bræðrum jafn- vel nóg um hversu mikið fyrirmynd- arungmenni hann var í augum móð- ur okkar. Bjössi var alla tíð alveg einstaklega hjálpsamur og greiðvik- inn og lagði hart að sér við að lið- sinna öðrum. Þessi eiginleiki fylgdi honum alla tíð. Hann var glaðsinna og naut sín vel í öllum mannfagnaði, hlátur hans kveikti hlátur hjá öðrum. Hann var líka ákafamaður í öllu sem hann tók sér fyrir hendur og naut sín sérstaklega vel við veiðar og útivist. Við eigum ótal minningabrot þar sem frændi situr í öndvegi, fjöl- skylduboð nyrðra og syðra, veiði- ferðir, spilamennska inn í sumar- nóttina í Háuhlíðinni, þegar sólin valt eftir haffletinum frá Drangeynni í átt að Málmey. Slíkar minningar munum við geyma með okkur alla tíð. Hann frændi okkar hafði í allmörg ár átt við hjartveiki að stríða og þurfti að gangast undir ófáar að- gerðir. Þetta leiddi til þess að hann gat ekki lifað lífinu jafn rækilega til fulls og hann hefði kosið, þótt hann hefði með æðruleysi sínu lengst af getað leynt því fyrir ókunnugum. Bjössi kaus líka að slá sem minnst af og láta ekki veikindi sín ráða öllu sínu atferli, enda stríddi athafnaleysi gegn eðli hans. Við kynntumst keim- líku lífsviðhorfi hjá föður okkar forð- um við sömu aðstæður og berum jafn mikla virðingu fyrir afstöðu beggja. Á kveðjustund er hugur okkar hjá Birnu, Árna Þór, Helgu Hrönn og Atla Birni, tengdabörnunum, barna- börnunum og ástvinum öðrum. Vertu kært kvaddur, frændi. Pétur, Ágúst, Sigurður og Sigrún. Nú er fallinn frá Þorbjörn Árna- son, einn helsti baráttumaður SÍBS síðustu árin. Þorbjörn var eldhugi, sýndi mikið frumkvæði og var alltaf tilbúinn að leggja hönd á plóginn í fjölmörgum verkefnum í þágu SÍBS. Hann var eljusamur og sinnti störf- um sínum vel. Þorbjörn var í stjórn SÍBS frá árinu 1994 til dauðadags og er óhætt að segja að hann hafi verið einhver mesti baráttumaður samtak- anna. Það var ætíð gott að eiga Þor- björn að, enda hafði hann ríka rétt- lætiskennd, yfirgripsmikla reynslu sem lögmaður auk reynslu af sveit- arstjórnarmálum og rekstri fyrir- tækja. Þessi bakgrunnur Þorbjörns var samtökunum oft ómetanlegur. Að undanförnu hafa staðið yfir að- gerðir til að styrkja stöðu SÍBS, þannig að samtökin geti áfram sinnt hlutverki sínu sem best við að styðja sjúka til sjálfsbjargar. Þorbjörn stóð sína plikt í þessum aðgerðum með miklum sóma eins og vænta mátti af honum og var óþreytandi að benda á það sem betur mætti fara og leiðir að settum markmiðum. Auk starfa í stjórn og framkvæmdaráði SÍBS sat Þorbjörn einnig í stjórn Reykjalund- ar frá 1996 til 1998 og gegndi for- mennsku í stjórn Múlalundar frá 2000 til 2002. Það var engin logn- molla í kringum Þorbjörn og gustaði gjarnan af honum. En um leið sýndi hann hlýju og velvilja. Þorbjörn kom gjarnan á skrifstofur SÍBS, brosti sínu breiðasta og sagði: ,,Guð veri með ykkur.“ Þetta gerði hann jafn- vel þó að við samstarfsmenn hans vissum af miklum veikindum hans og skorti á þreki sem kom til vegna al- varlegs hjartasjúkdóms. Á síðasta fundi sem Þorbjörn sat í fram- kvæmdaráði SÍBS tjáði hann okkur að hann væri á leið í hjartaþræðingu. Við fréttum síðan að ákveðið hefði verið að hann færi í hjartaaðgerð. Við samstarfsmenn Þorbjörns fyllt- umst von um að í kjölfar aðgerðar- innar fengi hann bætta heilsu og betri líðan. Það varð því mikið áfall að frétta af láti hans mánudaginn 17. nóvember. Við viljum þakka Þorbirni innilega samfylgdina og vottum Birnu Sig- urðardóttur, eiginkonu hans, börn- um og öðrum ástvinum okkar dýpstu samúð og biðjum góðan Guð að blessa minningu Þorbjörns Árnason- ar. Fyrir hönd stjórnar og starfsfólks SÍBS, Helgi Hróðmarsson, framkvæmdastjóri SÍBS, og Haukur Þórðarson, formaður SÍBS. Fréttin um andlát Þorbjörns Árnasonar kom illa við okkur í Landssamtökum hjartasjúklinga. Við gerðum okkur vonir um að nú hefði áhættusöm hjartaskurðaðgerð heppnast, en sú von brást og við sem höfðum næstum daglegt samband við Þorbjörn sitjum eftir með sorg í hjarta. Þorbjörn var ævinlega reiðubúinn að leggja samtökunum lið, með framlagi sínu til fjölbreyttra verk- efna, t.d. með þátttöku í fundum, með greinaskrifum og málatilbúnaði af ýmsu tagi. Er skemmst að minn- ast þess hvað hann átti mikinn þátt í undirbúningi 20 ára afmælis samtak- anna. Þorbjörn hélt ávallt sínu jafnaðar- geði og vinsamlega fasi þrátt fyrir erfið veikindi undanfarin ár. Það var mjög ánægjulegt að vinna með Þor- birni. Hann var rökvís en ætíð sann- gjarn. Þorbjörn var mjög framsæk- inn og áhugasamur og gerði sér fljótt ljóst hver líkindi yrðu á að málefni næði fram að ganga. Reynsla hans sem lögfræðings kom sér oft vel fyrir samtökin okkar og við sem störfuð- um með honum nutum mikilla mann- kosta hans. Við sáum í Þorbirni for- mann framtíðarinnar fyrir Landssamtökin. Þorbjörn var framsýnn, stórhuga og hvatti til aukins samstarfs við hliðstæð samtök erlendis. Hann átti sæti í stjórn SÍBS sl. 10 ár sem fulltrúi hjartasjúklinga og var stjórnarformaður Múlalundar þegar málefni Múlalundar þurftu vand- legrar skoðunar við, vegna rekstr- arvanda. Vera má að Þorbjörn hafi með áhuga sínum ekki gætt sín sem skyldi og gengið of nærri heilsu sinni, við því fæst sennilega aldrei svar. Landssamtök hjartasjúklinga standa í mikilli þakkarskuld við Þor- björn Árnason og sendum við eig- inkonu hans, Birnu Sigurðardóttur, börnum hans og nánustu aðstand- endum okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Með Þorbirni er genginn góður drengur, megi hann hvíla í friði. Fyrir hönd stjórnar og starfs- manna Landssamtaka hjartasjúkl- inga Vilhjálmur B. Vilhjálmsson, formaður, Ásgeir Þór Árnason, framkvæmdastjóri. Góður drengur og traustur vinur er fallinn frá, langt fyrir aldur fram. Þorbjörn Árnason lögmaður var fæddur árið 1948 á Sauðárkróki. Þeir sem alast upp á Sauðárkróki verða alltaf Króksarar – skiptir engu hversu langt þeir fara eða hvar þeir setjast að. Krókstaugin er sterk. Þorbjörn var Króksari í húð og hár, þó hann hafi búið síðustu árin í Reykjavík. Andspænis dauðanum rifjast upp góðar stundir sem þó urðu alltof fáar og slitróttar eftir því sem árin liðu. En um leið rennur upp fyrir manni hversu fátækleg þakkarorð fyrir vin- áttu verða. Ég man aldrei eftir því að hafa hitt Þorbjörn í slæmu skapi. Glaðlyndi var honum í blóð borið. Og ekkert var honum fjarlægara en að bera á borð veikindi sín eða erfiðleika. Í mörgu var Þorbjörn mér eins og stóri bróðir, alltaf tilbúinn til að bregða á leik – aldrei of upptekinn fyrir lítinn dreng sem krafðist óskiptrar athygli. Þorbjörn var alla tíð harður sjálf- stæðismaður, þó ekki væri hann gagnrýnislaus á störf og stefnu flokksins. Fyrstu afskipti mín af stjórnmálum voru í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins á Sauðárkróki þegar Þorbjörn hlaut glæsilega kosningu sem oddviti flokksins fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar árið 1978. Ekkert var sjálfsagðara í mínum huga en að kjósa í prófkjörinu til að styðja Þorbjörn, þó ekki væri ég flokksbundinn enda fullur efasemda um Sjálfstæðisflokkinn. Þegar við Þorbjörn hittumst var aldrei langt í að við ræddum um póli- tíkina og þjóðfélagsmálin. Í mörgu vorum við sammála en oft náðum við ekki saman. Aldrei var rifist, aðeins rökrætt og þar stóð sá yngri höllum fæti. Á erfiðum tímum í Sjálfstæðis- flokknum voru Þorbjörn og faðir minn traustir samherjar, sem í sundruðu kjördæmi skipti miklu. Í baráttu gegn óheilindum og undir- ferli skiptir miklu að vinabönd bresti ekki – að hnífur komist ekki upp á milli samherja. Síðar reyndist Þor- björn foreldrum mínum mikil hjálp- arhella í veikindum föður míns. Fyr- ir það verður seint þakkað. Ég sendi eiginkonu og börnum Þorbjarnar innilegar samúðaróskir á þessum erfiðu tímum. Að leiðarlok- um vil ég af veikum mætti þakka fyr- ir þá gæfu að hafa eignast góðan vin. Óli Björn Kárason. Við stofnun Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra 1979 hófust kynni okkar Þorbjörns Árnasonar, þáverandi forseta bæjarstjórnar Sauðárkróks, en hann varð nokkrum árum síðar formaður skólanefndar og það um alllangt skeið. Hann hafði velferð byggðarlagsins að leiðarljósi og hollan skagfirskan metnað fyrir uppbyggingu skólans. Alltaf var gott að leita til hans, ætíð rausnarlegur og uppörvandi, hafði yfirgripsmikla þekkingu á þjóðmálum, mönnum og málefnum. Hann var glaðvær, skraf- hreifinn og skemmtilegur ferða- félagi. Minnist ég með mikilli gleði samverustunda okkar á skagfirskum fjöllum. Hann var vel á sig kominn og fór hraðar yfir en samferðamenn. Eitt sinn er við vorum að koma af fjöllum að bænum Herjólfsstöðum í Laxárdal varð ég fyrir því óláni að hrapa niður um hulda vök á pytti og kenndi ekki botns en náði að slengja göngustaf þvert yfir opið og hanga á honum. Stökk þá Þorbjörn til og reif mig upp með fítonskrafti. Hver ferðalok hefðu orðið án hans atbeina er óvíst en fatnaður minn var allur ÞORBJÖRN ÁRNASON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.